Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 32
„Þetta breytir þér algjörlega sem
persónu að horfast í augu við það
að barnið þitt gæti týnt lífinu,“ segir
Björgvin G. Sigurðsson, einn yngsti
viðskiptaráðherra í Evrópu og þótt
víðar væri leitað. „Allt annað verður
svo léttvægt í samanburði við það,“
segir Björgvin sem hefur upplifað
tímana tvenna. Hans fyrsta ár í emb-
ætti sem viðskiptaráðherra var eitt
það erfiðasta í íslenskri efnahagssögu
og annað árið engu auðveldara. Rík-
isstjórnin hefur verið undir pressu
en reynsla Björgvins úr einkalífinu
breytti hins vegar lífsviðhorfum hans
og gerir honum kleift að takast á við
starf sitt á heilbrigðan og skynsamleg-
an hátt.
„Eftir þetta hef ég haft meira gam-
an af pólitík og öllu amstrinu sem því
fylgir. Ég tek því öllu léttar. Hin dag-
legu átök verða léttvægari og vega
ekki eins þungt.“
Flýgur upp metorðastigann
Björgvin G. Sigurðsson hefur
óneitanlega vakið mikla athygli í póli-
tík landsmanna undanfarin ár þar
sem hann hefur unnið sig hratt upp
metorðastigann og komst í ráðherra-
stól aðeins 36 ára. Björgvin er fædd-
ur 20. október 1970 í Reykjavík og bjó
þar til sex ára aldurs en hans mótun-
arár voru í litlu samfélagi við Búrfells-
virkjun og svo síðar á bænum Skarði í
Gnúpverjahreppi.
„Þegar ég var sex ára réð pabbi sig
í vinnu sem vélfræðingur í Búrfells-
virkjun þar sem hann starfaði næstu
30 árin,“ en þar bjó Björgvin ásamt
fjölskyldu sinni þar til hann var 13
ára. Foreldrar hans eru þau Sigurður
Björgvinsson, vélfræðingur og hesta-
maður, og Jenný Jóhannsdóttir kenn-
ari. „Búrfell er frábær staður alveg við
hálendisbrún svo þetta var mikill við-
snúningur frá því að búa í Reykjavík.“
Á þessum tíma voru á bilinu 30 til 40
fjölskyldur sem bjuggu við virkjunina.
„Þetta var iðnaðar- og verkamanna-
samfélag og ég hafði mjög gaman af
því að vera þarna. Þetta voru einstök
ár sem sitja afar stekt í mér enda vann
ég þar af og til fram undir þrítugt.
Þetta voru manns mótunarár og þessi
tími hafði mikil áhrif á mig. Sjálfsagt
drukkið jafnaðarstefnuna inn þar
enda tók ég strax skýra afstöðu með
jafnaðarflokkunum þegar ég fór að
pæla í pólitík á unglingsaldri.“
Skemmtilegt á Skarði
Árið 1980 keyptu foreldrar Björg-
vins jörðina Skarð í Gnúpverjahreppi
og þangað flutti fjölskyldan fjórum
árum síðar. „Þetta er mikil og stór jörð
og mamma og pabbi keyptu hana
í samneyti við önnur hjón, þau Jón
Áskel Jónsson og Guðbjörgu Kristins-
dóttur,“ segir Björgvin en hann eign-
aðist seinna hús þeirra hjóna og býr
þar nú með fjölskyldu sinni. „Mamma
og pabbi búa þarna ennþá auk mín
og minnar fjölskyldu og einn bróðir
minn og hans fjölskylda,“ en Björgvin
er einn fjögurra bræðra.
Eftir að Björgvin og eiginkona
hans, María Ragna Lúðvígsdóttir, 38
ára, fluttu upp að Skarði bjuggu þau
þar í þrjú ár. „Síðan þegar það var
farið að vera svona mikið að gera
hjá mér í pólitíkinni ákváðum við að
kaupa hús á Selfossi. Þetta var orðin
mikil keyrsla fyrir okkur,“ en María
starfar einnig í fullu starfi sem tölvun-
arfræðingur hjá Kaupþingi í Reykja-
vík. „Við erum þá á Selfossi á virkum
dögum og svo á Skarði um helgar og
í fríunum,“ en auk þess sem hjónin
eru bæði í fullu starfi reka þau stórt og
mikið heimili.
