Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Qupperneq 33
föstudagur 31. október 2008 33Helgarblað
„Við höfum horfið frá þessu nor-
ræna módeli. Í hvaða tilgangi? Af
hverju var það brotið niður? Ég get
ekki hlustað á fólk sem segir að mark-
aðshyggjan sé af hinu góða. Ég skil
ekki hvernig þetta fólk sem talar fyr-
ir hönd hennar geti verið svona blint,
rétt eins og það tilheyri sértrúarsöfn-
uði,“ bætir hún við.
LandsfLótti á næstunni
Kolfinna segir það ekki hafa kom-
ið til greina að fara í pólítík er hún
sneri aftur heim. „Það er ekki ein-
ungis að ég hafi ekki fundið flokk til
að tilheyra. Það er líka erfitt að koma
inn rétt si svona, án þess að hafa unn-
ið fyrir „flokkinn“. Það eiga sér stað
innbyrðis átök í flokkum. Ég hafði
ekki verið nógu lengi heima til þess
að taka þátt í því, þegar síðustu kosn-
ingar fóru fram,“ segir hún. „En nú
hefur allt gerbreyst. Í dag eru breytt-
ir tímar. Þetta eru nýir tímar sem við
lifum sem þýðir ný gildi og nýtt fólk.
Það verður að vera algert. Við getum
ekki haldið áfram í þykjustuleikjun-
um sem ganga út á frasa. Það þýðir
ekki lengur að hafa „bara“ skoðanir.
Núna er verið að berjast í bökkum.
Það þurfa að vera skýrar línur um
hvert við erum að stefna,“ bætir hún
við.
Hún segir íslensku þjóðina vera í
algjöru myrkri. „Jú, það voru haldnir
blaðamannafundir. Og hvað var okk-
ur sagt á þeim?“ spyr hún undrandi.
„Allar upplýsingar hingað til hafa
verið þvers og kruss. Einn segir þetta,
hinn þetta. Og áður en við vitum af
erum við sokkin í hyldýpi orðagjálf-
urs. Ef ekki verður skapað svigrúm til
að gera algerar breytingar á því kerfi
sem hefur sýnt sig nú á undanförn-
um vikum sem rotið inn að beini, á
hvaða sviði sem það er, getum við al-
veg eins pakkað niður og farið,“ segir
Kolfinna af miklum eldmóði.
„Davíð er sagður hafa hækk-
að stýrivexti til að koma í veg fyr-
ir gjaldeyrisflótta. En það eina sem
það gerði var að skapa enn meiri úlf-
úð og glundroða. Og var enn frekari
hvatning fyrir fólk til að pakka nið-
ur og fara. Hvað ætlar ríkisstjórnin
að gera til að koma í veg fyrir lands-
flótta? Það er talað um mannauð-
inn, menntuð þjóðin hljóti að koma
okkur aftur á kjöl, en það þarf þá að
halda í þann mannauð, áður en hann
fer og skilur þessa sviðnu jörð eftir til
að visna enn frekar,“ segir Kolfinna.
Engar LangtímaLausnir
Hún segir helsta vandamál Íslands
vera skammtímalausnir. Að henn-
ar mati útskýrði listamaðurinn Diet-
er Roth þetta best í heimildarmynd
sem sýnd var fyrir skömmu. „Þegar
hann kom fyrst til landsins í byrjun
sjöunda áratugarins leit hann í kring-
um sig og sagði þessi orð sem ég hef
nú eignað mér. Hann upplifði Ísland
eins og verbúð, að hér væri byggt til
bráðabirgða, eins og við værum ekki
komin til að vera. Þessi orð hans gáfu
mér loksins orð til að lýsa ástandinu
sem hér ríkir. Það er ekkert langtíma-
plan. Það var ekki einu sinni plan B
þó margir, ef ekki flestir, hafi vitað að
ekki myndi spilaborgin endast lengi,“
segir Kolfinna.
„Við sitjum uppi allslaus. Við höf-
um því engu að tapa. Það er djarft
að biðja um nýjar kosningar, en við
þurfum að vera djörf. Við höfum eng-
an annan valkost.
