Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 24
Leiðari Gunnar Páll Pálsson, formaður launþegafélagsins VR, hefur orð-ið uppvís að því siðleysi að gefa eftir ábyrgðir á lánum til útvalins hóps fólks. Hann er sekur um að mismuna fólki sem stjórnarmaður í spilltum banka og samþykkja það í umboði starfs síns að sum- ir eigi að fá betri meðferð en aðrir. Það dap- urlega í málinu er það að Gunnari Páli hefur verið treyst til þess að vera foringi litla fólks- ins. Hann er talsmaður láglaunafólks sem greiðir hluta af launum sínum fyrir að hafa brjóstvörn í verkalýðsfélagi. Hann er jafn- framt stjórnarformaður í spilltum lífeyris- sjóði sama fólks. Þeim sjóði var beitt í þágu Kaupþings, Exista og skyldra aðila og fékk verkalýðsforinginn að launum stjórnarsæti í bankanum. Gunnar Páll er sömu gerðar og þeir verkalýðsleiðtogar í Bandaríkjunum sem nota völd sín til að efla eigin hag með svívirðilegum hætti. Skjólstæðingar Gunnars Páls eru margir með lágmarkslaun sem eru undir 200 þúsund krónum á mánuði. Sjálf- ur er hann með sjöföld laun þess fólks. Inn- an verkalýðshreyfingarinnar hefur stundum verið talað um koníaksklúbbinn. Það er sá hópur sem sækir völd í gegnum hreyfinguna og lífeyrissjóðakerf- ið. Þetta eru mennirnir sem eru með hendurnar á bóla- kafi í vösum fólks sem sumt á vart á til hnífs og skeiðar. Formaður VR, líkt og aðr- ir verkalýðsleiðtogar, hefur fyrst og fremst það hlutverk að gæta hagsmuna síns fólks. Blindaður af gullkálf- inum gleymdi hann hlut- verki sínu og gerðist þjónn þeirra sem hæst lifðu. Hans ömurlega hlutskipti var það að fella niður lánaábyrgð og klúðra lífeyri þúsunda manna. Félag hans, VR, hefur „virðingu og réttlæti“ sem slagorð. Það er rangnefni í ljósi aðgerða foringja litla fólksins sem gerðist þjónn peningafólks. Stjórn VR hefur svo bætt gráu ofan á svart og lýst stuðningi við málalið- ann. Það þýðir að öll verða þau að víkja með skömm. Fólkið sem treysti þeim til að gæta hagsmuna sinna hlýtur að krefjast réttlæt- is. Ef þeir spilltu axla ekki ábyrgð verður launafólk í VR að bindast samtökum um að láta ekki draga af launum sínum til að halda lífi í samtökum sem notuð eru sem leiksoppur hinna gírugu. reynir traustason ritstjóri skrifar. Blindaður af gullkálfinum gleymdi hann hlutverki sínu. Spilltur foringi Hrjáð þjóð í gjaldþrota landi hefur um margt að hugsa þessa dagana. Meðal ann-ars þann ræfildóm for- sætisráðherra síns, Geirs H. Haarde, að þora ekki fyrir sitt litla líf að reka efnahagslega gereyðingarvopnið Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Svarthöfði er meðvirkur og næm- ur og neitar að trúa því upp á hann Geir að hann sé slík gunga og drusla að hann óttist Davíð. Afdankaðan embættismann sem ætti að vera með öllu valda- og áhrifalaus þótt hann hafi einhvern tíma stýrt landi, þjóð og flokki sínum með járnkrumlu íklæddri bláum gúmmíhanska. Svarthöfði er klár á því að andleg- ur vesaldómur sé ekki ástæðan fyrir hikinu á Haarde heldur fyrst og fremst áhyggjur af eigin hag og pólitísku lífi sem myndi nú hanga á bláþræði hvort sem Davíð sæti í Seðlabankanum eða heima hjá sér að stela frá höfundi staf- rófsins í notalegri fjarveru Guðnýjar. Geir mátti láta ýmislegt yfir sig ganga af hendi Davíðs á meðan Davíð var aðal í Flokknum og Geir eitt af peðunum. Þegar Davíð fór leyfði hann aumingja Geir að trúa því að nú væri