Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 8
Föstudagur 7. Nóvember 20088 Helgarblað „Nei, ég er ekki kominn á það stig. Ég treysti því og forstjóri sjóðsins, Dom- inique Strauss-Kahn, sagði mér það í símtali í vikunni að hann sæi enga meinbugi á þessu máli. Þá trúir mað- ur því þar til annað kemur í ljós,“ seg- ir Geir H. Haarde forsætisráðherra aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að íslensk stjórnvöld fái ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Reglur Evrópusam- bandsins gallaðar Hann segist þó telja að fulltrúar ákveðinna Evrópulanda innan sjóðs- ins setji það fyrir sig að ekki hafi verið gengið frá hlut íslenska ríkisins hvað varðar Icesave-reikningana. „Ég hef ástæðu til að ætla það og mér finnst það miður,“ segir hann og ítrekar að íslensk stjórnvöld láti ekki kúga sig í þessu máli. Bæði Hollendingar og Bretar hafa gagnrýnt Íslendinga fyrir að standa ekki við það sem þeir telja skuld- bindingar íslenska ríkisins. Geir treystir hins vegar á að þeir muni ekki beita sér innan sjóðsins á þessa vegu. „Við trúum því ekki. Það væru algjör bolabrögð ef það ætti að taka það, sem búið er að semja um milli okkar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í gíslingu út af þessu máli. Ég skil ekki að mönnum þyki réttlætanlegt að fara þannig með þjóð sem er búin að vera aðili að þessari stofnun frá 1945, hefur alltaf lagt sitt af mörk- um þarna og verið með fyrirmynd- araðild, átt þarna menn í stjórn og hvaðeina í gegnum árin, að það verði komið þannig fram við okkur. Það er ekki hægt að sætta sig við það,“ seg- ir Geir. Hann bendir á að þau lög sem samþykkt voru á Alþingi árið 1999 og gerðu stjórnvöld ábyrg fyrir skuld- um banka erlendis hafi verið byggð á tilskipun frá Evrópusambandinu og allar þjóðir innan þess hafi leitt þau í lög. „En þessar reglur eru gall- aðar og við teljum að okkar ábyrgð samkvæmt þeim sé miklu minni en Bretarnir og Hollendingarnir halda fram og þess vegna er þessi ágrein- ingur risinn. Það er mikill lagalegur ágreiningur um þetta og okkur finnst hart ef þjóðir eins og Bretar og Hol- lendingar, gamlar vinaþjóðir okkar, ætli að kúga okkur til þess að greiða upphæðir sem allir sjá að þjóðarbúið fær ekki risið undir,“ segir hann. Jafnvel 30 prósenta verðbólga Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er forsenda þess að íslenskt samfé- lag verði endurreist. Eitt af skilyrð- um sjóðsins var að stýrivextir hér yrðu hækkaðir í 18 prósent og í gær tilkynnti Seðlabanki Íslands að stýri- vextir yrðu áfram óbreyttir. Í spá bankans er hins vegar gert ráð fyr- ir meira en 20 prósenta verðbólgu í byrjun næsta árs og 10 prósenta at- vinnuleysi. Bankinn viðurkennir að verðbólgumarkmið hans hafi beðið hnekki og að langt sé í að efnahags- lífið nái sér á strik. Vinnuafl á Íslandi telur 180 þús- und manns. Ef atvinnuleysi verður 10 prósent má því gera ráð fyrir að 18 þúsund manns verði án vinnu undir lok næsta árs. Það er meira en allur íbúafjöldi Akureyrar. Verðbólguhorfur eru skelfileg- ar. „Samkvæmt grunnspánni verður ársverðbólga mest tæplega 23 pró- sent,“ segir í Peningamálum Seðla- bankans. Ef gengi krónunnar styrkist ekki hratt gæti verðbólgan hins vegar farið í 30 prósent. Tuttugu prósent verðbólga þýð- ir með öðrum orðum að 20 milljóna króna húsnæðislán hækkar um fjór- ar milljónir á einu ári. Sá fyrirvari er á spá Seðlabankans að ekkert er vitað um framtíðargengi krónunnar. Bankinn telur hins vegar að lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sé lykilatriði til að halda uppi gengi krónunnar. Í spá bankans er gert ráð fyrir að evran kosti 153 krónur á fjórða árs- fjórðungi en krónan styrkist síðan og verði nokkuð stöðug gagnvart evru á genginu 130 