Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 27
Föstudagur 7. Nóvember 2008 27Fókus Hvað er að GERAST? föstudagur n Sixties á Players Hljómsveitin sixties kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1995 þegar platan bítilæði kom út, sú plata innihélt meðal annars lögin vor í vaglaskógi, viltu dansa og alveg ær, lög sem ennþá njóta mikilla vinsælda á dansstöðum víða um land. alls hefur sveitin sent frá sér 5 plötur og verður því af nógu að taka á Players á föstudagskvöldið. n Pub Quiz á Dillon Það verður stuð á dillon á föstudagskvöld frá klukkan 20.00 til 22.00 þegar fram fer Pub Quiz að hætti hússins. n Stúdentaleikhúsið í Norræna húsinu stúdentaleikhúsið í samvinnu við mock Flock frumsýnir leikverkið sCarta í sýningarsal í kjallara Norræna hússins 7. nóvember klukkan 20.00. verkið er samið af leikhópnum og listrænum stjórnendum. Leikstjóri víkingur Kristjánsson. Leikmynd og búningar eva signý berger n Dj Jói á 22 Plötusnúðurinn dj Jói mun skemmta gestum skemmtistaðarins 22 með tónlist sinni. n Skugga-Sveinn í Leikhúsinu í Kópavogi Leikfélag Kópavogs sýnir skugga-svein matthíasar Jochumssonar í glænýrri leikgerð. Leikstjóri er Ágústa skúladóttir sem hefur sett upp sýningar á borð við Klaufa og kóngsdætur og grimms. skugga-sveinn er vígslusýning Leikhússins sem er nýtt leikhús í Kópavogi. Nánari upplýsingar á kopleik.is laugardagur n Nostalgíukvöld með Greifunum Hin ástsæla hljómsveit greifarnir ætlar að spila á Players næstkomandi laugardags- kvöld. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem greifarnir spila opinberlega. ekki er vanþörf á að gleyma kreppunni í smástund, ferðast aftur í tímann og syngja og dansa frá sér allt vit. n Partí með Palla Laugardagurinn 8. nóvember býður einn vinsælasti skemmtikraftur landsins, Páll óskar Hjálmtýsson, í partí á skemmti- staðnum Nasa við austurvöll. Húsið opnað klukkan 23.00 og er miðaverð kr. 1.500. Forsala í partíið fer fram á Nasa föstudag- inn 7. nóvember milli klukkan 13.00 og 17.00. n Útgáfutónleikar Johnny And The Rest Næstkomandi laugardag blása blúsrokkar- arnir í Johnny and the rest til mikillar veislu í tilefni af útgáfu samnefndrar hljómplötu sveitarinnar. Herlegheitin verða haldin á neðri hæð domo, Þingholtsstræti 5. Húsið opnað klukkan 20.30 og byrjar e.t. tumason að hita upp mannskapinn klukkan 21.00. n Spútnik og Harasystur - ABBA-ball spútnikflokkurinn og Harasystur verða með abba-ball í vélsmiðjunni á akureyri laugar- dagskvöldið 8. nóvember. misstir þú af sing-a- Long- sýningunum eða fannst þér þú ekki mega syngja nógu hátt? Nú er tækifærið! FIFA 09 einn besti fótbolta- leikur sem hefur komið út. m æ li r m eð ... ZeITGeIST ADDeNDum skylduá- horf fyrir þjóð í andar- slitrun- um. OFSA eFTIR eINAR KáRASON einari tekst vel upp, en framan af er sagan þó lágstemmdari en óvinafögnuður. FLuGu á veGG eFTIR ÓLAF HAuK SímONARSON bæði minningabók og skáldverk sem er bráðskemmti- legt aflestrar. hlutann á öðru leikári Kristínar í at- vinnumannaleikhúsi viðurkenn- ir hún að verða enn örlítið stressuð þegar hún stígi fyrst á sviðið. „Ég verð að viðurkenna að ég verð ennþá svolítið stressuð. Ég reyni samt bara að hugsa það þannig að þetta sé orka, ég hef heyrt það að mjög reyndir leikarar verði líka stressaðir og það besta sem hægt sé að gera sé að líta á það þannig að stressið sé bara orka.