Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 27
föstudagur 31. október 2008 27Fókus Hvað er að GERAST? föstudagur n Sálin á Players sálin hans Jóns míns spilar á skemmti- staðnum Players föstudagskvöldið 31. október. sálin hefur verið dugleg að frumflytja ný lög undanfarnar vikur og eiga þau eflaust eftir að hljóma á Players. n Kreppurokk á Dillon rokksveitirnar Nögl og Weapons halda krepputónleika á dillon á föstudag. aðeins kostar 500 krónur á tónleikana. Húsið opnar klukkan 21.00. Nögl er þessa dagana í miðjum upptökum á sinni fyrstu plötu en frumburður Weapons kemur út bráðlega. n Halloween á English pub októberfest-mánuður english pub endar með Halloween-teiti. Hljómsveitin Whatever! leikur fyrir dansi. sett verður upp risa partítjald austurvallarmegin og bjór á októberfest-tilboði í síðasta sinn á þessu ári. Þeir sem mæta í búningum fá sérstakt tilboð og valinn verður besti búningurinn. n Deluxxx á 22 sonur skemmtanalífsins, danni deluxxx, verður að spila á 22 um helgina. danni blandar dansvænni elektrótónlist við fyrsta flokksv hip-hop. Þú færð ekki mikið betri kokkteil en það á dansgólfum bæjarins. taktu með þér sundhettuna og stingdu þér til sunds með deluxxx. n Útgáfutónleikar á Prikinu Úgáfan Coxbutter heldur útgáfutónleika á Prikinu. fram koma regnsko og sampling og raguel. addi Intro úr forgotten Lores tekur svo við og heldur uppi stuðinu fram eftir kvöldi. addi, eða Introbeats, mun reiða fram allt það ferskasta sem hip-hop hefur upp á að bjóða. Innlent sem erlent. laugardagur n Hugleikur sýnir níu stuttverk Leikfélagið Hugleikur sýnir stuttverkadag- skrána ó, þessi tæri einfaldleiki, laugardag- inn 1. nóvember og sunnudaginn 2. nóvember klukkan 20 í Listasafni reykjavíkur. sýnd verða níu ný stuttverk sem öll eiga það sammerkt að hafa afmæli sem þema. upplýsingar og miðasala á hugleikur.is og í síma 694 5161. n Janis í Íslensku óperunni Janis 27 er nýtt verk ólafs Hauks símonarsonar í Íslensku óperunni. Hér er á ferðinni mögnuð frásögn af stuttu en litríku lífshlaupi Janisar Joplin, sem lést aðeins 27 ára gömul. tónlist Joplin skipar stóran sess í verkinu, en Ilmur kristjáns- dóttir og bryndís Ásmundsdóttir túlka Janis í sýningunni. n Stuð á Sólon dj rikki g og dj Áki Pain munu þeyta skífum fram á rauðanótt og skemmta gestum sólon. fM-hnakkinn rikki er á neðri hæðinni og sér um að halda góðri velgju þar. en reynsluboltinn Áki Pain sér um að halda gólfinu sjóðandi á efri hæðinni. ekki stoppa of lengi á sama stað. Þú gætir brennt þig. n Retro Stefson með útgáfutónleika Platan Montana er nýkomin út og í tilefni af því ætlar hljómsveitin retro stefson að halda útgáfutónleika í Iðnó í kvöld klukkan 21. Ásamt þeim verður þar oddur Júlíusson og hin vinsæla fM belfast. Hljómsveitin sló í gegn á nýliðinni airwaves-hátíð en erlendir jafnt sem íslenskir blaðamenn keppast við að lofa hljómsveitina í bak og fyrir. n Blús og djass á Akranesi blús- og djasshátíð akraness fer fram um helgina og ætti enginn áhugamaður að láta hana fram hjá sér fara. kvöldið mun vera helgað blús og munu margir flottir listamenn koma fram. Hljómsveitirnar the devil´s train, Magnús, ferlegheit og Landsliðið með ragnheiði gröndal innanborðs koma fram. tónleikarnir verða í bíóhöllinni og hefjast klukkan 21. UtAn gáttA Í ÞJóðlEiKHÚSinU gott leikhús. allt unnið af ósvikinni íþrótt. m æ li r m eð ... ÆviSögU láRUSAR PálSSonAR lEiKARA tragísk saga tíma- móta- manns. HAng on mEð motion BoyS fyrsta flokks poppplata. Vantar samt örlítið extra til að fara alla leið. SAintS Row 2 á PS3 skemmtilegur leikur. Áminning um að gallalaus grafík er ekki allt. m æ li r eK Ki m eð ... SEx DRivE byrjar sæmilega en er vond þegar upp er staðið. sem sýningum lauk á um síðustu helgi og í Ástríði. Svartir englar slógu öll áhorfs- met í íslensku sjónvarpi og lögðust greinilega vel í landann. „Fólk hefur áhuga á íslenskri menningu sem er alveg æðislegt. Rétt eftir áramótin fer svo Ástríður í sýningu.“ Sjálf segir Þórdís að gæfan hafi parað hana á ýmsum sviðum, því hún lék ekki einungis í tveimur sjónvarpsþáttum heldur voru tvö verk eftir hana sett upp í leikhúsum borgarinnar. „Það var nú svolítið fyndin tilvilj- un núna um daginn þegar general- prufan á Dansaðu við mig var hald- in í Iðnó sama kvöld og lokasýningin af Fýsn var sýnd í Borgarleikhúsinu. Það er svolítið óvenjulegt að það væru leikin tvö verk eftir mig á svið- um borgarinnar í einu.“ Ekki nóg með það heldur var sama kvöld hægt að sjá Þórdísi í Sjónvarpinu í endursýningu á Svört- um englum. „Þetta raðaðist bara einhvern veginn svona því stundum vinn- ur maður vinnuna talsvert áður en maður uppsker svo þó að eitthvað raðist upp á sama tíma þýðir það ekki endilega að það sé unnið á sama tíma.“ tvö ólík verk með stuttu millibili Verkin Fýsn og Dansaðu við mig voru frumsýnd með einungis sex vikna millibili og álagið hefur því verið mikið á Þórdísi að undan- förnu. „Það er búið að vera svolítið þétt og mikil törn.“ Að hennar sögn kristallast í leik- ritunum tveimur algjörar andstæð- ur í þátttöku hennar í uppsetningu á verkunum. „Fýsn var keypt af Borgarleik- húsinu og það er bara fyrir höfund svolítið eins og að senda verkið sitt á heimavist. Svo fer það eftir því hvað leikstjórinn vill mikið samstarf við höfundinn hversu mikið höfundur- inn kemur að uppsetningu verks- ins. Ég var leikstjóranum í Fýsn tals- vert innan handar og gaf henni mitt álit á ferlinu, fékk að fylgjast með og svona en kom að öðru leyti ekkert að æfingaferlinu.“ Dansaðu við mig er aftur á móti sett upp af sjálfstæðum leikhópi sem að sögn Þórdísar gerir allt upp á eigin spýtur. „Þar vorum við ekki með sama „budget“ sem stofnanaleikhúsin hafa til að auglýsa sig og ekki með tæknifólk á okkar snærum svo allir þurfa að ganga í ýmis verk. Það er dá- lítið lýjandi að vera í málningargall- anum að mála sjálfur sviðsmyndina fram á nótt, vakna svo morguninn eftir til að fara beint í að hringja sím- töl og plögga verkið á sama tíma og maður er á kafi í listrænni sköpun þess. Þetta á við um okkur öll, það lögðust allir í hópnum á eitt um þau verk sem þurfti að vinna. En á sama tíma og þetta er lýjandi er þetta líka gríðarlega gefandi.“ Höfundarverk innan höfundarverksins Þegar hún er spurð hvort hún hafi einhvern tímann orðið fyrir vonbrigðum með útkomuna á verk- um sínum í höndum einhverra ann- arra þarf Þórdís ekki að hugsa sig tvisvar um: „Nei, ég hef aldrei lent í því að vera með leikstjóra að verkinu mínu sem tekur ekki tillit til minna skoð- ana. Mér finnst það í rauninni ríkj- andi hjá leikhúsfólki að það áttar sig á hvað samvinna er mikilvæg. Leik- sýning er aldrei bara afkvæmi ein- hvers eins. Þegar upp er staðið eru svo margir sem eru með höfundar- verk innan höfundarverksins.