Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 8
Föstudagur 12. september 20088 Helgarblað DV
„Ég tel það illa farið með al-
mannafé að bora göng án þess
að unnið sé faglegt skipulag áður
og þau séu hluti af almennri þró-
unaráætlun viðkomandi svæðis.
Í Evrópu gera menn yfirleitt þær
kröfur til þeirra sem skipuleggja
að þeir hafi lágmarksmenntun
og -starfsreynslu í skipulagsfræð-
um. Á Íslandi er það ekki þannig,“
segir Gestur Ólafsson, arkitekt og
skipulagsfræðingur, spurður álits
á þeim jarðgöngum sem fyrirhug-
að er að bora á Íslandi.
Héðinsfjarðargöng eru sóun á
peningum
Undanfarnar vikur hefur DV
fjallað um jarðgangagerð á Íslandi.
Sex göng eru á jarðgangaáætlun.
Tvenn á Vestfjörðum, tvenn á Aust-
fjörðum og tvenn á Norðurlandi.
Fimm af þessum sex jarðgöngum
verða, ef fer sem horfir, tilbúin árið
2012.
Gestur segir að menn geti auð-
vitað grafið jarðgöng að vild. Það
þjónar hins vegar hagsmunum al-
mennings að líta á málin í heild.
„Göng eru engin lausn. Þau ættu að
vera hluti af heildarþróunarstefnu
fyrir landið. Héðinsfjarðargöng eru
til dæmis bara vitleysa og þar er
illa farið með peninga almennings.
Engin göng eru réttmæt nema horft
sé á markmið þeirra. Ef menn hafa
ekki markmið er ekki hægt að meta
gildi þeirra,“ segir hann.
Engar faglegar kröfur
Gestur segir bagalegt að ekki
sé unnið á faglegri hátt að skipu-
lagsmálum. „Almenningur ger-
ir nú vaxandi kröfu um vit í fjár-
festingum með fé almennings. Í
dag lifum við í talsvert sérhæfð-
um heimi. Hagfræðingar vinna á
sínu sérsviði og á sjúkrahúsun-
um vinna læknar sem hafa bæði
próf og starfsréttindi. Húsasmið-
ir byggja hús og þeir sem smíða
bíla þurfa að hafa til þess rétt-
indi. En þeir sem standa fyrir
aðal- og deiliskipulagi sveitarfé-
laga og taka á því faglega ábyrgð
þurfa enga formlega menntun
eða starfsreynslu í skipulags-
fræðum. Hér er ég ekki að ræða
pólitískar ákvarðanir og pólitíska
ábyrgð, heldur þá faglegu vinnu
sem á að liggja að baki þeim. „Við
eigum ekki bara að gera kröfu
um 19. aldar vinnubrögð í skipu-
lagsmálum heldur 21. aldar. Við
eigum að geta borið saman mis-
munandi kosti á vitlegan hátt, en
til þess þurfum við ákveðna sér-
fræðivinnu. Að baki ákvörðunar
um jarðgöng þarf að liggja fag-
lega unnið skipulag, umhverfis-
mat, félagslegt mat og peninga-
legt mat, svo þeir sem ákveði og
allur almenningur geti tekið upp-
lýsta afstöðu til málanna,“ segir
hann.
Bitnar á öllum Íslendingum
Gestur segir að á þeim kreppu-
tímum sem nú ríki þurfum við Ís-
lendingar á hverri einustu krónu
að halda sem til er í sameiginleg-
um sjóðum. „Við eigum auðvitað
að gera þá sjálfsögðu kröfu að þeim
fjármunum sem notaðir eru í vega-
gerð sé skynsamlega varið. Með síð-
ustu skipulagslögum færði Alþingi
skipulagsvaldið til sveitarfélaganna
án þess að gera nokkra kröfu um
menntun og starfsreynslu á sviði
skipulagsfræða til þeirra sem bera
á því faglega ábyrgð. Þetta er einn
mesti bjarnargreiði sem Alþingi
hefur gert landi og þjóð og bitnar á
öllum Íslendingum, fjárhag okkar
og ekki síst æsku þessa lands,“ seg-
ir hann.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, segir Íslendinga alla líða fyrir skort á metnaði í skipu-
lagsmálum. Hann segir að jarðgöng séu engin lausn þegar heildarskipulagið vanti. Gera eigi þá kröfu að
þeir sem annist skipulagsmál hafi sérþekkingu eða reynslu á því sviði. Til stendur að grafa sex jarðgöng á
næstu árum. Gestur segir Héðinsfjarðargöng sóun á fjármunum.
Illa farIð með almannafé
Fimm ný jarðgöng
verða tilbúin 2012
skipulagsfræðingur segir
Héðinsfjarðargöng sóun
á fjármunum.
„Við lifum í sérhæfðum
heimi“ gestur Ólafsson
arkitekt segir að skipulags-
fræðingar ættu að annast
skipulagsmál.