Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Blaðsíða 12
Föstudagur 7. Nóvember 200812 Helgarblað „Mér líst ákaflega vel á þessar frétt- ir. Það þarf að rannsaka þetta betur. Sannleikurinn þarf að koma í ljós. Það er það sem ég vildi alltaf,“ seg- ir Magnús Guðnason sem sautján ára gamall var blekktur í ófrjósem- isaðgerð undir því yfirskini að hann væri að fara í aðgerð vegna kvið- slits. Hann reyndi lengi að eignast barn með fyrrverandi konu sinni en komst að því á fullorðins aldri að hann væri ófrjór. Magnús vann mál gegn íslenska ríkinu vegna þessa og fékk fjórar milljónir í bætur. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við Landlæknisembættið að skipaður verði þriggja manna starfshópur til að fjalla um fram- kvæmd laga númer 16 frá árinu 1938 um ófrjósemisaðgerðir. Í hópnum verða fulltrúar ráðuneytis- ins og landlæknisembættisins sem munu eftir þörfum kalla til sín aðra sem eru sérfróðir á þessu sviði. Matthías Halldórsson, settur landlæknir, segir að tímarnir séu sannarlega breyttir frá gildistíma laganna. „Talið var að ef fatlaðir eignuðust börn, sér í lagi vangefn- ir, myndi þjóðinni smám saman hraka. Þetta kemur undarlega við okkur núna,“ segir hann. Logið til um aðgerðina Á vormánuðum fjallaði DV ítarlega um ófrjósemisað- gerðir sem gerðar voru á ár- unum 1938 til 1975 í skjóli laga sem Vilmundur Jóns- son heitinn, fyrrverandi landlæknir og alþingismaður, samdi og var þá ávallt talað um „vananir“. Systkinin Magnús og Eyrún Guðna- börn stigu þar fram en þau voru gerð ófrjó á þeim forsendum að þau væru þroskaheft, en bæði hafa þau stundað vinnu og séð um sig fram til þessa dags. Þegar Magnús var sautján ára sótti barnaverndarnefnd um að hann yrði gerður ófrjór að ósk fóstra hans. Magnús taldi sig hafa farið í aðgerð vegna kviðslits. Eyrún var gerð ófrjó skömmu áður. Henni var sagt að hún væri með botnlanga- bólgu og því þyrfti að gera aðgerð til að fjarlægja botnlangann. Þá voru eggjaleiðarar hennar skorn- ir í sundur án hennar vitundar og komst hún að því árafjöld síðar líkt og Magnús. Árið 2002 var skýrsla Unnar Birnu Karlsdóttur sagnfræðings um vananir á þessu árabili lögð fyrir Al- þingi. Þar kom fram að 120 höfðu verið vanaðir á tímabilinu vegna þeirra uppgefnu ástæðna að þeir væru þroskaheftir eða geðsjúkir. Fimmtíu og níu voru settir í ófrjósemisað- gerð án þess að samþykkja hana sjálfir. Því er mögu- legt að fleiri séu í sömu sporum og þau Magnús og Eyrún. Þáttur barnaverndarnefnda Starfshópurinn sem heilbrigð- isráðherra ætlar að skipa hefur það hlutverk að taka til meðferðar ábendingar og erindi einstaklinga sem kunna að berast vegna ófrjó- semisaðgerða sem framkvæmdar voru samkvæmt áðurnefndum lög- um. Móttaka slíkra erinda verður í umsjón Landlæknisembættisins og þau meðhöndluð samkvæmt regl- um um persónuvernd og faglega meðferð trúnaðarupplýsinga. Ekki liggur fyrir hvort Matthías Halldórsson verður sjálfur í starfs- hópnum eða annar fulltrúi emb- ættisins. Guðlaugur hefur einnig ákveðið að láta kanna sérstak- lega þátt barna- verndarnefnda í framkvæmd ófrjó- semisað- gerða sam- kvæmt sömu lögum á gildistíma