Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Page 52
Skotleikurinn Fallout 3 er kom-
inn út en leikurinn hefur fengið frá-
bæra dóma. Búast má við leiknum
til landsins á næstu vikum en hann
kemur út á Xbox 360, PS3 og PC. Af
þessum þremur útgáfum af leikn-
um hefur sú á Xbox fengið hæstu
einkunnina eða 93,2% á heimasíð-
unni gamerankings.com
Sú einkunn er sett saman úr
dómum 27 netmiðla og tíma-
rita. Næst kemur PC-útgáfan með
91,5% og loks PS3 með 90,6%. Þó
svo að munurinn á útgáfunum sé
eflaust ekki stórkostlegur virðist
Xbox nánast alltaf hafa vinninginn
yfir PS3 þegar stórir leikir koma út
fyrir báðar vélarnar. Tveir nýir leik-
ir sem segja til dæmis söu sögu eru
Far Cry 2 og Midnightclub: LA þar
sem Xbox er aðeins ofar í báðum
tilvikum.
Saga Fallout 3 gerist 30 árum eft-
ir að atburðir Fallout 2 áttu sér stað.
Saga leikjanna gerist einhverjum 200
árum eftir að kjarnorkuheimsstyrj-
öld hefur herjað á heiminn. Nánar-
tiltekið árið 2277. Leikurinn er spil-
aður bæði í þriðju og fyrstu persónu.
Aðalpersóna leiksins er með-
limur Vault 101 þar sem hún eða
hann lifir með föður sínum. Það
er enginn annar en stórleikarnn
Liam Neeson sem talar fyrir föður-
inn. Dag enn vaknar aðalpersónan
en þá er faðirinn horfinn á braut.
Upphefst þá leitin að föðurnum
og verður spilandinn að vinna sig í
gegnum hrjóstrugt landslag Wash-
ington-borgar eftir að henni hefur
verið eytt að mestu með kjarnorku-
vopnum. asgeir@dv.is
WindoWs 7
Microsoft kynnti í vikunni næsta
stýrikerfi fyrirtækisins, Windows
7, sem samkvæmt kynningunni á
að vera snarpara og einfaldara en
Vista. Fyrirtækið íhugar einnig að
setja á markað veflæga útgáfu af
Office-ritvinnslupakkanum sem
svar við Google Docs og Zoho en
þau eru veflæg og frí og bjóða
upp á alhliða ritvinnslu, til dæmis
textaritil og töflureikni. Ekki kom
hins vegar fram hvernig Micro-
soft myndi hagnast á slíku
framtaki því erfitt er að fara í
samkeppni við fría þjónustu.
Office-ritvinnslupakkinn hefur
skilað fyrirtækinu meiri tekjum
en sala Vista-stýrikerfisins á
síðasta ársfjórðungi og eðlilegt
að forsvarsmenn Microsoft séu
áhyggjufullir ef sala hans dvínar.
