Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 23
DV Menning Föstudagur 12. september 2008 23 Bragi í hólf og gólf Bragi Ásgeirsson er fæddur árið 1931 og hefur lifað í algjörri þögn frá 9 ára aldri. Til að varpa ljósi á þann heim, sem okkur flestum er framandi, hefur verið sett upp fræðslusýning í norð- ursal Kjarvalsstaða sem ber yfir- skriftina Bragi í hólf og gólf. Sýn- ingin er byggð á þeirri nálgun að „skynja án orða“. Þar gefst safn- gestum á öllum aldri kostur á að upplifa ævistarf Braga Ásgeirs- sonar á óvenjulegan máta sem mikilvirks listamanns, listrýnis og greinahöfundar. Fræðslu- sýningunni er einnig ætlað að sameina börn og fullorðna í því verkefni að skoða myndlist frá óvenjulegu sjónarhorni í orðsins fyllstu merkingu. Sýningin mun standa yfir dagana 13. septemb- er til 16. nóvember. Samsýning Bigga og Ásu Nú stendur yfir samsýning hjónanna Ásu Heiðar Rún- arsdóttur og Birgis Breiðdal í Gallerí List, Skipholti 50 A. Verk þeirra hafa sterka skírskotun til Íslands og leikur hin íslenska rolla aðalhlutverkið. Sýning- una vinna Ása og Birgir í sam- einingu og munu verk þeirra hanga saman tvö og tvö sem eitt verk, annað eftir Ásu og hitt eftir Birgi. Ása vinnur með lítil verk í gamansömum dúr og Birgir með form og áferð á löngum og mjóum striga. Sýn- ingin er stílhrein og skemmtileg og stendur til 16. september. Á safnið með leikurum Aðstandendur leiksýning- arinnar Hart í bak, sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu í vetur, ætla að koma saman í Sjóminjasafninu Víkinni við Grandagarð og sækja sér inn- blástur klukkan 10.45 í dag, föstudag. Sérlegur hönnuður og útlitsspekúlant Sigurjón Jó- hannsson, sem gerir leikmynd verksins og hefur unnið mikið fyrir safnið, verður í brúnni ásamt Þórhalli Sigurðssyni leik- ara. Allir eru velkomnir á safnið með leikhópnum en meðal leikenda eru Gunnar Eyjólfs- son, Elva Ósk Ólafsdóttir og Pálmi Gestsson. Íslenska leikritið Fýsn verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Yfirheyrslur og glæpir Nýtt íslenskt leikrit, Fýsn, eft- ir Þórdísi Elvu Bachmann, verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleik- hússins í kvöld, föstudag. Leikritið vann leikritasamkeppnina Sakamál á svið sem LR stóð fyrir árið 2006 en rúmlega þrjátíu verk bárust. Marta Nordal þreytir frumraun sem leik- stjóri en þær Þórdís hafa unnið að uppsetningunni um nokkurt skeið. Að auki hefur Þórdís unnið að þró- un þess í samstarfi við leikhús í Ástr- alíu og Bretlandi. Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndarmál. Hversu langt eru þau reiðubúin að ganga til að bjarga hjónabandinu og ástinni? Erfiðustu yfirheyrslurnar í lífinu eru ekki framkvæmdar af lögreglu, held- ur ástvinum. Versti dómarinn er eigin samviska og ljótustu glæpirn- ir eru þeir sem aldrei eru tilkynntir, segir í kynningu um verkið. Fýsn er síðasta verkið í þríleik eftir Þórdísi. Fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2005 og í kjölfarið kom Hungur sem var sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Leikarar eru Sara Dögg Ásgeirs- dóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Víðir Guðmundsson og Theodór Júlíus- son. leikhús skrítin viðbrögð fólks þegar það heyrir fyrst af ballettiðkuninni. „Ég fékk samt aðallega að heyra það fyrstu árin. Svo bara vandist þetta einhvern veginn. Og maður styrkist á einhvern hátt við þetta og ég lít því á þetta sem góða reynslu sem ég bý að í dag. Að hafa þurft að standa á móti norminu og hafa trú á sjálfum sér. En maður fékk alveg að heyra það að maður væri öðruvísi. Svo þegar ég kom upp í gagnfræðaskóla var að mörgu leyti gaman að vera að æfa ballett því þá hafði maður mikilvægt hlutverk í Skrekk,“ segir Frank og kímir en fyrir þá sem ekki vita er Skrekkur hæfileikakeppni sem grunnskólar landsins keppa í sín á milli einu sinni á ári. „Maður hafði einhvern hæfi- leika, sem var dansinn. Ég sá því að mörgu leyti um dansinn í atrið- unum sem var afar skemmtilegt og gerði að verkum að maður kynntist fullt af skemmtilegu fólki.