“ Einleikurinn sem varð að tvíleik Dansaðu við mig er tveggja manna verk leikið af þeim Þrúði Vilhjálmsdóttur og Höskuldi Sæ- mundssyni og leikstjóri verksins er Jón Gunnar Þórðarson. Leikhópurinn sem kemur að Dansaðu við mig kallar sig Leikhús andanna og er nýstofnaður, varð til í kringum uppsetninguna á verk- inu. „Af því að sum okkar höfðu ekki unnið saman áður vildum við ekkert vera að sjá neitt of mikið fram í tím- ann hvað myndi gerast næst. Sam- komulagið var því á þeim nótun- um að prófa bara þetta samstarf og sjá hvernig gengi en útiloka ekki að gera eitthvað aftur saman.“ Þórdís segist þó nokkuð viss um að hópurinn muni aftur hittast og gera eitthvað skemmtilegt eftir fæð- ingu verksins. „Upprunalega samdi ég einleik fyrir konu að beiðni leikhúsmann- eskju í London. Meðan ég var að skrifa einleikinn hugsaði ég með mér hversu gaman væri að gera þetta að tvíleik.“ Á svipuðum tíma og Þórdís skrifaði einleikinn hafði Höskuldur samband við hana með það í huga að setja upp eitthvert sjálfstætt verk frá eigin brjósti. „Hann spurði mig hvort ég væri til í eitthvað á þeim forsendum, sem ég var, heldur bet- ur. Ég tók einleikinn til algjörrar endurskoðunar og skrifaði Dans- aðu við mig alveg frá grunni. Verk- ið fæddist því alveg í heild, þó það hafi verið kominn ákveðinn grunn- ur fyrir kvenpersónuna breyttist hún talsvert við endurskrifin svo verkið á alveg sína sjálfstæðu fæð- ingu þó þetta hafi verið aðdrag- andinn.“ gegnsósa af þráhyggju, myrkri og mannaskít Þó heiti verksins kunni að hljóma líkt og heiti á klassísku dansverki er Dansaðu við mig síður en svo dans- verk. „Þetta er nefnilega nútíma- ástarsaga sem er svolítið öðruvísi að mörgu leyti en mjög mannleg. Hún markar í raun og veru ákveð- in straumhvörf fyrir mig í skrifum. Fýsn var lokaverkið í þríleik sem ég skrifaði og var mjög myrkur og fjall- aði um þráhyggju. Þráhyggjan getur átt sér svo erfiðar og ljótar birting- armyndir, ég var orðin gegnsósa af þráhyggju, myrkri og mannaskít svo ég hugsaði með mér að næsta verk yrði að vera á hugljúfari nótum. Ekki bara fyrir sjálfa mig og mína geð- heilsu heldur líka til að sýna fram á að ég eigi mér nú aðrar hliðar og sé búin að afgreiða þetta viðfangs- efni sem ég hef verið að fást við í þrí- leiknum, allavega í bili.“ Að öðru leyti segir Þórdís að verkið fjalli um það þegar fólk lað- ast hvort að öðru, stundum þvert gegn eigin vilja og jafnvel án þess að mega það. Verkið segir sögu af fjórum mjög ólíkum einstaklingum. „Það er þarna lífeðlisfræðingur sem heldur því fram að ást sé bara röð af taugaskilaboðum, eins órómantískt og það gerist. Svo er þarna myndlist- armaður sem stendur sjálfan sig að því að elska tvær konur í einu, ljós- myndari sem býr yfir myrku leynd- armáli og ástkona með sólgyllta út- limi.“ Dugleg að hamra járnið Í upphafi næsta árs kemur út fyrsta bók Þórdísar en í henni er tekin staða mála hvað varðar of- beldi á Íslandi. „Bókin er skrifuð af illri nauð- syn. Ég var búin að vera ótrúlega óhress með það hvernig ofbeldis- málum lýkur á Íslandi. Bæði hvað varðar dóma og bætur. Einhvern veginn virðist umræðan vera svo- lítið stöðnuð, það er eins og hún komist aldrei af því plani að fólk fjargviðrist og pirrist og sé upp- fullt af réttlátri reiði. Að öðru leyti á lítil sem engin þróun sér stað. Ég er nú ekkert að reyna að halda því fram samt að þessi bók breyti stöðu mála en hún er innlegg í ákveðna umræðu sem er alltaf í gangi und- ir niðri.