Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Síða 8
föstudagur 31. október 20088 Fréttir
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, man ekki eftir neinu öðru tilviki þess efnis að tilkynnt hluta-
fjárkaup innherja hafi gengið til baka fyrr en kom að 184 milljóna króna hlutafjárkaupum Birnu Einarsdóttur,
bankastjóra Glitnis. Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður hjá Glitni, segir að viðskipti Birnu hafi einungis
verið skráð í fréttakerfi. Þórður staðfestir að þau hafi verið skráð í viðskiptakerfi Kauphallarinnar.
GLITNI BEITT Í
ÞÁGU BIRNU
Sjö milljón hlutir Birnu Einarsdótt-
ur, bankastjóra Nýja Glitnis, í gamla
Glitni eru ennþá skráðir til bók-
ar í Kauphöll Íslands. Þetta stað-
festir Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar, í samtali við DV.
Þeir voru keyptir fyrir 184 milljónir
29. mars 2007 þegar hún var fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
Glitnis á Íslandi. Hlutirnir voru aldrei
afskráðir úr Kauphöllinni. Þórður
segir nauðsynlegt að slík viðskipti
séu afskráð í Kauphöllinni um leið og
ákvörðun um það sé tekin.
Kristinn Arnar Stefánsson, reglu-
vörður hjá Glitni, segir bréfin ein-
ungis hafa verið skráð inn í fréttakerfi
Kauphallarinnar en ekki viðskipta-
kerfi en það geti hver sem er gert.
Þess vegna hafi ekki verið um raun-
veruleg viðskipti að ræða. Þórður seg-
ir hins vegar að ekki sé hægt að halda
því fram að upplýsingar til markað-
arins hafi ekkert gildi. Tilkynning um
kaup Birnu hafi borist Kauphöllinni
og aldrei verið dregin til baka. Þórður
staðfestir einnig að kaupin hafi farið
inn í viðskiptakerfi Kauphallarinnar.
Þurfti leiðréttingu strax
„Það er ekki hægt að halda því
fram að upplýsingar til markaðarins
hafi ekkert gildi. Vegna þess að mark-
aðurinn gerir ráð fyrir að þau hafi átt
sér stað. Það þarf að senda inn leið-
réttingu strax þegar breyting verð-
ur,“ segir Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Kauphallarinnar. Hann segir
það nauðsynlegt að markaðurinn fái
réttar upplýsingar.
„Það þarf að
vera upphaf
og endir á
viðskipta-
sögu,“ seg-
ir Þórður
og segir til-
kynningaskyldu ríkja ef viðskipti
ganga einhverra hluta vegna til baka.
Hann segist þó ekki muna eftir
dæmum þess að viðskipti hafi gengið
til baka. „Venjulega eru viðskipti til-
kynnt inn og svo er selt seinna,“ segir
hann. Þórður segir ástæðuna fyrir því
að innherjaviðskipti séu tilkynnt inn í
Kauphöllina vera þá að þau hafi upp-
lýsingagildi fyrir markaðinn. „Þess
vegna er gefin út tilkynning og þess
vegna þarf að sjálfsögðu að tilkynna
það aftur af markaði,“ segir Þórður.
Viðskiptin áttu sér stað
„Það á ekki að vera hægt að týna
viðskiptum,“ segir Þórður og tekur
fram að um leið og viðskipti séu til-
kynnt til Kauphallarinnar hafi þau átt
sér stað. Kristinn Arnar Stefánsson,
regluvörður hjá Glitni, segir að búið
sé að viðurkenna það að mistök hafi
verið gerð hjá Glitni þegar leiðrétt-
ing á fréttatilkynningu hafi ekki ver-
ið send til Kauphallar. Hann segir að
viðskipti Birnu hafi ekki átt sér stað
vegna þeirra mistaka sem urðu.
„Þetta er samt mjög skýrt, frétta-
kerfi er ekki það sama og skráning
í Kauphöll, og þessi viðskipti voru
bara skráð í fréttakerfi,“ segir Kristinn
og tekur fram að viðskiptin hafi far-
ið inn í fréttakerfi Kauphallar en ekki
inn í viðskiptakerfið sjálft.
