Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 4
Veiddu fyrir fjölskylduhjálp föstudagur 7. nóvember 20084 Fréttir Sandkorn n Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, hefur sent frá sér bók mikla að vöxtum með þýðingum úr kínverskri frásagnarlist frá fyrri öldum. Hjörleifur er einn fárra Íslend- inga sem geta þýtt texta úr kín- versku og hefur Hann- es Hólm- steinn Giss- urarson stjórnmála- fræðing- ur stund- um reynt að gera þýðingarstörf hans hjá Stöð 2 tortryggileg. Nú er spurning hvort honum bætist skotfæri í vopnabúrið því í formála að bókinni þakkar Hjörleifur Menningarsjóði Glitnis fyrir að hlaupa undir bagga með því að sjá honum fyrir þessu fræga salti í grautinn á meðan á vinn- unni stóð og gera honum kleift að einbeita sér að verkinu. n Bankamenn njóta ekki mik- illar virðingar þessa dagana og hefur víst eitthvað með hrun bankakerfisins að gera. Meðal þeirra sem hafa sætt gagnrýni eru þeir samstarfsmenn úr Kaupþingi Sigurður Einars- son og Hreiðar Már Sigurðs- son. Nú hefur Egill Helgason sjónvarpsmaður komist að því að þeir eiga sér tvífara þó ekki deili þeir tíma og rúmi. Á Silfri Egils á Eyjunni má sjá mynd af tvíförunum, nefnilega þeim Laurel og Hardy, eða Steina og Olla eins og þeir hafa löngum kallast á því ylhýra tungumáli íslensku. n Svo sem lesa mátti í DV í gær er Einar Bárðarson umboðs- maður orðinn aðstoðarmað- ur þingmannsins Kjartans Ólafsson- ar. Kjart- an situr á þingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í suður- kjördæmi og hefur gert lengi þótt einhverjir kunni að eiga erfitt með að koma honum fyrir sig. Kjartan er þó frá- leitt eini sjálfstæðismaðurinn sem Einar vinnur fyrir. Hann er líka orðinn verkefnisstjóri hjá Reykjanesbæ og grínuðust þá gárungarnir með að hann væri orðinn bæjarstarfsmaður. Nú er bara spurningin hvort þetta sé upphafið að einhverju meiru hjá Einari og hvort hann kunni jafnvel að fara að vinna að eigin frama í pólitík en ekki bara því að koma öðru fólki á framfæri. Skáldið Skrifar Þrotabú þráhyggjunnar kristján hreinsson skáld skrifar. „En um leið og múgurinn heimtar breytingar sitja sömu trantarnir að kjötkötlunum.“ V ið rotþró ríkisvaldsins stendur Geir Haarde og sannar fyrir okkur í hvert skipti sem hann opnar munninn að hundvís er hann ekki. Hann stendur vörð um skítlegt eðli valdhafanna þar sem ekki er lengur nóg að klóra mönnum og láta klóra sér. Núna þurfa menn helst að vera alræmdir glæpamenn og þaulsætnir þrjótar til að mega vera með í klíkunni. Eða einsog hún Stafanía gamla sagði: – Það er sama rassgatið undir öllu þessu helvítis hyski. Ég hef áður ritað um byltingu réttlætisins og ég veit að krafa dagsins er ekkert annað en réttlæt- anleg, því þeir eru í dag margir Íslendingarn- ir sem krefjast þess að nú fái réttlæti fram að ganga. En um leið og múgurinn heimtar breytingar sitja sömu trantarnir að kjötkötlunum. Húsráð- endur á stjórnarheimilinu eru þeir sem rústuðu öllu. Nú segjast sjálfstæðismenn ætla að taka til – vitandi það að teppin eru ekki nógu stór til að hægt sé að hylja allan skítinn. Og hvað nú? Ætlum við bara að leyfa lúsables- unum að stjórna sukkinu áfram? Ætlum við að láta þá seku sjá um að rannsaka, rétta og dæma? Fjármálaeftirlitið – já, fjármálaeftirlitið sem klúðraði öllu eftirlitinu – þetta sama fjármála- eftirlit er nú með öll ítök. Ríkisstjórnin, seðla- bankinn og allt aulahyskið fær áfram að ráða för. Það er einsog slökkviliðið sé að kaupa bensín og eldvörpur handa brennuvörgunum. Núna, þegar ríkið er rjúkandi rústir, eru þrjót- arnir sjálfir látnir eyða sönnunargögnunum sem duga best til að fá fram sakfellingu. Er fólk virkilega ekki búið að sjá í gegnum lyga- vefinn? Menn afskrifa lán hjá sjálfum sér og ætla svo sjálfir að ráða því hverjir fá að rannsaka glæp- inn. Siðblindan er slík að hún nær í alla afkima þjóðlífsins. Ennþá erum við með sömu himpi- gimpin sem álitsgjafa. Fólk einsog: Hannes Hólmsteinn, Björn Ingi Hrafnsson, Valgerður Sverrisdóttir og fleiri skilgetin afkvæmi spill- ingarinnar fá enn að ausa af brunnum fáfræð- innar. Ennþá eru innmúraðir menn við stjórn. Ríkislögreglustjóri er ennþá sonur hans þarna moggaritstjórans. Allt er þetta nákvæmlega einsog það var þegar Dabbi litli bankamað- ur var ennþá fyndin fígúra... þegar hann sagði eitthvað á þessa leið: – Eigum við ekki bara að sökkva skútunni og fara öll til Kanaríeyja? Nauðir fólksins nota má því nú er