Útsendingar nokkurra stærstu bandarísku
sjónvarpsstöðvanna voru rofnar síðastliðinn
þriðjudag á stóru svæði í um tvær mínútur. Þegar
pirraðir áhorfendur reyndu að stilla tæki sín til að ná
útsendingum aftur kom í ljós að þetta var í raun
samhæft átak stöðvanna til að vekja athygli
almennings á því að 17. febrúar næstkomandi
verður „analog” eða hliðrænum útsendingum hætt
þannig að allir þeir sem enn eru með gömlu
loftnetin munu sitja í myrkrinu ef þeir skipta ekki yfir
í stafrænan móttökubúnað. Þetta hefur að
sjálfsögðu ekki áhrif á þá sem ná útsendingum í
gegnum kapalkerfi eða gervihnött. Einnig er hægt
að ná stafrænum útsendingum með nýrri gerðum
sjónvarpstækja og loftneta. Stjórnvöld hafa þegar
gefið út sérstaka afsláttarmiða til að almenningur
geti keypt búnað til að breyta stafrænu merki í
hliðrænt og þannig notað gömlu sjónvörpin sín
áfram en þrátt fyrir að um 32 milljónir miða hafi
verið pantaðir hefur aðeins rétt um helmingur verið
notaður enn sem komið er. Það sem verra er og
veldur yfirvöldum og sjónvarpsstöðvunum
töluverðum áhyggjum er að tæpar 10 milljónir
afsláttarmiða eru runnir út á tíma, þar sem þeir voru
ekki nýttir innan 90 daga. Í Evrópu verður hliðræn-
um útsendingum einnig að fullu hætt á allra næstu
árum. Bretar hafa til dæmis þegar hætt hliðrænum
útsendingum á nokkrum svæðum í landinu og
áætla að stafrænar útsendingar taki að fullu við um
2012. Við hér á Íslandi erum á góðum tíma með
okkar áætlun en samkvæmt henni taka stafrænar
útsendingar að fullu við um 2010. palli@dv.is
Úr hliðrænu merki
í stafrænt sjónvarp
föStudagur 31. októBEr 200852 Helgarblað DV
Tækni
umSjón: PÁLL SVanSSon palli@dv.is
Guitar HErO: MEtallica
Eftir að falin stikla skaut upp kollinum þar sem
bregður fyrir lógóinu guitar Hero: metallica
hafa vaknað ýmsar spurningar. Síðan game-
spot.com hefur staðfest að stiklan sé ekta og
að væntanleg sé útgáfa af leiknum þar sem
metallica sé aðalbandið. Leiknum myndi þá
eflaust svipa til guitar Hero: aerosmith. Eins og
aðrir guitar Hero-leikir verður hann sennilega
fáanlegur á allar gerðir leikjavéla.
GTA4 uppfærð-
ur á XboX oG pc
Væntanlegar eru uppfærslur fyrir
Gta4 á Xbox360 og Pc. Hægt
verður að hala niður uppfærsl-
unni gegn gjaldi en með henni
bætast við ný verkefni og nýir
hlutir. uppfærslan verður ekki
fáanleg á PS3. upphaflega átti
uppfærslan að vera fáanleg 18.
nóvember næstkomandi en nú
virðist sem henni verði seinkað. Í
það minnsta á Pc og þá til 2.
desember. Gta4 komst í
heimsmetabók Guinness sem
stærsta opnun tölvuleiks fyrr og
síðar þegar leikurinn seldist í 3,6
milljónum eintaka á fyrsta
sólarhringnum.
TæknirisAr
GeGn broTum
Fyrirtækin Yahoo, Google og
Microsoft hafa undirritað
sameiginlegan samning sem
skuldbindur þau til að fara eftir
ákveðnum grundvallarreglum í
samskiptum við stjórnvöld þeirra
ríkja sem hvað helst hafa verið
gagnrýnd fyrir ritskoðun og
rafrænt eftirlit á netinu á
undanförnum árum. Má þar til
dæmis nefna Kína, Burma,
Víetnam, Sýrland og Íran.
undirritun samningsins er
hálfgerður viðsnúningur af hálfu
þessara tæknirisa en Google og
Microsoft voru harðlega
gagnrýnd af ýmsum mannrétt-
indasamtökum á síðustu
Ólympíuleikum þegar samstarf
þeirra (eða undanlátssemi) við
kínversk stjórnvöld komst í
hámæli vegna ritskoðunar á
bloggsíðum og leitarvéla sem
sýndu aðeins valdar niðurstöður.
Gömul sjónvörp Verða
brátt gagnslaus nema með
sérstökum búnaði til að
breyta merki útsendinga.
Fær
Frá-
bæra
dóma Fallout 3 Er kominn út.
Frábærir dómar fær yfir
90% á gameraning.com
Fallout 3 er kominn
út og er búist við
miklum vinsældum.