Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 36
Föstudagur 12. september 200836 Sport Það eru ekki einungis leikmenn í N1-deild karla í handbolta sem æfa sig nú stíft fyrir komandi átök í deild- inni. Mennirnir í svörtu og/eða bláu, grænu eða gulu ef svo ber undir, dómararnir, æfa nú stíft í bootcamp til að undirbúa sig fyrir tímabilið. Elskaðir og hataðir mæta þeir alltaf og veturinn lítur betur út en í fyrra segir Guðjón Leifur Sigurðsson, formaður dómaranefndar. „Það þurfti tuttugu til að fá afslátt og ég sagðist verða tuttugasti inn ef það vantaði. Svo varð og strákarnir drógu mig í þetta eftir að ég hafði ekki hlaupið í þrjú ár,“ segir Guðjón Leif- ur Sigurðsson, formaður dómara- nefndar Handknattleikssambands Íslands, um bootcamp-æfingarn- ar sem handboltadómarar æfa nú stíft í fyrir komandi átök í N1-deild- inni. „Þetta var mikil áskorun,“ segir Guðjón léttur sem var sjálfur dómari til þrjátíu ára og einn sá albesti sem dæmt hefur hér á landi. Þetta er í fyrsta skiptið sem dóm- ararnir æfa reglulega saman fyrir mót. „Við höfum ekki gert þetta hing- að til. Við höfum mest verið tveir og tveir eða fleiri saman. Þeir sem eru úti á landi geta ekkert verið með okk- ur í þessu. Það var gerð tilraun til að æfa saman fyrir nokkrum árum sem gekk ekki upp en núna er andinn mjög góður og mikil stemning var fyrir því að gera þetta,“ segir Guðjón. Hver og einn skoðaður Handknattleikssambandið bjó til nýja stöðu fyrr á árinu, íþróttastjóra, og réð til starfa fyrrverandi þjálfara Stjörnunnar, Kristján Halldórsson. Hann var dómurum til liðs í sum- ar til að undirbúa þá enn betur fyrir átökin. „Við fengum Kristján Halldórs- son sem er orðinn íþróttastjóri HSÍ til að taka hvern og einn dómara fyr- ir, skoða hann og gera æfingaplan út frá því fyrir sumarið. Þetta er eitthvað sem okkur hefur vantað því hingað til höfum við látið menn bera ábyrgð á sjálfum sér. Það er nú þannig að menn hafa mismikinn sjálfsaga til að standa í því. Sissi [Kristján Hall- dórsson, innsk. blm.] stakk því upp á þessu í vor og við gripum þetta fegins hendi,“ segir Guðjón. Lítur betur út Í fámennu umhverfi þurfa félög- in í landinu að hjálpast að og eiga þau að skila ákveðnum fjölda lands- dómara á hverju ári. Félögin skiluðu litlu af sér í fyrra sem fór ekki fram- hjá neinum því dómaranefndin var í miklum vandræðum. Útlitið er betra í ár en enn eru trassar inni á milli. „Félögin eiga að útvega okkur 48 landsdómara. Það er búið að til- kynna 35 og þar af eru sjö nýliðar. Í fyrra vorum við 28 og það er engan veginn nóg. Félögin eru því aðeins að taka við sér hvað varðar þetta en ennþá eru sex félög sem útvega enga dómara. Síðustu tímabil höfum við verið að keyra á of fáum og því hefur verið mikið álag á mönnum. Af þess- um 35 sem við höfum í dag eru ekki nema 20 til 24 sem tilbúnir eru að dæma í efstu deild karla til dæmis. Þetta lítur betur út en í fyrra allavega. Menn eru að koma betur undirbúnir fyrir mótið,“ segir Guðjón. Tíu til tólf þúsund á leik „Ég hef aldrei skilið þegar fólk segir að það sé leiðinlegt að dæma,“ segir Guðjón. „Sjálfur dæmdi ég í 30 ár og fannst það rosalega skemmti- legt,“ bætir hann við en hvað eru menn að fá greitt fyrir þetta? „Nú er verið að greiða þokkalega fyrir leiki. Menn fá 10 til 12 þúsund fyrir leiki í efstu deild karla og kvenna fyrir utan ferðapeninga. Þannig ef menn eru að dæma þetta 2-3 leiki á viku er þetta þokkalegasti aukapeningur. Auð- vitað fer einhver tími í undirbúning og svona en ef menn hafa áhuga er þetta minnsta mál í heimi.