Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 6
Föstudagur 7. Nóvember 20086 Fréttir Sandkorn n Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, er einhver sá klaufalegasti í faginu sem hefur aðallega snúist um það að þegja eftir að góðærið gufaði upp og bankarn- ir hrundu. Taugaveiklun hans í norsku sjónvarps- viðtali verð- ur lengi í minnum höfð en góðu heilli virðist hann ekki ætla að reyna að gleyma klúðrinu sjálfur. Már er greinilega maður sem vill læra af reynslunni en Vilhjálm- ur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, sagði frá því í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu í gærmorgun að hann hefði á dögunum fengið SMS frá Má þar sem sá síðarnefndi sagði að honum veitti ekkert af kennslu í fjölmiðlaframkomu hjá Vilhjálmi. n Á meðan íslenskir viðskipta- jöfrar berjast fyrir fjárhagslegu framhaldslífi sínu blæs Ármann Reynisson í herlúðra. Ármann flaug hátt í viðskiptalífinu á með- an útrásarkempurnar voru á barnsaldri en hrapaði harkalega með fyrirtæki sínu Ávöxtun. Eftir að hafa afplánað á Kvíabryggju fyrir Ávöxt- unarviðskipti sín sneri Ár- mann sér að ritstörfum og skrifar örsögur, svokallaðar vinj- ettur. Í tilefni þess að vestnorræn vinjettubók Ármanns er fáanleg á Akureyri, í Helsinki, Ísafirði, Klakksvík, Kaupmannahöfn, New York, Nuuk, Óðinsvéum, Ósló, Quartotoq, Reykjavík, Stokk- hólmi, Þórshöfn og víðar blæs Ármann til fagnaðar í Norræna húsinu á þriðjudaginn. Þar mun Ármann gleðjast yfir bókmennta- útrás sinni á meðan aðrir útrásar- víkingar þjást. n Illugi Jökulsson, rithöfundur og ritstjóri, hvatti á bloggi sínu á DV.is í gær til lítils mótmæla- fundar við breska sendiráðið gegn kúgunartilburðum Breta gegn íslensku þjóðinni. Fyrir- varinn var stuttur og viðbrögðin snautleg að mati Illuga. Hann sýndi þó hug sinn í verki og mætti við sendiráðið í hádeg- inu og þótti meðmót- mælendur sínir allt of fáir. Hug- myndin fékk ekki al- mennilegan byr í seglin fyrr en að mótmælunum loknum og þykir enn býsna góð. „Við komum hingað í leit að nýju og betra lífi, en við fáum engin svör. Við erum búnir að vera hér í næstum fjög- ur ár í bið upp á von og óvon. Þetta er ekkert líf,“ segir Farzad, 35 ára Írani sem ásamt tveimur félögum sínum er farinn í hungurverkfall á Fit Hostel- gistiheimilinu fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Farzad og 49 ára samlandi hans Mehdi og Alsírmaðurinn Majid, voru á fimmtudaginn þegar blaðamaður hitti þá að hefja sinn þriðja dag í hungur- verkfallinu. Með verkfallinu vilja þeir mótmæla seinagangi í meðferð mála sinna og því að þeir fái engin svör. Allir hér bíða eftir svörum „Við höfum ekki hugmynd um hverju við erum að bíða eftir,“ segir Farz- ad, „Ég og Mehdi erum báðir bún- ir að fá tvær neitanir um hæli hér á landi. Allir hér eru að bíða eftir að fá svör við sínum málum. Ekki bara við tveir. Það er vandamál,“ segir Farzad og bætir við að honum teljist til að hér á landi séu um 40 hælisleitendur og hafi enginn fengið svör og hangi í raun í lausu lofti. Tapa árum úr lífi sínu í bið Farzad segir að hann og Mehdi hafi leitað hælis hér á landi til að flýja vandamálin í heimalandinu Íran. „Fólk fer þangað sem möguleikinn er á því að eignast betra líf. Það á ekki bara við um okkur, Íslendingar gera það líka. En ólíkt okkur eru engin vandamál hér á Íslandi í samanburði við það sem er að gerast í heimalandi okkar,“ segir Farzad sem verið hefur hér á landi, að bíða, í rúmlega þrjú og hálft ár. „Tæknilega séð stendur til að senda mig úr landi en ég veit ekki eftir hverju er verið að bíða. Þeir hafa sagt mér að það standi til að senda mig úr landi. Það sem við skiljum ekki er, ef þið viljið ekki halda fólki hér, ekki veita því hæli né svör, send- ið það þá úr landi. Af hverju er fólki haldið hérna án þess að fá nokkuð að vita. Við erum að tapa árum úr lífi okkar á biðinni.