Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 15
Föstudagur 7. Nóvember 2008 15Helgarblað Tveir úr skilanefnd rufu bankaleynd trúa að Búnaðarbanki Íslands hefði brotið gegn þagnarskyldu en ekki einstaklingar. Þar af leiðandi taldi Fjármálaeftirlitið ekkert því til fyrir- stöðu að Ársæll og Árni væru skip- aðir í afmarkað verkefni eins og skilanefndir Landsbanka Íslands og Glitnis fimm árum eftir að úrskurð- urinn féll. Þegar blaðamaður óskaði eft- ir úrskurðinum fengust þau svör að hann félli sjálfur undir þagnar- skylduákvæði og því var blaðamanni synjað um hann. DV hafði þá uppi á gögnunum eftir öðrum leiðum. Rannsakar gamla vinnustaðinn Áður en Ársæll tók við starfi í skila- nefnd var hann framkvæmda- stjóri lögfræðisviðs og útlánaeftir- lits Landsbankans, sama banka og hann gerir nú upp. Þá vann hann við hlið þeirra Sigurjóns Þ. Árna- sonar og Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans áður en hann var þjóðnýttur. Að auki gegndi Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Nýja Landsbankans, starfi framkvæmda- stjóra fyrirtækjasviðs á meðan Ár- sæll starfaði í bankanum. Enn einn gamall vinnufélagi er í skilanefndinni en það er Sigurjón G. Geirsson sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri upplýsingasviðs bankans. Hann hóf störf sem innri endurskoðandi Landsbankans árið 1997. Árið 2003 fékk hann kauprétt- arsamninga í bankanum og nýtti sér þá. Tók þátt í bankaþenslunni Í skilanefnd Kaupþings situr rekstr- arhagfræðingurinn Guðni Aðal- steinsson. Nokkru áður en hann tók við því starfi var hann framkvæmda- stjóri Fjárstýringar Kaupþings. Á sama tíma og hann gegndi því starfi gaf bankinn út skuldabréf í Japan, kölluð Samurai-bréf, upp á fimm- tíu milljarða jena sem samsvarar 29 milljörðum króna. Bankinn tilkynnti um Samurai- bréfin í október 2006 og sagði Guðni við það tækifæri: „Á undanförnum mánuðum hefur mikil áhersla verið lögð á að dreifa fjármögn- un bankans og því hefur markvisst verið unnið að útgáfu skuldabréfa á nýjum mörkuðum til að breikka fjárfestahópinn. Viðtökur japanskra fjárfesta nú eru því sérlega ánægju- legar og gera má ráð fyrir að skulda- bréfaútgáfur í Japan verði framvegis reglulegur hluti af endurfjármögn- un bankans.“ Mexíkósk skuldabréf Í kjölfarið varð Kaupþing fyrsti bank- inn í Evrópu til að að láta greiðslur af japönskum Samurai-bréfum gjald- falla á sig. Þetta kom fram í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni þann 20. október síðastliðinn. En Samurai-skuldabréfin eru ekki einu skuldabréfin sem Kaup- þing gaf út meðan Guðni Aðalsteins- son starfaði sem framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings. Kaupþing var einnig fyrsti ís- lenski bankinn til að herja á suðuramerísk- an markað en bankinn gaf út skulda- bréf í Mexíkó fyrir 2,3 milljarða pesa undir stjórn Guðna. Andvirði þess í íslenskum krónum er þrettán millj- arðar króna. Í nefnd á vegum Glitnis Í skilanefnd Glitnis situr Kristj- án Óskarsson en hann var fram- kvæmdastjóri eignafjármögnunar bankans sem þá hét Íslandsbanki og stýrði einnig fyrirtækjasviði. Þá var Bjarni Ármannsson bankastjóri. Þá er Sverrir Örn Þorvaldsson, sem situr í sömu skila- nefnd, ekki alls ókunn- ugur Bjarna Ármanns- syni. Sverrir tók sæti í stjórn finnska fjármálafyr- irtækisins FIM Group Corp- oration eftir að Glitnir keypti 68,1 prósents hlut í fyrirtæk- inu í mars í fyrra. Á aðalfundin- um, sem var haldinn í Helsinki, var ný stjórn skipuð. Í henni sátu Frank Ove Reite, Niklas Geust og Vesa Honkanen auk þeirra Bjarna Ármannssonar og Sverris Arnar. Ekki hryðjuverkamaður Þá vekur athygli að Lárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, sem situr í skilanefnd Landsbank- ans, var áður formaður Vöku í stúd- entapólitíkinni. Varaformaður Vöku þá var núverandi forstjóri Fjár- málaeft- irlitsins, Jónas Fr. Jónsson. Einnig kemur í ljós að skila- nefndarmenn, líkt og aðrir Íslend- ingar, eru reiðir Bretum fyrir að hafa sett Landsbankann á lista yfir hryðjuverkamenn. Knútur Þórhalls- son, sem er í skilanefnd Kaupþings, skrifaði undir mótmælaskjal gegn ákvörðun Gordons Brown, undir formerkjunum: Dar- ling, I´m not a terror- ist. Trúnaðarskjöl Fjármálaeftirlitið vildi ekki afhenda úrskurð um brot á bankaleynd og óeðlilega viðskiptahætti þar sem fjallað er um tvo skilanefndarmenn. Landsbankinn Ársæll Hafsteinsson tekur nú þátt í því að gera upp sinn gamla vinnustað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.