Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 56
Föstudagur 7. Nóvember 200856 Helgarblað DV Tónlist Ný plata frá Baggalúti Komin er út ný plata frá baggalúti sem ber heitið Nýjasta nýtt! Platan sem kom út í gær er fjórða plata hljómsveitarinnar og er engu síðri en hinar. Á henni eru 15 frumsamin lög með textum sem sækja innblástur sinn til 7. og 8. áratugarins. gestir á plöt- unni eru eiríkur Hauksson og sigríður thorlacius og henni fylgir samkvæmisspil sem allir í fjölskyldunni geta spilað. umsjóN: Krista Hall krista@dv.is „Í daglegu tali pússar maður silfrið og það er nákvæmlega það sem ég hef verið að gera,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson um Silfursafn- ið sitt, tvöfalda safnplötu sem inniheldur öll bestu lög tónlistarmannsins frá árunum 1991 til 2008 auk DVD-mynddisks með öll- um tónlistarmyndböndunum. „Ég lofaði sjálfum mér því að fyrst ég væri að gera þetta á annað borð vildi ég taka þetta alla leið. Það er búið að vera heilmikið föndur að hafa uppi á öllum þessum gömlu upptökum og koma þeim á stafrænt form. Ég er búinn að endurhljóðblanda allt og þá sérstaklega elstu lögin sem þurftu mest á því að halda og meira að segja líka lögin af nýjustu plötunni minni. Þetta er mikil yf- irsetuvinna en vel þess virði og ég er alveg ofsalega stoltur og ánægður með útgáfuna.“ glæsilegt diskópartí Diskarnir tveir eru mjög ólíkir, einn kall- ast Ást og hinn Stuð en þeir eiga það þó báðir sameiginlegt að vera í tímaröð. „Mér fannst mjög mikilvægt að hafa þetta í réttri tímaröð því það er ákveðin saga sem mynd- ast við að hafa þetta svoleiðis. Mér finnst til dæmis sjálfum mjög gaman að heyra hvernig röddin mín breytist með tímanum,“ segir Palli en í tilefni af útgáfu Silfursafnsins verður blásið til hörku diskópartís á NASA annað kvöld, laugardag og líkt og með vinn- una að baki Silfursafninu er gengið alla leið í að gera partíið sem glæsilegast. „Við ætlum að taka NASA í gegn og breyta því í geggjað diskótek. Við erum búin að hengja tólf diskókúlur í loftið sem eiga að tákna pláneturnar, DJ-búrið mitt verð- ur eins og ljósagólfið í Saturday Night Fev- er og veggurinn fyrir aftan mig verður líka þannig. Ég ætla að skipta þrisvar sinnum um dress og meira að segja staffið á NASA verður dressað upp í diskógalla. Ekki nóg með það heldur ætlum við að láta NASA líta eins út að utan og innan en úti verða tvö risastór leitarljós sem beinast hátt upp í loft og risadiskókúla utan á húsinu.“ Barna- og unglingaball á NaSa Auk þess að fagna útgáfu Silfursafnsins verður sjö ára afmæli NASA fagnað í leið- inni. „Eftir miðnætti verður NASA sjö ára sem gefur okkur ennþá meiri ástæðu til að fagna og gera þetta að geggjuðu diskó- partíi,“ segir Palli. Klukkan hálffjögur á morgun, laugar- dag ætlar Palli að halda sérstakt barna- og unglingaball á NASA í boði Byrs. „Í miðjum mótmælunum á Austurvelli verður NASA opnað fyrir alla aldurshópa og eftir mót- mælin er tilvalið að koma inn og fá sér kók og súkkulaði. Svo ætla ég að taka hálftíma sjóv og að því loknu að koma mér huggu- lega fyrir á dansgólfinu og gefa öllum sem vilja eiginhandaráritanir og plaköt og ég hvet krakkana til að mæta með myndavélar ef þau vilja smella myndum.“ Forsala í diskópartíið fer fram í dag, föstudag milli klukkan eitt og fimm á NASA og er miðaverði stillt í hóf, einungis fimmt- án hundruð krónur. krista@dv.is Páll Óskar sendi á dögunum frá sér tvöfalda safnPlötu og dvd-disk með öllum tÓnlistarmyndböndunum sem nefnist silfursafnið. Plöturnar innihalda fjöru- tíu og fjögur lög af ferli Palla allt frá árinu 1991. af því tilefni heldur Palli rosalegt diskÓPartí á nasa á morgun. xxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxx xxxxxxx. xxxxxxxxxx xxxxx xxxxxxxx xxxxxxxxxx. Palli pússar silfrið Silfursafnið tilbúið Í tilefni af útgáfu silfursafnsins heldur Páll óskar rosalegt diskópartí á Nasa annað kvöld. STEYPUSÖGUN KJARNABORUN MÚRBROT l l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.