“ Lengi eini strákurinn Frank segist lengi hafa verið eini strákurinn í ballettinum hér á landi. Þeir sem byrjuðu á sama tíma og hann hættu allir fljótlega. Núna séu hins vegar nokkrir strákar byrjað- ir sem eru nokkuð yngri en Frank. „Það hefur orðið mikil aukning í dansiðkun stráka hér á landi á und- anförnum árum. Í mínum skóla eru þetta örugglega átta til tíu strákar og svo hef ég heyrt af fleirum í öðrum skólum,“ segir Frank. Þess má geta að stelpurnar sem æfa ballett í List- dansskólanum eru um tvö hundruð talsins. Hvað veldur þessari fjölgun karl- peningsins veit Frank ekki fyrir víst. „Eflaust eru þetta margir samverk- andi þættir, ætli dans sé ekki að verða sýnilegri í samfélaginu og þar með viðurkenndara listform. Þar með er það ekki jafnfjarri norminu fyrir stráka að fara í dans.“ Af karlkyns ballettdönsurum ís- lenskum sem náð hafa frábærum árangri er að sjálfsögðu fyrstan að nefna Helga Tómasson, stjórnanda San Fransisco ballettsins. Annar mun yngri, Gunnlaugur Egilsson, er svo á mála hjá Konunglegu sænsku óperunni. Hann ætlar hugsanlega að leiðbeina Frank í tengslum við Kínaferðina sem Frank segir ómet- anlegt, ef af verður. Til gamans má geta að Gunnlaugur er sonur leikhússtjóra líkt og Frank, það er Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleik- hússtjóra. Standardinn á íslenskum ball- ett segir Frank alls ekki vera lágan. Það sem helst skilji okkur og aðrar þjóðir að sé mismunandi áhersla í námi. „Við erum ekki með klassísk- an dansflokk heldur bara Íslenska dansflokkinn sem er nútímadans- flokkur. Við erum því ekkert endi- lega á þeirri braut að verða klassískir dansarar. Nemendur við Listdans- skólann fá því mjög fjölbreytt nám sem er afar jákvætt. Klassíkin er grunntæknin og svo fáum við ýmsa nútímatækni, kóreógrafíu, spuna, leiklist og margt annað. Í Svíþjóð og Danmörku, svo dæmi séu tekin, eru fleiri skólar sem sérhæfa sig þá frekar.“ Í úrslitum í Svíþjóð Síðastliðið vor keppti Frank í listdanskeppni í Mora í Svíþjóð sem kallast Stora Daldansen. Keppnin var ætluð dönsurum frá Norður- löndunum og Eystrasaltslöndunum á aldrinum 15 til 21 árs og komst hann áfram í fimmtán manna úrslit af um fimmtíu keppendum. Í keppni sem þessari keppa strákar og stelpur í sama flokki og af þeim sem komust í úrslitin voru fjórir strákar auk Franks. Hann segir það mikla reynslu að hafa tekið þátt í þessari keppni en hann tók einn- ig þátt í henni fyrir þremur árum, þá einungis fimmtán ára að aldri. „Það sem vantar aðallega heima er samkeppni. Og vegna þess að ég hef verið eini strákurinn vantar saman- burð við aðra stráka í ballettinum. Í keppninni í Svíþjóð í vor komst ég sem betur fer að því að ég stend alls ekki illa miðað við þá.“ „Ólympíuleikar“ í ballett Tuttugustu og fjórða október fer Frank svo til Peking í Kína til að keppa í danskeppni sem er öllu stærri en sú í Svíþjóð. Hún kallast Beijing International Ballet Comp- etition og þar mæta til leiks ball- ettdansarar á aldur við Frank alls staðar að úr heiminum. „Þetta er miklu stærri keppni,“ segir Frank. Það megi kannski segja að Svíþjóð- arkeppnin sé eins konar Norður- landamót á meðan keppnin í Kína er eins og Ólympíuleikar. „Í Svíþjóð fór ég út með tvo klassíska dansa á meðan ég þarf að dansa fjóra klassíska og einn nútímadans í Kína. Keppendur eru svona fimmtíu til sextíu og svo fækkar alltaf í hópnum eftir því sem maður kemst lengra,“ segir Frank en keppnin stendur í um tíu daga. Eng- inn Íslendingur hefur áður tekið þátt í keppninni en þetta er reynd- ar aðeins í þriðja