“ segir Farzad. Falsvonir veittar Farzad og Mehdi segjast fá 2.500 krónur á viku í vasapening til að lifa á. „Það er ekki hægt að láta fólk fá 2.500 krónur fyrir mat, alltaf það sama árið í kring. Við húkum hér horfandi á sjónvarp, í tölvunni. Alltaf sama rút- ínan. Þetta er ekkert líf. Hundarnir ykkar eiga betra líf en við,“ segir Farz- ad. „Fólki er veitt von um að eitthvað gerist í þess málum, en það er ekki réttlátt að halda fólki í mörg ár upp á von og óvon um að fá hér hæli, til þess eins að neita þeim síðan ítrekað um það,“ bætir hann við. Munu svelta sig á sjúkrahúsið Mehdi og Farzad eru sammála um að hungurverkfall þeirra muni vara eins lengi og þurfa þyki. „Eins lengi og við getum. Á meðan við höldum styrk,“ segir Farzad. Mehdi bætir við að gera megi ráð fyrir því að þeir tóri í tíu daga áður en þeir verði fluttir á sjúkrahús. „Við drekkum te og vatn með sykri, það heldur okkur gang- andi,“ segir Mehdi. Vilja búa á Íslandi Hinn 49 ára Mehdi hefur að eigin sögn verið hér á landi í biðleik leng- ur en nokkur annar. Fjögur ár. Hann fékk fyrst neitun um hæli eftir tveggja ára bið eftir að mál hans yrði afgreitt. Báðir hafa nú fengið neitun um hæli í tvö skipti og bíða eftir því að eitt- hvað gerist, að þeir fái einhver svör um hvort þeir verði sendir úr landi eður ei. „Auðvitað myndum við vilja búa hér á Íslandi. Til þess leituðum við hingað. Við erum ekki glæpamenn. Ekki slæmir menn. Við erum bara venjulegt fólk eins og hver ann- ar. Í leit að nýju og betra lífi,“ segir Mehdi. Farzad grípur inn í og segir að vegna þess úr hvers konar vesöld þeir koma geti þeir ekki lagt fram þær upplýsingar sem beðið er um. „Við getum ekki sýnt þeim fram á hverjir við erum, né heldur getum við sýnt þeim fram á hvaða vanda- mál við erum að flýja í Íran. Það vita allir hvernig ástandið er í Íran. Það er sæmt. Upplýsingarnar, sem beðið er um, getum við hreinlega ekki lagt fram. Ég veit ekki hvaða dag ég er fæddur, hvað þá móðir mín og faðir, ég veit bara hvaða ár það var. Svoleiðis er það bara.“ Reynt var án árangurs að ná tali af forsvarsmönnum Útlend- ingastofnunar við vinnslu þessar- ar fréttar. Sigurður MikAel jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Það er ekki réttlátt að halda fólki í mörg ár upp á von og óvon um að fá hér hæli, til þess eins að neita þeim síðan ítrekað um það.“ Íranarnir Farzad og Mehdi hafa ákveðið ásamt félaga sínum, Majid frá Alsír, að fara í hungurverkfall til að mótmæla því að þeir fái engin svör í sínum málum. Farzad og Mehdi hafa báðir verið hér á landi í hátt í fjögur ár. Þeir segja biðina vera óbærilega, vitandi það að til stendur að senda þá úr landi. Hælisleitendur í Hungurverkfall Svelta sig í leit að svörum Íranarnir mehdi, næstur á mynd, og Farzad, fyrir miðju, eru hælisleitendur hér á landi. Þeir hafa verið hér á landi í hartnær fjögur ár án þess að fá svör við sínum málum. Þar til þeir fá þau hyggjast þeir vera í hungurverkfalli á Fit Hostel-gistiheimilinu í reykjanesbæ þar sem hælisleitendur halda til. Mynd rAkel óSk SigurðArdóTTir BÓLSTRUN ÁSGRÍMS EHF. BERGSTAÐARSTRÆTI 2 l SÍMI 551 6807
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.