Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 34
Föstudagur 7. Nóvember 200834 Helgarblað Robert Z. Aliber, fyrrver-andi prófessor við há-skólann í Chicago, sagði í aðsendri grein í Morgun- blaðinu nýlega að það væri ólík- legt að nýir leiðtogar sem valdir væru af handahófi úr símaskránni gætu valdið jafnmiklu efnahags- legu tjóni og íslensk stjórnvöld hafa gert. Aliber er sérfræðing- ur í fjármálakreppum sem hann hefur á löngum ferli sínum rann- sakað úti um víða veröld. Þá hef- ur Aliber sagt að Seðlabankinn og ríkisstjórnin séu engu hæfari sem stjórnendur nútímahagkerfis en þau væru sem stjarnvísindamenn. Hugmynd Alibers um að velja stórnendur af handahófi er ekki ný af nálinni en Aþeningar, sem fundu upp grunninn að vestrænu lýræði, höfðu á tímabili þennan hátt á. DV tók Aliber á orðinu og notaði aðferð Aþeninga til þess að mynda nýja 12 ráðherra ríkis- stjórn upp úr símaskránni og valdi auk þess nýjan seðlabankastjóra. Forsætisráðherrann í ríkisstjórn alþýðunnar hefur ákveðið að reka stjórn Seðlabankans og vill óska eftir viðræðum um inngöngu Ís- lendinga í Evrópusambandið. Stjórnin er ekki einhuga í af- stöðu sinni til ESB en meirihluti ráðherra er fylgjandi aðild. Nýi viðskiptaráðherrann vill sameina Landsbankann, Glitni og Kaup- þing í einn banka og halda hon- um í ríkiseign. Nýr seðlabanka- stjóri, sem er lyfjafræðingur að mennt, vill lækka stýrivextina og kasta krónunni. Forsætisráðherra Marínó G. Njálsson, 47 ára sérfræðing- ur í stjórnun upplýsingaöryggis og rekstrarsamfellu. Hvort ræður Seðlabankinn eða ríkisstjórnin? Viltu reka seðlabanka- stjórnina? Ef já: Af hverju? Hvernig bera ráðherrar ábyrgð? „Það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að stjórna landinu. ríkisstjórnin markar stefnu í efnhagsmálum og setur bæði bönkum og seðlabanka lög og reglur sem eiga að tryggja efnahagsstöðug- leika í landinu. Þetta regluverk á að verja hagsmuni almennings ofar öllu og þarf því að breyta því verulega í ljósi reynslunnar. Í ljósi þess að seðlabankanum hefur hvorki tekist að tryggja stöðugleika verðlags né gengis krónunnar, þá hef ég ákveðið að víkja stjórn og bankastjórum seðlabankans. Nýr yfirbankastjóri hefur verið ráðinn til starfa. mun hann vinna, til að byrja með, með núverandi bankastjórn á meðan mesta neyðar- ástandið varir, en tekur svo alveg yfir 1. janúar 2009. til starfans var ráðinn fyrirverandi bankastjóri bank of england og honum til aðstoðar hafa verið ráðnir nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman, Walter buiter og Þórður Friðjónsson. Frumskylda hverrar ríkisstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og halda uppi háu atvinnustigi. bregðist hún slíkri skyldu, þá á hún að víkja. Hafi einstakir ráðherrar ekki staðið sig ber þeim að stíga til hliðar. Í ljósi atburða síðustu vikna verður boðað til alþingiskosninga og munu þær fara fram laugardaginn 1. mars 2009. Í millitíðinni verður skipuð utanþings- stjórn og hef ég farið þess á leit við rektor Háskóla Íslands að finna hæfa einstaklinga úr háskólasamfélaginu og atvinnulífinu til að sitja í þeirri stjórn.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „aðild að esb verður að vera á okkar forsendum og má alls ekki vera neyðarúrræði. Það er þó rétt að óska strax eftir slíkum viðræðum, þó svo að viðræðurnar sjálfar hefjist ekki fyrr en hægir um í þjóðfélaginu.