Þórður segist hins vegar ekki átta
sig á slíkum útskýringum. „Þetta er
bara rangt, það var búið að upplýsa
markaðinn um það að þessi viðskipti
hefðu átt sér stað, ef þau hefðu ekki
átt sér stað væru þau ekki skráð inn á
markaðinn,“ segir hann og bætir við
að menn geti ekki bara sent hvaða
upplýsingar sem er inn í Kauphöll Ís-
lands. Allt sem þar er skráð sé raun-
veruleg viðskipti.
Viðskiptin aldrei í gegn
Már Másson, upplýsingafulltrúi
Glitnis, segir að viðskiptin hafi aldrei
átt sér stað. „Þessi hlutabréf voru
aldrei á þessari kennitölu. Viðskiptin
áttu sér ekki stað, sem þýðir að við-
skiptin fóru ekki í gegn,“ segir hann.
Hann segir að mistökum sé um að
kenna í þessu máli. Viðskiptin hafi
ekki gengið í gegn vegna formgalla í
samningum. Hin mistökin hafi ver-
ið þau að tilkynna ekki til Kauphall-
ar um það að viðskiptin hefðu ekki átt
sér stað.
„Það er algjörlega klárt af okkar
hálfu, að þó að viðskiptin séu skráð
í Kauphöllina fóru þau aldrei í gegn,“
segir Már. Hann segir það ekki vera
álitamál að Birna hafi aldrei tekið á
sig þessa skuldbindingu. Vilhjálm-
ur Bjarnason, aðjúnkt í hagfræði við
Háskóla Íslands, sagði við DV í gær
að um leið og viðskipti hafi verið til-
kynnt til Kauphallarinnari taki menn
á sig þær skuldbindingar sem þeim
fylgja. Hann gefur lítið fyrir útskýring-
ar Más um formgalla og mistök; „Már
Másson er nú ekki merkur maður eft-
ir viðtalið í Noregi,“ segir Vilhjálmur.
Hann vísar þar til viðtals við Má sem
birtist á NRK, norska ríkissjónvarp-
inu. Þar stamaði Már og hikstaði þeg-
ar hann var spurður út í kaup og kjör
stjórnenda bankans.
Áhættufjárfesting án áhættu
Vilhjálmur segir ljóst að í þessu
máli hafi Birna verið að kaupa á
sérkjörum vegna stöðu sinnar inn-
an bankans. Hann segir þetta vera
hluta af mun stærra máli. Hann spyr
hvort hér ekki sé ekki um að ræða
áhættufjárfestingar í hluta-
félögum. „Hvaða áhættu
eru menn að taka ef þeir
geta stokkið úr slík-
um vagni? Af hverju er Róbert Wess-
mann svona rólegur yfir 5 milljarða
viðskiptum? Kynni það að vera vegna
þess að hann fékk lán fyrir öllu sam-
an í formi hlutafélags og ef hlutafé-
lagið fer á hausinn tapar hann ekki
nema 100 þúsund krónum? Hann
varðar ekkert um hitt og lánveitand-
inn tapar,“ segir Vilhjálmur.
Birna sagði í viðtali við Stöð 2 í
vikunni að kaupin hafi ekki gengið í
gegn vegna mannlegra mistaka. Það
hafi þurft að senda pappíra fram og
til baka og það endað þannig að við-
skiptin hafi ekki gengið í gegn. Vil-
hjálmur sagði hins vegar þetta í DV í
gær: „Þessu hefur bara verið kippt út
og því hefur bara verið kanselað. Það
er alveg ljóst.“
Hlutafélagalög
Í 77. grein hlutafélagalaga segir
orðrétt; „ef sá sem kemur fram fyrir
hönd félags [...] gerir löggerning fyr-
ir hönd þess bindur sá gerningur fé-
lagið nema: 1. hann hafi farið út fyr-
ir þær takmarkanir á heimild sinni
sem ákveðnar eru í lögum þessum,
2. hann hafi farið út fyrir takmarkan-
ir á heimild sinni á annan hátt enda
hafi viðsemjandi vitað eða mátt vita
um heimildarskortinn og telja vera
ósanngjarnt að viðsemjandinn haldi
fram rétti sínum.“
Lögfræðingar sem DV talaði við
voru ekki sammála um túlkun. „Það
er búið að tilkynna hluthöfum um
þetta, hún er með lykilstjórnendum
og innherjum, það er tilkynnt um slík
kaup til Kauphallar. Ef kaupin fóru
ekki í gegn hefði átt að tilkynna um
það. Það er verið að gefa upplýsing-
ar til markaðarins sem ekki ganga eft-
ir,“ sagði lögfræðingur sem ekki vildi
blanda sér opinberlega inn í málið.
