Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 33
DV Helgarblað Föstudagur 12. september 2008 33
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík-
isráðherra lét hafa eftir sér að hér ríkti
ekki kreppa og kom það við marga þá
sem hafa það verst um þessar mund-
ir. „Við erum klárlega að upplifa sam-
drátt og jafnvel atvinnuleysi en ég held
að það sem Ingibjörg hafi átt við sé
að við séum ekki að upplifa almennt
kreppuástand. Sem betur fer er at-
vinnustigið ennþá gott en við reynum
auðvitað að koma sem mest til móts
við fólkið sem finnur mest fyrir þessu.
Vandinn er einnig sá að mikið af ein-
staklingum hefur hreinlega skuldsett
sig of mikið.“
Björgvin segir því eðlilega haldið
fram að stjórnvöld séu ekki að gera
sitt besta til þess að leysa úr vand-
anum. „Stjórnmál eru náttúrlega
stanslaust stríð. Það er eðli þeirra og
ef þú þreytist á því er best að hætta.“
Umræðan verður oft ósanngjörn og
jafnvel hysterísk að mati Björgvins
þar sem stjórnarandstaðan hrópar á
skyndilausnir. „Það merkilegasta er
að að hið sanna kemur alltaf í ljós.
Fólk kallar á stjórnvöld þegar harðnar
á dalnum en það mun líka verðlauna
þau þegar upp er staðið.“
Björgvin er viss um að sú stjórn
sem nú sitji við völd hafi verið besti
kosturinn til þess að takast á við þau
vandamál sem uppi eru. „Það þurfti
sterka meirihlutastjórn til þess að tak-
ast á við þetta. Margra flokka stjórn
með veikan meirihluta hefði hrein-
lega verið hrópuð frá.“
Útilokað að spá fyrir um frekara
samstarf
Björgvin metur sem svo að ekki sé
hægt að spá fyrir um hvort stjórnar-
samstarf Samfylkingar og Sjálfstæð-
isflokks muni halda áfram að næstu
kosningum loknum. „Næstu kosn-
ingar geta orðið svo afgerandi ef við
kjósum um Evrópumálin. Þau gætu
raðað flokkum niður í samstarf. Þetta
er gríðarstórt mál og ekkert kemur
meira við beina hagsmuni almenn-
ings.“
Björgvin segist þó viss um að
samstarfið muni ganga vel haldi það
áfram. „Þetta hefur gengið vel og mun
án efa gera það áfram þó sjónarmiðin
séu oft ólík. Báðir koma sínu að og oft
er auðveldara að semja. Það er góður
andi í samstarfinu og þegar allt kem-
ur til alls er þetta bara fólk sem vinnur
saman. Geir og Þorgerður Katrín eru
til dæmis mikið sóma- og heiðurs-
fólk sem er einkar gott að vinna með
og undir þeirra forystu. Það rammar
inn heiðarleika í samstarfinu hvað
þau ganga fram með sanngjörnum og
jákvæðum hætti í því. Sama á við um
aðra ráðherra sjálfstæðismanna. Við
Árni Mathiesen eigum líka afar fínt
samstarf, komum úr sama kjördæmi
og við hann kann ég einkar vel enda
drengur góður og heill.“
Atvikið sem breytti öllu
Eins og fyrr kom fram hefur mik-
ið gengið á hjá Björgvini undanfarin
ár og voru það veikindi dóttur hans
sem breyttu lífsviðhorfum ráðherrans
sem gerir honum auðveldara að tak-
ast á við dagsins störf. „Guðrún Ragna
fæddist um mánuði fyrir tímann og
fékk mjög alvarlega bráðasýkingu
sem gekk mjög illa að komast fyrir.
Hún var í um tvo mánuði á gjörgæslu
og var vart hugað líf og hreinlega ekki
fyrstu dagana eftir fæðinguna.“
Björgvin og María bjuggu uppi á
spítala á þessum tíma og dvöldu dag
og nótt hjá dóttur sinni. „Fyrstu dag-
ana var dóttur minni hreinlega ekki
hugað líf. Það var mjög átakanlegt og
erfitt að takast á við það. Að barnið
myndi ekki lifa af. Hún var skírð dags
gömul í miklum flýti og ekkert nema
óvissan blasti við. Það er ekki hægt
að ímynda sér hvernig er að standa
frammi fyrir því að barnið sé að deyja.
