Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 48
föstudagur 31. október 200848 Helgarblað DV Sakamál Borgað fyrir Barnsmorð dina rodriques taldi sig himin hafa höndum tekið þegar hún kynntist Neil Wilson. Þau tilheyrðu bæði miðstétt hvítra í suður-afríku og voru vön að fá sínu framgengt. en gleði dinu varð skammvinn, því hún komst að því að Neil átti stúlkubarn fyrir. Það skipti hann svo sem engu máli, en barnið varð þyrnir í augum dinu, hluti af fortíð sem hún kærði sig ekki um að fylgdi Neil. Hún ákvað að grípa til sinna ráða. Í fjölmiðlum landsins var hún síðar kölluð „hataðasta kona þjóðar- innar“. Lesið um konuna sem pantaði barnsmorð í næsta helgarblaði dV.umsjóN: koLbeiNN ÞorsteiNssoN kolbeinn@dv.is SMS-NEYÐARKALL Þrátt fyrir að vera dauðskelfd nýtti Lizzie shoaf sér eina tækifærið sem henni gafst til að koma skilaboðum til móður sinnar. Lizzie var haldið í neðanjarðarbyrgi í tíu daga og á þeim tíma hafði hún verið leiksoppur tæplega fertugs barnaníðings. En Lizzie lét ekki bugast og það varð henni til bjargar. „Hæ mamma, þetta er Lizzie. Ég er í holu skammt frá Charm Hill þar sem stóru vörubílarnir koma og fara. Hann segir að hér sé sprengja. Hringdu á lögregluna.“ Svona hljóðuðu sms-skilaboðin sem urðu Lizzie Shoaf til bjargar. Elizabeth Shoaf, fjórtán ára, hafði verið rænt tíu dögum áður og hafði upplifað helvíti í höndum barnaníðingsins Vinson Filyaw. Í neðanjarðargreni sínu hafði Filyaw nauðgað Lizzie og misþyrmt hinni hjálparvana stúlku nokkrum sinn- um. En þegar Filyaw hafði svifið inn í mók vegna fíkniefnaneyslu safn- aði Lizzie hugrekki og nældi í far- síma hans. Hún sendi móður sinni, Madelaine, símaskilaboð úr þeirri dimmu gryfju sem var prísund hennar. Þegar Vinson Filyaw, þrjá- tíu og sjö ára, vaknaði á ný tókst Lizzie að láta sem ekkert væri og sagðist hafa verið að spila leiki sem voru í símanum. Hann trúði henni. síminn miðaður út „Hjarta mitt tók stökk, þegar ég las skilaboðin. Dóttur minnar hafði verið saknað svo lengi, og lögreglan hafði sagt mér ýmislegt sem ég vildi ekki heyra,“ sagði Madelaine um viðbrögð sín við símaskilaboðun- um. Hún fór beint til bónda síns og sagði honum að hafa samband við lögregluna. „Hún er í holu,“ sagði Madelaine við eiginmanninn. Rannsóknaraðilar höfðu sam- band við deild innan lögreglunnar sem hafði tækni til að rekja símann fyrir tilstilli SMS-skilaboðanna og fara yfir símtalaskrá. Sú rannsókn leiddi í ljós að síminn hafði verið keyptur af Cynthiu Hall, sambýlis- konu Vinsons Filyaw. Á heimili Cynthiu fann lögregl- an ýmislegt sem sýndi að Filyaw væri ekki aðeins fær um að grafa góða holu, heldur væri útsmoginn að auki. Um hálfs árs skeið hafði Filyaw nýtt sér kunnáttu sína við húsasmíðar og hæfileikann til að komast af úti í nátturunni til að komast hjá handtöku vegna gruns um kynferðislega glæpi, sem einn- ig sneru að tólf ára dóttur sambýlis- konu hans. „Hann var með tæplega fer- metra stóra holu í gólfinu, sem hann gat hulið með dýnu. Í hvert skipti sem einhver kom með stefnu, hefur hann stokkið ofan í holuna og falið hana,“ sagði lögreglustjórinn í Kershaw-sýslu, Steve McCaskill. Dulbúinn sem lögreglumaður Vinson Filyaw þekkti Lizzie, hún gekk í sama skóla og dóttir Cynthiu. Hann hafði gefið sig á tal við Lizz- ie þegar hún steig af skólarútunni og lokkað hana á brott, íklæddur gervilögreglubúningi. Filyaw fór með Lizzie inn í Dry Branch-skóg- inn, sem er svo þéttur að varla er hægt að sjá hvað er handan næsta trés. „Það hefur tekið