8 manna fjölskylda
Björgvin og María eiga alls sex
börn á öllum aldri. Það eru þau Stef-
anía Ýrr, 17 ára, Lúðvíg Árni, 16 ára,
Karólína, 14 ára, Þóra Andrea, 13 ára,
en þau eru öll Þórðarbörn. Síðan eru
það Guðrún Ragna, 5 ára, og Elísa-
bet, 3 ára, sem eru dætur Björgvins og
Maríu. „Það er auðvitað púsluspil að
sinna ráðherrastarfinu og reka svona
stórt heimili. „Elstu börnin eru orð-
in 13 til 17 ára gömul og eru nú orð-
in hálffullorðið fólk en stelpurnar eru
bara þriggja og fimm ára.“ Björgvin
segir að það sé í raun eins og að reka
fyrirtæki út af fyrir sig að sjá um heim-
ilið en að þeim takist það alveg ágæt-
lega.
Björgvin segir álagið sérstaklega
mikið á veturna þegar dagskráin er
þétt setin hjá honum á ráðherrastóli.
„Það er meira að gera á veturna. Þrátt
fyrir það tók ég mér ekkert frí síðasta
sumar þar sem ég var nýr í embætti
en núna í sumar passaði ég mig á því
að taka mér gott frí til að eyða með
fjölskyldunni. Fór til dæmis í viku
hestaferð um Fjallabak og ferðalag
um Vestfirði.“
Fjölskyldan er númer eitt
Aðspurður hvort ekki hefði verið
auðveldara að kaupa hús í Reykjavík
en á Selfossi segir Björgvin svarið við
því vera einfalt. „Ég ákvað fyrir nokkr-
um árum þegar ég fór inn á þing að
á meðan ég væri í stjórnmálum ætl-
aði ég að eiga heima í kjördæminu.
Ég hef tekið eftir því að þegar menn
flytja úr kjördæmunum missa þeir
ósjálfrátt tengsl við kjósendur og það
er ekki nógu gott. Mér finnst það líka
skemmtilegt að vera í miklum tengsl-
um við fólkið og tölum ekki um þeg-
ar maður á tvö heimili og bæði í
kjördæminu. Þarna búa mínir bestu
vinir margir hverjir og samfylking-
arfólk á Suðurlandi er sterkur hópur
sem heldur vel saman. Við hittumst
til dæmis um helgina í árlegri réttar-
súpu heima á Skarði.“
Björgvin segist passa sig mikið á
því að fórna ekki samskiptum sínum
við börnin og konuna fyrir framabrölt
eins og hann kallar það. „Ég passa
mig markvisst á því. Maður reynir
að forgangsraða þannig að fara fyrr
heim þegar möguleikinn gefst, sótt
stelpurnar á leikskólann og unnið að
heiman. Það er nokkuð sem tæknin
gerir manni sem betur fer kleift. Mað-
ur þarf ekki að vera eins staðbundinn
og áður þegar menn mættu bara á
sinn kontór.“
Forréttindi að vera ráðherra
Björgvin tekur þó fram að um leið
séu mikil forréttindi að sitja á ráð-
herrastóli og fá tækifæri til að hrinda
hugsjónum jafnaðarstefnunnar í
framkvæmd. „Allir sem eru í stjórn-
málum vilja komast í meirihluta til
þess að framfylgja hugsjónum sínum
og sannfæringu. Að geta látið verkin
tala en ekki bara sitja og gagnrýna eru
forréttindi. Á einu og hálfu ári núna er
ég til dæmis búinn að koma ótrúlega
mörgum grundvallarmálum að sem
maður er búinn að berjast lengi fyr-
ir. Því allt er þetta jú unnið í samstarfi
innan ríkisstjórnarinnar.“
Björgvin segist reyna að nýta tíma
sinn í pólitíkinni vel. „Stjórnmálin
eru hverfull starfsvettvangur. Þing-
mennska og ráðherradómur er eitt
óöruggasta starf sem þú getur ímynd-
að þér. Enda fer maður ekki í pólitík
í leit að starfsöryggi eða vegna launa.
