Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Qupperneq 24
föstudagur 31. október 200824 Helgarblað
RitskoðaRi einokaR dagblaðamaRkað
Björgólfur Guðmundsson notaði völd sín til að farga upplagi af bók vegna þess að
honum mislíkaði kafli um eiginkonu hans. Í kjölfarið reyndi hann að kaupa DV sem
fjallaði um málið og leggja það niður. Nú ræður hann tveimur stærstu dagblöðum Ís-
lands. Ingi F. Vilhjálmsson, doktorsnemi í siðfræði, spyr hvort það sé siðferðilega
réttlætanlegt að ritskoðari nánast einoki íslenskan dagblaðamarkað.
Einn hvimleiðasti atburður sem
átt hefur sér stað á Íslandi á liðn-
um árum var þegar Björgólfur Guð-
mundsson, þáverandi eigandi Eddu
- útgáfu, lét farga fyrsta upplagi bók-
ar Guðmundar Magnússonar um
Thorsarana árið 2005. Ástæðan var
sú að á nokkrum blaðsíðum í bók-
inni fjallaði Guðmundur um hjóna-
band Þóru Hallgrímsson, eiginkonu
Björgólfs, og stofnanda nasista-
flokks Bandaríkjanna, George Lin-
coln Rockwell. Guðmundur sættist
á að endurskrifa þann hluta bókar-
innar þar sem fjallað var um hjóna-
bandið. Í breyttri útgáfu bókarinnar
er minnst einu sinni á hjónaband
Þóru og Rockwells.
Viðurkenndi förgun bókar
Björgólfur ræddi förgun bókar-
innar í viðtali við breska blaðið The
Observer sunnudaginn annan sept-
ember í fyrra. Hér er brot úr við-
talinu:
Í bók forlagsins Eddu um sögu
Thors-fjölskyldunnar, Thorsararnir,
voru nokkrar blaðsíður sem móðg-
uðu [Björgólf ] Guðmundsson og
leiddu þær til þess að bókinni var
fargað. Höfundur bókarinnar sætt-
ist á að breyta bókinni og var að-
eins einu sinni minnst á hjónaband-
ið. „Þetta var ósanngjarnt,“ segir
[Björgólfur] Guðmundsson. „Það
sem þeir reyndu að gera var að fjalla
um samband eiginkonu minnar og
fyrsta manns hennar sem voru gift
fyrir fimmtíu árum. Ég meina, slíkt
gera menn ekki við saklaust fólk.
Bókin átti að fjalla um fjölskylduna
en allt í einu var lífshlaup hennar
[Þóru] gert að aðalatriði í sögu fjöl-
skyldunnar. Hjónabandið var óvið-
komandi þeirri sögu sem sögð var í
bókinni.“
Nokkuð hafði verið fjallað um
Thorsarabókarmálið í fjölmiðlum
fyrir birtingu þessa viðtals þar sem
Björgólfur nánast viðurkenndi að
hann hefði látið farga bókinni og
réttlætti þá ákvörðun sína. DV gekk
þar harðast fram og birti opnugrein
um málið í blaðinu með fyrirsögn-
inni „Týndi kaflinn“. Hugsunin var
líklega sú að fyrst almenningur
fengi ekki að lesa um hjónabandið
í bókinni um Thorsarana gæti hann
lesið um það í DV. Eftir að DV birti
umfjöllunina mun Björgólfur hafa
hótað að kaupa DV til þess eins að
leggja blaðið niður.
Eftir að viðtalið við Björgólf birt-
ist í The Observer í fyrra var DV eina
íslenska dagblaðið sem birti frétt
um málið mánudaginn þar á eftir.
Fréttablaðið birti svo frétt um mál-
ið á þriðjudeginum. Eftir því sem
greinarhöfundur best veit fjölluðu
aðrir fjölmiðlar ekki um þessa opin-
berun Björgólfs í The Observer.
Siðferðisvitund okkar var slævð
af nýfrjálshyggjunni: „Ég á þetta; ég
má þetta.“
Hugmyndafræðileg lægð
Sú tiltölulega litla umfjöllun sem
Thorsarabókarmálið fékk í fjölmiðl-
um og sú staðreynd að Björgólf-
ur komst upp með athæfið án þess
að vera fordæmdur fyrir það sýnir
kannski þá siðferði- og hugmynda-
fræðilegu lægð sem við Íslending-
ar höfum verið í á liðnum árum.
Samhliða meintum efnahagsupp-
gangi höfum við sofnað á verðinum
og auðmennirnir sem taldir voru
hafa fært okkur velmegunina hafa
komist upp með að gera nokkurn
veginn það þeim sem sýnist í krafti
peningavalds síns, meira að segja
að ritskoða og farga bókum. Auð-
mennirnir hafa meðal annars kom-
ist upp með slíka ósvinnu því gildi
sem kenna mætti við nýfrjálshyggju
hafa orðið útbreidd og viðtekin í
íslensku samfélagi. Þessi gildi ný-
frjálshyggjunnar hafa slævt siðferð-
isvitund okkar.
