Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 40
föstudagur 7. nóvember 200840 Sport Sport Harry fær ekki gulldrenginn sinn fáum leikmönnum hef-ur Harry redknapp, knattspyrnustjóri tottenham, hælt meira en franska miðjumanninum Lassana diarra. Í stjórnartíð Harrys hjá Portsmouth kepptist hann við að lofa frakkann sem hann fékk frá arsenal. talið var að redknapp ætlaði sér að fá diarra til tot-tenham í janúar en hefur nú fengið samkeppni frá auðjöfrunum í manchester City. City ætlar að bjóða fimmtán milljónir punda í miðjumanninn þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar og verð-ur Harry því líklega að halda áfram að horfa á diarra í sjónvarpinu. alessandro del Piero er einn besti knattspyrnumaður samtímans. Vegna óheiðarleika forsvarsmanna Juv- entus féllu liðið og Del Piero af stjörnuhimninum um stund á meðan liðið lék í næstefstu deild. Del Piero yfir- gaf Juventus ekki og hefur hjálpað liðinu að komast aftur þangað sem það á heima. Á meðal þeirra bestu. Hann er elskaður og dáður um alla Ítalíu. Kallaður hið sanna undur af stuðningsmönnum sínum. Mörk Alessandros Del Piero gegn Real Madrid í meistaradeildinni í vikunni voru númer 247 og 248 hjá honum fyrir Juventus. Hann er fyrir löngu orðinn leikjahæstur hjá félag- inu frá upphafi og einnig sá marka- hæsti. Þegar dómaraskandallinn reið yfir Ítalíu og Juventus var fundið sekt um að hafa mútað dómurum var liðið sent rakleiðis niður í næstefstu deild. Þá búinn að vera hjá í félaginu í þrettán datt Del Piero ekki í hug að fara og hjálpaði liðinu aftur upp í seríu A. Á fyrsta tímabili þar eftir skandal- inn varð liðið í þriðja sæti og komst inn í meistaradeild Evrópu aftur í ár. Keppni sem það hefur aðeins unn- ið einu sinni. Hinn 33 ára Del Piero hefur sjaldan verið betri eins og Real Madrid fékk að kenna á í vikunni. Þessi magnaði leikmaður verður auð- veldlega settur í hóp með sönnum snillingum og félagsmönnum eins og Ryan Giggs og Raúl. Byrjaði í marki Af verkafólki kominn hafði Del Piero alltaf mikinn áhuga á knattspyrnu og lét varla boltann frá sér. Hann lék með heimaliðinu, San Vendemiano, og byrjaði sem markvörður þannig að hann fengi að vera sem mest með boltann. Bróðir hans sem lék smá- tíma sem atvinnumaður benti for- eldrum sínum á að Del Piero væri mun betri sem framherji og var hann látinn skipta. Ákvörðun sem enginn sá eftir. Árið 1988 fór Del Piero að heim- an aðeins þrettán ára gamall og gekk í raðir B-deildarliðsins Padova. Þar fékk hann tækifæri þremur árum seinna en tímabilið 1992-1993 lék hann tíu leiki. Þar skoraði hann sitt fyrsta mark sem atvinnumaður og í þessum fáu leikjum gerði hann nóg til að heilla eitt stærsta félag á Ítalíu. Juventus. Hann gekk í raðir „gömlu frúarinnar“ 1993 og hefur verið uppá- hald allra nánast allar götur síðan. Titlasöfnun Þrátt fyrir aðeins fjórtán leiki á sínu fyrsta ári sló Del Piero strax í gegn. Hann skoraði sitt fyrsta mark í sínum öðrum leik en bauð svo upp á þrennu í þriðja leik sínum fyrir Juventus. Árið eftir var hann svo orðinn lykilmað- ur í liðinu og vann sinn fyrsta meist- aratitil. Síðan þá hefur hann unnið til fjögurra meistaratitla til viðbótar með Juventus, sjö samanlagt en tveir voru teknir af liðinu fyrir dómaraskandal- inn. Þrátt fyrir að vera næstum reglu- legur gestur í úrslitum meistaradeild- arinnar á 10. áratugnum tókst Ju- ventus aðeins einu sinni að hampa titlinum. Þar