Annar lögfræðingur sagði það ekki
sjálfgefið að skráning í Kauphöllina
jafngilti því að viðskipti hefðu átt sér
stað. „Afhending fór aldrei fram og
ekki greiðsla kaupverðs. Viðskiptin
hafa ekki verið framkvæmd,“ sagði
hann.
Upptekin Birna
Þegar DV reyndi að ná tali af Birnu
Einarsdóttur vegna málsins var hon-
um tjáð að
hún yrði
upptekin allan daginn. Birna gaf sér
þó tíma til að útbúa yfirlýsingu sem
hún sendi blaðinu og hefur hún ver-
ið birt á vefnum dv.is. Þar segir hún
að það hafi verið mistök bankans,
ekki hennar, að tilkynna ekki að kaup
hennar á hlutnum hefðu farið út um
þúfur. Hún segir að öll gögn málsins
séu komin til skoðunar hjá Fjármála-
eftirlitinu.
Bjarni borgar
Helgi Anton Eiríksson var fram-
kvæmdastjóri Alþjóðasviðs Glitnis
og er nú í Bretlandi að vinna fyrir
gamla Glitni. Hann keypti 8 milljón
hluti í Glitni sama dag og Birna. Þau
viðskipti voru tilkynnt til Kauphallar-
innar með sama hætti og hlutabréfa-
kaup Birnu. Þegar DV hafði samband
við Helga Anton sagðist hann í fyrstu
ekki vilja tjá sig um eigin viðskipti.
Hann staðfesti þó síðar að sín kaup
hefðu gengið eftir.
Þögn Glitnismanna
DV reyndi að ná í Þorstein Má
Baldvinsson við vinnslu þessarar
fréttar en fékk þær upplýsingar frá
ritara hans að hann myndi líklegast
ekkert tjá sig um málefni Glitnis.
Gísli Heimisson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri rekstrar- og upp-
lýsingatæknisviðs Glitnis, vildi ekk-
ert tjá sig; „Ég kommentera ekkert á
þetta. Það kemur ekki til greina, ég
er farinn þaðan,“ sagði hann. Ágúst
Hrafnkelsson hjá innri endurskoðun
Glitnis sagðist ekkert tjá sig við fjöl-
miðla þegar DV náði tali af honum.
Jón BJArKi mAGnúSSon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
„Það er ekki hægt
að halda því fram að
upplýsingar til mark-
aðarins hafi ekkert
gildi. Vegna þess að
markaðurinn gerir
ráð fyrir að þau hafi
átt sér stað. Það þarf
að senda inn leið-
réttingu strax þegar
breyting verður.“
Upptekin birna gaf sér ekki tíma
til að tala við dV en sendi frá sér
yfirlýsingu þess efnis að bankinn
hefði gert mistök en ekki hún.
Átti sér ekki stað
Már Másson, upplýsingafulltrúi glitnis,
segir viðskiptin aldrei hafa átt sér stað.
Erfið staða
staða Nýja glitnis er erfið vegna
hlutabréfakaupa birnu bankastjóra en
þau voru aldrei afturkölluð úr kauphöll
Íslands þrátt fyrir tilkynningarskyldu.
Í fullu gildi
forstjóri kauphallar-
innar segir ekki hægt
að halda því fram að
tilkynningar til
kauphallarinnar hafi
ekkert gildi.
„Hvaða áhættu eru menn að taka ef
þeir geta stokkið úr slíkum vagni?“
Vilhjálmur bjarnason hagfræðingur segir
ljóst að viðskipti birnu séu hluti af stærri
vanda. stjórnendur bankanna hafi getað
stundað áhættufjárfestingar án áhættu.