“ Tvö alþjóðleg pör Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson hafa undanfarin ár verið okkar langbesta dómarapar og eru með alþjóðleg réttindi. Í ár bættist annað par við þegar þeir Ingvar Guð- jónsson og Jónas Elíasson þreyttu prófið. „Það voru átján pör sem þreyttu prófið í sumar og þeir voru eitt af þremur sem náðu því. Svo er EHF einnig með sérstakt prógramm fyrir yngri dómara sem þurfa þá að vera yngri en 25 ára. Þar vil ég endilega koma fleirum inn. Núna eru nokkrir strákar úr Fjölni, um 17 ára, sem við ætlum að sjá hvort við getum ekki gert betri. Svo vantar auðvitað kvennapar. Ég er alltaf að auglýsa eftir kvennap- ari. Ef það kemur þokkalegt kvennap- ar get ég komið þeim að hjá Evrópu- sambandinu tiltölulega fljótlega því EHF er að kalla eftir kvennapörum.“ Eins og þeir kunni ekki að dæma Bæði Anton og Hlynur en þó Ingvar og Jónas sérstaklega hafa oft sætt mikilli gagnrýni fyrir verk sín hér heima. Fengið misgóðar, oft mjög slæmar, umsagnir bæði í blöðum og enn verri frá leikmönn- um og þjálfurum í deildinni. Það stangast virkilega á við verkefnin sem Anton og Hlynur hafa verið að fá í Evrópu. Þeir dæmdu til dæmis leik með Kiel í meistaradeildinni í fyrra. „Þetta hefur verið landlægt hjá okkur í tugi ára að dómararnir okk- ar hafa verið að fá misjafna dóma hér heima en ná svo stórkostlegum árangri erlendis,“ segir Guðjón um þetta umtal. „Það gildir alveg það sama um Anton og Hlyn í dag og aðra í gegnum árin. Þeir eru að fá al- veg geysilega flott verkefni hjá Evr- ópusambandinu en svo er talað um þá hérna heima eins og þeir kunni ekki að dæma. Sömu sögu er að segja um Ingv- ar og Jónas sem hafa átt erfitt upp- dráttar undanfarin ár hér heima. Við höfum samt alltaf haft trú á þeim og það hefur skilað sér til Evrópusam- bandsins því menn þar eru mjög ánægðir með þá. Þetta er einfaldlega með dómara eins og leikmenn. Ef menn æfa vel og hafa áhuga kemur hitt með. Það verður enginn dómari betri án æfinga.“ Heitasta parið Eitt dómarapar vakti mikla at- hygli í fyrra. Þeir Gunnar Jarl Jónsson og Hörður Aðalsteinsson dæmdu sína fyrstu leiki í N1-deildinni í fyrra og fengu síðar verðlaun sem dómar- ar umferða 8 til 14. Þeir fengu stórt verkefni í fyrra þegar þeir dæmdu leik Fram og Hauka sem þá var toppslagur í Fram-húsinu. Þjálfarar beggja liða hrósuðu þeim í hástert fyrir frammistöðu þeirra en fyrir leik voru menn vægast sagt stressaðir. „Fyrir þennan leik í Fram-húsinu í fyrra fékk ég mörg símtöl bæði dag- inn fyrir og á leikdag þar sem menn spurðu mig hvað ég væri nú að bjóða liðunum upp á,“ segir Guðjón Leifur kátur. „Ég ætla ekki einu sinni að lýsa því hversu taugaveikluð liðin voru. Ég hafði samt fulla trú á þeim og mér fannst þeir standa sig mjög vel í þeim leik. Ég bind miklar vonir við þá í vetur því öllum fannst þeir standa sig frá- bærlega í fyrra. Þeir geta fengið tals- vert af verkefnum ef þeir vilja sjálfir. Þeir verða þá auðvitað að hafa vilja og tíma fyrir það. Það hefur kannski vantað upp á allavega hjá öðrum þeirra. Þeir eru svona heitasta parið í dag ef maður miðar við fyrri störf,“ segir Guðjón Leifur Sigurðsson létt- ur að lokum. Dómarar í fínu formi TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Kátir piltar dómararnir voru léttir þegar gunnar gunnnarsson, ljósmyndara dV, bar að garði þar sem þeir æfðu stíft í bootcamp. guðjón Leifur er neðstur til hægri á myndinni. SterkurHvaða þjálfara ætli anton gylfi pálsson sé að hugsa um núna? 1, 2, 10, búinn Hörður aðalsteinsson er með efnilegri dómurum landsins. Og töluvert betri en hinir að rífa sig upp fyrir slánna. Svona, haltu þessu maður! Það er betra að ákveða fyrst hvor á að kýla og hver á að halda. H&N-mynd gunnar gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.