hann loksins orðinn aðalgaurinn og í gleði sinn fór Geir að brosa og jafnvel kyssa Ingibjörgu Sólrúnu. Loksins, loksins eftir öll mögru árin fékk Geir, hélt hann, að stýra stærsta flokkn- um. Á ímynduðum valdatíma Geirs stefnir flokkurinn að vísu hraðbyri í að verða smáflokkur við hlið Frjáls- lynda flokksins og Framsóknarflokks. Ekki síst vegna þess að Geir hefur ekki treyst sér til þess að ganga á milli bols og höfuðs á Davíð. Þeir sem þekkja til innan mafíunnar og hafa horft á Sópr- anós vita að í aðstæðum sem þessum dugir ekkert minna fyrir arftakann en að stúta þeim gamla. Þessu þorir Geir ekki af ótta við að þá fyrst gangi Davíð af göflunum og stofni nýjan stjórnmálaflokk. Með öðr- um orðum, kljúfi Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður og skilji Geir eftir til þess að hafa taumhald á nokkrum vel öldum góðærisgríslingum sem vilja rjúka inn í ESB. Þá hugsun getur Geir ekki hugsað til enda. Hann vill stjórna flokki eins og Sjálfstæðisflokkurinn var á meðan Davíð deildi og drottnaði í Valhöll. Einu sinni var Sjálfstæðisflokk-urinn flokkur Davíðs. Hann er það ekki lengur og verður það aldrei aftur. Geir virðist bara vera svo pólitískt lesblindur að hann áttar sig ekki á þessu. Norska hérahjartað óttast svo um völd sín og áhrif að það sér fyrir sér að mað- ur sem 90 prósent þjóðarinnar hafa hafnað í skoðanakönnunum geti virkilega klofið Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn er þar fyrir utan í molum í höndum Geirs og því illmögulegt að kljúfa hann. Það yrði í það minnsta engin kjarnorkusprenging ef einhverj- um tækist að kljúfa það atóm. Hitt er svo aftur víst að Davíð er ekki maður til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn né nokkurn annan flokk. Hann er stærri en svo og sérhæfir sig nú í að kljúfa banka og heilt efnahagskerfi í herðar niður. Segjum samt sem svo að Davíð tæki upp á því að feta í fótspor Alberts Guðmundssonar og stofna vísi að borgaraflokki þá fengi hann varla einn einasta sjálf- stæðismann með sér. Meira að segja Sigurður Kári Kristjánsson myndi hika við að leggja í þá helför með átrún- aðargoði sínu frá barnæsku. Borg- araflokkur Davíðs myndi í besta falli telja þrjá einstaklinga. Davíð sjálfan, Jónínu Benediktsdóttur og Gunnar Smára Egilsson. Jónína er þegar búin að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum og er því í startholunum. Og fyrir utan hana virðist fjölmiðlamógúll- inn fyrrverandi Gunnar Smári einn hafa eitthvert álit á Davíð um þessar mundir. Jónína hefur aldrei dregið dul á Davíðsdýrkun sína en Gunn- ar Smári hefur komið skemmtilega á óvart upp á síðkastið. Áður notaði hann hvert tækifæri til þess að hnýta ónotum í Davíð. Þá var hann að vísu í Baugsliðinu og tók meira að segja þátt í útrásinni þótt hann vilji lítið við það kannast eftir að hún klúðraðist. Sinna- skipti Gunnars Smára eru alger og mjög dramatísk. Nú sendir hann Jóni Ásgeiri pillur og ver Davíð með kjafti og klóm. Davíð hlýtur að geta fyrirgef- ið gamlar syndir og þá verða félagar hans í nýja flokknum tveir. Föstudagur 7. Nóvember 200824 Umræða flokkur Davíðs Spurningin „Nei, ekki í partíi LÍÚ, en mér er skítsama, ég leitast eftir því að vera í skemmtilegum partíum,“ segir Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sem var skilinn út undan þegar öllum öðrum nefndarmönnum í sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefnd alþingis var boðið á ársþing Landssam- bands íslenskra útvegsmanna á dögunum. færðu ekki að vera memm? Sandkorn n Lára Ómarsdóttir, fyrrver- andi blaðamaður Moggans og 24 stunda, er bjartsýnasti atvinnuleysingi landsins. Í stað þess að leggjast í vol og víl hefur hún af krafti farið í að gefa fólki kreppuráð á Facebook. Lára var í þættinum Í bítið á Bylgjunni að segja frá því að hún hefði áður gengið í gegnum kreppu og þurft að komast af með átta manna fjöl- skyldu. Þá voru á meðal rétta á matseðli hennar glóðarsteiktar gulrætur í rauðvínssósu. n Kjartan Ólafsson alþingis- maður er á meðal þeirra þing- manna sem lítið sést til. Kjartan er þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins á Suð- urlandi og sem slíkur í skugga Árna Johnsen sem allir þekkja. En nú mun verða breyt- ing á því sjálfur Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, hefur tekið að sér að aðstoða týnda þingmanninn. Hann verður örugglega popp- aður upp á næstunni og landið þá rísa. Vandinn kann að vera sá að aðstoðarmaðurinn er frægari en vinnuveitandinn. n Ólgan í Framsóknarflokknum þar sem sótt er að formann- innum, Guðna Ágústssyni, er síður en svo í rénum. Frá því var sagt í Sand- korni í gær að Guðni kallaði einn þeirra sem vildu skipta út forystunni, Hall Magnússon, á sinn fund, sjálfsagt til að snupra hann. Hermt var að Hallur hefði verið beygður eftir fundinn. Þetta var ekki rétt því Hallur mun hafa sagt Guðna skýrt þá skoðun að skipta yrði út forystunni og verið hinn brattasti eftir fundinn. n Egill Helgason sjónvarps- maður er farinn að stýra eins konar Þjóðarsál á bloggi sínu á Eyjunni. Þangað streyma inn nafnlausir kverúlantar hundruð- um saman í bland við aðra. Meðal þeirra sem birtast á athugasemdakerfi Eg- ils eru Jón Gerald Sullenberger og Jónína Benediktsdóttir sem bæði eru talin vera í nánum samskiptum við sjónvarps- mann Íslands. Jónína notar raunar þennan farveg til stærri tilkynninga. Þannig sagði hún sig úr Sjálfstæðisflokknum í einni færslunni. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á NetiNu: dv.is aðaLNúmer: 512 7000, ritstjórN: 512 7010, áskriFtarsími: 512 7080, augLýsiNgar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Vissulega hefur maður áhyggjur ef orðspor VR skaðast út af þessu og sjálfsagt þarf maður að skoða sína stöðu.“ n Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, aðspurður hvort hann hyggist segja af sér vegna kaupréttarsamninga starfsmanna gamla Kaupþings. - DV.is „Alls konar gigg sem manni stendur til boða að mæta á, stundum matur og allt í boði.“ n Dr. Gunni um að besta kreppuráðið sé að skrá sig í vinstri græna. - DV. „Auðvitað kraumar reiðin í almenningi.“ n Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi, segir þjóðinni nánast hafa blætt út á einni nóttu og síðan verið reynt að kenna almenningi um ósköpin. - DV. „Það varð hér stórslys fyrir 15 til 20 árum.“ n Snorri Jóhannsson segir rjúpnastofninn á Suður- og Vesturlandi ekki enn hafa beðið þess bætur þegar veiðimenn hófu veiðar eldsnemma á haustin og blóðmjólkuðu Arnarvatnsheiði. - DV. „Ég hef aldrei tekið lán til hlutabréfakaupa.“ n Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, um að hann hafi ekki fallið í sömu gryfju og starfsmenn gamla Kaupings. - DV. bókStafLega Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.