“ Les sér til um handritið og höfundinn Eins og áður sagði lék Kristín aðal- hlutverkið í Ökutímum ásamt Þresti Leó en verkið, líkt og Fló á skinni, fékk frábæra dóma gagnrýnenda og var sýnt fyrir fullu húsi hjá Leik- félagi Akureyrar. Verkið verður sett upp í Borgarleikhúsinu eftir áramót en í Ökutímum er viðkvæmt mál- efni í brennidepli. Hlutverk Kristín- ar sem Lilla var einstaklega átakan- legt og vekur blaðamanni forvitni á að vita hvernig Kristín undirbúi sig fyrir slíkt hlutverk sem og önnur. „Ég er að feta mig áfram í því. Hing- að til hef ég lesið mér bara mikið til um handritið og höfundinn, skoða svo manneskjur yfirhöfuð og reyni að setja það í samhengi við karakt- erinn. Nota hjartað og líka þá tækni sem ég lærði í skólanum. En þetta var mjög erfitt umfjöllunarefni sem var tekið fyrir í Ökutímum og krefj- andi hlutverk,“ svarar hún. vildi hoppa á sviðið fimm ára Kristín lifði sig alltaf mikið inn í leik- hús sem krakki, stundum það mik- ið að hana langaði helst til að hoppa upp á sviðið og taka þátt í verkinu. „Mér fannst ótrúlega gaman í leikhúsi þegar ég var krakki og sog- aðist gjörsamlega inn í verkin. For- eldrar mínir voru mjög duglegir að fara með mig í leikhús. En vanda- málið var að mig langaði alltaf svo mikið upp á svið. Þegar ég var fimm ára sat ég í sætinu mínu og hvíslaði að pabba: „Pabbi, hvenær má ég fara upp á svið?“ Það þurfti því að passa sig að sitja ekki á fremsta bekk með mig. Ég kunni nefnilega lagið sem var verið að syngja í sýningunni og var alveg í núinu að lifa mig inn í verkið.“ Spurð um eftirminnilegasta verk- ið sem Kristín hafi séð sem krakki er hún ekki lengi að hugsa sig um: „Ég man rosalega vel eftir því að hafa séð Hárið í Íslensku óperunni. Þá man ég að það kom eitt augna- blik þar sem ég horfði á sviðið og hugsaði: rosalega langar mig til að vera leikkona. Svo fór ég nokkrum sinnum í viðbót á þá sýningu,“ segir Kristín og skellir upp úr. með nótnastatíf í hárinu Þó að Kristín hafi náð að stilla sig og setið sem fastast í sætinu sínu á leik- sýningum gengur leikhús þó ekki alltaf svo klakklaust fyrir sig. Ýmis- legt óvænt getur komið upp á með- an á leiksýningum stendur, hvort sem það tengist því að áhorfend- ur hoppi upp á sviðið eða leikarar gleymi textanum. Kristín hefur sem betur fer sloppið við allt slíkt í verkum sínum á sviðum stóru leikhúsanna hingað til en lenti hins vegar í heldur vand- ræðalegu atviki þegar hún var enn í leiklistarnáminu. „Meðan ég var í skólanum festist nótnastatíf á einhvern óskiljanlegan hátt í hárinu á mér. Það var mjög eft- irminnilegt fyrir mig og skólasystkini mín. Ég datt og nótnastatífið festist í hárinu mínu og þegar ég stóð upp dróst nótnastatífið með. Ég var jafn- stór og nótnastatífið og ég held ég geti hiklaust sagt að þetta hafi verið vandræðalegasta mómentið mitt,“ viðurkennir hún fegin því að þetta hafi þó ekki verið í leiksýningu fyrir framan fullan sal af fólki. Frábært leikár í Borgarleikhúsinu Kristín segist aldrei nokkurn tímann hafa séð eftir því að hafa valið sér leiklistina sem starfsvettvang enda nær hún með þessu að samræma bæði áhugamál og vinnu. „Þetta er svona ástríða. Leiklistin yfirhöfuð er ástríða númer eitt, það eru kvik- myndir, leikhús og allt sem tengist leiklistinni. Og það er alveg ótrúlega gaman í vinnunni.