Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 64
n Söngfuglinn ljúfi Björk Guð- mundsdóttir verður æ pólitískari eftir því sem Ísland sekkur dýpra í skuldafenið. Pólitík Bjarkar hefur lengst af snúist um umhverfismál en nú er hún komin á fullt í efna- hagsmálin. Í Extrablaðinu danska er fjallað um afstöðu Bjarkar í gjald- miðilsmálum þjóðarinnar og þar kemur fram að hún telji evruleiðina þá einu færu. „Þeir þurfa evruna til að ná fram stöðugum gjald- miðli,“ sagði Björk á ráðstefnu loftslagssér- fræðinga í Brussel. „Eins og staðan er nú, myndi ég segja að það væri eina leiðin [að taka upp evruna],“ er haft eftir Björk. Sér hún þá Ólaf réttum augum? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Dorrit Moussaieff, forsetafrú Ís- lands, jafnar sig nú eftir augnaðgerð sem hún gekkst nýverið undir. Ekki var um alvarlega aðgerð að ræða en gert var að augasteinum forsetafrú- arinnar. Bati hennar mun ekki taka langan tíma en Dorrit ætti að vera komin á fullt aftur um viku eftir að- gerðina. Okkar ástkæra Dorrit er við góða heilsu en hún á sér þó nokkra sjúkra- sögu sem forsetafrú. Árið 2006 skaut Dorrit landsmönnum skelk í bringu þegar hún fékk aðsvif við afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum. Dorrit og Ólafur Ragn- ar voru að taka á móti gestum þegar Dorrit hné niður. Hún var þó fljót að jafna sig á því og var komin á kreik skömmu síðar. Það er eflaust flestum ferskt í minni þegar Dorrit lenti í alvarlegu skíðaslysi í Aspen árið 2007. Þá lær- brotnaði forsetafrúin þegar hún datt á skíðum og þurfti að dvelja nokkra daga á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Hún jafnaði sig sem betur fer að fullu eftir slysið. Það virðist örlítil óheppni elta for- setahjónin hvað beinbrot varðar því þegar hjónin voru að kynnast datt Ól- afur Ragnar af hestbaki og axlarbrotn- aði. Upp frá því kynntist almenningur Dorrit sem hefur heillað land og þjóð upp úr skónum allar götur síðan. asgeir@dv.is n Sjálfur kóngurinn, Bubbi Morth- ens, ætlar að gefa sér tíma um helg- ina til þess að hitta aðdáendur sína og gefa eiginhandaráritanir. Bubbi verður staddur í nýju Skífuverslun- unum sem verða opnaðar á nýjan leik í dag eftir að útgáfufyrirtæk- ið Sena keypti verslanirnar. Það er ekki á hverjum degi sem kóngurinn gefur sér tíma til að gefa áritanir en hann er um þessar mundir að kynna nýju plötuna sína Bubbi og stórsveit Reykjavíkur. Senu- menn hafa lofað troðfullum búðum af nýjum vörum og alls kyns uppátækjum alla helgina. Evrusöngur Bjarkar Dorrit verður í viku að jafna sig eftir aðgerð: ForsEtaFrúin í augnaðgErð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 9 0 2 5 - A c ta v is 7 0 5 0 1 1 Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Notkunarsvið: Varúðarreglur: Aukaverkanir: Skammtastærðir: Höfuð, herðar… Dorrit Moussaieff er dáð og elskuð af þjóðinni. tölvunörd í þrEkkEppni n Á morgun, laugardag, verður Þrek- meistarinn haldinn í Íþróttahöllinni á Akureyri. Keppt er í tíu greinum í sérstakri tímabraut þar sem með- al annars er tekist á við róðrarvél, bekkpressu, hlaup og magaæfingar. Aðstandendur keppninnar höfðu fyrir stuttu tekið ákvörðun um að fresta keppninni þar sem styrktar- aðilar drógu sig í hlé en gríðarleg viðbrögð meðal þeirra sem hugð- ust taka þátt leiddu til þess að hætt var við að hætta við keppni. Meðal keppanda í þessari hörkukeppni eru nokkrir vel þekktir og grjótharðir einstaklingar, meðal annars veður- fréttakonan Soffía Sveins- dóttir, Game-tívi stjórnand- inn og söngvarinn Sverrir Bergmann, einkaþjálfara- tröllið Evert Víglunds- son, hip-hop-móg- úllinn Ómar Ómar og söngkonan Inga Wonder en alls taka um hundrað og þrjátíu keppendur þátt í ár. kóngurinn áritar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.