Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 10
Föstudagur 7. Nóvember 200810 Helgarblað Barack Obama braut blað í sög- unni 4. nóvember þegar hann bar sigurorð af forsetaefni repúblik- ana, John McCain, og varð fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna. Fyrir hafði hann reyndar brot- ið annað blað í slagnum um Hvíta húsið með því að verða forsetaefni hvort heldur sem var repúblikana eða demókrata. Þrátt fyrir að hafa setið í öld- ungadeildinni í átta ár fyrir Illin- ois var Obama óþekkt stærð í huga margra, og það var ekki fyrr en árið 2004 sem nafn hans varð þekkt, í það minnsta á meðal demókrata og annarra sem fylgdust með stjórn- málum. Það ár flutti Obama aðal- ræðuna á landsþingi demókrata, og vakti ræða hans spurningar jafnt sem hrifningu. Síðastliðin tvö ár, í aðdraganda forsetakosning- anna, hefur nafn hans og andlit, saga og uppruni orðið þekkt langt út fyrir strendur Bandaríkjanna. Alþjóðlegt uppeldi Barack Obama er skírður í höfuðið á föður sínum sem ólst upp í Ken- íu sem geitahirðir. Faðir hans hlaut síðan námsstyrk til að fara til náms á Havaí. Þar kynntist faðir Obam- as og giftist móður Obamas, Ann, sem bjó í Honolúlú hjá foreldrum sínum. Þegar Barack Obama var smá- strákur fékk faðir hans tækifæri til að nema við Harvard-háskólann, en sökum takmarkaðra fjárráða var ekki mögulegt að fjölskyldan færi með honum. Síðar sneri faðir Obamas heim til Keníu, einn síns liðs, þar sem hann starfaði sem hagfræðingur ríkisstjórnarinnar, og þau hjónin skildu. Þegar Obama var sex ára gift- ist móðir hans á ný, indónesísk- um manni, og fjölskyldan flutti til Djakarta. Þrátt fyrir að stjúpfaðir og blóðfaðir Obamas væru báð- ir múslímar, fékk Obama krist- ið uppeldi þau ár sem hann bjó í Indónesíu. Stjórnmálafræði, lög og eiginkona Síðar flutti Barack Obama til Hav- aí þar sem hann var hjá afa sínum og ömmu og sótti þar nám. Hann nam stjórnmálafræði í Columbia- háskólanum í New York, og flutti svo til Chicago og var þar samfé- lagsskipuleggjandi um þriggja ára skeið í hverfum fátækra. Árið 1988 yfirgaf Obama Chic- ago og fór til Boston. Þar nam hann lög við Harvard-lagaskólann, og afrekaði að verða fyrsti þeldökki forseti Harward Law Review. En Chicago togaði í hann og að námi loknu fór hann aftur til Chicago og lagði stund á mál sem vörðuðu borgaraleg réttindi og tók að sér mál fórnarlamba sem misstu húsnæði eða atvinnu sök- um kynþáttamisréttis. Obama kvæntist Michelle Rob- inson árið 1992 og á með henni tvær dætur, Malíu og Söshu. Obama var meðlimur Sam- einaðrar þrenningarkirkju Krists í Chicago, en sagði sig úr söfnuðin- um í maí í kjölfar umdeildra pred- ikana Jeremiahs Wright sem slegið var upp í fjölmiðlum. Bar sigurorð af Hillary Clinton Eftir langa og stranga baráttu bar Barack Obama loks sigurorð af Hillary Clinton í baráttunni um útnefningu demókrataflokksins. Slagur þeirra varð á köflum æði sóðalegur og tók bandarísku þjóð- ina heljartökum. Á tímabili leit út fyrir að slagurinn gæti klofið Demókrataflokkinn í tvennt. Áður en til þess kom játaði Hillary sig sigraða og fram undan var hörð barátta við John McCain, forseta- efni repúblikana. Á meðan á kosningabaráttunni stóð sló Barack öll fyrri met í fjár- söfnun, með því að virkja netið til að safna fjölda lágra fjárstyrkja. Hann sýndi einnig fádæma hæfi- leika til að laða hundruð þús- unda manns á kosningafundi sína og framkalla rafmögnun sem hafði verið fáheyrð í bandarískum stjórnmálum. Barack Obama gantaðist á stundum með það að fólk færi rangt með nafn hans, og kallaði hann „Alabama“ eða „Yo Mama“. Eftir afdráttarlausan sigur í forseta- kosningunum má telja öruggt að slíkt sé liðin tíð og á meðan hann bíður þess að verða settur inn í embætti 44. forseta Bandaríkjanna er ólíklegt að margir verði uppvísir að slíkum mistökum. Hvíta Húsið skammt undan Þegar kosningabaráttan stóð yfir grínaðist Barack Obama með að fólk færi gjarna rangt með nafn hans, og kallaði hann „Alabama“ eða „Yo Mama“. Sennilegt verður að telja að það heyri sögunni til. Þessi þel- dökki sonur geitahirðis í Keníu mun gegna valdamesta embætti heims eftir tæplega þrjá mánuði. Fáir höfðu heyrt hans getið fyrir tuttugu og einum mánuði. KOlBeinn þOrSteinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Obama ungur karlmaður Hann hefur sýnt að hann býr yfir hæfileika til að hrífa fólk með sér. Með afa á ströndinni ómögulegt að segja hvert hugurinn stefndi á bernskuárunum. Obama með afa, mömmu og systur sinni Obama flutti aftur heim til Havaí frá Indónesíu. Með mömmu Obama er kominn langt frá æskuslóðum sínum. Obama með hafnaboltakylfu engan hefur grunað á þessum tíma að þeldökkur einstaklingur myndi nokkurn tímann verða forseti bandaríkjanna. Barack Obama er skírður í höfuðið á föður sínum sem ólst upp í Keníu sem geitahirðir. Faðir hans hlaut síðan námsstyrk til að fara til náms á Havaí. Þar kynntist faðir Obama og giftist móður Obama, Ann, sem bjó í Honolúlú hjá foreldrum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.