Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 22
Föstudagur 12. september 200822 Menning DV
Safnbók ljóða
Sigurðar
Loksins. Bókaforlagið JPV
hefur loksins gefið út safnbók
sem samanstendur af þremur
ljóðabókum eftir Sigurð Pálsson,
rithöfund og skáld. Bækurn-
ar eru Ljóð námu land, Ljóð
námu menn og Ljóð námu völd.
Safnið hefur hlotið heitið Ljóð-
námusafn og er þetta annað
ljóðasafnið sem gefið er út eftir
Sigurð. Það fyrra hét Ljóðvega-
safn. Sigurður Pálsson er eitt af
virtustu og ástsælustu ljóðskáld-
um Íslands. Hann hlaut Íslensku
bókmenntaverðlaunin fyrr á
árinu fyrir bókina Minnisbók,
sjálfsævisaga Sigurðar frá fyrstu
árum hans í París.
LEIKHÚS
Sjálfstæðu leikhúsin verða öflug sem aldrei fyrr í vetur:
Fjölbreytt dagskrá sjálfstæðu leikhúsanna
Dagskrá allra aðildarfélaga Sjálf-
stæðu leikhúsanna hefur verið gerð
opinber. Hún er afar fjölbreytt að
vanda en alls verður boðið upp á
sextíu sýningar næsta vetur. Stærst-
ur hluti sýninganna er íslensk verk
ætluð börnum og
ungu fólki en einn-
ig verða á ferðinni
danssýningar, ópera og hefðbundnar
leiksýningar. Þess má geta að aðild-
arfélög SL hafa sent öllum heimilum
landsins klippikort sem veitir þús-
und krónu afslátt af sýningum mán-
aðarins í vetur.
Hafnarfjarðarleikhúsið mun
bjóða upp á fimm leiksýningar í vet-
ur. Þar af eru tvær samstarfssýning-
ar, Steinar í djúpinu og Húmanimal,
sem verða frumsýndar hvor sínum
megin við áramótin. Ævintýrið um
Augastein snýr aftur í desember og
um vorið ætlar Hafnarfjarðarleik-
húsið að sýna Fjallið eftir Jón Atla
Jónasson.
Í Iðnó verður boðið upp á nýtt verk
í haust eftir Þórdísi Elvu Bachmann
sem nefnist Dansaðu við mig. Syst-
ur eftir Ástrós Gunnarsdóttur, Láru
Stefánsdóttur og Hrafnhildi Haga-
lín í uppsetningu Pars pro toto verð-
ur sýnt aftur eftir áramót. Drauma-
smiðjan mun vera í samstarfi við
Þjóðleikhúsið næsta vetur en mark-
miðið er að koma á fót döff-leikhúsi
á Íslandi og mun starfsemin hafa að-
setur í Kúlunni. Act Alone-hátíðin á
Ísafirði heldur áfram og þá verður
Vesturport á faraldsfæti allt næsta ár
með Woyzeck og Hamskiptin. Áætl-
að er svo að frumsýna Faust í Þýska-
landi næsta vor.
Þetta er aðeins brot af því sem
verður að gerast í sjálfstæðu leikhús-
unum í vetur. Nánari upplýsingar eru
á leikhopar.is.
Myndir unnar
eftir minni
Í dag, föstudag klukk-
an 17.00 verða opnaðar tvær
sýningar í Gerðubergi. Annars
vegar sýning Guðnýjar Svövu
Strandberg listakonu en sýning-
in ber heitið Flæði í Boganum
þar sem má sjá pennateikning-
ar og vatnslitamyndir. Mynd-
irnar eru unnar eftir minni og
pennateikningarnar vinnur hún
blindandi. Hins vegar er það
svo sýningin MOLA sem verður
opnuð í kaffihúsinu en þar er
um að ræða útsaumuð munstur
og tákn í litríkum efnisbútum
frá indíánaættbálkum í Suður-
Ameríku.
Tilbrigði á
Café Karólínu
Nú stendur yfir sýningin
„Tilbrigði - Variation“ á Café
Karólínu í Kaupvangsstræti 23
á Akureyri eftir Sigurlínu M.