“ Hvort myndir þú, sem ráðherra efnahagsmála, vilja byggja upp krónuna eða taka upp annan gjaldmiðil? „Krónan hefur runnið sitt skeið sem sjálfstæð mynt. Það er nauðsynlegt að skoða kosti tengingar hennar við aðra gjaldmiðla eða upptöku annars gjaldmiðils, en ákvörðun um slíkt má ekki taka án undangenginnar greiningar á hvað telst best. Þessa vinnu þarf að setja strax í gang og kalla til færustu sérfræðinga, en stjórnvöld taka síðan ákvörðunina, ekki sérfræðingarn- ir.“ Ætlarðu að láta Breta komast upp með að sverta ímynd Íslands með hryðjuverkalögum? „Það sem bretar gerðu var ófyrirgefan- legt og við munum sækja fast að þeir bæti okkur upp tjón okkar. til að sýna hversu alvarlegum augum við lítum málið hefur sendiherra okkar í bretlandi verið kallaður heim til skrafs og ráðagerða.“ Treystir þú Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um fyrir hagsmunum Íslendinga? „aðkoma ImF er og verður alltaf á okkar forsendum og með það að markmiði að halda atvinnulífinu gangandi. Komi í ljós að skilyrði ImF eru þannig að hér stefni í mikið atvinnuleysi, þá er það ekki ásættanlegt. Fyrr munum við aðstoða fyrirtæki með launagreiðslur en að hér fyllist allt af fólki sem mælir göturnar.“ Utanríkisráðherra Heimir Sigurðsson, 57 ára söluráðgjafi. Vilt þú fækka sendiráðum? „Já, ég vil það og ég tel það nauðsyn- legt eins og peningamál þjóðarinnar eru í dag.“ Finnst þér svekkjandi að Ísland hafi ekki komist í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? „Nei, mér finnst það ekki, íslenska þjóðin hefur ekki peninga í dag fyrir þau útgjöld sem því fylgir.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „Já, það er tímabært að skoða það mjög vel til að sjá hvað er með og á móti að fá aðild að esb. til þess að fara í aðild þarf það að vera yfirgnæfandi jákvætt fyrir íslensku þjóðina.“ Hvernig geta Íslendingar bætt samskipti sín við Breta? „Það sé ég ekki alveg fyrir mér á þessari stundu, en það verður samt að halda áfram viðræðum út af þeirri stöðu sem er komin upp í dag og freista þess að lausn náist sem allra fyrst. Það verður að leysa þetta ófremdarástand sem ríkir á milli þjóðanna.“ Telur þú mögulegt að Rússar fái að hafa herstöð á Miðnesheiði? „Nei, það er ekki inni í myndinni af minni hálfu. Það þarf ekki að hugsa um eða ræða það frekar.“ Fjármálaráðherra Laufey Þorsteinsdóttir, símastúlka hjá Hreyfli. Hvernig ætlar þú að bregðast við 10 prósenta atvinnuleysi? „Ég ætla að reyna eftir fremsta megni að skapa ný atvinnutækifæri.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „Já, hiklaust. Ég tel að það yrði gott fyrir okkur.“ Værir þú tilbúin að skuldbinda íslenska ríkið vegna inneigna útlendinga í Icesave? „að sjálfsögðu.“ Kæmi til greina að taka tvö núll aftan af krónunni? „Já, það kæmi vel til greina.“ Hvort telur þú heppilegra að mæta samdrætti í þjóðfélaginu með skattahækkunum eða samdrætti í rekstri ríkisins? „samdrætti í rekstri ríkisins, án efa.“ Félags- og tryggingamálaráðherra Sigurður Kristjánsson, húsasmiður. Hvernig á velferðarkerfið að bregðast við fjöldaatvinnuleysi og skertum kjörum lífeyrisþega? „Ég myndi vilja tryggja því fólki, sem á við erfiðleika að stríða í sambandi við lánin, aðstoð. sennilega þyrfti að fella niður stóran hluta af lánum til að gefa fólki kost á því að geta borgað eitthvað, það er fólk sem á engan pening og það þarf að finna meðalveg. Þetta er það versta sem getur komið fyrir nokkurn mann.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „ekki sækja um en ræða málin í botn, finna kosti og galla og fara svo með það í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Munt þú beita þér fyrir því að þeir sem eru með bílalán í myntkörfu fái frystingu eins og þeir sem eru með húsnæðisskuldir? „Nei, ég er ekki á þeirri skoðun í sambandi við bíla. Þú kemst ekki af án þess að vera með þak yfir höfuðið en bíls er hægt að vera án.