sinn sem hún er haldin. Og það er engin heppni, klíku- skapur eða neitt því um líkt sem ger- ir að verkum að Frank fær að taka þátt. Hann sendi myndbandsupp- töku með dansi sínum í Svíþjóð til mótshaldaranna, að áeggjan skóla- stjóra Listdansskólans hér á landi, Lauren Hauser – og viti menn: Hon- um var boðið á mótið og það í bók- staflegri merkingu. Ferðakostnaður og uppihald er greitt af mótshöld- urum. „Þeir borga held ég fyrir um fjörutíu keppendur þannig að greinilegt er að umfangið er mikið og ekkert til sparað,“ segir Frank en Lauren fer með honum út. Spurð- ur hvort hann hyggist bæta árang- ur handboltalandsliðsins og koma með gull heim frá Peking í stað silf- urs hlær Frank og segist einfaldlega ætla að gera sitt besta. Frank segist að jafnaði æfa alla daga vikunnar nema sunnudaga, þrjár til sjö klukkustundir á dag. Æf- ingarnar verði aftur á móti enn stíf- ari í undirbúningi fyrir keppni eins og þá í Kína. Mamma hans sem- ur fyrir hann nútímadansinn sem hann þarf að dansa úti og segir Frank að hann sé enn ósaminn en muni fæðast á næstu vikum. Blendin tilfinning að útskrifast Frank stundar nú nám við Menntaskólann við Hamrahlíð á listdansbraut, samfara náminu við Listdansskólann. Hann stefn- ir að útskrift næsta vor en dans- skólann klárar hann um jólin eft- ir rúmlega ellefu ára nám. „Það er blendin tilfinning og að mörgu leyti erfitt að hugsa til þess,“ segir hann. „Maður er vanur þessu um- hverfi, er búinn að vera inni í lítilli blöðru og svo þarf maður allt í einu að fara út úr henni og sækja um háskóla, ef maður stefnir á frekara dansnám. Að sama skapi er það líka mjög spennandi tilhugsun að halda áfram og komast út í hinn stóra dansheim.“ Og það er það sem Frank stefnir að. „Áhugi minn liggur ekkert endi- lega í því að læra meiri klassísk- an dans. En auðvitað mun ég búa að þeim grunni og þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef,“ segir Frank sem stefnir á nám í Evrópu. „Til dæmis í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu eða á þessu svæði. Þar er suðupotturinn í nútímadansinum í dag og spennandi hlutir að gerast. Og af því að mitt áhugasvið liggur í nútímadansinum leita ég eflaust á þau mið.“  kristjanh@dv.is Menning Kristmundur í GónhólKristmundur Þ. Gíslason, fangi á Litla-Hrauni, opnar málverka-sýningu í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka á morgun, laugardag klukkan 15.00. Ólafur Ágúst Hraundal, sem einnig er fangi á Litla-Hrauni, kemur til með að flytja frumsamda tónlist við opnun sýningarinnar og því verður full ástæða til að leggja leið sína á Eyrarbakka á morgun. Samsýning í Lost HorseLjósmyndararnir Björn Árnason, Friðrik Örn, Guðmundur Ó. Pálmason, Guðmundur R. Guðmundsson, Ingvar Högni Ragnarsson og Julia Staples opna samsýningu sína í Lost Horse Gallery, Skólastræti 1, á morgun, laugardag klukkan 18.00. Á sýningunni ægir saman ólíkum stílum, viðfangsefnum og bakgrunnum ólíkra einstaklinga sem eiga þó að tengjast í ljósmynduninni. Skipuleggjendur sýningarinnar vonast til þess að sýningin veiti góða innsýn í fjölbreytileika samtímaljósmyndunar á Íslandi. Frank Fannar Pedersen hefur æft ballett í ellefu ár. Hann er talinn feikilega efnilegur dansari og mun reyna virkilega á það sem hann kann í erfiðri ballettkeppni sem hann tekur þátt í í Kína í næsta mánuði. Frank sagði Kristjáni Hrafni Guðmunds- syni frá því hvernig það er að vera strákur í miklum minni- hlutahópi ballettheimsins, hinum stífu æfingum og hvernig vonir afa hans um að hann yrði fótboltastjarna fóru fyrir lítið. Dansar gegn norminu Stokkið í Svíþjóð mynd sem tekin var af Frank í keppninni í svíþjóð síðasta vor. Úr Fýsn Leikritið varð hlutskarp- ast í sakamálaleikritasamkeppni borgarleikhússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.