Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 21
Föstudagur 12. september 2008 21Umræða Það var einu sinni kona sem leit- aði aðstoðar á Borgarbókasafninu; hana vantaði bók og henni lá mikið á. -Bókin er meðal annars um stríð, sagði konan við bókasafnsfræðing- inn og bætti við að það væri eitt- hvað í henni sem minnti á samtal í bók Guðrúnar Helgadóttur Sitji guðs englar. Konan var með miða sem hún rétti bókasafnsfræðingnum og á honum var þessi tilvitnun í bók Guð- rúnar: Af hverju kemur stríð? spurði Lóa Lóa. Mamma hugsaði sig um. Af því að allir eru alltaf í keppni við aðra. Um auð og völd. Einhver vill alltaf hrifsa meira á kostnað ein- hverra annarra. Allir vilja vera mest- ir og merkilegastir. Og til þess að ná því beita menn ofbeldi. -Manstu hvað bókin sem þú ert að leita að heitir? spurði bókasafns- fræðingurinn eftir að hafa lesið sam- talið á milli Lóu Lóu og mömmunn- ar. -Nei, því miður, ég man það nefni- lega ekki, sagði konan. -En manstu eftir hvern bókin er? spurði bókasafnsfræðingurinn. -Nei, ég man það ekki heldur, svaraði konan dauflega. -Er þetta barnabók? spurði þá bókasafnsfræðingurinn og vildi þrengja hringinn til að geta sem fyrst fundið bókina; konan neitaði því og sagði að þetta væri heldur ekki ljóða- bók og ekki leikrit og ekki sagnfræði- rit og ekki ævisaga. -Skáldsaga? spurði bókasafns- fræðingurinn. -Það hlýtur að vera, sagði konan snubbótt. -Íslensk? spurði bókasafnsfræð- ingurinn. -Ég veit það ekki en hún var á ís- lensku, ég veit það af því að ég les bara íslensku, ég las hana oft og ég verð að lesa hana aftur af því að ég man ekk- ert úr henni, en hún var frekar þunn, ég man það, sagði konan. -Frekar þunn skáldsaga sem fjallar meðal annars um stríð og minnir mjög á Sitji guðs englar, sagði bókasafns- fræðingurinn meira eins og við sjálf- an sig um leið og hann reyndi hvað hann gat að leysa ómögulega gátu fyrir voðalega tilætlunarsama manneskju. -Ég vissi að þetta þýddi ekkert, sagði konan þegar hún kvaddi allt í einu í miðri leit og bókasafnsfræðingur- inn fann að hún kenndi honum um minnisleysi sitt. Mér datt sagan í hug þegar ég las orðin hennar Kollu Bergþórs í Mogga um Brekkukotsannál. Kolla segist hafa lesið bókina fjórum sinnum til að athuga hvort hún batnaði ekki, en það hafi ekki gerst. Mig grun- ar – og þetta er bara létt grunsemd – að í lestrarhraðanum og ákefðinni hafi Kolla týnt minninu og hafi því alls ekki verið að gefa Brekkukots- annál einkunnir í hinni vönduðu Moggagrein heldur einhverri allt annarri bók sem hún man ekki lengur hvað heitir en minn- ir hana mjög á Brekkukotsannál. En þar segir ein- mitt svo agalega tilgerðarlega og leiðinlega: Í Brekkukoti var sérhvert orð dýrt, litlu orðin líka. Nema hvað, nú fer bókaflóðið að skella á og gott að taka til í minninu, hreinsa stíflur og hugsa frjálslega, lesa vel og gleyma ekki að njóta bók- anna í svarthvítum sannleiksæsingn- um og markaðsrokkinu. Að lokum legg ég til að samið verði undir eins við ljós- mæður. Hver er konan? „Þórdís elva Þorvaldsdóttir bach- mann.“ Hvað drífur þig áfram? „Innblástur.“ Hvar ólstu upp? „Ég hlaut mjög alþjóðlegt uppeldi. Ég var þrítyngd fimm ára gömul. Æskuárum mínum var dreift á milli bandaríkjanna, svíþjóðar og Íslands. Flutti endanlega til Íslands þegar ég var 12 ára.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil? „Það var tekið viðtal við mig í Vikunni þegar ég var sex ára. Þá langaði mig að verða flugfreyja eða hárgreiðslu- kona. Það eltist mjög fljótt af mér. Þegar kynþroskaskeiðið hófst hjá mér var ég viss í minni sök að ég yrði í einhvers konar listum, spurningin var ekki hvort ég færi í listir, heldur hvaða listir.“ Hvaða leikriti færðu aldrei nóg af? „sex persónum í leit að höfundi eftir Luigi pirandello. Það kannar það sem er undir yfirborðinu á leikhúsinu sjálfu, rífur það í sundur og reynir á þolrifin. svo er það feikivel skrifað.“ Hefur þú gaman af spennu- og sakamálaverkum? „spennuverk kitla mig mjög mikið. Ég er ekki sakamálafrík, en spennuþættir og -myndir eru alveg að mínum smekk.“ Er undarlegt að horfa á verk sem þú samdir en leikstýrðir ekki? „Já, það er það. Það er líka ofboðslega gefandi. Ég hef verið mjög gæfurík með mína leikstjóra og hef verið í góðu samstarfi við þá.“ Hvaðan kemur innblásturinn að handritinu? „Þráhyggju. Ég skrifaði þríleik um þráhyggju og Fýsn er lokaverkið í þríleiknum.“ Er nýtt verk í pípunum? „Já, það verk, sem ef allt gengur að óskum, verður frumsýnt í október í Iðnó og heitir dansaðu við mig.“ Hefur þú sagt alfarið skilið við leiklistina? „Nei, alls ekki. Ég var að klára að leika í tveimur sjónvarpsþáttaseríum, annars vegar svörtum englum sem Óskar Jónasson leikstýrir og hins vegar Ástríði eftir silju Hauksdóttur. Það er síður en svo að ég slái slöku við þar.“ Minnisleysi í algleymingi HrEystin uppmáluð sjósund er talið hafa sérlega jákvæð áhrif á heilsu fólks. Þessi hreystimenni létu sig ekki muna um að stinga sér til sunds við Nauthólsvíkina þó hvorki væri sumar né sól. mynD DV / rakEl Ósk sigurðarDÓttir ER ÍSLAND AÐ SÖKKVA? „Já.“ HrEfna Hagalín, 18 ára nemi „Nei, það er að styrkjast, það er uppgjör.“ gunnar Einarsson, 52 ára sölustjóri „Já, allavega í stjórnmálunum er það frekar mikið að sökkva.“ Diljá sæVarsDÓttir, 19 ára nemi „Já, það er alveg á leiðinni til fjandans, sko.“ rútur skæringur sigurjÓnsson, 23 ára nemi Dómstóll götunnar Í kvöld verður verkið Fýsn eftir hina efnilegu ÞÓrDísi ElVu Þor- ValDsDÓttur bachmann frumsýnt í borgarleikhúsinu. Fýsn er lokaverkið í þríleik eftir Þórdísi og vann verkið leikritasamkeppnina sakamál á svið, sem Leikfélag reykjavíkur stóð að fyrir tveimur árum. Spennuverk kitla mig mjög mikið „Nei, það hafa alltaf komið hlýnunar- skeið.“ árni jÓnasson, 50 ára kjallari mynDin maður Dagsins VigDís grímsDÓttir Konan neitaði því og sagði að þetta væri held- ur ekki ljóðabók og ekki leikrit og ekki sagnfræði- rit og ekki ævisaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.