Þá er ekki ofsagt heldur að það sé
mjög mikill kostnaður þessu samfara.
Ekki síst þegar þú ert að koma þér af
stað í pólitíkinni. Sérstaklega eins og
ég þegar þú ert ekki fæddur inn í pól-
itík og kemur algjörlega utan frá.“
Slysaðist í pólitík
Pólitískur ferill Björgvins hófst fyrir
alvöru þegar hann var 25 ára en hann
segist hafa verið „utan í þessu“ frá 16
ára aldri. „Framan af studdi ég báða
A-flokkana svona eftir atvikum en
gekk svo í Alþýðubandalagið þegar ég
var 25 ára.“ Þá var Margrét Frímanns-
dóttir í formannsframboði og Björg-
vin studdi hana af miklum krafti. „Ég
sá fyrst og fremst góðan stjórnmála-
mann og mikla félagshyggjumann-
eskju í Margréti auk þess sem hún var
ung kona úr alþýðunni sem var mik-
il baráttumanneskja um að sameina
alla jafnaðarflokkana í eina hreyf-
ingu.“
Björgvin fór af fullum krafti í að
virkja ungliðahreyfingar vinstriflokk-
anna. „Ungliðar eins og ég, Róbert
Marshall, Katrín Júlíusdóttir, Þóra
Arnórsdóttir, Hrannar Arnarsson og
margir fleiri, fórum strax í að sam-
eina þessar hreyfingar og stofnuð-
um Grósku árið 1997. Þar eignaðist
ég mikinn vinahóp sem ég held enn-
þá miklu sambandi við,“ en Björgvin
segir þessa tíma hafa markað upphaf
sitt í stjórnmálum.
Á þessum tíma kláraði Björgvin
einnig BA-próf í heimspeki og sögu
í Háskóla Íslands. „Ég ritstýrði svo
Stúdentablaðinu í eitt ár og hafði
mjög gaman af því. Ég sá einmitt
námið sem góðan grunn fyrir blaða-
mennsku, ritstörf eða þýðingar. Ég
ætlaði í rauninni aldrei í pólitík. Ég
slysaðist hálfpartinn inn í þetta.“
Samfylkingin verður til
Björgvin hélt til Írlands í fram-
haldsnám skömmu síðar. „Síðan
gerðist það um veturinn að Magga
Frímanns hringdi í mig út og spurði
hvort ég gæfi ekki kost á mér á lista
Samfylkingarinnar á Suðurlandi. Mér
fannst það spennandi kostur og kom
heim um vorið,“ en Björgvin gerðist
kosningastjóri flokksins á Suðurlandi
og sat í fjórða sæti á lista flokksins.
Þetta var árið 1999 og þá var Björgvin
28 ára.
Björgvin fór svo aftur út um vorið
til að ljúka náminu en var svo óvænt
kominn inn á þing sem varamaður
um haustið. „Margrét tók mig strax
inn sem varamann og eins og allt sem
hún gerir gerði hún það af krafti. Ég
fékk mjög sterka upplifun af pólitík
þar og hafði mjög gaman af því.“
Í framhaldi af því var Björgvin
ráðinn framkvæmdastjóri nýstofn-
aðs þingflokks Samfylkingar. „Síð-
an tók ég við sem framkvæmdastjóri
flokksins og næstu þrjú árin vann ég
ásamt fjölda fólks við að byggja upp
Samfylkinguna dag og nótt.“ Björgvin
helgaði líf sitt Samfylkingunni sem nú
er orðið eitt af leiðandi stjórnmála-
öflum landsins. „Ég vann að þess-
ari uppbyggingu með mörgum, mest
með Rannveigu Guðmundsdóttur
sem réð mig upphaflega til flokksins,
Margréti og náttúrlega Össuri sjálfum
þá formanni flokksins. Allt er þetta
fólk miklir vinir mínir í dag. Við Öss-
ur höfum mikið samband og ræktum
afar fínan vinskap.“
Árið 2003 hætti Björgvin sem
framkvæmdastjóri flokksins, fór í
prófkjör flokksins og var kominn inn
á þing um vorið.
