Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 44
föstudagur 31. október 200844 Helgarblað DV umsjón: kolbrún pálína helgadóttir kobrun@dv.is Kanntu brauð að baKa? Á krepputímum sem þessum ættu allar húsmæður að gera meira af því að baka. Brauði af öllum toga má skella inn í frysti og taka út með stuttum fyrirvara. DV tók saman uppskriftir að nokkrum einföldum og ljúffengum brauðum sem tilvalið er að bjóða upp á ef gesti ber að garði. döÐlubrauÐ n 1 stór bolli vatn n 1 stór bolli döðlur n 1 stór bolli dökkur púðursykur n 2 stórir bollar hveiti n 1 egg n 1 matskeið smjör n 1 teskeið matarsódi Aðferð: sjóðið vatn í potti, skerið döðlurnar í tvennt og setjið út í vatnið ásamt púðursykrinum. hitið þar til döðlurnar eru orðnar linar, setjið því næst smjörið út í pottinn og takið hann af hellunni. bætið hveitinu og matarsódanum út í og svo egginu, hrærið létt saman með sleif og setjið í ílangt form. bakið við 180°C í 40 mínútur. krYddbrauÐ n 6 dl. haframjöl n 6 dl. spelthveiti n 3 dl. hrásykur n 5 dl. léttmjólk n 4 tsk. natron n 1 tsk. kanill n 1 tsk. engifer n 1 tsk. negull Aðferð: blandið þurrefnunum saman, bætið mjólkinni út í og allt hrært saman. skiptið deiginu í tvö miðlungsform. bakið við 175°C í 1 klukkustund. bananabrauÐ n 100 gr smjör n 1 bolli sykur n 2 bollar hveiti n 2 egg n 1 tsk. matarsódi n 3 dökkir bananar Aðferð: blandið saman þurrefn- unum, bræðið smjörið og bætið því ásamt tveimur eggjum við og hrærið allt saman. bakist við 175°C í 80 mínútur neðst í ofninum. & ínMatur Forsíða síðasta tölublaðs Gestgjafans vakti athygli fyrir afar glæsilega mynd af elgsteik. Gestgjafinn deilir nú uppskriftinni af þessari dýrindismáltíð með lesendum DV. Ásamt þessari skemmtilegu upp- skrift er blaðið fullt af skemmtilegum villibráðar- uppskriftum enda tileink- að sjálfri villibráðinni. Uppskrift fyrir 4 n 4 x 200 g elgssteikur n salt og nýmalaður pipar n 2 msk. olía n 30 g þurrkaðir villisveppir, malaðir í kaffikvörn eða matvinnsluvél n 1 dl portvín n 1/2 dl brandí n 2 1/2 dl rjómi n 1/2 msk. nautakjötskraftur n sósujafnari kryddið elgssteikur með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. takið steikurnar af pönnunni og setjið í 180°C heitan ofn í 5-7 mín. setjið sveppaduft á sömu pönnu ásamt portvíni og brandíi og sjóðið vínið niður um 3/4. bætið rjóma og kjötkrafti í sósuna og þykkið til með sósu- jafnara. smakkið til með salti og pipar. gljáÐur skalotlaukur: n 8-12 skalotlaukar n 1/2 l vatn n 2 msk. olía n 4 msk. sykur n 3 tímíangreinar n 2 lárviðarlauf n 2 msk. balsamedik n 1 dl rauðvín n salt og pipar setjið skalotlauk og vatn saman í pott, þannig að rétt fljóti yfir laukinn, kveikið undir en takið pottinn af hellunni um leið og suðan kemur upp. skrælið þá laukinn og steikið í olíu á pönnu þar til hann er orðinn fallega brúnn. setjið sykur á pönnuna og látið hann „karamelliserast“. bætið tímíangreinum, lárviðarlauf- um, balsamediki, rauðvíni, salti og pipar á pönnuna og sjóðið vökvann niður um 3/4. portobello-sveppir: n 4-6 portobello-sveppir, skornir í báta n 1-2 msk. smjör n salt og nýmalaður pipar steikið portobello-sveppi upp úr smjöri á vel heitri pönnu í 2- 3 mín. og kryddið með salti og pipar. uppskrift: úlfar finnbjörnsson mYnd: kristinn magnússon KoKKApArtí Veisluturnsins veisluturninn býður upp á skemmtileg mat- reiðslunámskeið fyrir hópa, 15 til 30 manns. fólk lærir að útbúa girnilegt sushi og lærir galdurinn á bak við góða steik og alvöru bernaise-sósu. kvöldið hefst á tuttugustu hæð turnsins þar sem hópurinn fær stutt námskeið í hinum fræga mojito. eftir námskeiðið njóta allir kræsinganna saman. nám- skeiðið er í boði mánudaga til miðvikudaga frá 18.30 til 22.00. verð er 9.800 á mann, innifalið er allt hráefni, mojito og máltíð. Ég ætla að deila með þér tveim upp- skriftum sem eru bæði góðar og ódýrar og allir geta gert, jafnvel latir þingmenn. GuðmAnn mArel siGurðsson örYggisvörÐur sítrónUkjúklingUr heill kjúklingur er olíuborinn og kryddaður með kjúklinga- kryddi og season all, þá er hann fylltur af sítrónum og rósmarín eftir smekk (má sleppa). settur í 180°C heitan ofn og steiktur í 60 til 90 mínútur. á meðan kjúllinn er í ofninum eru skornar niður kartöflur í jafna báta og þær steiktar með síðustu 40-50 mínúturnar, einnig má bera fram hrísgrjón með þessu eða hvort tveggja, þá hef ég með þessu kjúklingasósu og mango chutney, þetta er mjög bragðgóður réttur. svo er það súpa sem við köllum hér á heimilinu „taka til í ísskápnum súpa með kjúkklingabringum“ ódýr og góð súpa. magn miðast við fjölda, einnig má nota pasta í stað kjúklingabringna. aÐferÐ kjúklingabringa eða tvær kryddaðar eftir smekk og steiktar á pönnu, teknar af og látnar kólna, þá er farið í ísskápinn og allt grænmeti sem þar er og hægt er að nota í súpu til dæmis gulrætur, eggaldin og margt fleira sett í pott með olíu og svissað þar, þá er bætt út í vatni og súpukrafti og látið malla, þá er einnig sett út í með grænmetinu einn pakki af mínútu núðlupakkasúpu og svo er kjúklingabring- an skorin í jafna bita og bætt út í. Báðir þessir réttir eru mjög góðir og ódýrir sem er gott í þessari kreppu. Í framhaldi af þessu vil ég skora á Ragnar Marínósson sem er alkunnur sælkeri og matmaður og vinnur í þjónustu- deild 365 miðla í Skaftahlíð. Verði ykkur að góðu. M atg æð ing ur inn Elgssteik með gljáðum skalotlauk, portobello- sveppum og villisveppamauksósu Tvær góðar í kreppunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.