þeirra árin 1938 til 1975. Ákvörðun Guðlaugs byggist á því að lögin hafa verið umdeild á síðastliðnum árum og vakið ýmsar áleitnar spurningar um íslenskt velferðarkerfi og rétt- indi einstaklingsins á gildistíma laganna. Fjórar milljónir í bætur Fyrir nokkru kom upp í Noregi að fjöldi fólks hefði verið blekktur í ófrjósemisaðgerðir á árum áður og í kjölfarið fengu viðkomandi háar fé- bætur frá norska ríkinu. Í mars sendi DV fyrir- spurn til Guðlaugs Þórs þar sem hann var spurður hvort hann teldi ástæðu til að skipa rannsóknar- nefnd til að finna þá einstaklinga sem gerðir voru ófrjóir án eigin vitundar. Blaða- maður óskaði einnig svara frá Guðlaugi um hvort hann teldi nauðsynlegt að bæta fórnarlömbunum skaðann með fjárbótum eða á annan hátt. Ragnar Aðalsteinsson lögmað- ur sagði í samtali við DV í vor að öll gögn væru til sem gerðu mögulegt að finna þetta fólk en Ragnar rak mál Magnúsar gegn íslenska rík- inu vegna ólögmætrar ófrjósemis- aðgerðar. Skýrsla Unnar Birnu var rædd á Alþingi vorið 2002. Jón Kristjáns- son, þáverandi heilbrigðisráðherra, sagði nauðsynlegt að kanna frekar ófrjósemisaðgerðir sem gerðar voru á þessum árum. Blaðagrein- ar voru skrifaðar um málið á þessum tíma en það er ekki fyrr en nú, sex árum síðar, sem stefnir í að mál- ið verði rannsakað frekar. ErLa HLynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is VANANIR LOKSINS RANNSAKAÐAR „Talið var að ef fatlað-ir eignuðust börn, sér í lagi vangefnir, myndi þjóðinni smám saman hraka.“ Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að rannsaka ófrjósemisaðgerðir sem gerðar voru á þroskaheftum fram til ársins 1975. Magnús Guðnason var blekktur í slíka aðgerð sem unglingur. Hann fagnar langþráðri ákvörðun heilbrigðisráðherra. Tæplega sextíu manns, mestmegnis börn og unglingar, voru gerðir ófrjóir án eigin vitundar á þessum árum. Fimmtudagur 6. mars 20086 Fréttir DV átti að gelda hann tólf ára Ingi Guðnason „Saklaust fólk var tekið og skor- ið undan því. Þetta var gert við systkini mín sem gera ekki flugu mein. Síðan er fólk í þjóðfélag- inu sem eyðileggur líf annarra en það fær að vera óáreitt,“ segir Ingi Guðnason. Hann var ellefu mánaða þeg- ar foreldrar hans skildu og var þá settur í fóstur í Bæjum á Snæfjalla- strönd norðan Ísafjarðardjúps. Ingi var heppnari en þrjú önn- ur systkini sín sem fóru á annan bæ og vöru öll send í ófrjósemis- aðgerðir á barnsaldri. Þar af var systir hans yngst en hún var gerð ófrjó fjórtán ára. Hún taldi sig hafa farið í botlangauppskurð Þakklátur fóstra sínum „Ég var auðvitað bara krakki. Það eina sem ég man er að það var hringt í fóstra minn og þess krafist að þetta yrði gert við mig en hann þvertók fyrir það. Ég á honum það að þakka,“ segir Ingi. Ingi átti við lestrarerfiðleika að stríða og flosnaði fljótt upp úr skóla. „Ég gat ekki lesið og átti erfitt með að læra. Í dag yrði þetta líklega kallað lesblinda. Ég held að þetta hafi spilað inn í,“ seg- ir Ingi þegar hann giskar á hvað barnaverndaryfirvöldum gekk til þegar þau óskuðu eftir því að hann yrði gerður ófrjór. Vönun andlegra fáráðlinga Vilmundur Jónsson var land- læknir árið 1938 þegar ný lög um ófrjósemisaðgerðir tóku gildi. Í greinargerð með frumvarp- inu segir hann: „Vönun andlegra fáráðlinga léttir þeim lífið, er þjóðinni til hagsbóta og dregur úr úrkynjun komandi kynslóða.