Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 15
AuðmAðurinn sem slApp föstudagur 31. október 2008 15Helgarblað Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er einn af fáum íslenskum auðmönnum sem berjast ekki fyrir framtíð sinni og lífa í viðskiptaheiminum með „allt undir“ eins og sumir auðmenn lýsa aðstæðum sínum þessi dægrin. Þegar á hólminn er komið virðist Bjarni vera einhver klókasti refurinn í ís- lensku viðskiptalífi en hann forðaði sér á hárréttu augnabliki og hefur það gott í Noregi þar sem hann ávaxtar enn sitt pund. Fáir efast um hæfileika Bjarna Ár- mannssonar og framsýni í viðskipt- um en hann þykir einnig hafa kom- ist langt á vatnsgreiddum sjarma hins forframaða sveitamanns. Þeir sem átt hafa í viðskiptum við Bjarna hafa margir fengið að kenna á því að undir sakleysislegri ásjónu dreifbýl- isdrengsins sem slappar af með því að hekla í hvítum sportsokkum á heimili sínu leynist grjótharður við- skiptamaður sem hikar ekki við að skipta um lið og snúa baki við við- skiptafélögum til þess að verja eigin hag. Gyllingin máðist hratt af þess- um vel þokkaða, fjölskylduvæna og dáða bankamanni í kringum REI- málið þegar hann sýndi á sér ískald- ar og áður óþekktar hliðar. Pólitísk- ur vandræðagangur varð til þess að Bjarna mistókst að græða svimandi upphæðir á íslensku orkuútrásinni og þá virðist honum hafa verið nóg boðið. Hann pakkaði saman fögg- um sínum og fé og flutti til Noregs þar sem hann er í góðum málum í dag á meðan flestir fyrrverandi við- skiptafélagar hans berjast um á hæl og hnakka fyrir fjárhagslegri framtíð sinni og því sem eftir er af ærunni. Persónutöfrar Bjarna urðu til þess að hann vakti fyrst athygli. Það var árið 1990 þegar hann lauk prófi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Þá var ferðinni heitið til Taílands þar sem útskriftarnemar hugðust sletta úr klaufunum. Þannig vildi til að Pétur Blöndal, sem síðar varð þingmaður, var fararstjóri. Svo virð- ist sem Pétur hafi heillast af þess- um unga og kraftmikla manni sem Bjarni er því ári síðar réð Pétur hann til starfa hjá Kaupþingi. Bjarni var fljótur að vinna sig upp metorða- stigann hjá Kaupþingi og var með- al annars sjóðsstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og Bjarni vann í Kaup- þingi voru þar einnig lítt þekktir menn eins og Hreiðar Már Sigurðs- son, síðar bankastjóri KB banka sem varð síðar Kaupþing. Sigurður Ein- arsson vann einnig með Bjarna en Sigurður varð síðar stjórnarformað- ur Kaupþings. Guðmundur Hauks- son var einnig á gólfinu með Bjarna en leiðir þeirra áttu eftir að liggja saman á ný þegar Bjarni tók að sér stjórnarformennsku í REI. Finnur finnur Bjarna Eftir að hafa unnið hjá Kaupþingi í sex ár komu persónutöfrar og hæfi- leikar Bjarna honum vel þegar Finn- ur Ingólfsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og framsóknar- maðurinn Þorsteinn Ólafsson réðu hann til Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, FBA, og gerðu hann að bankastjóra. Ástæðan fyrir ráðn- ingunni var talin nokkuð einföld. Bjarni hafði verið viðloðandi Fram- sóknarflokkinn í stúdentapólitík- inni en þar var hann virkur í Vöku. Eftir að hann var ráðinn yfir til FBA þótti endanlega ljóst að Bjarni væri gegnheill og innmúr- aður fram- sóknarmaður. Bjarni hefur hins vegar reynt að þvo þann stimp- il af sér í gegnum tíðina og vill meina að hann sé meira eða minna laus við alla flokkadrætti. Atli mÁr gylFAson og vAlur grettisson blaðamenn skrifa: atli@dv.is og valur@dv.is NÆRMYND „Hann er mjög metnað- argjarn og svífst raun- ar einskis til að ná fram sínum markmiðum.“ Framhald á næstu síðu skemmtiskokk Á meðan flestir íslenskir fyrrverandi auðmenn hlaupa með fjárhagslegt líf sitt í lúkunum er bjarni í fínum málum í Noregi og getur skokkað með bros á vör víðs fjarri þeim ósköpum sem nú dynja yfir íslenskt efnahagslíf. ekki allur þar sem hann er séður sakleysisleg, hrein og strokin ásjóna bjarna segir ekki alla söguna og undir yfirborðinu leynist gallharður bisnissmaður sem gefur ekki þumlung eftir í viðskiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.