“ Hún segist ekki eiga sér neitt eitt draumahlutverk sem hún vonist til að fá að túlka í framtíðinni nema það hlutverk sem hún vinnur við hverju sinni. Út leikárið mun Kristín þó fara með fjöldann allan af áhugaverðum og krefjandi hlutverkum en að lokn- um sýningum á Vestrinu eina taka við æfingar fyrir Rústað, fyrsta leikrit unga og frakka leikskáldsins Söruh Kane sem féll síðan fyrir eigin hendi langt fyrir aldur fram. Að því loknu tekur Kristín svo aftur upp þráðinn í hlutverki Lillu í Ökutímum en hvaða hlutverk bíða hennar á næsta leikári er óráðið. En óhætt er að fullyrða að verkefni Kristínar eru krefjandi. „Ég er á samningi í Borgarleik- húsinu og það eru alger forréttindi, hér er ótrúlegur kraftur og gleði. Hér er skemmtilegur hópur fólks sem vinnur saman að sama marki. Og frábærir listamenn sem ég vinn með. Það eru spennandi verkefni á dagskránni og gestirnir streyma í leikhúsið. Ég er með þétt skipaða dagskrá út leikárið og hlakka til að takast á við þau verkefni. Það er ekki hægt að óska sér betri stöðu sem ung leikkona. Ég veit ekki hvaða verkefni bíða mín á næsta leikári – en veit af nokkrum mjög spennandi leikverk- um sem eru til skoðunar, það verð- ur spennandi að sjá hver þeirra fara á verkefnaskrána. En það er af nógu að taka þetta leikárið og ég mun leggja mig fram um að gera þau vel og njóta þess að leika í kraftmiklum og góðum leikverkum.“ krista@dv.is Sextán ára sprúttsali „Þetta er mjög fjölbreytt sýning,“ segir ungi og efnilegi listamaður- inn Maggi Noem. „Á sýningunni verða ljósmyndir, þrykk, vídeó- verk og nýjar bækur frá mér,“ en þessi fyrsta einkasýning Noems fer fram í galleríinu Tutte bene á Skólavörðustíg 22b. „Sýningin heitir Graffarinn geðþekki sem krassaði sig inn í hjarta lands- manna,“ en Noem er einn færasti graffitílistamaður landsins. Opnun sýningarinnar fer fram á laugardaginn og stendur frá átta um kvöldið til miðnættis. Auk verka Noems sem verða til sýnis munu tónlistarmennirnir Danni Deluxxx úr hljómsveitinni 1985! og M.E.G.A. úr Steed Lord sjá um tónlist á opnuninni. „Ljósmyndirnar eru mestallt „snap shots“ og má lesa svona graffitíundirtón í þeim,“ segir Noem þegar hann er beðinn um að lýsa verkum sínum. „Öll verk- in tengjast á einhvern hátt bók- unum sem ég er með. Þær eru orðnar tólf talsins en ég verð bara með fimm þeirra til sölu á sýning- unni.“ Noem vill ekki fara út í efni- við vídeó-verksins sem hann segir eiga að koma á óvart. Noem hef- ur meðal annars unnið að sjónlist með hljómsveitunum Steed Lord og nú síðast Sometime. „Sýningin verður næstu tvær vikurnar. Henni líkur svo 21. nóv- ember.“ Sýningin verður opin alla daga fram að því frá 14 til 18. asgeir@dv.is maggi Noem opnar sína fyrstu einkasýningu í Tutte Bene á Skólavörðustíg: Opnun graffarans geðþekka Baksviðs fyrir forsýningu Kristín sminkuð og gerð að sextán ára sprúttsala. myND SIGTRyGGuR ARI Dramatískt og fyndið í bland Kristín leikur nú í gamanharmleikn- um vestrið eina ásamt Þresti Leó, birni thors og bergi Þór. myND SIGTRyGGuR ARI Alltaf draumurinn að verða leikkona Þegar Kristín var fimm ára í leikhúsi lifði hún sig svo mikið inn í verkið að hana langaði mest af öllu að hoppa upp á svið og taka þátt í uppfærslunni. myND SIGTRyGGuR ARI maggi Noem Opnunin hefst klukkan 20.00 á laugardag. myRKá eFTIR ARNALD INDRIðASON arnaldur bregst ekki lesendum sínum fremur en fyrri daginn þótt útlitið sé ekki gott framan af. WHeRe IN THe WORLD IS OSAmA BIN LADeN einföld, skemmti- leg, hröð, kímin og full af stafrænni hreyfimyndagerð og góðri grafík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.