Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2008, Blaðsíða 28
Föstudagur 12. september 200828 Helgarblað Dagvaktin dagvaktin er beint framhald Næturvaktarinnar, vinsælustu þáttaraðar í sögu stöðvar 2. Þegar við skildum við þá félaga georg, Ólaf ragnar og daníel voru þeir staddir á samyrkjubúi í svíþjóð, nýbúnir að missa vinnuna á bensínstöðinni. dagvaktin hefst skömmu síðar þegar Ólafur ragnar ákveður að þiggja starf á Hótel bjarkarlundi. Hann fellst treglega á að georg fái far með honum, enda er sá síðarnefndi einnig kominn með vinnu á sama hóteli. Á þessum heillandi en afskekkta stað í berufirði lenda þeir félagar í nýjum, spennandi og vægast sagt óvæntum ævintýrum. um er að ræða ellefu þætti og verður sá fyrsti sýndur sunnudagskvöldið 21. september. Ríkið Liðið sem kom að strákunum, Fóstbræðrum, svínasúpunni og stelpunum hefur sameinað krafta sína og búið til nýstárlega sketsaþætti. Þættirnir gerast á skrifstofu, á ansi óræðum og vægast sagt hallærislegum tíma þar sem allt saman er verulega kjánalegt; húsgögnin, vinnutækin, klæðaburðurinn, hárgreiðslan, skeggið en þó sérstaklega starfsfólkið sjálft. Og hið svokallaða vinnustaðargrín er allsráðandi. með aðalhlutverk fara sveppi, auddi, Þorsteinn bachmann, Halldóra geirharðsdóttir, eggert Þorleifsson, Friðrik Friðriksson, Inga maría Valdimarsdóttir, Víkingur Kristjánsson, elma Lísa geirsdóttir, Vignir rafn Valþórsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Leikstjóri er silja Hauksdóttir sem leikstýrði síðustu stelpu-seríunni og bíómynd- inni dís. Þættirnir eru tíu talsins. Gott kvöld Nýr laugardagsþáttur sjónvarpsins kallast gott kvöld og er í umsjón ragnhildar steinunnar. Þátturinn verður á dagskrá fram að jólum en í honum kemur fram fjöldi gesta og helstu stjörnur íslenskrar tónlistar. sammi í Jagúar stjórnar húsbandinu sem flytur ný lög eða endurútsett lög með stjörnum þáttarins. Í hverjum þætti sameinast nokkrir tónlistarmenn og taka jafnvel lög sem þeir hafa ekki flutt áður. margar óvæntar uppákomur líta dagsins ljós og gestirnir sýna jafnvel á sér nýjar hliðar. Káta maskínan menningarþáttur í umsjón Þorsteins J. en hann sá í fyrravetur um leikhús- og kvikmyndaþáttinn 07/08 bíó, leikhús. að þessu sinni fjallar Þorsteinn um menningu í víðara samhengi en þar verður fjallað um myndlist, leiklist og kvikmyndir. ennig verður brugðið upp svipmyndum af okkar helstu listamönnum. Svartir englar spennuþættir í leikstjórn reynsluboltans Óskars Jónassonar. Þættirnir eru byggðir á bókum Ævars arnar Jósepssonar en sigurjón Kjartans- son skrifar handritið. Þættirnir fjalla um rannsóknardeild innan lögreglunnar í reykjavík sem þarf að leysa flókið morðmál eftir að karlmaður finnst látinn fyrir utan háhýsi. Í fyrstu virðist sem um sjálfsmorð hafi verið að ræða en rannsókn lögreglunnar leiðir annað í ljós. með helstu hlutverk fara sólveig arnardóttir, sigurður skúlason, steinn Ármann magnússon, Hera Hilmarsdóttir ásamt fjölmörgum öðrum. Hamarinn Fjórir dramatískir spennuþættir í leikstjórn reynis Lyngdal. sveinbjörn I. baldvinsson skrifar handritið sem gerist í litlu sveitarfélagi en þangað er lögreglumaður sendur úr reykjavík til þess að rannsaka dularfullt dauðsfall. Hann nýtur liðsinnis lögreglukonu bæjarins sem er nokkuð óreynd í slíkum rannsóknum. Ýmislegt kemur á daginn við nánari skoðun málsins og leyndarmál einstaklinga innan sveitarfélagsins líta dagsins ljós. Stóra planið Þetta er kómísk smáglæpasería í fimm þáttum um lánlausan handrukkara sem ætlar sér að klífa upp metorðastigann í glæpaklíkunni sem hann starfar með. Þættirnir eru unnir upp úr kvikmyndinni stóra planið sem var frumsýnd fyrr á árinu. með helstu hlutverk fara pétur Jóhann sigfússon, Ingvar sigurðsson, Hilmir snær guðnason, Halldóra geirharðsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og eggert Þorleifsson. Jóladagatalið Nýtt jóladagatal verður frumsýnt 1. desember og eins og gefur að skilja er það í 24 þáttum. dýrmundur sem á að gæta dýranna í Húsdýra- garðinum tekur eftir því að dýrin í garðinum hverfa með dularfullum hætti og fær hann aðstoð vinar síns rottós til þess að leita þau uppi. Áramótaskaup sjónvarpið mun sýna gömul áramótaskaup í vetur. eitt skaup verður sýnt mánaðarlega en ekki hefur verið ákveðið hvaða skaup verða sýnd. til greina kemur að gera áhorfendum kleift að kjósa hvaða skaup verða sýnd en þarna leynast margar af helstu grínperlum þjóðarinn- ar frá upphafi sjónvarps. Gaman oG Glæpir Útsvar Gettu betur – Eva María spyrill Kiljan Silfur Egils Spaugstofan Viðtalið Stundin okkar – Björgvin Franz Söngvakeppni sjónvarpsins Þættir sem snúa aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.