“ Kemur til greina að lækka barnabæt- ur til þess að bregðast við nýrri skuldastöðu ríkisins? „Nei, ég held við eigum að reyna að halda í barnabæturnar.“ Munt þú reyna að koma með einhverju móti til móts við þá sem horfa nú fram á skertan lífeyri vegna bankahrunsins? „Já, við getum tekið af þeim sem njóta lífeyris því hann er ekki svo hár fyrir. við eigum að reyna að verja hann í lengstu lög.“ Viðskiptaráðherra Haraldur Guðjónsson, tæknimaður. Ber Fjármálaeftirlitið ekki mesta ábyrgð á bankahruninu sökum andvaraleysis? Ef svo, á að reka yfirmenn þess og stjórn? „Það er náttúrlega vitað mál að Fjármálaeftirlitið hefur verið í molum eða ekki verið virkt. Það sem helst ber að segja er að fólk er orðið of tengt hvert öðru, eins og það sé að fylgjast með sjálfu sér. Það virkar ekki, því miður.“ Telur þú tímabært að sækja um aðild að ESB? „Já, það er auðvitað tímabært að sækja um. Það tekur tíma og ekkert víst að við fáum inngöngu því esb hefur ekki verið áfram um að taka inn skuldsett ríki. en það sakar ekki að reyna. Það er gáfulegra en að reyna að komast inn í öryggisráð sÞ eins og staðan er í dag. “ Hvað á að gera við ríkisbankana þrjá, Glitni, Landsbanka og Kaupþing? Á ríkið að selja þá eða eiga áfram? „Það á að sameina þá í einn banka og ríkið á að eiga þá áfram. svo á að opna fyrir erlenda bankaþjónustu. Það er greinilegt að við ráðum ekki við okkur sjálf og við þurfum aðra til að hjálpa okkur.“ Ætlar þú að láta Breta komast upp með að sverta ímynd Íslands með hryðjuverkalögum? „Ég veit það ekki. almenningur er ekki nógu vel upplýstur. Ég trúi því ekki að þeir hafi gert þetta að vanhugsuðu máli. Það hlýtur eitthvað að hafa gerst. Okkur er ekki sagt neitt. Þeir hljóta að hafa eitthvað fyrir sér. Fólk þarf að anda aðeins með nefinu áður en því er slegið föstu að þetta hafi bara verið einhliða ákvörðun.“ Munt þú beita þér fyrir því að eignir auðmanna úti í heimi verði sóttar og notaðar upp í þær skuldir sem útrásin hefur kostað þjóðina? „Það er ekki hægt nema að því gefnu að þeir hafi brotið af sér en að öðrum kosti held ég að það sé ekki neinn fótur fyrir því að það sé hægt að gera það.“ Umhverfisráðherra Haraldur Óskarsson, netagerðarmaður í vestmannaeyjum. Ætti að láta umhverfisverndarsjónar- mið víkja fyrir uppbyggingu stóriðju til að efla atvinnulíf? „Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni. við verðum að nýta allt til þess að rétta úr kútnum. Það er mín skoðun.“ Ísbjörn gengur á land og veldur skelfingu. Hvernig bregst þú við? „Það gengur ekkert að forða sér. við verðum að skjóta þá ef svo ber undir. en mér fannst stórsniðug hugmynd að reyna að fanga þá og koma þeim til síns heima. en það verður að vega og meta það í hvert skipti.“ Hvert er mikilvægasta verkefni umhverfisráðuneytisins? „Í sjálfu sér verðum við að hugsa vel um landið okkar en við þurfum að nýta okkur allt sem í boði er, hvort sem það er stóriðjustefna eða eitthvað annað. stóriðja hefur hjálpað mikið til, en auðvitað má ekki ganga um landið og skemma það. Ég hef farið á þessa staði sem verið er að virkja og það er farið vel með þessa staði, eins og til dæmis Kárahnjúka.“ RíkisstjóRn alþýðunnaR Forsætisráðherra Utanríkisráðherra Fjármálaráðherra Félags- og tryggingamála- ráðherra Viðskiptaráðherra Umhverfisráðherra Heilbrigðisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.