Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 32
Föstudagur 7. Nóvember 200832 Helgarblað örður Torfason er að sinna heimilisverkun- um þegar blaðamann ber að garði. Hann læt- ur heimsóknina ekki stoppa sig og straujar skyrturnar sínar á með- an á spjallinu stendur. Aðspurður hvort hann sé almennt myndarlegur við heim- ilisstörfin segist hann einfaldlega gera það sem þarf. Svo bendir hann stoltur á að maki hans, Massimo, eigi allan heiður- inn af þessu fallega heimili þeirra enda sé hann arkitekt og hönnuður. Samkynhneigður baráttumaður Hörður er fæddur árið árið 1945 í Reykja- vík og alinn upp í miðborginni. Hann var fyrsti einstaklingurinn hér á landi til að opinbera kynhneigð sína frammi fyrir al- þjóð og segist hafa verið einn hataðasti maður þjóðarinnar um tíma. „Þetta var ekki auðveldur tími. Hvar sem ég kom var ég illa séður. Mér var sagt að ég væri kyn- villingur og að ég myndi fara til helvítis.“ Hörður lét svívirðingarnar ekki stoppa sig heldur tvíefldist hann við mótstreymið, stóð fyrir stofnun samtakanna 78 og hélt áfram að berjast fyrir réttindum samkyn- hneigðra og annarra manna í veröldinni. „Við, samkynhneigt fólk, áttum oft um sárt að binda enda var skömmin gífurleg. Mörg dæmi voru um að fólk svipti sig lífi þess vegna, svo slæmt var það. Ég hafði í miklu að snúast og fólk leitaði mikið til mín.“ Í dag segir Hörður að samkynhneigðir eigi nú loks rétt til jafns við aðra og því sé hann farinn að snúa sér meira að mann- réttindamálum almennt. „Ég hef sterka réttlætiskennd og hef alltaf haft. Það sem ég hef kannski fram yfir aðra er sannfær- ingin til að fylgja henni eftir,“ segir Hörð- ur. Hörður hefur verið áberandi und- anfarnar vikur og staðið að mótmælum í garð ríkisstjórnarinnar sem og seðla- bankastjórnarinnar. „Sumir kalla mig atvinnumótmæl- anda en ég hef enn ekki fengið borgaða krónu fyrir vinnu mína þannig að ég get ekki tekið undir það að ég sé atvinnumót- mælandi. Þetta er alvara sem snýst um líf okkar allra. Framtíð okkar er í húfi. Og við eigum ekki að taka skilaboðum stjórn- valda um að vera róleg og bíða á meðan sömu menn og komu okkur í þetta kland- ur eru í óðaönn að lýsa yfir sakleysi sínu og um leið að hylja spor sín og tilkynna okkur að þeir séu að bjarga ástandinu. Þeir hafa brugðist öllu trausti.“ kletturinn Hörður segist alla tíð hafa gert sér grein fyrir því að hann væri umdeildur mjög og segist sjaldan hafa látið það á sig fá. „Ég hef vanist því allt mitt líf að fólk sé með eða á móti mér.“ Hörður er oft kallaður kletturinn af sínum nánustu sökum þess hve auðveldlega hann tæklar gagnrýni og mótbyr. En er það virkilega tilfellið? „Auðvitað hef ég gengið í gegnum mikl- ar krísur og farið í köku. Þá gef ég mér líka tíma til að hugsa og endurmet stöðuna og spyr sjálfan mig hvað ég get gert betur. Ég vil reynast mínum nánustu traustur eins og ég ætlast til að þau séu mér traust og þannig er það. Hvort sem mínir nánustu kallast fjöldskylda, vinir eða þjóð.“ Hörður viðurkennir að hann hafi gam- an af því að heyra öndverðar skoðanir og leggi mikið upp úr því að halda ró sinni og taka þeim með einlægni og húmor. „Auð- vitað á ég það til að vera rakinn dóni og þá fæ ég vissulega heilmikið samviskubit þegar ég geri mér grein fyrir slíkri fram- komu minni. Það koma dagar þega mað- ur er illa fyrirkallaður og ætti helst ekki að láta sjá sig meðal annarra. En slík mistök eru ekki yfirveguð heldur viðbrögð við áreitni. Fólk í minni stöðu verður að láta sér þykja vænt um allt fólk og mér þyk- ir afar vænt um fólk og ber virðingu fyrir skoðunum þess.“ Hörður, sem starfað hefur sem söngva- skáld, leikari og leikstjóri í tæp fjörutíu ár, segir að leikstjórareynslan reynist sér mjög vel þegar kemur að því að ná fólki saman á tímum sem þessum og koma fólki til samninga. Vill að rödd fólkSinS heyriSt En hver er megintilgangur Harðar með mótmælunum sem eiga hug hans allan þessa dagana? „Að rödd fólksins heyrist,“ segir Hörð- ur ákveðinn. „Þetta getur ekki gengið svona lengur. Við verðum að vera eitt. Það er lýðræðislegur réttur okkar og siðferð- isleg skylda að láta heyra í okkur. Sjálf- „Velmegunin svæfir fólk, gerir það latt og það hættir að hugsa. Þegar lífið er orðið fyrirhafnarlaust er það fyrst orðið manninum hættulegt.“ ekki nógu fínt að mótmæla „Íslendingar mótmæla ekki af því það þykir ekki nógu fínt.“ MYND sigtrYggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.