Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 24
Helgarblað DVFöstudagur 12. september 200824 HIN HLIÐIN Semur vísur og ljóð í jólakortin Nafn og aldur? „Þröstur Leó Gunnarsson, fjörutíu og sjö ára.“ Atvinna? „Leikari.“ Hjúskaparstaða? „Giftur.“ Fjöldi barna? „Ég á sjö börn allt í allt.“ Áttu gæludýr? „Já, ég á hund sem heitir Tjara af því að hún er svört.“ Hvaða tónleika fórst þú á síð- ast? „Ég fór síðast á Ian Anderson úr Jethro Tull og það var æðislega gaman.“ Hefur þú komist í kast við lög- in? „Nei, ekki nýlega.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Það er leðurjakkinn minn af því að hann er með svo gott vasapláss. Ég get troðið öllu sem ég þarfnast yfir daginn í vasana. Nema reyndar hand- ritinu mínu en ég held nú bara á því.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, ég á það eftir.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögð- um mótmælum? „Nei, ekki svo ég muni.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já. Verður maður ekki að gera það?“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Á tímabili hélt ég rosalega mikið upp á lagið Garún með Mannakornum. Svo þegar ég var einhvern tímann að söngla það og einhver varð voðalega hissa á því að ég væri að söngla þetta lag áttaði ég mig á því að það væri kannski ekkert rosa- lega töff.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til að fara að frum- sýna leikritið Lonesome West eða Vestrið eina í Borgarleik- húsinu um miðjan nóvember. Þetta er alveg æðislegt leikrit sem er bæði spennandi og mjög skemmtilegt.“ Afrek vikunnar? „Að hafa komist í gegnum fyrstu fjórar sýningarnar á Fló á skinni. Ég var að hoppa inn í verkið og við fengum bara tvær æfingar og það er því afrek að hafa komist svo vel í gegnum þessar fyrstu sýningar.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég gutla á trommur, gítar og munnhörpu.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Nei, ég geri það ekki miðað við ástandið í dag.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fyrst og fremst fjölskylda og ást- vinir og það að maður sé sáttur við það sem maður er að gera í lífinu.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég myndi vilja hitta guð og spyrja hann hvort það væri ekki örugg- lega líf eftir þetta líf.“ Ert þú með tattú? „Nei. En þegar ég var sextán ára í siglingu fórum við allir strákarnir að fá okkur tattú. Við vorum búnir að vera að fá okkur bjór og svona og ég sofnaði áður en röðin kom að mér. Ég er mjög feginn því í dag því annars sæti ég kannski uppi með eitthvað stórt akkeri á upphandleggnum.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, já, alveg slatta. Ég skrifa stundum vísur og ljóð inn í jóla- kortin en ég er hins vegar ekki góður í því.“ Hverjum líkist þú mest? „Ég líkist mest mömmu minni, pabba mínum og börnunum mínum, þau eru víst öll eins og ég.“ Ert þú með einhverja leynda hæfileika? „Já, sem ég get eiginlega varla kjaftað frá núna en það verður op- inberað á næstunni.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Ég held að það segi sig alveg sjálft, það er nú bara af sjálfu sér.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, er ekki áfengið alveg nóg?“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Það er Bíldudalur þar sem ég er fæddur og uppalinn. Foreldrar mínir búa þar og ég á hús þar og mér finnst Bíldudalur vera algjör paradís.“ Þröstur Leó Gunnarsson Leikari hefur nóG að Gera Þessa daGana. hann fer með eitt af aðahLutverkunum í kvikmyndinni sveitabrúðkaupi, fer á kostum í farsanum fLó á skinni í borGarLeikhúsinu oG æfir stíft fyrir verkið Lonesome West sem sett verður upp í nóvember. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.