Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 22
Föstudagur 7. Nóvember 200822 Helgarblað „Ég vil bara fá hlutina mína, sem ég keypti sjálf, aftur,“ segir Hall- dóra Kristjánsdóttir, barnshaf- andi húsmóðir í Reykjanesbæ. Halldóra hafði leigt íbúð ein en ákvað að sameinast um íbúð með vini sínum þar sem þau höfðu bæði lítið fé milli handanna og sambýlið því hagkvæmur kostur. Þegar hún kom heim eitt kvöldið hafði meðleigjandi hennar stung- ið af með sjónvarp og mynda- vél sem hún hafði keypt sér fyrr á árinu. „Þegar ég kom heim eitt kvöldið hafði hann stungið af með 42“ sjónvarp og stafræna myndavél sem ég hafði keypt mér í janúar. Ég kærði hann til lögregl- unnar fyrir þjófnað,“ segir Hall- dóra afar svekkt út í meðleigjanda sinn. „Hann viðurkenndi fyrir mér og lögreglunni að hann væri með þetta en ég var með kvittun- ina fyrir sjónvarpinu og mynda- vélinni.“ Halldóra hafði samband við lögregluna í Reykjavík til þess að sanna að hún ætti umrædda hluti með kvittun en það skilaði ekki árangri. Málið fellt niður „Ég skildi eftir skilaboð hjá Ás- birni hjá rannsóknardeildinni með nafni og símanúmeri og þeir ætluðu að hafa samband en ég heyrði ekkert frá þeim í tvo mán- uði,“ segir Halldóra og furðar sig á vinnubrögðum lögreglunnar. „Fyr- ir tveimur vikum náði ég loksins í manninn og hann sagði mér að málið hefði verið fellt niður og eng- in ástæða væri til að halda áfram með það. Ég fékk enga skýringu. Ég var ekki látin vita að búið væri að fella málið niður og samkvæmt mínum upplýsingum er skylda að láta mann vita af svoleiðis. Ég er samt með sönnun fyrir því að ég á þessa hluti og ég vil bara fá þá aft- ur.“ Alvarlegar hótanir „Ég reyndi að taka við strák- inn sem leigði með mér og semja við hann en hann hótaði mér með því að ef ég myndi ekki hætta við kæruna myndi hann sjá til þess að barnið sem ég geng með yrði tek- ið af mér. Hann sagðist hafa ein- hver sambönd innan lögreglunn- ar og einhvern skít á mig þannig að börnin mín yrðu tekin af mér,“ segir Halldóra og bendir á að þær ásak- anir væru ekki á rökum reistar. „Ég drakk nú eitthvað á tímabili en ekk- ert sem hægt er að kalla eitthvað slæmt, bara eitt og eitt glas eins og margir gera. Ég tek svona hótanir virkilega alvarlega.“ Ásbjörn Stefánsson rannsókn- arlögreglumaður kannaðist við þetta tiltekna mál. „Þetta er einka- mál og ég má ekki tjá mig um þetta en ég er búinn að yfirheyra dreng- inn og hann sagðist ætla að ganga frá þessu í góðu á milli þeirra tveggja, þannig að þetta er ekki lög- reglumál lengur. Svona rannsókn er hætt í samráði við lögfræðideild embættisins. Þetta er kannski eitt af þúsund málum sem við fáum en það er öllum tilkynnt ef mál eru lögð niður. Ég benti henni á að þetta sé einkamál og hún ætti að tala við lögfræðing sem getur aðstoðað hana í lögfræðiatriðum því hann fékk sér lögfræðing strax. Hún verður að kæra ákvörðun lög- reglunnar til ríkissaksóknara,“ segir Ásbjörn. Tekur málið upp að nýju „Ég man ekki eftir henni, en myndi örugglega þekkja hana ef ég myndi sjá hana,“ segir Kjartan Freyr Stefánsson, fyrrverandi starfsmað- ur í Sjónvarpsmiðstöðinni. En Hall- dóra segir að starfsmaðurinn muni vel eftir henni síðan hún keypti sjónvarpið. „Ég veit ekkert hvað ég get gert núna. Hvort hægt sé að taka málið upp aftur. Það getur vel verið að maður reyni að tala aftur við lögregluna til að taka málið upp að nýju þar sem ég er með sannan- ir fyrir því að ég á þessa hluti. Ég vil bara fá mína hluti aftur,“ segir Hall- dóra að lokum. Fyrrverandi meðleigjandi Halldóru Kristjánsdóttur stal af henni 42“ sjónvarpi og stafrænni myndavél og stakk síðan af. Hún kærði hann til lögreglunnar sem hafði ekki samband við hana í tvo mánuði. Þegar lögregl- an lét í sér heyra fyrir tveimur vikum var henni tjáð að búið væri að fella málið niður. Halldóra hefur kvittan- ir fyrir sjónvarpinu og myndavélinni undir höndum og vonast til að fá hlutina aftur. Ásbjörn Stefánsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að stúlkan ætti að leita sér lögfræðiaðstoðar eins og hinn meinti þjófur. HÓTAÐI FÓRNARLAMBI SÍNU Boði logASon blaðamaður skrifar bodi@dv.is Kvittun Halldóra hefur kvittun sem sannar að hún eigi sjónvarpið og myndavélina. Halldóra Kristjánsdóttir Fyrrverandi meðleigjandi Halldóru hótaði að hann myndi sjá til þess að börn hennar yrðu tekin af henni. Frábær fundaraðstaða í fallegu umhverfi á höfuðborgasvæðinu. HERBERGI FUNDARSALUR JÓLAHLAÐBORÐ HERBERGI Þarftu næði, tíma til að skipuleggja? FU N D A R A STA Ð A –G ISTIN G FUNDARSALUR Kríunes við Elliðavatn S ími : 567 2245 og 897 0749 | Fax 567 2226 | Net fang: k r iunes@kr iunes . i s | Ve f fang: www.kr iunes . i s G rafiska vinnustofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.