Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Síða 56
Föstudagur 7. Nóvember 200856 Helgarblað DV Tónlist Ný plata frá Baggalúti Komin er út ný plata frá baggalúti sem ber heitið Nýjasta nýtt! Platan sem kom út í gær er fjórða plata hljómsveitarinnar og er engu síðri en hinar. Á henni eru 15 frumsamin lög með textum sem sækja innblástur sinn til 7. og 8. áratugarins. gestir á plöt- unni eru eiríkur Hauksson og sigríður thorlacius og henni fylgir samkvæmisspil sem allir í fjölskyldunni geta spilað. umsjóN: Krista Hall krista@dv.is „Í daglegu tali pússar maður silfrið og það er nákvæmlega það sem ég hef verið að gera,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson um Silfursafn- ið sitt, tvöfalda safnplötu sem inniheldur öll bestu lög tónlistarmannsins frá árunum 1991 til 2008 auk DVD-mynddisks með öll- um tónlistarmyndböndunum. „Ég lofaði sjálfum mér því að fyrst ég væri að gera þetta á annað borð vildi ég taka þetta alla leið. Það er búið að vera heilmikið föndur að hafa uppi á öllum þessum gömlu upptökum og koma þeim á stafrænt form. Ég er búinn að endurhljóðblanda allt og þá sérstaklega elstu lögin sem þurftu mest á því að halda og meira að segja líka lögin af nýjustu plötunni minni. Þetta er mikil yf- irsetuvinna en vel þess virði og ég er alveg ofsalega stoltur og ánægður með útgáfuna.“ glæsilegt diskópartí Diskarnir tveir eru mjög ólíkir, einn kall- ast Ást og hinn Stuð en þeir eiga það þó báðir sameiginlegt að vera í tímaröð. „Mér fannst mjög mikilvægt að hafa þetta í réttri tímaröð því það er ákveðin saga sem mynd- ast við að hafa þetta svoleiðis. Mér finnst til dæmis sjálfum mjög gaman að heyra hvernig röddin mín breytist með tímanum,“ segir Palli en í tilefni af útgáfu Silfursafnsins verður blásið til hörku diskópartís á NASA annað kvöld, laugardag og líkt og með vinn- una að baki Silfursafninu er gengið alla leið í að gera partíið sem glæsilegast. „Við ætlum að taka NASA í gegn og breyta því í geggjað diskótek. Við erum búin að hengja tólf diskókúlur í loftið sem eiga að tákna pláneturnar, DJ-búrið mitt verð- ur eins og ljósagólfið í Saturday Night Fev- er og veggurinn fyrir aftan mig verður líka þannig. Ég ætla að skipta þrisvar sinnum um dress og meira að segja staffið á NASA verður dressað upp í diskógalla. Ekki nóg með það heldur ætlum við að láta NASA líta eins út að utan og innan en úti verða tvö risastór leitarljós sem beinast hátt upp í loft og risadiskókúla utan á húsinu.“ Barna- og unglingaball á NaSa Auk þess að fagna útgáfu Silfursafnsins verður sjö ára afmæli NASA fagnað í leið- inni. „Eftir miðnætti verður NASA sjö ára sem gefur okkur ennþá meiri ástæðu til að fagna og gera þetta að geggjuðu diskó- partíi,“ segir Palli. Klukkan hálffjögur á morgun, laugar- dag ætlar Palli að halda sérstakt barna- og unglingaball á NASA í boði Byrs. „Í miðjum mótmælunum á Austurvelli verður NASA opnað fyrir alla aldurshópa og eftir mót- mælin er tilvalið að koma inn og fá sér kók og súkkulaði. Svo ætla ég að taka hálftíma sjóv og að því loknu að koma mér huggu- lega fyrir á dansgólfinu og gefa öllum sem vilja eiginhandaráritanir og plaköt og ég hvet krakkana til að mæta með myndavélar ef þau vilja smella myndum.“ Forsala í diskópartíið fer fram í dag, föstudag milli klukkan eitt og fimm á NASA og er miðaverði stillt í hóf, einungis fimmt- án hundruð krónur. krista@dv.is Páll Óskar sendi á dögunum frá sér tvöfalda safnPlötu og dvd-disk með öllum tÓnlistarmyndböndunum sem nefnist silfursafnið. Plöturnar innihalda fjöru- tíu og fjögur lög af ferli Palla allt frá árinu 1991. af því tilefni heldur Palli rosalegt diskÓPartí á nasa á morgun. xxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxxxxxxxxxxxxxxxxxx xxxx xxxxxxx. xxxxxxxxxx xxxxx xxxxxxxx xxxxxxxxxx. Palli pússar silfrið Silfursafnið tilbúið Í tilefni af útgáfu silfursafnsins heldur Páll óskar rosalegt diskópartí á Nasa annað kvöld. STEYPUSÖGUN KJARNABORUN MÚRBROT l l l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.