Eitt þessara gilda er að eignar-
rétturinn sé helgasta vé mannanna.
Menn hafa algert og óskorað vald
yfir eignum sínum og mega ráð-
stafa þeim algerlega eftir eigin höfði
svo framarlega sem það kemur ekki
niður á eignarrétti annarra manna.
Á hversdagslegu máli þýðir þetta að
menn mega gera það sem sýnist við
það sem þeir eiga. Hannes Smára-
son orðaði þetta slagorð íslensku út-
rásarinnar líklega best þegar hann
réttlætti eina af viðskiptaákvörð-
unum sínum með orðunum: „Ég
á þetta; ég má þetta.“ Samkvæmt
þessari hugmyndafræði nýfrjáls-
hyggjunnar er rangt og óréttlátt að
skipta sér af því eða mótmæla því
hvernig einstaklingar ráðstafa eign-
um sínum, sama á hvaða forsend-
um þau afskipti eru byggð.
„Svona er þetta bara“
Þessi nauðhyggja markaðshyggj-
unnar, sem náð hefur svo góðri fót-
festu á Íslandi á liðnum árum, var
orðuð vel af Kristjáni B. Jónassyni,
formanni Félags íslenskra bókaút-
gefanda, þegar hann var spurður út
í förgun bókarinnar um Thorsarana
í Fréttablaðinu í september í fyrra.
Kristján sagði: „Það vita það líka all-
ir að kjósi eigandi fyrirtækis að beita
því fyrir sig á einn eða annan hátt
þá gera þeir það. Ég er ekki að segja
að hlutirnir eigi að vera þannig en
svona er þetta bara.“ Allt of margir á
Íslandi hafa annaðhvort trúað þess-
ari kennisetningu á liðnum árum
eða sætt sig við hana líkt og einhvers
konar náttúrulögmál. Í krafti trú-
arinnar á þetta lögmál lét íslensk-
ur almenningur sér það í léttu rúmi
liggja þegar Björgólfur Guðmunds-
son fargaði bókinni um Thorsarana.
Orð Kristjáns voru því miður hárrétt
lýsing á hugsunarhætti okkar í góð-
ærinu. Við þessa hugmyndafræði
bættist að virðing okkar og hræðsla
við auðmennina og peningavald
þeirra var gersamlega takmarkalaus
og því gátu þeir komist upp með að
gera það sem þeir vildu við það sem
þeir áttu, sama hvaða níðingsverk
það voru.
Þegar Björgólfur Guðmundsson
ritskoðaði og lét farga bókinni um
Thorsarana var hann ekki aðeins
að gera það sem hann vildi við það
sem hann átti heldur vó hann um
leið að grundvallarstoðum frjáls-
lyndra lýðræðisríkja: mál- og prent-
frelsinu. Við búum í lýðræðissam-
félagi þar sem mikilvægi þessara
réttinda er undirstrikað með því að
hundruð vísinda-, fræði- og blaða-
manna vinna við að rannsaka og
segja sannleikann og miðla honum
til almennings. Ritskoðun og eyði-
legging á bókum stefnir þeim gild-
um sem grundvalla þessi mannrétt-
indi okkar í hættu. Sá sem stundar
ritskoðun og lætur eyðileggja bæk-
ur vegna sérhagsmuna sinna trú-
ir ekki á þessi gildi. Slíkur maður
er óvinur tjáningarfrelsisins og þar
með lýðræðisins.
Eitt af því sem við þurfum að
gera núna í kreppunni er að hafna
þeim gildum sem áttu þátt í að leiða
til hennar. Meðal annars að endur-
skoða réttmæti þeirrar kennisetn-
ingar að menn megi gera nákvæm-
lega það sem þeir vilja við það sem
þeir eiga. Í þessu felst ekki að við
ættum að hverfa til kommúnisma
og afnema eignarrétt einstaklinga á
framleiðslutækjunum. Síður en svo.
Í slíkri endurskoðun felst aðeins að
þó framleiðslutækin og fyrirtækin
verði að mestu áfram í einkaeign
verði það ekki raunin að íslenskur
almenningur leyfi eigendum þeirra
að gera nákvæmlega það sem þeim
sýnist við þessar eignir, jafnvel að
brjóta gegn grunngildum samfé-
lagsins.
Mótmælum aðgerðum
auðmannanna opinberlega
Almenningur hefur ekki vald yfir
því sem er í einkaeign, líkt og yfir
þjóðareignum. En við getum hins
vegar haft óformlegt og siðferðilegt
vald og áhrif á aðgerðir einstakl-
inga ef við tökum okkur saman þeg-
ar gengið er fram af okkur. Ef nógu
margar mótmælaraddir heyrast úr
röðum almennings þegar einstakl-
ingar hyggjast fremja óhæfuverk
í skjóli eignarréttar síns getur al-
menningur haft áhrif á gang mála
með því að rísa upp og mótmæla.
