Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 54
Föstudagur 12. september 200854 Helgarblað DV
Tónlist
AC/DC á túr
rokkararnir í aC/dC hafa nú tilkynnt um tón-
leikaferðalag um bandaríkin og Kanada í tilefni
af nýjustu breiðskífu sveitarinnar, black Ice, sem
kemur út 20. október næstkomandi. meðal
annars ætlar sveitin að koma fram á tvennum
tónleikum í madison square garden í New York
12. og 13. nóvember.
umsjóN: KrIsta Hall krista@dv.is
Fabrizio Moretti
með Megapuss
Megapuss, nýja hliðarverk-
efni tónlistarmannsins (og kærasta
Natalie Portman) Devendras Ban-
hart og alhliða hljóðfæraleikarans
Gregs Rogove, hyggst gefa frá sér
sína fyrstu breiðskífu 16. september.
Platan hefur hlotið heitið Surfing og
er mikið um gestaleikara á plötunni
sem verður einnig gefin út í vínyl-
formi 7. október.
Í kjölfar úgáfunnar ætlar sveitin
að túra um vesturströnd Bandaríkj-
anna en trommuleikari The Strok-
es, Fabrizio Moretti, kemur til með
að leggja þeim lið á tónleikaferða-
laginu.
Hljómsveitin spilar djassskot-
ið rokk og þeir sem vilja kynna sér
þessa áhugaverðu sveit eitthvað
frekar geta hlustað á tóndæmi inni
á heimasíðunni myspace.com/
megapuss.
Devendra Banhart fær trommuleikara
Strokes með sér á túr.
„Við erum að breyta nafninu
úr Vicky Pollard yfir í Vicky því
Vicky Pollard er náttúrlega nafn á
breskum grínkarakter. Við viljum
núna frekar byggja sjálf upp okk-
ar eigið nafn og sleppa þessari
tengingu,“ segir Ástrós Ósk Jóns-
dóttir, bassaleikari hljómsveitar-
innar Vicky, þegar blaðamaður
spyr hvers vegna eftirnafnið Poll-
ard sé ekki lengur í notkun.
„Platan okkar var mixuð í Bret-
landi og þar sem Vicky Pollard er
karakter úr bresku grínþáttunum
Little Britain var þetta því svipað
fyrir Bretana og ef einhver erlend
hljómsveit kæmi hingað og héti
Silvía Nótt.“
Eina erlenda hljómsveitin
Hljómsveitin hélt í gær til
Bandaríkjana þar sem Vicky mun
spila á nokkrum tónleikum og
á tónlistarhátíðinni Play í Saint
Louis. „Við erum að fara að spila
í dag og á morgun í New York. Á
sunnudaginn ökum við til Cleve-
land og spilum þar með ein-
hverju lókal bandi. Svo förum við
til Saint Louis en okkur var boð-
ið að koma og spila á Play-hátíð-
inni. Við fengum Loftbrú til að
fara þangað en það er bara í boði
til New York svo við ákváðum að
gera netta tónleikaferð í kringum
Saint Louis,“ segir Ástrós en Vicky
verður eina erlenda hljómsveitin
á Play-hátíðinni.
„Við skráðum okkur bara inn á
sonicbids.com-heimasíðuna og
þar sóttum við bara um að vera
á þessari hátíð og vorum valin til
að koma og spila.“
Stutt, hress og fjörug lög
Vicky verður í Ameríkutúr sín-
um í tæpar tvær vikur en skömmu
eftir heimkomu má vænta fyrstu
breiðskífu sveitarinnar, Pull Hard.
„Við tókum hana upp í Tankinum
á Flateyri hjá honum Önundi á
fimmtán klukkutímum. Það gekk
alveg framar vonum að taka upp.
Svo sendum við hana út í mixun
og Biggi í Sundlauginni master-
aði hana. Eygló söngkona sér svo
um alla hönnun á plötuumslag-
inu.“
Hljómsveitarmeðlimir ætla
sjálfir að sjá um að gefa út plöt-
una en fá Töfrahellinn til að
dreifa henni. „Það er voða erfitt
að flokka tónlistina undir eitt-
hvað eitt ákveðið tónlistarform.
Lögin eru stutt, hress og fjörug en
þetta er rokk sem þú getur dans-
að við og sungið með. Þetta er
sem sagt stuðplata en samt ekki
svona Skítamórals-stæll.“
Eina erlenda
hljómsveitin
Hljómsveitin Vicky, sem áður hét Vicky
Pollard, hélt í gær til Bandaríkjanna í tveggja
vikna tónleikaferðalag. Sveitin mun meðal
annars spila á tónlistarhátíðinni Play í
Saint Louis en Vicky er eina erlenda sveitin
sem boðið var að spila á hátíðinni.
Hvort verður Glasvegas eða Metallica söluhærri í Bretlandi?
MEtallica
í vanda
Tónlistarspekúlantar í Bretlandi
eru í ham þessa dagana en allt útlit
er fyrir því að nýliðarnir í Glasvegas
séu að fara að slá Metallica ref fyrir
rass og næla sér í toppsæti breska
sölulistans sem kynntur verður á
sunnudag.
Glasvegas sendi frá sér sína
fyrstu breiðskífu, sem heitir ein-
faldlega bara Glasvegas, síðastlið-
inn mánudag og fór sala plötunnar
skuggalega hratt af stað. Metallica,
sem ætlaði að senda frá sér plöt-
una Death Magnetic sem beðið
hefur verið með mikilli eftirvænt-
ingu, í dag tók sig hins vegar til og
gaf plötuna út í Bretlandi á mið-
vikudaginn. Talið er að ástæðan sé
að meðlimir Metallica óttist sjálf-
ir að Glasvegas gæti náð toppsæt-
inu.
Glasvegas hefur þegar selt plötu
sína í hundrað þúsund eintökum
frá því á mánudag og því gæti þetta
tveggja daga forskot hennar haft
áhrif þegar kemur að því að birta
sölutölur á sunnudaginn.
Vicky heldur í Ameríkutúr
Hljómsveitin gefur út sína fyrstu
breiðskífu skömmu eftir heimkomu.
STEYPUSÖGUN
KJARNABORUN
MÚRBROT
l
l
l