Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 35
Föstudagur 7. Nóvember 2008 35Helgarblað Munt þú beita þér fyrir því að hægt verði að kaupa vetnis- og aðra umhverfisvæna bíla á góðum kjörum? „að sjálfsögðu. Ég vona að vetni og rafmagn verði til famtíðar.“ Kemur til greina að falla frá ákvörðun um sameiginlegt umhverfismat til þess að flýta framkvæmdum við álver á Bakka? „Já, það er mín skoðun. Þetta er lífsspursmál fyrir þetta fólk á þessu svæði að fá traust fyrirtæki til að skapa atvinnu.“ Heilbrigðisráðherra Ellert Alexandersson, framkvæmda- stjóri á Álftanesi. Er einkarekstur í heilbrigðiskerfinu það sem koma skal og dregið getur úr kostnaði við rekstur heilbrigðis- kerfisins? „einkarekstur að hluta til er af hinu góða.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „Já, ég held að við ættum að kanna hvað okkur býðst í esb með því að hefja viðræður sem fyrst.“ Hvað vilt þú gera með áform um byggingu nýs sjúkrahúss við Hringbraut, svokallaðs hátækni- sjúkrahúss? „Hætta við Hringbraut, en byggja nýtt hátæknisjúkrahús í Fossvogi.“ Hvar telur þú helst mögulegt að spara í heilbrigðisþjónustunni? „um 70 prósent af kostnaði við heilbrigðisþjónustu er launakostnaður, því þarf að skoða þennan lið fyrst.“ Hvernig má útrýma biðlistum eftir aðgerðum á sjúkrahúsum? „við útrýmum ekki biðlistum, við styttum þá.“ Iðnaðarráðherra Eygló Lind Egilsdóttir, starfar hjá borgarneskirkju. Er aukin stóriðja lausn á kyrrstöðu í atvinnulífinu? „Nei, tilfinning mín er við verðum að gera eitthvað en mér finnst ekki rétt að horfa til stóriðju. við erum í neyð og getum ekki lifað á einhverri fjallagrasa- hugmynd, en ég er samt ekki hrifin af því að auka stóriðju. við eigum að fara okkur hægt.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „Nei, ég tel það ekki tímabært. við ættum frekar að halla okkur meira að Norðurlöndunum.“ Er mögulegt að reyna að halda fyrirhugaðri orkuútrás áfram í ljósi aðstæðna á mörkuðum hér heima og erlendis? „við eigum fyrst og síðast að nýta orkuna hér á landi til að skapa atvinnu en ekki að hafa einhverja gróðahugsun þar á bak við. Það er algjört grundvallar- atriði.“ Vilt þú reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum? „Nei. Ég veit að það vantar atvinnu á vestfjörðum en ég tel þetta ekki réttu leiðina.“ Kemur til greina að selja Kárahnjúka- virkjun upp í skuldir ríkisins? „Já, því ekki? en þá myndi ég samt ekki vilja selja hana til erlendra aðila heldur einhverra Íslendinga.“ Samgönguráðherra Oddný Sigríður Kristjánsdóttir, starfar í verslun á akureyri. Er rétt að auka vegaframkvæmdir og jarðgangagerð þegar illa árar eins og nú? „Nei það mætti klára hringveginn fyrst.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „Ég er ekki búin að mynda mér skoðun á því.“ Hverjar eru brýnustu samgöngubæt- urnar? „Ég myndi bara vilja klára að malbika í kringum allt Ísland áður en við færum að huga að einhverju öðru.“ Hvað á að gera við Reykjavíkurflug- völl? „Það á að leyfa honum að vera áfram í skerjafirðinum. Það myndi allavega henta mér best þegar ég er að fljúga suður, ekki myndi ég nenna að keyra í bæinn frá Keflavík.“ Kemur til greina að einkavæða Íslandspóst? „Ég er ekki búin að mynda mér skoðun á því.“ Dómsmálaráðherra Guðrún Jónína Sveinsdóttir, þroskaþjálfi og heilsunuddari í Neskaupstað. Hvern mundir þú ráða sem lögreglu- stjóra á Reykjanesi? „Pabba minn, svein einarsson, hann hefur ríka réttlætiskennd og er sanngjarn maður.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „Ég hef sveiflast fram og til baka í skoðunum mínum á því máli en ég er farin að halda að það sé frekar orðið óhjákvæmilegt heldur en tímabært.“ Er tímabært að vopna lögregluna með rafbyssum? „Já. Ég hef fylgst vel með ofbeldinu í reykjavík og því sem gengur á í handrukkaraheiminum og annað slíkt svo mér finnst fólki hætta búin í dag.“ Hvernig viltu tryggja öryggi hins almenna borgara? „til að byrja með myndi ég sennilega hætta að fjársvelta lögregluna og fjölga þar. auk þess er mér hugleikin spillingin innan stofnana sem varða almenning og stjórna högum almennings. til dæm- is finnst mér mikilvægt að manni líði eins og það sé traust til staðar þar sem það eykur vellíðan fólks, öfugt við það sem er að gerast í dag. Það er ekkert traust og maður veit ekkert hverjum maður á að treysta það eykur vanlíðan.