Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 25
Föstudagur 7. Nóvember 2008 25Umræða Dagný Jóhannsdóttir talar skýrt og skorinort á netsíðunni kjósa.is eins- og svo margir aðrir sem segja þar skoðun sína umbúðalausa um leið og þeir lýsa því yfir að þeir vilji kjósa sem fyrst til Alþingis svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Íslandi eft- ir efnahagshrunið. Dagný er ekki jafnóttaslegin og ónafngreindur vinur minn sem hringdi til mín í gærmorgun og sagðist alls ekki geta látið skoðun sína opinberlega í ljós og gæti því ekki skrifað undir. -Hvers vegna? spurði ég. -Ég er svo hræddur um að missa vinnuna, sagði hann. -Þetta er auma staðan, sagði ég. -Hún er ömurleg hjá mér, en hún er ömurlegri hjá mörgum öðrum. Ég sagði honum að hann gæti hakað við beiðni þess efnis á síð- unni að nafnið hans yrði ekki birt. Hann sagði mér að hann gæti alls ekki treyst því frekar en öðru; úlf- arnir lægju alls staðar í leyni. Hann hefði oftar en ekki brennt sig á því að treysta og ætlaði ekki að brenna sig á því oftar. Hann ætti fjögur börn og væri eina fyrirvinnan, konan hefði tapað sinni vinnu. Hlutskipti hans væri því að þegja og líða fyrir það. -Ertu viss um að þetta sé rétt ákvörðun, spurði ég. -Nei, en ég neyðist til að taka hana. Hversu margir skyldu það vera sem hugsa svona? Hversu marg- ir hafa tapað bæði trausti sínu og frelsi? Í hvers konar samfélagi búum við ef við óttumst að missa vinnuna ef við segjum meiningu okkar? Og hvað skyldi sá náungi – óttinn við valdið – hafa ríkt lengi og kúgað okkur leynt og ljóst? Ég ætla ekki að svara þessum spurningum nema með sjálfri mér og bið ykk- ur sem lesið þennan kjallara um að gera það líka. En Dagný Jóhannsdóttir þorir sem sé að kjósa um framtíð sína og okkar hinna líka – og það skal tek- ið fram að ég veit ekkert hvað hún leggur undir nema orð sín og sann- færingu þegar hún segir: „Ég treysti alls ekki núverandi stjórnvöldum til að halda um stjórn- völinn á komandi árum. Þau biðja mig um samstöðu á erfiðum tímum og ég vil ekki veita þeim hana nema þau fari frá og aðrir taki við. Núverandi stjórnvöld eru ekki traustsins verð því verkin sýna merk- in: Íraksstríðið – ekki í mínu nafni. Pólitísk skipun seðlabankastjóra – ógeðfelldur og ófaglegur ráðning- armáti. Einkavinavæðing bankanna með tilheyrandi fjárglæfrabrambolti og ofurlaunum – siðferðishnignun. Ævisparnaður venjulegs launafólks fokinn út um gluggann – það svíður að vera vitni að því. Eðlileg launa- leiðrétting ljósmæðra átti að setja landið á hausinn – trúverðugt? Gersamlega ónýt peningastefna, okurvextir, verðtrygging og him- inháar afborganir húsnæðislána – hversu flókið þarf það að vera að hafa þak yfir höfuðið með eðlilegum hætti? Listinn gæti haldið áfram, ég vil kjósa og það strax! Ég vil stjórn sem kemur með sterka rödd, hefur sýn og segir skýrt hvað hún ætlar að gera til að fólk vilji vera áfram í þessu landi og taka þátt í uppbyggingunni – að loknu hruni.“ Hver er konan? „Lára ómarsdóttir.“ Hvað drífur þig áfram? „Það er fjölskyldan mín sem gerir það.“ Hvar ólstu upp? „Í reykjavík, nánar tiltekið í Háaleitishverfinu.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Núna er það mexíkanskur matur.“ Lýstu þér í þremur orðum? „Hress, jákvæð og ör.“ Áttu auðvelt með að sjá jákvæðu hliðarnar í lífinu? „Já, ég tel mig eiga auðvelt með það. Það er svo gaman að lifa.“ Áttu eitthvert stutt gott kreppuráð fyrir fólk? „Það er eiginlega tvennt sem er aðalatriðið. annað er að muna að þakka fyrir það góða í lífi manns og hitt er að nota bara peninga en ekki kort.“ Þú munt keppa í Útsvari næst, ertu búin að undirbúa þig? „Ég er búin að undirbúa mig smá, ég lék einhver tuttugu nafnorð í gær.“ Hefur þú fengið einhver atvinnutilboð núna? „Nei, engin tilboð en það er alltaf nóg að gera hjá mér. Það er líka hugarástand.“ Hver er draumurinn? „Ég er að lifa hann.“ Kjósa, kjósa, kjósa Andinn endurvAkinn verslanir eru ekki einar um að vera komnar í jólaskap. starfsmenn Orkuveitunnar hafa að undanförnu sett upp jólaljós til að endurvekja andann á myrkum tímum og hér eru þeir við iðju sína á sóleyjargötunni. MYnd SigtrYggur Ari Á Gunnar PÁll PÁlsson, formaður Vr, að seGja af sér? „Það á að taka tillit til allra í þessu sambandi.“ AnnA BenediktSdóttir 69 ára eLLiLÍFeyrisÞegi „Já, en þó með fyrirvara um að allar upplýsingar liggi fyrir. Ég bíð eftir þeim.“ guðný reiMArSdóttir 38 ára starFsmaður á taNNLækNastOFu „Ég vil réttlæti.“ óLAfíA S. guðBjArtSdóttir 77 ára eLLiLÍFeyrisÞegi „Já, hann á að segja af sér. Hann á ekkert erindi þarna.“ dAníeL Örn jóHAnneSSon 24 ára útvarpsmaður Dómstóll götunnar LÁrA óMArSdóttir fjölmiðla- kona hefur í mörgu að snúast þessa dagana þrátt fyrir atvinnuleysið. Hún stendur fyrir fjölmiðlapartíi kvenna sem haldið verður á næstunni, gefur ýmis góð ráð á Facebook auk þess sem hún verður þátttakandi í útsvari fyrir hönd mosfellsbæjar í næsta þætti. Er að lifa drauminn „Ég veit voðalega lítið um pólitík og þori ekki að svara þessu.“ ArnAr gunnArSSon 19 ára atviNNuLaus, missti viNNuNa Í kreppuNNi kjallari mynDin maður Dagsins vigdíS gríMSdóttir rithöfundur skrifar Í hvers konar samfélagi búum við ef við óttumst að missa vinnuna ef við segjum meiningu okkar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.