Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 16
Föstudagur 7. Nóvember 200816 Helgarblað Gunnar Páll Pálsson, formaður VR „menn eru fljótir að dæma, stökkva upp og hlusta illa á röksemdir. Ég tel mig hafa skilað góðu starfi. Ég tel mig vera í þessu til þess að gæta hagsmuna umbjóðenda minna. Ég geri grein fyrir mér á trúnaðarmannafundinum. Það er mitt bakland.“ Mynd SiGtRyGGuR ARi Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, tekur gagn- rýni félaga sinna í VR mjög nærri sér vegna ákvörðunar stjórnar gamla Kaup- þings um að létta ábyrgð af starfsmönnum bankans á skuldum þeirra. Þá ákvörð- un tók Gunnar Páll ásamt öðrum stjórnarmönnum gamla Kaupþings. Eftir að þáttur hans í málinu komst í hámæli hefur hann fengið nanflausar hótanir, með- al annars um að kveikt verði í heimili hans. Verkalýðs- foringi í örmum auðmanna Gunnar Páll er vonsvikinn og bug- aður. Hann hefur fengið nafnlaus- ar hótanir undanfarna daga, meðal annars um að kveikt verði í heimili hans,. Tölvupóstum hefur rignt yfir hann með kröfum um að hann segi af sér. Margir hafa krafist þess und- anfarna daga að hann sæti ábyrgð og taki pokann sinn. „Menn eru fljót- ir að dæma, stökkva upp og hlusta illa á röksemdir. Ég tel mig hafa skil- að góðu starfi. Ég tel mig vera í þessu til þess að gæta hagsmuna umbjóð- enda minna. Ég geri grein fyrir mér á trúnaðarmannafundinum. Það er mitt bakland,“ segir Gunnar Páll. Lögfræðinga greinir á um hvort stjórnendur gamla Kaupþings hafi gerst brotlegir þegar þeir ákváðu að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem keypt höfðu hluti í bankanum og þannig strikað út skuldir þeirra. Ákvörðunin, sem tek- in var á stjórnarfundi í Kaupþingi 25. september síðastliðinn, hefur sætt mikilli gagnrýni. Þáttur Gunnars Páls Pálssonar, formanns Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, í ákvörð- uninni hefur vakið sérstaka eftirtekt. Hann er stjórnarformaður Lífeyris- sjóðs verslunarmanna og hefur set- ið í stjórn Kaupþings í 7 ár innan um kaupsýslumenn og fjárfesta. Gunnar Páll er fæddur í Reykjavík árið 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1982 og viðskiptafræðiprófi frá Há- skóla Íslands árið 1987. Hann hefur gegnt formennsku í VR frá 2002 en áður var hann meðal annars mark- aðsstjóri Kexverksmiðjunnar Fróns og Apple-umboðsins. Árið 1991 varð hann hagfræðingur og fjármálastjóri VR. Eiginkona Gunnars Páls er Ásta Pálsdóttir og saman eiga þau þrjá syni. Á erfiðum tímum í lífi þjóðarinnar þarf Gunnar Páll nú að mæta sínum eigin örlögum og standa reiknings- skil frammi fyrir 260 trúnaðarmönn- um Verslunarmannafélags Reykja- víkur. „Um 160 trúnaðaramenn VR á vinnustöðum og 100 manna trún- aðarráð hefur verið boðað til fundar í dag. Þar verð ég að gera grein fyrir gjörðum mínum og ábyrgð.“ Vill gegnsæi ákvarðana Gjalþrot Kaupþings kemur illa nið- ur á félögum í VR þar sem Lífeyris- sjóður verslunarmanna var á meðal átta stærstu hluthafanna í Kaupþingi en Gunnari Páli þykir súrt í broti að þurfa fyrstur manna að standa reikn- ingsskil á niðurfellingu ábyrgðar starfsmanna gamla Kaupþings. „Ég hef setið í stjórn Kaupþings æði lengi og gagnrýndi þegar árið 2003 kaup- réttarsamninga og launakjör stjórn- enda bankans. Ég lagði þetta fyr- ir VR. Ég vildi að þetta færi allt fyrir aðalfund Kaupþings. Ég fékk bágt fyrir það á sínum tíma. Í samtök- um launamanna höfum við reynt að temja okkur gagnsæi og góða stjórn- sýslu. Þannig á það að vera. Mér finnst ég hafa tekið ábyrga afstöðu en verð kannski sá fyrsti sem er lát- inn bera ábyrgð af fullum þunga.“ 1,8 milljónir króna á mánuði Ábyrgð forystumanna í verkalýðs- hreyfingunni er mikil. Seta í stjórn- um lífeyrissjóðanna færir þeim mikil völd, enda sækjast bankar og sjóð- ir mjög eftir þeim milljörðum króna sem rúlla inn í sjóði launamanna í hverjum mánuði. Laun þeirra eru einnig umtalsverð. Þannig eru árs- laun Þorgeirs Eyjólfssonar, forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna, um 30 milljónir króna. Formaður sjóðs- ins er Gunnar Páll Pálsson, formað- ur Verslunarmannafélags Reykjavík- ur. Fyrir störf sín í þágu VR fær hann liðlega eina milljón króna á mánuði. Fyrir formennsku í Lífeyrissjóði versl- unarmanna þiggur hann 167 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stjórnarsetu í bankaráði gamla Kaupþings og setu í starfsnefnd á vegum bankans þáði hann 550 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaun Gunnars Páls eru því um 1,8 milljónir króna á mánuði. Á þessum tíma voru laun Gunnars Páls því hærri en laun bankastjóra nýju bankanna og hann var á svipuðu róli í launum og forseti Íslands. Gunnar Páll hefur gert grein fyrir því að hann og eiginkona hans, Ásta Pálsdóttir, séu ekki í hópi þeirra sem fengu niðurfellingu á persónulegum ábyrgðum, en bæði áttu þau hlut í gamla Kaupþingi. „Við hjónin áttum samtals rúmlega 8 milljónir króna í hlutabréfum í Kaupþingi við fall bankans, við skulduðum bankanum ekkert og engin lán voru felld niður,“ segir Gunnar Páll í yfirlýsingu. Voru fleiri kostir í stöðunni? Gagnrýnin á niðurfellingu persónu- legra ábyrgða starfsmanna gamla Kaupþings er mikil. Í sinni einföld- ustu mynd eru viðskipti starfsmanna JóhAnn hAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.