Við héldum það bara í þessar tvær
vikur.“
Björgvin segir læknana ekki, svo vit-
að sé, hafa glímt við veikindi af þessu
tagi áður og því hafi óvissan verið mik-
il. „Læknavísindunum tókst svo að
vinna smá kraftaverk og henni batnaði
að lokum. Hefði hún ekki fæðst á há-
tæknisjúkrahúsi í Reykjavík hefði þetta
sennilega farið á hinn veginn.“
Björgvin segir Guðrúnu Rögnu
vera við hestaheilsu í dag. „Hún er
heilbrigðasta barn í heimi í dag. Aldrei
orðið veik, sjö, níu, þrettán, og líð-
ur bara frábærlega. Klár, glæsileg og
bráðþroska stelpa,“ segir ráðherrann
stoltur.
„Þessi reynsla gerir það líka að
verkum að ég ber einkar mikla virð-
ingu fyrir starfi ljósmæðra og hef mik-
inn skilning á kröfum þeirra og vona
að við berum gæfu til að semja við þær
sem allra fyrst. Þær eiga skilið afdrátt-
arlausa viðurkenningu á sínum störf-
um og sinni miklu menntun.“
Sagði skilið við áfengið
Eftir þessa atburði ákvað Björg-
vin einnig að segja skilið við áfengi
og setja tappann í flöskuna. „Þegar
maður sinnir svona tvöföldu starfi og
rekur þetta stórt heimili þarf maður á
allri sinni orku að halda. Þá eru þvílík
forréttindi að nota ekki áfengi ef þú
ert með tilhneigingu til þess að nota
of mikið af því.“ Björgvin segir fólk í
erilsömum störfum oft freistast til
þess að nota áfengi til þess að slaka á
og að hann hafi verið einn af þeim.
„Það er mikið gott að vera laus við
það. Ég var bara persónulega búinn
að fá svo nóg af því og það var kom-
inn tími til þess að hætta að drekka.
Ég hef aldrei horft um öxl.“ Björg-
vin segir erfitt að meta hvort áfeng-
isbindindið hafi hjálpað honum að
komast á ráðherrastól. „Það hefur
án efa hjálpað mér í starfi og hjálp-
að mér við að sinna öllu því sem
ég geri betur. Það er ekki spurning.
Þetta hefur aldrei verið neitt feimn-
ismál fyrir mér. Sumir eru veikir fyr-
ir áfengi, aðrir mat og enn aðrir eru
þunglyndir. Það hafa allir sinn djöful
að draga.“
Skemmtir sér konunglega
Björgvin segir það ekki angra sig
neitt að vera innan um áfengi. „Mér
þykir samt gaman að vera innan
um fólk sem fær sér í glas. Ég held
oft samkvæmi og við höldum hóp-
inn sunnlenskir samfylkingarmenn
og hittumst einu sinni á ári. Gamli
Grósku-hópurinn hittist líka oft. Fólk
er að sulla og mér þykir það bara
stórskemmtilegt.“ Björgvin segir það
heldur ekki freista sín að vera í starfi
þar sem samkvæmi og kokkteilboð
eru á hverju strái. „Eins og ég segi er
ég bara svo feginn að vera laus við
þetta að það snertir mig ekki neitt.“
Björgvin er á þeirri skoðun að fólk
fari almennt vel með vín. „Maður tek-
ur betur eftir því þegar maður drekk-
ur ekki sjálfur. Þá er ég ekki að tala um
fyllirí niðri í miðbæ um helgar. Heldur
eldra fólk sem drekkur bjór og léttvín.
Það fer almennt vel með það.
Ég er ekki fanatískur eða með
fóbíu gagnvart áfengi. Áfengi er bara
partur af mannlífinu í þúsundir ára
og það þýðir ekkert að banna það.
Það er nauðsynlegt að halda úti for-
vörnum svo að fólk geti tekið upp-
lýsta ákvörðun og svo er nauðsynlegt
að bjóða upp á meðferðarúrræði fyr-
ir þá sem vilja hætta. Boð og bönn og
öfgar í þessu skila engu nema öfugum
áhrifum.“
Sérhæfir sig á ryksugunni og
situr fram í
Björgvin gerir hvað hann getur til
þess að hjálpa til við heimilisstörfin.
