Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 26
Föstudagur 12. september 200826 Helgarblað DV
Konan
Njótum haustsiNs
Haustið er farið að gera vart við sig mörgum til mikillar
óánægju. Í stað þess að pirra okkur á því að sumarið sé
horfið á braut reynum þá frekar horfa á haustið með
jákvæðum augum og njóta sjarma þess, því það er
margt fallegt við þessa rómantískustu árstíð ársins. För-
um í gönguferðir á fallegum haustdögum og njótum
þess að fylgjast með marglituðu laufblöðunum falla
af trjánum. Verum dugleg að kveikja á kertum þegar
rökkva fer á kvöldin og njótum haustsins til hins ýtrasta.umsjón: kOLbrÚn pÁLÍna HeLgadóttIr kolbrun@dv.is
Haustið er komið
hjá Estée Lauder
og er óhætt að segja
að litirnir hafa
sjaldan verið fal-
legri. Fjólublár er
áberandi í haust
sem og karamellu-
brúnn. Sanseraðir
augnskuggar og
glansandi púður í
fallegum boxum
eru dæmi um þær
frábæru vörur sem
Estée Lauder býður
upp á þetta haustið.
Gæði oG
flott útlit
hjá EstéE
laudEr
KósíKvöld-
in heilög
Anna Rún Frímannsdóttir,
dagskrárkynnir á RÚV.
n Hvað borðar þú í morgunmat?
„Yfirleitt fæ ég mér létt-jógúrt með
trefjablöndu og ferskum ávöxtum
út á eða þá ristað brauð og
pressaðan ávaxtasafa.“
n Hvar líður þér best?
„mér líður alltaf best heima í faðmi
fjölskyldunnar og eru kósíkvöldin
alveg heilög stund á heimilinu,
sérstaklega í huga barnanna
minna.“
n Hvernig heldur þú þér í formi?
„Ég fer alltaf einu sinni í viku með
nokkrum vinkonum mínum út að
ganga eða hlaupa og þá erum við
að tala um 10 km göngu hverju
sinni. en inn á milli reyni ég
auðvitað eins og þorri þjóðarinnar
að vera dugleg að fara í ræktina.
en þessum fyrrnefnda vinkonu-
hópi mínum er mjög umhugað
um heilsuna og hollustu
hreyfingar en það smitar út frá sér
og hvetur mann áfram.“
n Hvaða snyrtivörur notar þú
dagsdaglega?
„Litað dagkrem, púður, maskara,
brons í kinnarnar, ljósan
augnskugga og gloss.“
n Hvar kaupir þú helst föt?
„Hér heima hef ég verslað mikið í
karen millen og Oasis en þegar ég
fer til útlanda birgi ég mig upp í
H&m og Victoria‘s secret.“
n Hvað gerir þú þegar þú vilt
dekra við sjálfa þig?
„Þá verð ég svona extra stelpuleg,
panta mér tíma í fótsnyrtingu eða
nudd og toppa svo daginn með
því að kaupa mér tösku eða skó,
maður á aldrei nóg af því.“
n Hvert er þitt helsta fegurðarráð?
„Láttu þér líða vel í eigin skinni og
berðu þig ekki saman við aðra.
einungis þannig nærðu að vera
besta mögulega útgáfan af sjálfri/
sjálfum þér sem skilar sér með
mikilli útgeislun þinni og þokka.“
Átt þú erfitt með að einbeita þér
í vinnunni? Er mikil óreiða á skrif-
borðinu þínu? Ef svo er skaltu taka
rækilega til hendinni og vittu til, þú
átt eftir að áorka meiru en þig grun-
ar.
n enginn vill vinna í ruslakompu, drasl
dregur úr orku og kemur róti á hugann.
reyndu því að hafa sem minnst á
skrifborðinu þínu. ef þú ert eingöngu með
þá hluti á borðinu sem þú ert að nota áttu
auðveldara með að einbeita þér að
vinnunni.
n eyddu fimm mínútum á dag í að fara í
gegnum pappíra og blöð á borðinu þínu
og losaðu þig við það sem þú ert búinn að
nota. ekki safna þeim upp á borðinu eða á
gólfinu.
n Þegar þú færð nýja pappíra á borðið til
þín ákveddu þá strax hvað þú ætlar að
gera við þá. Fara yfir þá, ganga frá þeim á
góðan stað eða henda þeim í ruslið. Hafðu
góða ruslatunnu undir borðinu þínu og
opnaðu póstinn þinn yfir henni. allt sem
þú þarft ekki á að halda á að fara beint í
tunnuna.
Hreint skrifborð
- Hreinn Hugur
Lyftir og lengir Þessi fallegi
maskari gefur augnhárunum
einstaklega góða lyftingu, aukna
fyllingu og síðast en ekki síst lengir
hann augnhárin. augun virðast án
efa stærri og skýrari þegar
sumptuous-maskarinn er komin á.
augna-
konfekt
Það er óhætt að
segja að þetta
glæsilega augnskuggabox
sé algjört augnakonfekt. Hér eru
glæsilegustu litir haustsins saman
komnir í einu boxi skreyttir með fallegri
gyllingu. Litirnir koma í fallegu
súkkulaðibrúnu boxi með góðum spegli.
Gloss Þessi einstaka
litablanda í nýjasta glossi
estée Lauder getur komið
vel út ein og sér en einnig
má setja dass af glossinu
yfir fallegan varalit.
Lúxuspúður
Hönnuðir estée Lauder
snyrtivaranna hugsa
ekki bara um gæðin
heldur leika þeir sér
einnig mikið með
útlitið. Þetta einstak-
lega girnilega, lúxus,
karamellulitaða,
glanspúður er eitthvað
sem allar konur ættu
að eignast fyrir
veturinn. púðrið
dregur fram kinnbein-
in og heldur húðlitn-
um ferskum í vetur.
Naglalakk til þess
að toppa heildarút-
litið er nauðsynlegt
að vera með fallegar
neglur. Þetta fallega
karmellubrúna og
glansandi naglalakk
setur punktinn yfir
i-ið á annars
glæsilegu haustlúkki
estée Lauder.