Hún segir síðustu tvær vikur í
lífi sínu hafa verið magnaðar. „Mér
finnst eins og allur heimurinn sé að
vakna til vitundar. Komin á botn-
inn skulum við svo sannarlega nýta
okkur það tækifæri til að búa okkur
til betra samfélag. Ríkisstjórnin seg-
ir að við eigum að vera róleg, en ég
trúi ekki að það sé lausnin. Við eigum
að krefjast þess að nú verði byrjað að
byggja upp samfélag á sanngjarnari
hátt en áður, á jöfnuði.“
ViLL komast á sjóinn
Kolfinna fer sínar eigin leiðir í líf-
inu og hefur alltaf gert það. „Ég hef
verið spurð hvort ekki sé erfitt að
koma heim eftir langa dvöl erlendis
og aðlagast á ný. Ég hef ekki orðið vör
við það fyrr en nú. Nú eru liðin tvö
ár og eftirköstin eru kannski fyrst að
koma í ljós núna. Það er svolítið eins
og maður fái ekki að tilheyra, eins og
ég hefði átt að halda í gömlu skóla-
klíkurnar, sitja í nefndum, tilheyra
matarklúbbum eða öðrum félögum
til að komast í rásir með mitt. Fólk
á mínum aldri eru búið að koma sér
fyrir í sínum rásum og er þannig að fá
útrás á þeim hugsananetum sem það
tilheyrir. Að því leyti er Ísland lokað
samfélag og það er erfitt að troða sér
inn. Útlendingar kvarta undan þessu
sama.“
En þó að mótmælin eigi hug og
hjarta hennar allt þessa dagana er
Kolfinna að vinna í hinum ýmsu verk-
efnum þar á meðal tveimur heim-
ildarmyndum, sem nú virðast vera
komnar í biðstöðu, því erfitt er að fá
styrki um þessar mundir. Hún hef-
ur einnig unnið mikið með ítölskum
félögum sínum og langar þau í sam-
einingu að opna „visual arts“-skóla á
Ísafirði, hennar gamla heimabæ.
En Kolfinna segir það sorglegt
hvernig farið hefur fyrir landsbyggð-
inni, og leggur á það áherslu að kvót-
inn komist aftur í hendur þjóðarinn-
ar sem fyrst. Annars er Kolfinna að
leita sér tækifæra.
„Ég er eins og hver annar Íslend-
ingur um þessar mundir. Þarf að finna
mér aur og það strax. Best væri að
komast á sjóinn, nú er fiskurinn það
eina sem heldur í okkur lífi. En menn
eru líklegast að berjast um plássin
núna og án efa vanari menn en ég.
En ég er ágæt í að flaka, enda vann ég
í frystihúsum fyrir vestan sem ungl-
ingur. Svo er ég reyndar með tvær
meistaragráður, eina í sögu og aðra
í alþjóðalögum, sú menntun ætti að
gagnast mér eitthvað, nú þegar bestu
störfin er ekki lengur að finna í bönk-
unum, heldur í hugmyndabanka há-
skólasamfélagsins, eins og um hefur
verði rætt undanfarið,“ segir hún.
nýr kafLi að hEfjast
Í miðjum samræðum erum við
stoppaðar af þjóninum sem hefur
sitt að segja um efnahagsástandið.
Konan er frá Spáni og skilur ekki af
hverju Íslendingar eru enn með bros
á vör og ekki úti að mótmæla.
Við hættum að tala um ástandið
í þjóðfélaginu og snúum okkur að
fjölskyldunni. „Ég hef alla tíð ver-
ið einstæð móðir. Varð ólétt 19 ára.
Starkaður kom í heiminn og svo hélt
lífið áfram. Íslenski raunveruleikinn
er þannig að við setjum okkur lítið í
hefðbundnar móðurstellingar, enda
aldar upp í mæðraveldi, þar sem
börnin öðluðust fljótt sjálfstætt líf.
Þannig var það allavega, en það hef-
ur líka breyst. Mér líður eins og eld-
gamalli kerlingu þegar ég tala svona,“
segir Kolfinna og hlær. „En nei, mér
þótti það aldrei tiltökumál að flakka
um heiminn með tvö börn,“ seg-
ir hún, en Magdalena dóttir henn-
ar kom í heiminn er Kolfinna var 23
ára.
„Eftir á að hyggja var þetta svo-
lítið sniðugt að gera þetta svona ung
því þá tekur maður breytingunum
auðveldar, og má segja kæruleysis-
legar. Í dag hafa þau bæði vaxið mér
yfir höfuð og eru meira eins og bestu
vinir mínir og ekkert gleður mig eins
mikið. Ég er ánægð að þessum kafla
sé lokið, og annar tekinn við.“
Ferðalagið um heiminn opnaði
augu barna hennar einnig. „Þau tala
bæði mörg tungumál. Þau hafa séð
og upplifað hluti sem mun reynast
þeim dýrmætt veganesti,“ segir Kolf-
inna. Hún segir það að festa búsetu
með börn hafi auðveldað henni að
aðlagast á hverjum og einum stað.
