Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 17
föstudagur 31. október 2008 17Helgarblað Útrásarvíkingurinn og Bjarni Deilurnar um REI snerust fyrst og fremst um sameiningu þess við félag- ið Geysir Green Energy, GGE, en FL Group og Glitnir banki hf. áttu meiri- hluta í GGE. Til stóð að sameina þessi tvö félög og með því átti að búa til eitt öflugt útrásarfélag í orkuiðnaði. Í skýrslu stýrihóps sem var falið að fjalla um REI-málið kemur fram að FL Group hafi haft nánast óeðlilega mik- il afskipti af samningagerðinni. Útrás- arvíkingurinn Hannes Smárason var þá fremstur í flokki FL-manna. Í skýrslunni segir orðrétt: „Við vinnu stýrihópsins kom í ljós að að- koma utanaðkomandi hagsmunaað- ila að samningi milli REI og OR (FL- group) var mikil og jafnvel ráðandi í samningagerðinni. Óljóst var hver gætti hagsmuna Orkuveitu Reykjavík- ur við samningsgerðina.“ Ljóst þykir að samningurinn um sameiningu þessara félaga og drög að umdeildum þjónustusamningi var hugarfóstur Bjarna og Hannesar sem hittust meðal annars á fundi þann 22. september. Á þeim fundi skrif- aði Bjarni minnisblað sem varð síð- an grundvöllur að öllum samningum um sameiningu fyrirtækjanna. Stjórnarslit í borginni Fulltrúar minnihlutans í Reykja- víkurborg voru mjög ósáttir við hvern- ig staðið hafði verið að málum í hugs- anlegri sameiningu félaganna. En þeir voru ekki einir um það. Allir borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gengu á fund Geirs H. Haarde og greindu frá óánægju sinni með vinnubrögð borg- arstjóra í málinu og allt virtist stefna í strand. Bjarni Ármannsson fór ekki var- hluta af gagnrýninni og dróst inn í hringiðu pólitískra átaka. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgar- stjóri Reykjavíkur, sagðist aldrei hafa fengið minnisblað með öllum upp- lýsingum um samruna REI og Geysis Green Energy. Þá upphófst mikið rifr- ildi í gegnum fjölmiðla á milli Bjarna og Vilhjálms. Bjarni sýndi það og sannaði að undir sléttu og felldu yfir- borði hins fjölskylduvæna og skokk- glaða peningamanns leyndist grjóth- arður bisnissmaður sem gefur ekkert eftir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð undir í deilunni og borgarstjórn Reykjavíkur tættist í sundur í REI- sprengingunni. Þau málalok þjónuðu þó ekki hagsmunum Bjarna því með stjórnarslitunum fór sameining REI og GGE endanlega út um þúfur. Þetta sagði Bjarni í viðtali við Deigluna stuttu eftir að samruninn fauk út í veður og vind: „Það er í sjálfu sér mjög óskemmtilegt þegar maður dregst inn í hringiðu pólitískra átaka eins og ég hef lent í undanfarið. Það sem hefur komið mér mest á óvart – sem líklega er einfeldningslegt af mér – er hversu grimm stjórnmálin eru og í raun hversu lítil hugmyndafræði ræður för. Þetta er meira persónur og leikendur og átök þeirra í millum sem drífur atburðarásina og hugmynda- fræðin er meira notuð til réttlætingar á atburðum og athöfnum.“ Tók peningana og fór Þegar samruninn fór út um þúf- ur fór áhugi Bjarna á REI sömu leið. Bjarni hafði í raun treyst á samruna fyrirtækjanna en með honum hefði Bjarni tvöfaldað hagnað sinn á að- eins nokkrum dögum. Hver veit hver upphæðin hefði orðið eftir nokkur ár. Dæmið gekk ekki upp fyrir hann en þó verður seint sagt að Bjarni Ár- mannsson sé vitlaus í viðskiptum. Hann hafði tryggt sig gagnvart kaup- um í REI en samkvæmt frétt Morgun- blaðsins gat Bjarni selt fimm hundr- uð milljóna króna hlut sinn í félaginu án þess að tapa krónu – ef forsend- ur myndu bresta í samstarfi hans og Orkuveitunnar. Bjarni mat það svo að ef REI myndi ekki sameinast GGE væru forsendurnar að engu orðn- ar. Bjarni seldi því Orkuveitunni hlut sinn, tók peninginn og fór út úr REI. Þrátt fyrir að hafa sloppið að mestu leyti á núlli hafði REI-málið