“ Þetta eru sömu lögin og heim- iluðu að systkini Inga voru gerð ófrjó: „Maður sem segði þetta í dag yrði örugglega settur inn á geðdeild,“ segir Ingi um rökstuðn- ing fyrrverandi landlæknis. Sálarlíf systkinanna eyðilagt Samkvæmt greindarprófum voru Ingi og systkini hans und- ir meðalgreind. Þau hafa þó öll stundað vinnu og séð fyrir sér í gegnum tíðina: „Það er ekkert að systkinum mínum. Ég get ekki séð að þau séu vangefin.“ Ingi getur ekki í myndað sér líðan þeirra: „Auðvitað verða þau aldrei söm. Það er búið að eyði- leggja sálarlífið hjá þeim.“ Aðspurður hvort hann eigi fjöl- skyldu segir Ingi: „Ég hef aldrei fundið hana. Ég hef ekki fundið þessa einu sönnu.“ Hann heldur enn í vonina um að kynnast konu og eignast með henni börn. Börn gerð ófrjó Í helgarblaði DV sem kemur út á morgun verður sögð saga fólks sem var vanað á unga aldri, með- al annars sytskina Inga. Þar birtist ítarleg úttekt á ófrjósemisaðgerð- um sem gerðar voru á börnum og unglingum í skugga lagaheim- ilda. Erla hlynSdóttIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Þetta var gert við systkini mín sem gera ekki flugu mein.“ lesblinda ástæðan ingi telur erfiðleika sína til lestrar og náms vera ástæðu þess að gera átti ófrjósemis- aðgerð á honum sem barni. Hann bendir á að í dag myndu slíkir erfiðleikar flokkast sem lesblinda. Fóstrinn neitaði ingi guðnason var tólf ára þegar barnaverndaryfir- völd kröfðust þess að hann yrði gerður ófrjór líkt og systkini hans sem vistuð voru á öðru fósturheimili. Fóstri hans kom í veg fyrir það. ítarleg úttekt verður í helgarblaði dv á morgun DV myndir Ásgeir föstudagur 7. mars 200816 Helgarblað DV ELLEFU ÁRA BÖRN GERÐ ÓFRJÓ „Ég reyni að gleyma fortíðinni, þetta er búið og gert. En ég hef áhyggjur af því að fá Alzheimer þegar ég verð eldri. Fólk með Alzheimer ræður oft ekki við minningarnar og allt þetta gamla kemur aftur. Ég vil ekki sjá það sem gerðist áður fyrr. Mér finnst for- tíðin erfið,“ segir Eyrún Guðnadótt- ir sem var sett í ófrjósemisaðgerð fjórtán ára. Fósturforeldrar blekktu hana og sögðu aðgerðina hafa verið botnlangauppskurð. Hundrað og tuttugu manns voru gerðir ófrjóir vegna andlegs van- þroska eða geðveiki á árunum 1938 til 1975. Sá yngsti var ellefu ára. Sex- tán aðgerðir voru gerðar á börnum undir fimmtán ára. Alls voru 44 ung- menni undir tvítugu sem sögð voru þjást af geðveilu eða þroskahömlun gerð ófrjó á þessum tíma. Þetta kemur fram í skýrslu sem Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræð- ingur vann fyrir heilbrigðisráðherra árið 2002 um ófrjósemisaðgerðir sem gerðar voru á Íslandi árin 1938 til 1975. Aðgerðirnar voru í samræmi við lög númer 16 frá árinu 1938 sem „heimila í viðeigandi tilfellum að- gerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt“. Landlæknir hafði þar heimild til að veita leyfi fyrir ófrjósemisaðgerð- um á „geðveikum manni eða fávita“ ef hann taldi nauðsyn til. Frumkvæðið