Fáir menn eru það kaldrifjaðir og
skeytingarlausir um eigið orðspor að
þeir þoli að hundruð eða þúsundir
manna mótmæli og fordæmi gjörð-
ir þeirra. Flestir hugsa sig tvisvar um
áður en þeir gera eitthvað sem mun
flekka mannorð þeirra í augum
heillar þjóðar. Við sem þjóð þurfum
að læra að beita þessu óformlega og
siðferðilega valdi á réttan hátt þeg-
ar við viljum mótmæla stefnu eða
aðgerðum fyrirtækja og einstakl-
inga því einkaeignarréttinum fylgja
hættur sem sporna þarf við.
Það sem við hefðum átt að gera
þegar Björgólfur Guðmundsson lét
farga bókinni um Thorsarana var
að rísa upp og mótmæla; mótmæla
á sams konar hátt og þegar afsagn-
ar Davíðs Oddssonar seðlabanka-
stjóra hefur verið krafist á götum
Reykjavíkur upp á síðkastið. En við
gerðum það ekki því við trúðum í
blindni á algildi eignarréttarins og
að hann væri yfirsterkari siðferðinu
og grundvallarréttindum lýðræð-
isins. Við trúðum í blindni á nauð-
hyggju eignarréttarins: að menn
gætu gert það sem þeir vildu við það
sem þeir ættu og að það væri ekki
nokkur leið fyrir okkur til að koma
í veg fyrir það. Líklega hefðum við
heldur ekki gert neitt ef Björgólfur
hefði keypt DV og lokað blaðinu fyr-
ir það eitt að segja okkur sannleik-
ann, sannleika sem honum einfald-
lega líkaði ekki að kæmist á prent.
Hversu mikið hefðum við eiginlega
sætt okkur við frá hendi auðmann-
anna fyrst við sættum okkur við það
þegar Björgólfur Guðmundsson
tróð á tjáningarfrelsinu?
Efnahagskreppan mun líklega
ekki leiða til frekari ríkisvæðingar
en á bönkunum þremur þannig að
flest önnur fyrirtæki landsins verða
áfram í eigu einstaklinga. Eign-
arréttur einstaklinga er ríkjandi
rekstrarform á Íslandi. En við þurf-
um að endurskoða hugmyndir okk-
ar um þennan eignarrétt: hversu
langt menn geta gengið þegar
þeir ráðstafa eignum sínum. Þessi
eignarréttur er alls ekki slæmur í
sjálfu sér en honum fylgir ábyrgð
því menn eiga ekki að komast upp
með að misnota hann til að brjóta
grundvallargildi samfélagsins líkt
og Björgólfur gerðist sekur um í
Thorsarabókarmálinu. Almenn-
ingur á Íslandi þarf að læra að taka
höndum saman og mótmæla því
þegar auðmenn traðka á þessum
siðferðilegu gildum sem samfélag
okkar er reist á. Eitt af því sem menn
eiga ekki að fá að komast upp með
er að ritskoða og farga bókum og að
kaupa, ritskoða og loka dagblöðum
til að koma í veg fyrir að almenning-
ur hafi aðgang að sannleikanum. Í
slíkum tilfellum er vegið að grund-
vallarmannréttindum almennings:
tjáningar- og upplýsingafrelsinu. Í
þeirri naflaskoðun sem við Íslend-
ingar stöndum nú í í kjölfar efna-
hagshrunsins þurfum við að vera
meðvituð um þetta. Við verðum að
vera viðbúin því að sýna auðmönn-
um og fyrirtækjaeigendum landsins
aðhald rétt eins og við sýnum ríkis-
valdinu aðhald og mótmælum þeg-
ar aðgerðir þess fara fyrir brjóstið á
okkur.
Hornsteinn lýðræðisins
Eitt af því sem við gætum byrj-
að á að gera er að mótmæla því að
Björgólfur Guðmundsson eigi ráð-
andi hlut í útgáfufélaginu Árvakri
sem gefur nú ekki aðeins út Morg-
unblaðið heldur líka Fréttablaðið.
Tvö stærstu og víðlesnustu dagblöð
landsins eru að einhverju leyti í eigu
manns sem gerst hefur sekur um
að ritskoða og farga bók sem hon-
um mislíkaði og hóta því að kaupa
dagblaðið DV, sem varði mál- og
prentfrelsi í landinu, til þess eins að
leggja það niður.
Eigandavald Björgólfs yfir Morg-
unblaðinu birtist í sinni skýrustu og
verstu mynd í fjögurra blaðsíðna
drottningarviðtali við hann í blað-
inu síðastliðinn sunnudag. Viðtalið
var augljóslega hugsað til að afla
honum samúðar meðal þjóðarinn-
ar vegna þeirrar gagnrýni sem hann
og aðrir íslenskir auðmenn hafa
sætt á síðustu vikum í kjölfar efna-
hagshrunsins.
Í útgáfuteiti björgólfur
stendur í dyrunum í
útgáfuveislu. eiginkonan
Þóra og Jóhann Páll
Valdimarsson útgefandi
að baki honum.
Björgólfur og Þóra sem
eigandi eddu - útgáfu náði
björgólfur að ritskoða bók þar
sem birtist óþægilegur kafli um
líf eiginkonu hans.