til 135 frá miðju næsta ári. Þegar þessar línur eru ritaðar er evran hins vegar á genginu 166 krón- ur. Erlendis er gengi krónunnar þó enn veikara og verðleggur evrópski Seðlabankinn evruna á 205 krónur. Með bundið fyrir augun Upphaflega ætlaði Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn að taka afstöðu til lánveit- ingarinnar á mánudag. Því var síð- an frestað til föstudags. Samkvæmt nýjustu upplýsingum íslensku rík- isstjórnarinnar frá sjóðnum verð- ur lánveitingin tekin fyrir á fundi á mánudag. Geir hefur þó ekki feng- ið formlega staðfestingu þess efnis. „Nei, við getum ekki ábyrgst það eða fullyrt það,“ segir hann en gerir þó ráð fyrir að þegar lánveitingin verður tek- in fyrir geti sjóðurinn tekið afstöðu til hennar eftir aðeins einn fund. Að mati Geirs er afar ólíklegt að til komi fleiri skilyrði frá sjóðnum en þegar hafi verið sett. „Það tel ég afar ólíklegt. Við erum búin að fara ræki- lega í gegnum þetta.“ Honum finnst ómaklegt þegar ríkisstjórnin er vænd um leynimakk þegar neitað er að birta þegar sett skilyrði. „Við erum tilbúin að birta þetta hvenær sem er en það eru ákveðnar birtingarreglur á vegum sjóðsins.“ Almennt segir Geir skilyrðin þó vera heldur einföld. „Það er endur- reisn bankakerfisins, það eru pen- inga- og gengismál og svo eru það ríkisfjármál. Ef maður hefði verið með bundið fyrir augun og skrifað niður hvað þarf að vera í svona pró- grammi hefði maður sennilega skrif- að þetta niður. Þetta er svona heldur augljóst. Þegar menn lesa þetta sjá þeir að flest af þessu eru hlutir sem við hefðum farið út í hvort sem við hefðum verið í samstarfi við gjald- eyrissjóðinn eða ekki. Út af því að við lentum í þessum samdrætti,“ segir Geir. Norðmenn öruggir Ágreiningur um Icesave-reikn- ingana er þó ekki aðalforsenda tafa á afgreiðslu sjóðsins á lánveit- ingunni heldur vilja forsvarsmenn sjóðsins fá frekari upplýsingar um hverjir aðrir koma til með að styðja Íslendinga fjárhagslega. „Það þurfa að vera fyrirheit. Peningarnir þurfa ekki að vera komnir í veskið,“ seg- ir Geir. Hann bendir á að lánveiting frá Norðmönnum sé örugg enda hafi Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnt honum það sím- leiðis í vikunni. Önnur lönd séu enn með málið í skoðun. „Það eru mismunandi reglur um hvernig þetta er gert. Við getum auðvitað ekki gengið að því sem vísu að hin löndin séu klár nema þau segi okk- ur það sjálf. Við getum ekki þrýst þannig á nágrannaþjóðir okkar að ganga út frá því sem vísu,“ segir Geir vongóður. ERla HlyNsdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Átján prósenta atvinnuleysi á næsta ári jafngildir því að allir íbúar Akureyrar væru án atvinnu. Verðbólgu- horfur eru skelfilegar en Seðlabankinn spáir allt að 30 prósenta verðbólgu á næstunni. Geir H. Haarde treystir á lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að rétta af íslenskt efnahagslíf. Bretar og Hollendingar vilja þó að Íslendingar standi við Icesave-skuldbindingar sínar áður en lánið er veitt. ÍSLENDINGAR Í GÍSLINGU Vinnuafl á Íslandi telur 180 þúsund manns. Ef atvinnu-leysi verður 10 prósent má því gera ráð fyrir að 18 þúsund manns verði án vinnu undir lok næsta árs. Engir meinbugir Þar til annað kemur í ljós ætlar geir H. Haarde að leggja trúnað á orð forstjóra alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um að hann sjái enga meinbugi á fyrirhugaðri lánveit- ingu til íslenska ríkisins. MyNd RakEl ósk svaraði ekki spurningum davíð Oddsson seðlabankastjóri boðaði ekki til fundar á föstum ákvörðunardegi stýrivaxta í gær og svaraði því engum fyrirspurnum. samkvæmt spá bankans verða bæði verðbólga og atvinnuleysi gífurleg á næstunni. MyNd RóbERt REyNissoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.