Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 15
Föstudagur 12. september 2008 15Helgarblað Töfraráð gegn flensunni Heilsusamlegt mataræði, nægur svefn, hreyfing og afslappaður lífs- stíll er sagt vera nægileg vörn gegn kvefpestum og flensu. Það eru þó ekki allir svo heppnir. Þeir reyna sitt besta en leggjast þrátt fyrir allt í bælið í nokkra daga á ári með stífl- að nef, hita og hósta. Hvað er hægt að gera? Borðaðu C- vítamín Hefðbundnar kvefpestir blossa upp í vetrarbyrjun. Það er bara vitað. Ýmis ráð hafa verið notuð í gegnum árin til þess að forðast að fá þær. Til að byrja með skiptir máli að líkaminn sé í góðu jafnvægi því það auðveldar honum að hrista sýklana af sér. Hluti af því er að þvo hendur reglulega þar sem sýklarnir berast einna helst með snertingu. Það að taka vítamín reglulega styrkir líka mótstöðuna. C- vítamín gegnir þar lykilhlutverki en það er hægt að fá úr sítrusávöxtum, kartöflum, jarðarberjum, ananas og grænum paprikum sem og í töflu- formi. Einnig er gott að eiga sólhatt á hverju heimili og taka hann um leið og fyrstu einkenna flensu verð- ur vart. Sink og olíulaufþykkni eru einnig góðir kostir. Flensan komin Þegar flensan er komin er lítið hægt að gera annað en að reyna að bola henni út úr líkamanum. Þeg- ar búið er að taka inn sólhatt, fá sér engifer- eða blóðbergste, þýðir ekk- ert annað en að slaka á og reyna að sofa. Engiferið virkar vel gegn hóst- anum og blóðbergið eyðir sýklum og losar slím. Líkaminn þarf mikinn vökva þegar hann er veikur. Græn- metis- og ávaxtadrykkir sem og heitt te eru ómissandi í baráttunni við slímið, hóstann og vanlíðanina. Kjúklingasúpa hefur öðru nafni ver- ið nefnd náttúrulegt pensilín og á að gera kraftaverk fyrir líkamann. Hún bókstaflega hleður líkamann orku. Hollur matur og hitaeiningar Mestu máli skiptir að fá nægilegt magn hitaeininga til að berjast gegn sýklunum. Borða eingöngu létta og holla fæðu. Ruslmatur og nammi gera ekkert gagn og halda manni bara í rúminu lengur. Ef þessi heima- ráð virka ekki verður víst að viður- kenna veikindin almennilega og leita læknis. Meðfylgjandi eru nokk- ur gömul og gild hollráð sem virka vonandi á sem flesta. Safar og heitir drykkir Ferskir nýpressaðir ávaxta- og grænmetis- safar eru uppfullir af vítamínum og næringarefnum sem duga vel gegn flensunni. Það er mjög mikilvægt að drekka mikinn vökva á meðan á flensunni stendur. sumir vilja frekar heita drykki og fyrir þá má nefna grænt te, kamillu-, piparmyntu- og engiferte. Ásamt heitu vatni með hunangi og sítrónu. C-vítamín Fjöldi rannsókna sýnir að 1000 mg af C-vítamíni á dag og stærri skammtar draga úr einkennum kvefs og stytta þann tíma sem sjúkdómurinn varir. C-vítamín fæst úr sítrusávöxtum, kartöflum, grænum paprikum, jarðarberjum og ananas og ætti að vera í daglegu fæði til að styrkja líkamann gegn kvefi og flensum. Engifer drekkið engiferte við hósta og kvefi á byrjunarstigi. Fersk rótin er töframeðal gegn hósta og hita sem oft eru fylgifisk- ar kvefs og flensu. engiferte gert úr 2 matskeiðum af raspaðri rótinni og heitu vatni er ljúffengur drykkur og bráðhollur. einnig má rífa niður ferska rót og setja út í súpur og grænmetis- rétti. Sólhattur sólhattur er algengasta bætiefni gegn kvefi og flensu og hefur einnig gefist vel gegn hálsbólgu, eyrnabólgu hjá börnum og jafnvel ennisholubólgum. mikill kostur við sólhatt er að auk þess að styrkja ónæmiskerfið vinnur hann á sýklum án þess að skaða gerlagróður meltingarfæranna. Hægt að fá í töfluformi í nánast flestum verslunum. Sink talið er að sink komi í veg fyrir að veirur valdi sýkingum í öndunarfærum og getur stytt tíma flensu. sink er helst að finna í lambakjöti, svínakjöti, hveitikími, ölgeri, eggjum, ostum, hnetum, fræjum, sjávarfangi, sojabaunum og grænmeti. einnig er hægt að fá það í töfluformi. Olíulaufþykkni Olíulaufþykkni hefur fengið viðurnefnið pensilín nútímans fyrir það hversu vel það virkar á líkamann. Það kemur í veg fyrir kvef og flensur. Það er einnig virkt gegn streptókokkum, síþreytu og styrkir ónæmiskerfið. góð hjálp til að halda heilsunni í lagi. Fæst í flestum verslunum sem selja vítamín. Silfurtilboð í september Andlitsbað: kr. 5000,– Líkamsnudd: kr. 4900,– Litun og plokkun: kr. 2800,– L a u g a v e g u r 6 6 , 2 . h . S í m i 5 5 2 2 4 6 0 S N Y R T I S T O F A N Gildir til 15. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.