Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 25
föstudagur 31. október 2008 25Helgarblað RitskoðaRi einokaR dagblaðamaRkað Í viðtalinu sagði Björgólfur með- al annars, þegar hann var spurð- ur að því hvort hann hygðist áfram eiga ráðandi hlut í Árvakri, að út- gáfa frjálsra dagblaða væri „einn af hornsteinum lýðræðisins“. Þó að Björgólfur segi þetta núna þegar að honum er sótt ber hann ekki meiri virðingu fyrir mál- og prentfrels- inu á borði en svo að hann ritskoð- aði og fargaði bók af því að hann átti útgáfufyrirtækið sem gaf hana út og hann ætlaði enn fremur að kaupa og loka dagblaði sem sagði frá því sem stóð á blaðsíðunum sem bókinni var fargað út af. Fyrir þremur árum síðan bar ekki mik- ið á virðingu Björgólfs fyrir þess- um „hornsteinum lýðræðisins“ sem hann segur nú að séu svo mik- ilvægir. Frelsi DV og blaðamanna þess til að segja sannleikann, sem og sá réttur almennings að hafa að- gang að frjálsum og óháðum dag- blöðum, hefði verið kastað fyrir róða vegna sérhagsmuna Björgólfs ef hann hefði eignast blaðið. Björgólfur á að selja hlut sinn í Árvakri Þrátt fyrir þetta er staðhæfing Björgólfs um mikilvægi frjálsra dagblaða auðvitað sönn, þó svo að hann sjálfur virðist hvorki trúa henni né breyta samkvæmt henni. Þess vegna spyr ég: Er við hæfi að ritskoðari eigi ráðandi hlut í tveim- ur stærstu dagblöðum landsins? Á hinu siðferðilega firrta Íslandi „góðærisáranna“ hefði slíkt þótt sjálfsagt mál en á því mannvæn- legra og siðlegra Íslandi sem við ætlum vonandi að reyna að móta í staðinn á ekki að líðast að fjand- menn mál-, prentfrelsis og frjálsr- ar fjölmiðlunar og bókaútgáfu eigi dagblöð. Einhverjir þurfa auðvit- að að eiga fjölmiðlana en þeir eiga ekki að lúta valdi ritskoðara sem hafa gerst sekir um brjóta grund- vallarmannréttindi í krafti eignar- réttar síns og auðæfa. Slíkt er ólíð- andi í landi þar sem útgáfa frjálsra dagblaða er sannarlega einn af hornsteinum lýðræðisins. En spurningin er sú hvort íslensk- ur almenningur ætli að gera eitt- hvað í því eða halda áfram að fylgja í blindni þeirri nauðhyggju kapítal- ismans að ráðstöfun manna á eign- um sínum séu engar skorður settar og að í ljósi hans geti menn brotið gegn þeim frjálslyndu grundvall- argildum sem íslenskt samfélag er byggt á. Íslenskur almenningur ætti að mótmæla og kalla eftir því opin- berlega að Björgólfur selji hlut sinn í Árvakri til að verja frjálsa blaðaútgáfu í landinu því það er ófært að ritskoð- ari hafi nánast einokun á íslenskum dagblaðamarkaði. En réttast væri auðvitað að Björgólfur sæi sóma sinn í því af sjálfsdáðum að hætta aðkomu að útgáfu dagblaða: Hann ætti að selja hlut sinn í Árvakri af siðferðisá- stæðum. Ástæðan er sú að af gjörð- um Björgólfs og fyrirætlunum í bóka- og blaðaútgáfu að dæma er ekki nokkur leið fyrir okkur að treysta því að hann haldi ekki áfram að brjóta gegn grundvallargildum samfélags okkar meðan eignarréttur hans gerir honum það kleift. Ef við trúum því að útgáfa frjálsra dagblaða sé einn af hornsteinum lýðræðisins skulum við sýna það í verki. Við þurfum að sýna auð- mönnunum aðhald á sama hátt og við sýnum stjórnvöldum aðhald svo að þeir geti ekki lengur leyft sér hvað sem er því auðmenn og eig- endur fyrirtækja hljóta líka að verða að lúta viðteknum siðferðisgild- um samfélagsins. Sá tími hlýtur að vera á enda að við sitjum hjá og leyf- um auðmönnunum að brjóta þessi gildi og gera það sem þá lystir vegna þrælsótta okkar við þá eða vegna kreddukenndrar trúar okkar á lög- mál frjálshyggjunnar. Höfundur er doktorsnemi í siðfræði og stjórnmálaheimspeki við háskólann í St. Andrews og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu. iv24@st-andrews.ac.uk BAUKA-JÓN Athyglisverð saga íslensks höfðingja á 17. öld. Hann var dæmdur frá embætti sýslumanns en varð síðar biskup á Hólum án þess að hafa hlotið prestsvígslu. Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur kannað sögu nafna síns og segir hana á skemmtilegan hátt. VERÐHRUN Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti lagersala verð frá kr.6.900,- „Það sem þeir reyndu að gera var að fjalla um sam- band eiginkonu minnar og fyrsta manns hennar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.