hérna kreppa en þeir sem axla ábyrgð fá auðvitað að sleppa. „Ég var að horfa á fréttirnar fyrir viku en þá var verið að segja frá ástandinu hjá Fjölskylduhjálp. Mér blöskraði bara ástandið og hvernig væri kom- ið fyrir mörgum fjölskyldum í þessu velferðarþjóðfélagi sem ég taldi mig búa í,“ segir Karl sem vildi leggja sitt á vogarskálarnar. „Rangárnar eru alveg pakkað- ar af laxi ennþá. Það hrygnir í ánni en það misferst vegna aðstæðna og því synda nokkur þúsund laxar um ána sem nýtast hvorki náttúrunni né neinum og því datt mér í hug hvort við ættum ekki bara að veiða hann,“ segir Karl sem tók sig saman og hó- aði í fimmtán veiðimenn og -konur. Fengu undanþágu „Ég talaði við góða menn hjá Lax- á og þeir fóru í það að útvega veiði- leyfi og undanþágu hjá Fiskistofu og Veiðimálastofnun. Það fauk í gegn og við bara rukum í það að veiða eins og við gátum,“ segir Karl og bætir við að ástandið í ánni sé mjög gott. „Tuttugu og fimm prósent af þess- um afla voru nýr fiskur og á þessum árstíma eru það bara ótrúlegar fréttir. Þeir voru allir vel haldnir og líta rosa- lega vel út. Við ætlum að láta flaka og úrbeina nýja fiskinn en hinn fer í reyk og það er fyrirtækið Eðalfiskur sem sér um að gera laxinn kláran fyr- ir Fjölskylduhjálp,“ segir Karl sáttur við útkomuna. Hópurinn hóf veiði klukkan níu um morguninn og voru fyrstu lax- arnir fljótir að bíta á. „Við erum öll lemstruð eftir átök- in. Við settum í fyrstu laxana strax eftir klukkan níu og hættum ekkert fyrr en bara hálf sex. Það var engin hvíld því allir veiddu stanslaust.“ Í kringum 200 laxar „Við settum markmiðið á 250 laxa en náðum því ekki. Við vorum kom- in langt á annað hundraðið en það veiddu allir svo svakalega mikið að við hættum að telja,“ segir Karl og bætir við að allir hafi lagst á eitt að hjálpa nauðstöddum fjölskyldum í landinu. „Það er alltaf auðvelt að hóa í fólk til að veiða en þessir veiðimenn tóku sér frí í vinnunni og veiddu fyrir góð- an málstað. Þetta gekk svo vel að við áætlum að hafa þetta árlegt. Það sem okkur langar líka að gera er að biðla til þeirra veiðimanna sem veiddu mikið í sumar. Það var metveiði og því viljum við biðla til þeirra sem veiddu yfir sig og vel það að láta af hendi rakna og gefa í þetta samstarf,“ segir Karl. Himinlifandi með laxinn Ásgerður J. Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, er himinlifandi með laxinn. Hún segir að þau hjá Fjölskylduhjálp hlakki til að dreifa laxinum. „Þegar Karl hringdi og hafði sam- band var þetta ekkert annað en mik- il gleði. Þetta var mjög fallega hugs- að hjá þeim,“ segir Ásgerður og bætir við að um 400 fjölskyldur njóti góðs af veiðinni. Hún ætlar að reyna að dreifa laxinum á sem flesta svo allir fái að smakka. „Ég vona að fleiri gefi sér tíma í að hjálpa okkur eins og þessi góði veiði- hópur. Margt smátt gerir eitt stórt og það þarf ekki að vera mikið,“ segir Ásgerður. Alltaf fjölgar þeim sem leita til Fjölskylduhjálpar og eins og staðan er í dag eiga Ásgerður og hennar fólk erfitt með að anna eftirspurninni. „Við þyrftum að afgreiða fimm hundruð fjölskyldur á miðvikudög- um ef við ættum að geta aðstoðað alla þá sem þurfa aðstoð en í dag getum við aðeins séð um það bil 250 fjölskyldum fyrir matarhjálp,“ segir Ásgerður. Fjölskylduhjálp fær laxinn af- hentan á miðvikudaginn en þá verð- ur reynt að koma honum út til sem flestra. Veiðimaðurinn Karl Lúðvíksson vildi leggja Fjölskylduhjálp lið á þessum erfiðu tímum en alltaf fjölgar þeim fjölskyldum sem sækjast eftir mataraðstoð. Karl safnaði því sam- an hópi þaulreyndra veiðimanna sem síðan stóð í ströngu á miðvikudaginn, markmið hópsins var að veiða fyrir Fjölskylduhjálp. Mikið af laxi er í Rangá og því var sóst eftir leyfi til að veiða í ánni en það fékkst auðveldlega enda málstaðurinn göfugur. „Ég vona að fleiri gefi sér tíma í að hjálpa okkur eins og þessi góði veiðihópur.“ AtLi Már GyLFAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is Aflinn veiðihópurinn var sáttur við aflann að lokinni ferðinni en laxarnir voru í kringum tvö hundruð talsins. Fjölskylduhjálp alltaf fjölgar þeim fjölskyldum sem leita á náðir fjölskylduhjálpar. Karl Lúðvíksson gerði góðverk á dögunum og skipulagði veiðiferð. allur aflinn fer til fjölskylduhjálpar sem svo sannarlega þarf á aðstoð að halda á þessum erfiðu tímum. Tilboð á barnamyndatökum Góð mynd er falleg jólagjöf! Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.