Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2008, Side 54
föstudagur 31. október 200854 Tíska Hent fyrir eftirlíkingu Raunveruleikaþáttur Heidi Klum, Project Runway, hangir nú í lausu lofti eftir að sjónvarpsstöðin Bravo henti þættinum út fyrir eftirlík- inguna Fash- ion House. Bravo hefur nú þegar efnt til áheyrnarprufa fyrir þátttöku í þessum nýja þætti en á heimasíðu sjónvarps- stöðvarinnar segir: „Við erum nú að taka við umsóknum frá hæfileikaríkum fatahönnuðum til að taka þátt í nýjum raunveru- leikaþætti um hæfileikaríkasta tískuhönnuðinn.“ Það verður að viðurkennast að lýsing þessi er heldur áþekk lýsingunni á Project Runway og Heidi ku því vera allt annað en sátt við sína gömlu fé- laga hjá Bravo. ralpH lauren sá valdamesti Tískukóngurinn Ralph Laur- en hefur verið útnefndur einn valdamesti maðurinn í tísku- bransanum og er þetta annað árið í röð sem hann hlýtur þenn- an titil. Giorgio Armani lenti í öðru sæti en listi yfir hundrað valdamestu mennina í brans- anum birtist á vefnum dnr.com fyrir stuttu Báðir hafa þeir ára- tuga reynslu af viðskiptum en Ralph Lauren styrkti bandarísku ólympíufarana fyrr á þessu ári og þótti það gera mikið fyrir stöðu hans á þessum lista. Á meðan opnaði Armani tvær nýjar búðir í Indlandi, eina í Moskvu og eina í Peking. rauðar varir í vetur Rauðar og kynþokkafullar varir eru án efa málið þennan vet- urinn. Verslanir Make Up Store í Kringlunni og Smáralindinni eiga nú von á glæsilegri nýrri línu þar sem rauður mun vera í aðalhlutverki. Línan nefnist Ruby Red og leggur sérstaka áherslu á rauðar varir. Þið konur sem teljið ykkur ekki geta notað rauðan varalit ættuð að fá ráðgjöf fagfólks og prófa ykkur áfram þar til rétti tónninn finnst. Úrvalið hefur sjaldan verið meira og ættu því allar konur að geta fundið sinn rétta rauða lit. KonuKvöld í debenhams föstudags- kvöldið 31. október mun debenhams halda glæsilegt konukvöld þar sem boðið verður upp á ljúfa tónlist, léttar veitingar, sýnikennslu í förðun, dregið í happdrætti og margt fleira. einnig verður boðið upp á flottan aflsátt af ýmsum vörum og dregið í veglegu happdrætti. konukvöldið hefst klukkan 20.00 og lýkur klukkan 22.00. Útidress sigrún lilja Guðjónsdóttir er eigandi og hönnuður Gyðju Collection en aníta briem vakti mikla athygli í skóm og belti frá Gyðju á rauða dreglinum á dögunum. Hönnun Sigrúnar má nálgast á gydja.is en þar er meðal annars hægt að kaupa skó, töskur, belti, hundaólar og fatnað. Kokteil- klæðnaðurinn Vinnudressið Gaman að vera í stíl Kjóll: keyptur í Þýskalandi sKór: gyðja hársKraut: skart Company hálsmen: swarowsky, gjöf frá vinkonu „Þennan senjorítukjól keypti ég í Þýskalandi en ég er mjög hrifin af þessu sniði. Ég er rosalega mikið í kjól þegar ég fer út á lífið og finnst mjög gaman að vera þá með eitthvað flott hárskraut eða eitthvað slíkt í stíl.“ Sparidressið ÚtivistaGalli: o‘Neill í serbíu. lopapeysa: Prjónuð af ömmu „Þetta útidress keypti ég í serbíu um síðustu jól og kemur að góðum notum yfir vetrartímann. Ég er mikið í útivist með hundinn minn hana Ísey og þá reyni ég að klæða mig eftir veðri.“ stíGvél: gyðja pils: keypt í ameríku bolur: keyptur í ameríku „Ég er mikið á fundum og vinn skrifstofuvinnu og þá finnst mér bæði einfalt og gaman að vera í fallegu pilsi og til dæmis rúllukragabol með flott hálsmen. Ég hef átt frekar oft erindi til útlanda og versla þá mikið í leiðinni.“ Kápa: Newman Marcus í ameríku sKór: gyðja „Mér þykir ótrúlega vænt um þessa kápu sem ég keypti í ameríku. Hún er svolítið öðruvísi og skemmtileg í sniðinu og mér finnst mjög gaman að klæðast henni þegar ég er að fara eitthvað svona aðeins fínna. svo finnst mér líka svolítið gaman að vera í stíl og leyfa litunum að njóta sín og þess vegna er ég í þessum gullskóm við kápuna.“ tíska Umsjón: Krista Hall Netfang: krista@dv.is mynd Gunnar Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.