“ Hvernig vilt þú reyna að stemma stigu við flæði eiturlyfja inn í landið? „Nú er ég búin að fjölga í lögreglunni og ég veit að landið flýtur í eiturlyfjum sem fer bara versnandi og ég held meðal annars að lögreglunni gangi illa því þeir eru alltof fáir og það er alltof mikil spilling í þessu blessaða landi. Ég myndi líka fara í einhvers konar herferð gegn eiturlyfjum. Ég þekki ágætlega til í þessum heimi og ég held að við sökkvum bara tvívegis, bæði með krónunni og í eiturlyfjunum því ástandið er svo slæmt í landinu.“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Guðmundur Ragnarsson, kennari. vilt þú auka þorskkvótann? „Já, ég vil það. Náttúrulega innan skynsamlegra marka en ég myndi hækka hann frá því sem hann er núna.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „Já. Ég held að það sé tímabært en ekki sem leið út úr því ástandi sem er núna. Ég vil sækja um aðild að því gefnu að við náum sérsamningum um fiskimiðin. Þessi gjaldmiðill okkar er ekkert til að halda upp á.“ Hvað á að gera í hvalveiðum? „Hætta þeim. Ég tel að þær valdi okkur meiri skaða en ávinningi.“ Er tímabært að afnema tollavernd á landbúnaðarvörum? „Nei, ég held að það sé ekki tímabært.“ Er ráðlegt að taka aðeins mið af niðurstöðum einnar vísindastofnun- ar um fiskveiðiráðgjöf? „við höfum bara eina stofnun sem hefur séð um þetta mat. spurning hvort það ætti að vinna rannsóknir um sóknarþol í samvinnu við nágrannaþjóðir okkar. Noreg til dæmis.“ Menntamálaráðherra Björn Þórisson, nemi í reykjavík. Hvernig er hægt að bregðast við hremmingum 3000 námsmanna erlendis sem mega nú þola verulegar skerðingar og gjaldeyrisvanda? „ríkissjóður yrði ljánasjóður náms- manna. eða að ríkissjóður veitti lánasjóði námsmanna allavega lán til þess að styðja við bakið á þeim í þessu erfiða ástandi. mikilvægast er þó að koma gjaldeyrisviðskiptum í lag. svo námsmenn hafi aðgang að fjármunum sínum og geti flutt þá milli landa.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „ekki að svo stöddu. Fleiri atriði þyrftu að liggja fyrir. Ég styð ekki beina aðild en kannski myntsamstarf.“ Er réttlætanlegt að RÚV keppi við frjálsa fjölmiðla á auglýsingamark- aði? „Ég myndi telja það, já.“ Á að auka fjárframlög ríkisins til skóla eða auka heimildir til inn- heimtu skólagjalda ef auka þarf fjárheimildir skólanna? „Ég myndi segja að ríkissjóður ætti að leggja meira af mörkum í þessu ástandi, þar sem atvinnuleysi eykst. Þá er mikilvægt að nýta tímann til menntun- ar. að fólk hafi kost á að fara í skóla. en svo er spurning hvort til séu peningar til að gera það.“ Hvernig sérðu fyrir þér að hægt verði að ljúka við byggingu Tónlistarhúss- ins eftir að Landsbankinn var þjóðnýttur? „Persónulega myndi ég loka húsinu. gera það fokhelt og bíða til betri tíma. sjá hvernig staðan er á næsta ári.“ Seðlabankastjóri Valdís Beck, 33 ára lyfjafræðingur í reykjavík. Hvort á að hækka eða lækka stýrivexti til að ná okkur á flot aftur? „Lækka, held ég. Hitt hefur ekki virkað hingað til.“ Hvað hefðir þú gert ef þú hefðir séð blikur á lofti í rekstri bankanna fyrir átta mánuðum? „reynt að koma í veg fyrir að við hefðum lent í svona mikilli ábyrgð og íslenska þjóðin myndi gjalda þess.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „Ég myndi ekki gera það strax en íhuga það sterklega þegar frá líður. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hver nákvæmlega staðan er. mér finnst við almenningur ekki ennþá hafa fengið að vita það.“ Myndir þú mæla með að krónan yrði styrkt eða tekinn upp nýr gjaldmið- ill? „mér líst betur á nýjan gjaldmiðil. Ég myndi skoða eitthvað annað en evruna til að byrja með því mér heyrist við þurfa að fórna ýmsu til að taka hana upp.“ Þurfa seðlabankastjórar að vera þrír? „Nei, mér finnst að það ætti að vera einn seðlabankastjóri. Og þá maður með góða menntun og góða ráðgjafa með sér, eins og þegar við erum að hugsa um stjórnun einkafyrirtækja.“ RíkisstjóRn alþýðunnaR „Já, ég held að við ættum að kanna hvað okkur býðst í ESB með því að hefja viðræður sem fyrst.“ Iðnaðarráðherra Samgönguráðherra Dómsmálaráðherra Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Menntamálaráðherra Seðlabankastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.