„Ég elda reyndar mjög sjaldan. Kon-
an sér um það enda miklu betri kokk-
ur,“ segir Björgvin brosandi en tekur
þó fram að hann þeyti grillspöðun-
um eins og fagmaður. „Ég sé alltaf um
grillið.“ Björgvin reynir að sérhæfa sig
í öðrum húsverkum svo sem eldhús-
þrifum. „Ég er líka liðtækur á ryksug-
unni og svo skúra ég þegar ég get.“
Björgvin segir það hafa verið mjög
skrýtið að fá einkabílstjóra eftir að
hann settist á ráðherrastól. „Þetta var
óþægileg og skrýtin tilfinning til þess
að byrja með. En ég var svo heppinn
að það var frábær maður sem tók við
mér. Björn Hannesson sem er Hún-
vetningur eins og ég sjálfur. Við erum
miklir vinir og félagar.“ Björgvin ekur
sér sjálfur til og frá vinnu en hann
segir það auðvelda sér vinnuna mik-
ið að hafa Hannes sér við hönd. „Í
erli dagsins er auðvitað ómetanlega
gott að hafa bílstjóra. Þetta auðveldar
manni störfin og maður getur unnið í
bílnum líka.“ Björgvin er ekki lengi að
svara hvort hann sitji aftur í eða fram
í á ferðum sínum með Hannesi. „Ég
sit alltaf fram í. Alltaf. Mér finnst hitt
bara kjánalegt,“ segir hann glaðlegur.
Ekki gamall í pólitík
Þegar Björgvin lítur yfir farinn veg
segist hann vera mikill gæfumaður.
„Ég á þrjá bræður og foreldra sem öll
eru á lífi. Allir eigum við mikið af börn-
um og risastórar fjölskyldur í allar áttir
og erum saman á kafi í hestamennsk-
unni. Það hefur mikil gæfa hvílt yfir
fjölskyldunni almennt.“ Björgvin seg-
ir hestamennskuna stóran þátt í fjöl-
skyldulífinu og sjálfur á hann um 12
hross. Við ríðum mikið og hittumst
því reglulega sem er frábært.“
Þó stórar stundir í lífi Björgvins
eins og að útskrifast úr háskóla, stíga
í fyrsta sinn inn á alþingi og setjast á
ráðherrastól séu honum hugljúfar
blikna þær í samanburði við gleðina
sem fjölskyldan hefur fært honum.
Björgvin segist vera staðráðinn í
því að snúa sér að öðru en pólitík fyrr
en seinna. „Kosturinn við að detta
svona ungur inn í þingmennsku og
komast á ráðherrastól er að þegar ég
verð enn á góðum aldri verð ég búinn
að starfa að stjórnmálum í mörg ár
og get snúið mér að einhverju öðru.
Hrossarækt og ritstörfum til dæmis. Á
því hef ég mestan áhuga utan stjórn-
málanna. Ég ætla ekki að verða gamall
í pólitík. Ég nýt þess að vera í þessu og
ég þekki orðið mörg þúsund Íslend-
inga og hef gaman af því. En vonandi
verð ég búinn að fá minn skammt ef
guð lofar á góðum aldri og get snúið
mér að öðru.“
asgeir@dv.is
„Ég er sannfærður um að það sé rétta leiðin. Að sækja
um aðild að Evrópusambandinu og láta þannig reyna á
kostina, án þess komumst við hvorki lönd né strönd. Við
þurfum stöðugleika í efnhagsumhverfið og myntsam-
starf gæti skipt þar afar miklu máli.“
„Það er mikið
gott að vera laus
við það. Ég var
bara persónulega
búinn að fá svo
nóg af því og það
var kominn tími
til þess að hætta
að drekka. Ég hef
aldrei horft um
öxl.“
Barðist fyrir lífi sínu guðrún, sem
faðmar hér pabba sinn, barðist fyrir lífi sínu
nýkomin í heiminn. myndir/Heiða
Falleg fjölskylda björgvin
sækir stelpurnar á leikskólann.