Trúði ekki á samstarfið fyrir
fram
Eftir síðustu alþingiskosningar
gerðust hlutirnir hratt og fáir höfðu
spáð fyrir um samstarf Samfylkingar
og Sjálfstæðisflokks. Ekki síst Björgvin
sjálfur „Ég var ekki stuðningsmaður
samstarfsins fyrir fram en eftir að það
var kosið kom eiginlega ekkert ann-
að upp úr kössunum. Samstarfið hef-
ur gengið mjög vel og betur en ég átti
von á. Flokkarnir eru mjög ólíkir og
það kemur alltaf meira og meira í ljós
en það getur líka verið góður kostur.
Skilin eru skýr og menn vita hvar þeir
standa. Ingibjörg Sólrún hefur verið
mjög góður forystumaður okkar jafn-
aðarmanna í samstarfinu og heldur
vel um flokkinn og sérstöðu hans.“
Björgvin segir það hafa verið
óvænt að komast í ráðherrastól. „Ég
hugsaði svo sem aldrei út í það hvort
eða hvenær ég yrði ráðherra þótt það
hafi komið til tals eftir að ég náði fyrsta
sæti í prófkjöri. Þetta var samt aldrei
sterk hugsun hjá mér og ég gat ekki
ímyndað mér hversu mikil viðbrigði
þetta væru frá því að sitja í stjórnar-
andstöðu.“
Björgvin var alltaf öflugur í stjórn-
arandstöðu og óhræddur við að tjá sig
og vera gagnrýninn. Hann segir önn-
ur lögmál gilda í ráðherrastóli. „Sem
ráðherra þarf maður að gæta sín því
það sem þú segir sem ráðherra get-
ur oft verið hreinlega skuldbindandi.
En á sama tíma þarf maður að passa
sig á að halda karakter og fylgja sín-
um skoðunum,“ en Björgvin hefur
til dæmis verið óhræddur við að tjá
sig um Evrópumál en skoðanir hans
eru á skjön við marga ráðherra sem
sitja með honum í ríkisstjórn. „Ég hef
sterka sannfæringu í Evrópumálum,
gjaldmiðils- og peningamálum sem
og efnahagsmálum. Þótt þetta séu
ekki mál sem stjórnarflokkarnir eru
sammála um áskil ég mér rétt á að
tala opinskátt um þetta og tala út frá
minni sannfæringu. Enda eitt stærsta
hagsmunamál venjulegs vinnandi
fólks á Íslandi í dag.“
Evran eða krónan
Aðspurður hvort Björgvin fylgi
þeirri peningastefnu, sem ríkið fram-
fylgir núna og stundum er kennd við
Davíð Oddsson seðlabankastjóra,
segir hann þá samlíkingu ekki sann-
gjarna. „Það er nú ekki sanngjarnt að
persónugera hann í því sambandi.
Seðlabankinn fylgir lögum sem sett
voru af Alþingi árið 2001 og hefur
enga aðra kosti. Þá bjuggu menn til
líkan með tilraun til fljótandi gjald-
miðils og með verðbólgumarkmið-
um. Flestir höfðu mikla trú á þessu
fyrirkomulagi. Bæði Davíð og aðrir.