barnaverndar Fimmtíu og níu einstaklingar voru gerðir ófrjóir á þessum árum án þess að undirrita sjálfir beiðni þess efnis. Uppgefin ástæða aðgerð- arinnar var í flestum tilfellum and- legur vanþroski en í nokkrum tilfell- um geðveiki. Þar af voru þrjátíu og sjö undir tvítugu. Fulltrúar barna- verndarnefnda undirrituðu fimm slíkar beiðnir og framfærslufulltrúi bæjarfélags eina. Þess utan kom frumkvæði að ófrjósemisaðgerð á ungmennum frá ýmsum aðilum utan fjölskyldunnar, svo sem bæj- arstjórnum, fulltrúum félagsmála- stofnana eða barnaverndarnefnda. Bætur frá ríkinu Magnúsi Guðnasyni voru árið 1996 dæmdar fjórar milljónir króna í bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar ófrjósemisaðgerðar. Ríkið ákvað að una dómnum og áfrýjaði ekki. Slíkar aðgerðir voru einnig gerð- ar á tveimur systkinum hans, Eyr- únu og Einari Steindóri. Dómurinn var talinn fordæmisgefandi og því samið um samsvarandi bætur þeim til handa frá ríkinu. Barnaverndar- yfirvöld sóttu stíft að gerð yrði ófrjó- semisaðgerð á Inga bróður þeirra sem bjó á bæ í nágrenninu en hús- bóndinn þar og frú lögðust eindreg- ið gegn því og höfðu sitt fram. Árið 1973, þegar Magnús var átj- án ára, var gerð á honum ófrjósemis- aðgerð án hans vitundar. Hann taldi sig hafa farið í aðgerð vegna kviðslits og er skráð í sjúkraskýrslur að honum var ókunnugt um réttan tilgang lækn- isheimsóknar. Starfsmaður barna- verndarnefndar samþykkti aðgerð- ina með heimild frá landlækni. Misvísandi greindarmælingar Foreldrar Magnúsar skildu þeg- ar hann var níu ára. Barnaverndar- nefnd Reykjavíkur hafði afskipti af fjölskyldunni og úr varð að Magn- ús og sex systkini hans voru vistuð á nokkrum sveitaheimilum á Vest- fjörðum. Magnús ásamt systur sinni og bróður fóru dvöldust að Fagra- hvammi. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur yfirtók forsjárskyldur nokkrum árum síðar og þegar Magnús var sautján ára sótti nefndin um að hann yrði gerður ófrjór með vísan í álit bónd- ans á Fagrahvammi þess efnis. Sálfræðingur var sendur vestur til að meta þroska þeirra. Greind Magn- úsar var þá mæld 60 stig en í dag er talað um að einstaklingar með greind undir 70 séu þroskaheftir. Meðaltal greindar á þessum skala er 100 stig. Greind Eyrúnar var á einum tíma- punkti mæld 45 stig en stuttu síðar sagði annar sálfræðingur hana vera 75 stig. Áreiðanleika mælinganna var því verulega ábótavant. Eyrún var einnig gerð ófrjó skömmu á undan Magnúsi. Henni var sagt að hún væri með botnlangabólgu og því þyrfti að gera aðgerð til að fjarlægja botnlang- ann. Þá voru eggjaleiðarar hennar skornir í sundur án hennar vitundar og komst hún að því árafjöld síðar líkt og Magnús. Einnig var gerð ófrjósemisað- gerð á Einari Steinþóri bróður þeirra. Hann flutti síðar til Svíþjóðar og hef- ur lítið spurst til hans síðan. Fjögur af sex gerð ófrjó Tvisvar sinnum voru systkini gerð ófrjó á Íslandi með vísan í nú úrelt lög sem heimiluðu landlækni að veita leyfi til slíkra aðgerða á grundvelli þroskahömlunar eða geðveilu. Í annað skiptið var um að ræða aðgerðir á fjórum systkinum sem öll voru skjólstæðingar barnaverndar- nefndar. Uppgefin