Grétarsdóttur. Lína, eins og hún
er betur þekkt, opnaði sýning-
una 6. september síðastliðinn
og mun hún
standa til
þriðja næsta
mánaðar.
Lína not-
ar bland-
aða tækni í
verkunum,
aðferð sem
hún hefur
verið að
þróa í rúm tvö ár. Í verkunum
á sýningunni á Café Karólínu
notar hún acryl, lakk, papp-
ír, hrosshár og fleira. Um er að
ræða fimmtu einkasýningu
listakonunnar en einnig hefur
hún tekið þátt í nokkrum sam-
sýningum.
„Ég byrjaði í ballett sjö ára gam-
all í Listdansskóla Íslands. Á þess-
um tíma var að byrja strákahópur í
skólanum sem ég heyrði af í gegn-
um mömmu sem er dansari. Ég
ákvað að prufa, komst inn í skólann
og svo hefur maður einvern veginn
aldrei hætt. Maður tímir heldur ekki
að hætta því þetta er svo gaman,“
segir Frank Fannar Pedersen ball-
ettdansari. Samkvæmt heimildum
blaðamanns er Frank, sem er ein-
ungis átján ára, feikilega efnileg-
ur ballettdansari. Staðreyndirnar
tala líka sínu máli því nýlega bauðst
Frank að taka þátt í sterkri, alþjóð-
legri ballettkeppni sem fram fer í
Peking í Kína í næsta mánuði. Og
fyrir ferðalagið, þátttöku og uppi-
hald þarf hann ekki að borga krónu
því mótshaldarar borga brúsann
eftir að hafa séð myndband af Frank
dansa.
Við komum nánar að keppninni
í Kína á eftir. Fyrst langaði blaða-
mann aðeins að fræðast um bak-
grunn Franks og heyra meðal ann-
ars af því hvernig það sé að vera
strákur í stelpuheimi ballettsins.
Kominn af sviðslistafólki
Móðir Franks, sem hann nefndi
hér að framan, er Katrín Hall, list-
rænn stjórnandi Íslenska dans-
flokksins og margreyndur dansari.
Faðir Franks er Guðjón Pedersen,
leikari og leikstjóri, sem nýlega lét
af störfum sem borgarleikhússtjóri.
Frank hefur því á vissan hátt lifað og
hrærst í leikhús- og sviðslistaheim-
inum frá barnæsku.
„Auðvitað hefur það einhver
áhrif að maður fari þessa leið að for-
eldrarnir vinna við þetta. Þegar við
bjuggum í Þýskalandi ólst ég upp í
leikhúsinu þar og svo eftir að pabbi
tók við stöðu borgarleikhússtjóra var
ég alltaf eitthvað að sniglast þar,“ segir
Frank en hann og fjölskyldan bjuggu
í Köln í nokkur ár þar sem mamma
hans var dansari hjá dansflokki óp-
eruhússins í Köln. „En ég er samt
sem áður kominn úr mikilli fótbolt-
afjölskyldu,“ bætir Frank við og hlær.
„Afi minn var í mörg ár að reyna að
troða mér í fótbolta. Ég prófaði allt-
af en svo var þetta einhvern veginn
ekki fyrir mig. Ég hafði gaman af fót-
boltanum en maður getur náttúr-
lega ekki verið í öllu.“ Frank var líka
í fimleikum til skamms tíma og segir
bæði fótboltann og fimleikana fínan
grunn fyrir ballettdansinn.
Fékk að heyra það
Frank kannast að sjálfsögðu við
Menning
Systur dansverkið systur sem
frumsýnt var í Iðnó fyrr á árinu
fer aftur á fjalirnar í vetur.
Dansar
gegn norminu
Frank Fannar Pedersen „en maður
fékk alveg að heyra það að maður
væri öðruvísi. svo þegar ég kom upp í
gagnfræðaskóla var að mörgu leyti
gaman að æfa ballett því þá hafði
maður mikilvægt hlutverk í skrekk,“
segir Frank. mYNd/HeIÐa