Ábyrgðin er því Alþingis þess tíma.“
Björgvin segir að sínu mati tvo kosti
vera í stöðunni varðandi gjaldmiðils-
mál landsins. „Annaðhvort að keyra
þetta módel sem við höfum núna al-
veg til hins ítrasta eða þá að sækja um
aðild að Evrópusambandinu, gerast
meðlimir í Myntbandalaginu og taka
upp evruna. Ég er sannfærður um að
það sé rétta leiðin. Að sækja um að-
ild og láta þannig reyna á kostina,
án þess komumst við hvorki lönd né
strönd. Við þurfum stöðugleika í efn-
hagsumhverfið og myntsamstarf gæti
skipt þar afar miklu máli.“
Björgvin vitnar í nýlegt viðtal við
Jónas Haralz hagfræðing til þess að
rökstyðja mál sitt. „Eins og Jónas seg-
ir sér hann marga galla og vankanta
á núverandi kerfi sem hagfræðingur
en þegar búið sé að leiða það til lykta
þurfi að ákveða hvort við viljum áfram
vera með smæsta sjálfstæða gjald-
miðil í heimi sem gekk vel þegar hag-
kerfi heimsins voru lokuð. Eða ganga
í myntbandalag og taka upp evruna.“
Björgvin segir að það muni aldrei
koma í ljós hvaða kosti og galla aðild
að Evrópusambandinu hafi fyrr en út
í aðildarviðræðurnar er komið. „Fyrr
mun þetta aldrei verða skýrt. Menn
geta rifist um þetta og verið með
sleggjudóma um fullveldisframsal og
margt annað en við munum aldrei
vita hið sanna fyrr en út í aðildarvið-
ræður er komið.“
Það er ljóst að Björgvin telur að
evran sé leið þjóðarinnar út úr óstöð-
ugleikanum. „Ég held að aðild að
myntbandalaginu muni eftir nokk-
ur misseri reynast okkar skjól í ann-
ars fallvöltum heimi fjármálalífs og
markaðshyggju.“
Trúir á bjartari tíma
Aðspurður hvort Björgvin telji að
botninum sé náð í þeirri niðursveiflu
sem verið hefur í efnahagslífinu segir
hann að svo sé. „Ég held að við séum
að upplifa samdráttinn eins og hann
verður. Auðvitað hafa verið erfiðir
tímar og við þurfum að ráða fram úr
þeim vanda sem blasir við en fyrst og
fremst verðum við að draga lærdóm
af núverandi ástandi. Til þess að geta
komið í veg fyrir svipaðar aðstæður
og svo að fólk sé betur í stakk búið til
að takast á við þessi vandamál.“
Björgvin telur að aðgerðir banda-
rískra stjórnvalda marki einnig tíma-
mót og fyrirheit um bjartara efna-
hagsástand. „Bandarísk stjórnvöld
eyddu ósvissunni með því að taka yfir
60% af húsnæðisveðlánum í landinu
og þjóðnýta húsnæðisbankana. Við
sjáum strax birta til á erlendum fjár-
málamarköðum í kjölfarið.“
Björgvin tekur þó fram að vandi
Íslands stafi ekki eingöngu af erfiðum
aðstæðum erlendis. „Þetta er sam-
blanda beggja þátta. Annars vegar
erfiðra aðstæðna á heimsmarkaði og
svo aftur hér heima. Niðursveiflan
var óhjákvæmileg þar sem krónan var
of hátt skráð og það var ofsaþensla í
landinu en aðstæðurnar erlend-
is gerðu skellinn enn meiri og hann
kom okkur meira í opna skjöldu.“
Stjórnvöld bregðast rétt við
„Það er auðvelt að hrópa á patent-
lausnir í svona ástandi en ég held að
við séum að upplifa styrka og stöðuga
efnahagsstjórn,“ og nefnir Björgvin
þar atriði eins og að veðhæfi húsnæð-
islánabankanna til Seðlabankans hafi
verið aukið, kreditlínur opnaðar og
aukið við gjaldeyrisvarasjóð. „Þetta
kemur því miður mest niður á skulda-
þrælunum sem horfa á það að krón-
an hefur rýrnað um 40 til 50% á einu
ári sem aftur á móti kallar fram miklu
meira verðbólguskot en ella.“
Björgvin segir ástandið hér heima
og úti í Bandaríkjunum marka tíma-
mót að sumu leyti. „Þetta markar viss
endalok skefjalausrar markaðshyggju
og sýnir hversu mikilvægu hlutverki
hið opinbera gegnir í markaðsmálum
og í þjóðlífinu öllu.“
Hysterísk umræða
og krepputal
Um daginn vakti það athygli þegar
Föstudagur 12. september 200832 Helgarblað DV
„Fyrstu dagana var henni hreinlega
ekki hugað líf og það er var mjög
átakanlegt og erfitt að takast á við
það. Að barnið myndi ekki lifa af.
Hún var skírð dags gömul í miklum
flýti og ekkert nema óvissan blasti
við. Það er ekki hægt að ímynda sér
hvernig er að standa frammi fyrir því
að barnið sé að deyja.“
Skrifstofa ráðherrans „Ég hef tekið eftir
því að þegar menn flytja úr kjördæmunum
missa þeir ósjálfrátt tengsl við kjósendur
og það er ekki nógu gott.“