marga mán- uði að koma upp byrginu sem hann fór með hana í. Hann hafði greini- lega skipulagt þetta í marga mán- uði,“ sagði McCaskill. Byrgið var tveir og hálfur metri að dýpt og sex metra göng voru að einum útgang- inum, en þeir voru tveir. „Hann hefur flutt þrjátíu tonn af jarðvegi til að búa byrgið til,“ sagði lögreglu- stjórinn. Innandyra var allt til alls. Eld- unaraðstaða, svefnstæði, hillur fyrir nauðsynjar og handgert sal- erni. Úr lofti hefði verið ómögulegt að sjá nokkuð athugavert, og jafn- vel á jörðu niðri var það erfitt. Inn- gangurinn var fullkomlega hulinn með greinum og laufskrúði. Inni í hinu djöfullega greni voru sígar- ettustubbar, tómar bjórflöskur og klámblöð úti um allt líkt og hráviði. Björgun og leit Nokkrum sinnum hafði Filyaw farið með Lizzie út undir bert loft, aðallega til að rugla hana í ríminu svo hún fengi ekki tilfinningu um hvar henni væri haldið. Í raun var henni haldið í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá heimili sínu. Þegar löggan fann Lizzie stóð hún hljóðandi fyrir utan byrgið. „Hún hafði greinlega heyrt í talstöðvum okkar þegar við leituðum hennar og hóf að hrópa og kalla á hjálp,“ sagði McCaskill. Þegar hér var komið sögu hafði Vinson Filyaw lagt á flótta. Lizzie var í ágætu ásigkomu- lagi, en það álag sem á Filyaw lagði á hana hlýtur að hafa verið mikið. „Hann hélt henni í holunni með því að segja að hann hefði lagt sprengju- gildrur í byrgið og á svæðið um- hverfis. Við fundum blysbyssu og heimagerðar handsprengjur gerðar úr pilluglösum fylltum með byssu- púðri,“ sagði McCaskill. Öryggi Elizabethar var nú tryggt, en enn áttu eftir að líða tuttugu og fjórar stundir þar til lögreglunni tækist að hafa hendur í hári Fily- aws. Fjölskyla Elizabethar og ná- grannar hennar voru flutt á brott. Filyam var álitinn hættulegur. Leit- arþyrlur flugu yfir svæðinu og leit- argeislar lýstu upp skóginn fyrir neðan. En Filyaw var vel kunnug- ur þessum skógi. „Hann gæti hafa lagst niður og við myndum ganga beint fram hjá honum,“ sagði lög- reglustjórinn um leitina. skítugur og hrakinn Vinson Filyaw átti ekki því láni að fagna og klukkan fjögur síðdeg- is næsta dag var hann handtek- inn. Hann hafði reynt að laumast í gegnum net leitarmanna, en ekki haft erindi sem erfiði. Hann var skítugur og hrakinn og hafði lítinn riffil og veiðihníf. Í bakpoka hans fannst rafbyssa og farsíminn sem Lizzie hafði notað til að senda hin örlagaríku skilaboð. Í september 2007 var Vinson Filyaw dæmdur til 421 árs fang- elsisvistar og skyldi dómurinn af- plánaður í einni lotu. Ákæruat- riðin voru sautján, þeirra á meðal nauðgun, varsla áhalda til íkveikju og að hafa villt á sér heimildir sem lögreglumaður. „Það kann að vera að hann sé góður í að grafa, en sjáum hann reyna að grafa sig út úr þess- ari holu,“ sagði Madelaine, móð- ir Lizzie, þegar dómur hafði verið kveðinn upp, og bætti við að hún myndi aldrei í framtíðinni kvarta ef dóttir hennar notaði farsímann of mikið. Um hálfs árs skeið hafði Filyaw nýtt sér kunn- áttu sína við húsasmíð- ar oghæfileikann til að komast af úti í nátt- urunni til að komast hjá handtöku vegna gruns um kynferðislega glæpi, sem einnig sneru að tólf ára dóttur sam- býliskonu hans. Vinson filyaw Var dæmdur til 421 árs fangelsisvistar. greni Vinsons rusl, sígarettustubbar og klámblöð lágu úti um allt eins og hráviði. Elizabeth shoaf Hugrekkið sveik hana ekki á ögurstundu og það varð henni sennilega til lífs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.