“ Aðspurð að lokum hvort hún lumi á einhverju tilbúnu leikverki ofan í skúffu sem eigi eftir að birt- ast okkur lifandi á leikfjölunum á næstunni svarar hún: „Nei, það er nú ekkert ofan í skúffu. Ég hef verið frekar heppin með það að þegar mér finnst ég vera með til- búna afurð hefur hún ekki þurft að dúsa lengi ofan í skúffu. Ég hef fengið tækifæri á að sjá verkin mín fara upp í mörgum tilfellum. Það er ákveðin gæfa en það er náttúr- leg líka dugnaður. Maður þarf að hamra járnið og það að sitja og skrifa krefst ákveðins aga. Svo þetta er samblanda af því að vera á rétt- um stað á réttum tíma og vera dug- legur og gefast ekki upp.“ Sýningar á Dansaðu við mig standa yfir út nóvember í Iðnó og er hægt að nálgast miða á midi.is. krista@dv.is Gæfa og dugnaður í bland Önnur breiðskífa tónlistarkon- unnar Lovísu Elísabetar, betur þekkt sem Lay Low, Farewell Good night‘s Sleep kom út á dögunum. Mér fannst fyrsta platan hennar, Please Don‘t Hate Me nokkuð fín en það verður að segjast að Lay Low hefur þroskast heldur betur og dafnað síðan sú plata kom út fyrir tveimur árum. Bæði sem söngkona og sem lagahöfundur. Það er ekki að finna óöryggi í röddinni hennar sem er einkar þægileg og falleg og nýtur sín vel í þessum gamaldags kántrýfíling sem ríkir á Farewell Good night‘s Sleep. Hér finnst mér Lovísa vera búin að finna sig algjör- lega í tónlistinni. Platan byrjar á laginu I Forget It‘s Here sem gefur góð fyrirheit um það sem koma skal. næsta lag hef- ur verið í mikilli spilun á útvarps- stöðum að undanförnu, By and By sem er flott og grípandi en alls ekki besta lag plötunnar svo þeir sem eru að meta By and By vel ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með restina af lögunum. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er lagið Why do I Worry? sem er einstaklega svalt og gæti vel átt heima í einhverri klass- ískri Quentin Tarantino bíómynd. Platan var tekin upp í London og fékk Lovísa hæfileikaríka tónlistar- menn til að sjá um undirspilið og gefa hljóðfæri á borð við Banjó, ell- efu strengja gítar og hið óvenjulega Dobro skemmtilegan suðurríkja, kántrýtón. Farewell Good night‘s Sleep er einstaklega vel unnin, þægileg og ljúf plata sem hefur varla farið úr spilaranum síðan ég fékk hana í hendurnar og virðist alls stað- ar eiga vel við, hvort sem um er að ræða í matarboði, í bílnum eða hreinlega á pókerkvöldi þar sem átta karlmenn sátu og spiluðu pó- ker og drukku bjór og bönnuðu mér að fjarlæga Lay Low úr græjunum. Þetta er plata sem á ekki eftir að svíkja neinn og ef þig vantar jóla- pakka handa þeim sem á allt get- urðu eflaust glatt hann með þess- ari stórgóðu afurð Lovísu enda ein besta íslenska platan sem út hefur komið á árinu. Krista Hall Á alls staðar vel við DE BloB á nintEnDo wii kom skemmtilega á óvart. ungir sem aldnir geta skemmt sér konunglega yfir litadýrðinni og einfaldleikanum. tónlist Farewell Good NiGht‘s slepp Flytjandi: Lay Low Útgáfa: Cod Music vel unnin plata í alla staði önnur breiðskífa Lay Low er ljúf og þægileg. lærði leiklist í biblíubelti Bandaríkjanna Þórdís valdi ekki hefðbundnu leiðina, að fara í leiklistarnám í New York eða Los angeles, heldur nam hún leiklistina í georgíu. mynD: RAKEl óSK SigURðARDóttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.