ástæða ófrjósem- isaðgerðanna var andlegur vanþroski þeirra. Systkinin voru á aldrinum fjórtán til átján ára þegar aðgerðirnar voru gerðar. Beiðnin var undirrituð af fulltrúa barnaverndarnefndar en ekkert barnanna skrifaði sjálft undir. Magnús og Eyrún voru meðal þess- ara barna. Samkvæmt þeim gögnum sem Unnur Birna aflaði var um að ræða tvö systkini í hinu tilvikinu þar sem ófrjósemisaðgerðir voru gerðar á bræðrum og systrum. Þar sem fyr- ir liggur að aðgerðir voru gerðar á þremur börnum í systkinahópi þeirra Magnúsar má leiða líkur að því að eitt systkinið til viðbótar af þeim sjö hafi verið sett í slíka að- gerð. Magnús og Eyrún gátu hins vegar ekki haldið sambandi við öll systkinin og er ekki kunnugt um hver sá fjórði gæti verið. Læknir utan lagarammans Ragnar Aðalsteinsson var lög- maður Magnúsar í skaðabótamál- inu gegn ríkinu. Fyrir rétti vísað hann í hæstaréttardóm frá 1979 þar sem læknir og sveitarfélag töldust skaða- bótaskyld vegna sambærilegs máls. Þá hafði fjórtán ára stúlka á Siglufirði þurft að gangast undir læknisaðgerð. Þegar hún var komin á bekkinn tók læknirinn það upp hjá sjálfum sér að gera á henni ófrjósemisaðgerð í leiðinni. Ekki fer sögum af andlegri heilsu stúlkunnar eða hugmyndum læknisins um hana en á þessum tíma höfðu áðurnefnd lög tekið gildi. Þarna er því fordæmi fyrir því að læknir hafi sleppt því að fara lög- bundnu leiðina og fá samþykki land- læknis. Enginn veit hversu margar ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerð- ar með þeim hætti. Hins vegar ligg- ur fyrir að landlæknir synjaði aldrei umsóknum um slíkar aðgerðir sem gerðar voru með vísan í geðveilu eða þroskahömlun þolenda. Stúlkan og foreldrar hennar fóru síðar í mál sem dæmt var þeim í vil í Hæstarétti. Ragnari Aðalsteinssyni er ekki kunnugt um önnur dómsmál vegna ólögmætra ófrjósemisaðgerða. Blaðamaður DV leitaði álits fjölda lögmanna og enginn þeirra kannað- ist við að dómsmálin væru fleiri. Skýrsla Unnar Birnu var unnin að beiðni Þórunnar Sveinbjarnar- dóttur, þáverandi þingmanns og nú umhverfisráðherra. Í samtali við DV segir Þórunn að umfjöllun Morg- unblaðsins árið 1999 um dóms- mál þar sem Magnúsi Guðnasyni voru dæmdar bætur af hálfu ríkis- ins vegna ólögmætrar ófrjósemis- aðgerðar hafi vakið athygli hennar á málinu og því hafi hún kallað eftir skýrslunni. Ný lög frá 1975 Ný lög um ófrjósemisaðgerð- ir tóku gildi árið 1975. Miklar við- horfsbreytingar höfðu þá átt sér stað frá því árið 1938 þegar gömlu lögin fóru athugasemdalaust í gegnum þingið. ErLa hLyNsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Þegar hún var komin á bekkinn tók læknirinn Það upp hjá sjálfum sér a ð gera á henni ófrjósemisaðgerð í lei ðinni. DV Helgarblað föstudagur 7. mars 2008 17 „Vönun andlegra fáráðlinga léttir þeim lífið, er þjóðinni til hagsbóta og dregur úr úrkynjun komandi kynslóða.