skað- að ímynd bankastjórans með barns- andlitið en áður en REI-málið fór af stað hafði ekki fallið kusk á hvítflibba Bjarna sem þótti hafa átt nánast flekk- lausan feril í viðskiptaheiminum. Grjótharður samningamaður Þótt Bjarni sé viðkunnanlegur maður er hann, eins og þegar hef- ur komið fram, eitilharður bisniss- maður. Honum er lýst sem hörð- um samningamanni þó svo að hann sé alltaf hreinn og beinn við þá sem hann semur við: „Það er ekkert und- ir borðinu hjá honum,“ segir viðmæl- andi DV. Þessi skoðun er þó ekki allra og annar heimildarmanna blaðs- ins hefur þetta um Bjarna að segja: „Bjarni minnir oft á pólitíkus frekar en bankastjóra. Hann hefur gaman af að plotta og skiptir um bandamenn án þess að blikna. Þannig á hann það til að skilja aðra eftir í súpunni til að sleppa sjálfur, alveg eins og þaulvan- ur stjórnmálamaður. Ef menn skoða Straumsmálið á sínum tíma þegar valdabaráttan var um Straum, Trygg- ingamiðstöðina og Íslandsbanka geta menn séð að Bjarni skipti oft um lið. Hann hefur verið ótrúlega lífseigur. Hann er eins og kötturinn, á níu líf.“ Því er ljóst að Bjarni kann harðan leik viðskiptanna og persónutöfrar hans hafa svo varla skemmt fyrir honum. Tvær grímur Bjarna Annar heimildarmaður segir Bjarna ekki þola mjög sterka menn í kringum sig. Menn megi ekki hafa of ákveðnar skoðanir á hlutunum, þeir eigi að standa og sitja eftir hans höfði. „En hann er mjög klár að mörgu leyti, annars hefði hann ekki náð svona langt. Hann er vel máli farinn og kemur vel fyrir opinberlega en á bak við tjöldin er hann útsmoginn og plottar mikið. Hann er mjög metn- aðargjarn og svífst raunar einskis til að ná fram sínum markmiðum,“ seg- ir viðmælandi um Bjarna sem virðist bera tvær grímur, annars vegar hins látlausa auðmanns og hins vegar hins harðsvíraða bisnissmanns. Partí á víkingasnekkju Um tíma, þegar Orca-hópurinn var enn í Íslandsbanka, voru þeir Bjarni og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í allmiklum viðskipt- um saman. Auk þess voru þeir ágæt- is vinir og samkvæmt heimildum á Jón Ásgeir að hafa boðið Bjarna nokkrum sinnum í snekkjuna sína, Thee Viking, á Flórída. Snekkjan varð alræmd í aðdraganda Baugs- málsins og þar um borð á Bjarni að hafa skemmt sér nokkrum sinnum með Jóni Ásgeiri. Eftir að Orca-hóp- urinn var keyptur út úr Íslandsbanka haustið 2002 slitnaði hins vegar upp úr vinskap Bjarna og Jóns Ásgeirs og svo virðist sem flestir fyrrverandi samstarfsmenn og viðskiptafélagar Bjarna hafi snúið við honum baki á einhverjum tímapunkti. Heimild- armenn segja þetta stafa af því að erfitt sé að treysta honum, hann sé iðulega grunaður um að vera með ráðabrugg í gangi og skipti oft um lið eftir því hvað henti honum hverju sinni. Látlaus auðmaður Bjarni er ekki hinn dæmigerði auðmaður. Þótt eignir hans hlaupi á milljörðum fær hann ekki alþjóð- legar poppstjörnur í afmælisveisl- ur sínar eða býður heilu hópunum til framandi eyja. Hann er fyrst og fremst fjölskyldumaður en hann og kona hans, hjúkrunarfræðingurinn Helga Sverrisdóttir, eiga fjögur börn saman. Mestum tíma sínum reynir hann að verja með fjölskyldunni. „Hann er fyrst og fremst sveita- strákur,“ sagði viðmælandi DV þegar hann var spurður hvers vegna Bjarni lifði svo fábrotnu lífi samanborið við aðra auðmenn. Bjarni er vanur litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla. Hann fór til sjós þegar hann var ung- ur og hefur ávallt haft mikið fyrir því sem hann eignast. Svo virðist sem hann umgangist auð sinn af ábyrgð og geti lifað vel án þess að Elton John spili afmælissönginn. Mikill fjölskyldumaður bjarni á fjögur börn með konu sinni Helgu sverrisdóttur og er sagður reyna að verja mestum tíma sínum með fjölskyldunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.