„Að koma börnunum inn í skólakerf-
ið, heilbrigðiskerfið, tómstundagam-
anið, skapa þeim félagsleg tengsl var
mesta reynslan sem ég hefði aldrei
lært hefði ég verði barnlaus. Sam-
skipti foreldra og barna eru til dæm-
is gerólík í Bandaríkjunum og Belgíu,
hvað þá Kósóvó. Menntakerfið þver-
ólíkt, svo ég tali nú ekki um heil-
brigðiskerfið og yfirhöfuð mannleg
samskipti.
Hún segir það í raun vera lúxus að
vera einstæð móðir. „Á sumrin fóru
börnin heim til Íslands og ég nýtti
mér þann tíma til þess að fara á mitt
flakk,“ en Kolfinna hefur ferðast víða.
tiLhugaLífið á
fErtugsaLdrinum
Að vera ástfangin einstæð móðir
var aðeins erfiðara. „Það er ekki auð-
velt fyrir einstæðar mæður að stunda
tilhugalíf. Hef reynt það nokkrum
sínum en oftast gefist upp. Við þurf-
um að vera svo sannfærðar um ágæti
mannsins til að taka stóra skrefið að
kynna hann fyrir börnunum. Og þeg-
ar maður er á flakki gengur dæmið
ekki upp. Síðasti maðurinn minn var
Ítali, Francesco. Við vorum saman í
þrjú ár og það var ekkert einfalt,“ út-
skýrir Kolfinna. Þau bjuggu saman í
Kósóvó og er óhætt að segja að hús-
haldið hafi verið alþjóðlegt.
„Ég talaði íslensku við börnin.
Francesco talaði frönsku við okkur
Magdalenu og ensku við Starkað og
við töluðum svo saman á ítölsku. Ég
sá hann ekki fyrir mér á Íslandi. Það
getur verið mjög erfitt fyrir útlend-
inga að aðlagast hér,“ segir Kolfinna
og bætir við: „Hann er frá Suður-Ít-
alíu, Puglia, og fannst einfaldlega of
kalt hér.“ Hún kvaddi Francesco og
flutti heim með börnunum.
„En kannski vegna þess að for-
eldrar mínir eru búnir að vera giftir í
50 ár trúi ég samt á ævilangt hjóna-
band. En ég er nú komin á þenn-
an ógnaraldur að það verður ekki
auðvelt að kenna gömlum hundi að
sitja,“ segir hún og kímir.
stEndur á tímamótum
Í dag segist hún standa á tíma-
mótum, óviss um framtíðina: „Þetta
er vendipunktur fyrir okkur öll. At-
burðarásin er farin af stað en hvert
hún fer með okkur er óvitað. En við
verðum að hafa einhverja stefnu og
skipuleggja okkur vel. Við verðum
að vita hvað við viljum. Sem þjóð og
sem einstaklingar,“ segir hún.
„Sem stendur er ég í hópi góðs
fólks sem vinnur að því hörðum
höndum að skipuleggja kröfugöngu,
mótmæli gegn því kaosi sem við
stöndum frammi fyrir, því einhvers
staðar þurfum við að fá útrás fyr-
ir reiði okkar yfir því sem látið hefur
verið yfir okkur ganga, að því virðist
stefnu- og stjórnlaust. Ef okkur verð-
ur ekki gefið rými og rödd til að koma
kröfum okkar á framfæri getum við
allt eins pakkað niður og farið.“
Á morgun mun Kolfinna leiða Ís-
lendinga frá Hlemmi niður á Austur-
völl. Mótmælin hefjast klukkan 14.
hanna@dv.is
„Á tímum góðærisins var ég kölluð
„litla helvítis kommastelpan“ fyrir að
voga mér að tala gegn einkavæðingu.“
„Ég fór einstæð móð-
ir með tvö börn undan
tveimur pöbbum.“
á sjóinn kolfinna, eins og margir
Íslendingar leitar nýrra tækifæra.
Hún segir það koma sterklega til
greina að fara á sjóinn.
höfum engu að tapa „Við
sitjum uppi allslaus. Við höfum
því engu að tapa. Það er djarft
að biðja um nýjar kosningar, en
við þurfum að vera djörf. Við
höfum engan annan valkost.