Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 44
Föstudagur 7. Nóvember 200844 Helgarblað DV umsjóN: kolbrúN pálíNa helgadóttir kobrun@dv.is Sjóðandi Súpur á köldum vetrarkvöldum er fátt betra í kroppinn en sjóðandi heit og matarmikil súpa. tilvalið er að gera stóra uppskrift og njóta afganganna daginn eftir. dv tók saman nokkrar einfaldar og gómsætar haustsúpur sem allir ættu að geta eldað. Mexíkönsk súpa hráeFNi: n 2 stk. sellerí stilkar - smátt skornir n 1 stk. rauð paprika n 1 stk. rauðlaukur n 1 stk. laukur n 500 g nautahakk eða kjúklingur n steikt og kryddað með salti og pipar n 8 dl vatn n 200 g rjómaostur n 5 dl matreiðslurjómi n 1 dós tómatkraftur n 1 dós hakkaðir tómatar n 1 dós chilibaunir/nýrnabaunir aðferð: grænmeti léttsteikt á pönnu steikið kjötið og kryddið með salt og pipar. setjið í pott ásamt grænmeti og baunum. kryddið með grænmetiskrafti, hvítlauks- kryddi, salti, pipar og sætri chilisósu (má sleppa) berið fram með: Nachos-snakki, sýrðum rjóma, rifnum osti og heitu brauði. Gúllassúpa hráeFNi: n 700 g nautagúllas n 2 laukar n 3 hvítlauksrif n 3 msk. olía til steikingar n 1 ½ msk. paprikuduft n 1 ½ l vatn n 2 msk. kjötkraftur (eða 2 teningar ) n 1 tsk. kúmenfræ n 1-2 tsk. merian n 700 g kartöflur (8 meðalstórar) n 2-3 gulrætur n 2 paprikur n 4-5 tómatar eða 1 dós niður- soðnir (400 g). aðferð: saxið lauka og pressið hvítlauksrif. steikið kjötið í olíunni í potti ásamt lauk og hvítlauk. strá- ið paprikuduftinu yfir kjötið og bætið vatni út í pottinn ásamt kjötkrafti, kúmeni og meriani. látið sjóða við vægan hita í 40 mín. Flysjið kartöflurnar. skerið kartöflur, gulrætur, papriku og tómata í litla bita. bætið kartöfl- um, gulrótum og paprikum út í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 30 mín. kryddið ef með þarf. GrænMetissúpa hráeFNi: n 1 stór púrrulaukur n 1 stór gulrót n 2 stórar kartöflur n 1 lítill hvítkálshaus n 75 g beikon n 2 stk. tómatar n 1 stk. laukur n 2 msk. söxuð steinselja n 2 lítrar soð eða vatn salt n 2 msk. smjör eða smjörlíki aðferð: hreinsið grænmetið og skerið í litlar ræmur. bræðið smjörið í mátulega stórum potti og látið beikonið og laukinn krauma í því smástund. setjið vatnið í pottinn og síðan allt græn- metið. látið sjóða í 1 klukkustund. Þá er súpan tilbúin, bragðbætið hana með salti og kjötkrafti ef með þarf. & ínMatur Púrtvínsgljáð- ar appelsínur og ferskjur Gestgjafinn heldur áfram að deila með lesendum DV gómsætum uppskriftum úr glæsilegu Villibráðarblaði sínu sem enn má nálgast í verslunum. Að þessu sinni fáum við eina gómsæta úr þættinum Meðlætið með villibráðinni. Í þættinum má finna mikið af skemmtilegum hugmynd- um að meðlæti sem hentar vel með villibráð. Þessi ómótstæðilegi réttur bræðir hvern sem er og ef afgangur verður af réttin- um er tilvalið að bera hann fram sem eftirrétt og þá með þeyttum rjóma. UPPskrift fyrir 4: n 1-2 msk. smjör n 1 appelsína, skræld og skorin í bita n 2 ferskjur, skrældar og skornar í báta n 1-2 msk. sykur n 1 kanilstöng n 4-5 negulnaglar n 1 dl portvín bræðið smjör á pönnu og steikið appelsínu- og ferskjubita í 1-2 mín. stráið sykri yfir, bætið kanilstöng og negulnöglum út í og blandið vel saman. steikið áfram í 1-2 mín., hellið þá portvíni yfir og hitið áfram í 1 mínútu. Buff og partímatur „Danskt“ hakkabUff n 500 g hakk (blandað 250 g nautahakk og 250 g grísahakk). n 2 ristaðar brauðsneiðar n 1 egg salt, pipar, paprika laukurinn og ristaða brauð eru smásöxuð öllu er hrært saman og útbúnar buffsneiðar, 5-6 stk. steikt á pönnu í smjörlíki með lauksneiðum (Því meiri laukur því betra) borið fram með soðnum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, rauðrófum og rifsberjasultu. Næturmatur eFtir partí: n 4 svínakótelettur n 2 epli n 1 laukur n 100 g brauðmylsna n 2 egg n 50 g hveiti n rúgbrauð n smjörlíki n 1 kjötteningur eða svolítill rjómi. svínakótelettunum er velt upp úr hveiti, síðan þeyttu eggi og brauð- mylsnu. brúnaðar í smjörlíki og steiktar á lágum hita í 10 mínútur. Þegar kóteletturnar eru orðnar kaldar eru þær skornar í þunnar sneiðar á ská. kjötið er lagt ofan á smurt rúgbrauð. lauksneiðar og eplabátar soðið smástund í smjöri á sömu pönnu og kóteletturnar voru steiktar á. Þetta er lagt ofan á kjötið. kjötkrafti eða rjóma er hellt yfir pönnuna og heitur krafturinn borinn fram með. „Ég skora á Erling Hannesson, bílasala í Njarðvík. Erlingur er meistarakokkur og lipur í eldhúsinu. Hann galdrar örugglega fram gómsæta rétti eins og honum er einum lagið.“ uppskriFt: guðrúN hruNd myNd: karl petersson Í boði Gestgjafans Matur GeGn kvefi á löngum köldum vetrum vill kvef oft staldra lengi við og angra okkur. gott ráð við þrálátu kvefi er að skera nokkrar lauksneiðar og setja á disk og leyfa þeim að vera á náttborðinu yfir nóttina. hvítlaukur er einnig talinn virka vel við ýmsum kvillum, sem dæmi við eyrnabólgu. leggið hvítlauk í grisju við eyrað og látið liggja yfir nótt. „Ég ætla að bjóða upp á tvenns konar góðgæti, annars vegar danskt hakkabuff og hins veg- ar ljúffengan mat sem gott er að gæða sér á að loknu partíi.“ M atg æð ing ur inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.