var Del Piero í byrjunar- liðinu þegar Juventus lagði Ajax, 1-0, í háspennuleik. Marka- og leikjahæstur Alls hefur Del Piero leikið 572 leiki fyrir Juventus. Hann er sá eini í sögu félagsins sem hefur náð 500 leikjum en það gerðist þegar liðið lék í seríu B fyrir tveimur árum. Sérstök treyja með nafni hans og númerinu 500 hengur uppi í höfuðstöðvum félags- ins. Þrátt fyrir að leika í stöðunni fyrir aftan framherjann hefur aldrei verið skortur á mörkum frá Del Piero. Hann hefur skorað 248 mörk í 572 leikjum fyrir Juventus þótt hans helsta vopn sé að búa til fyrir liðsfé- lagana. Þeir hafa heldur ekki verið af verri endanum. Markamaskínur á borð með Fabrizio Ravenelli, Gianlu- ca Vialli, Filippo Inzaghi, Davor Suker og marga fleiri. Það má segja að þessi mörk hafi komið jafnt og þétt hjá Del Piero því á fimmtán ára ferli sínum hefur hann aðeins einu sinni orðið markahæsti leikmaður seríu A. Og það er ekki styttra síðan en á síðasta tímabili. Með marki gegn Sampdor- ia í lokaleik síðasta tímabilsins kom hann sér upp í tuttugu mörk og vann með því sinn fyrsta gullskó. Heimsmeistari Með mark í nærri öðrum hverjum leik fyrir Juventus er árangurinn ekki mikið slakari með ítalska landsliðinu. Með því hefur hann skorað 27 mörk í 91 leik síðan hann fékk fyrst tækifærið í vináttuleik gegn Rúmeníu 1995. Del Piero lék á sínu fyrsta stórmóti í Evr- ópukeppninni 1996. Tveimur árum síðar komst hann ekki í liðið fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi 1998. Þá var hann að jafna sig af erfið- um meiðslum og maðurinn sem hon- um hefur alltaf verið líkt við, Roberto Baggio, tók sætið. Ítalía var ævintýralega nálægt því að verða Evrópumeistari árið 2000 áður en Mónakó-félagarnir, Thierry Henry og David Trezeguet, urðu hetj- ur Frakka með marki á lokamínútu og gullmarki í framlengingu. Í þeim leik fór Del Piero illa með tvö góð færi og sagði hann í bók sem hann gaf út að hann hefði ekki sofið í margar vikur eftir leikinn. Allt skánaði þó 2006 þegar ít- alska landsliðið gleymdi skandaln- um heima fyrir og varð heimsmeist- ari eftir sögulegan úrslitaleik gegn Frökkum. Del Piero skoraði úr sinni vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni og skoraði einnig í undanúrslitaleiknum gegn Þýskalandi. Herramaðurinn, lærlingurinn og undrið Fyrir utan óumdeilanlega knatt- spyrnuhæfileika er Alessandro Del Piero mikill herramaður, bæði innan sem utan vallar. Svo mikill herramað- ur að hann hefur hlotið verðlaun fyrir það í þrígang frá ítalska knattspyrnu- sambandinu. Hann hefur einnig unn- ið til „Gullfótarins“, verðlaun sem veitt eru fyrir persónuleika innan og utan vallar. Hann var alltaf miðaður við Ro- berto Baggio og kallaði fyrrverandi eigandi Juventus, Gianni Agnelli, Del Piero alltaf „Pinturicchio“ sem var nafn lærlings hins merka málara Per- ugino. Stuðningsmenn Juventus hafa einfaldari skýringu á hlutunum. Fyr- ir þeim er þessi herramaður, fyrirliði og andlit Juventus aðeins eitt. Hann er sanna undrið og undir því stendur hann enn í dag. TÓMas ÞÓr ÞÓrÐarsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Herramaðurinn og undrið sanna undrið del Piero er guð í augum stuðnings- manna Juventus. Þetta er maðurinn del Piero nýtur ómældrar viðringar allra leikmanna. alltaf kátur del Piero er jafnan mjög ánægður inni á vellinum og gerir lítið af því að tuða. Mynd afP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.