“ Vilmundur Jónsson, landlækn ir og þingmaður, í greinargerð með lagafrumVarpi um heimild til að Vana þroskaheft ungme nni. samkvæmt þeim lögum sem nú eru í gildi eru ófrjósemisaðgerðir óheimilar á einstaklingum undir 25 ára aldri. ennfremur er gert ráð fyr- ir að umsóknum um slíkar aðgerð- ir fylgi yfirlýsing viðkomandi sem hann undirritar með eigin hendi þar sem fram kemur að honum sé ljóst í hverju aðgerðin sé fólgin og að hann fari í aðgerðina af fúsum og frjálsum vilja. þó eru undantekningar í lögun- um: „ef viðkomandi er fullra 25 ára en er vegna geðsjúkdóms, mikils greindarskorts eða annarra geðtrufl- ana varanlega ófær um að gera sér grein fyrir afleiðingum aðgerðarinn- ar, er heimilt að veita leyfi til aðgerð- arinnar samkvæmt umsókn sérstak- lega skipaðs lögráðamanns.“ Hormónagjafir í stað ófrjósemisaðgerða matthías halldórsson aðstoðar- landlæknir segir afar fátítt að ófrjó- semisaðgerðir séu gerðar í dag vegna þroskaskerðingar viðkomandi. hann bendir á að getnaðarvarnir hafi á þessum tíma ekki verið komnar til sögunnar en nú sé fjöldi annarra leiða fær til að koma í veg fyrir óæski- lega þungun. þar með talinn er horm- ónastafurinn sem komið er fyrir undir húð kvenna og veitir getnaðarvörn til allt að þriggja ára í senn. með horm- ónasprautum fæst virk vörn fyrir kon- ur í allt að þrjá mánuði. Þroskaheftum stúlkum nauðgað athygli vekur að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gerðir voru ófrjóir þegar gömlu lögin voru í gildi var konur. skortur á getnaðarvörnum lék þarna stórt hlutverk. þjóðfélags- gerðin og ríkjandi gildismat leiddu einnig af sér að konum var frekar en körlum ætlað að taka á sig ábyrgðina við að hindra getnað. hvað þroska- heftar stúlkur varðar voru dæmi þess að menn höfðu leitað á þær og jafnvel nauðgað þeim þannig að þær urðu barnshafandi. í skýrslu unnar Birnu eru dæmi um ófrjósemisaðgerðir á þroskaheftum stúlkum allt niður í fimmtán ára þar sem ekkert var vit- að um faðerni barna sem þær höfðu eignast. stundum eignuðust þessar stúlkur börn með stuttu millibili og var því gripið til aðgerða. þannig er ljóst að ýmsar ástæður gátu legið að baki þeim. Tvö gerð ófrjó. Einn slapp Eyrún, Ingi og magnús guðnabörn. Ingi þakkar fyrir að hafa farið á annað fósturheimili en systkini hans. Þau sem fóru á fagrahvamm voru gerð ófrjó að ósk barnaverndaryfirvalda og með samþykki fóstra síns. „VÖNUN ANdLEGRA FÁRÁÐLiNGA“ „Vönun andlegra fáráðlinga léttir þe im lífið, er þjóðinni til hagsbóta og dregur úr úrky njun komandi kynslóða.“ þetta segir Vilmundur Jónss on, landlæknir og þingmaður alþýðuflokksins, í greina rgerð árið 1937 um frumvarp til laga um ófrjósemisa ðgerðir. frum- varpið varð að lögum ári síðar og fór athugasemda- laust í gegnum þingið. Vilmundur var því greinilega talsmaður sinna samtímamanna en ha nn var höfund- ur laganna. samkvæmt þeim hugmyndum sem lög núm- er 16/1938 byggðust á var talið siðfer ðislega rétt að gera ófrjósemisaðgerðir á ungmennu m sem töldust þroskaheft og ólíkleg til að geta séð fyri r sér og sínum. ungur aldur einstaklinga var ekki hindr un í því að gera slíkar aðgerðir heldur var þvert á móti t alið æskilegt að grípa inn í sem allra fyrst og þannig ger a aðgerðirnar á viðkomandi sem yngstum áður en hæt ta yrði á að þeir eignuðust eigin börn. lögin gerðu ráð fyrir að heimilt væri að gera ein- stakling ófrjóan án samþykkis hans e ða vitundar ef hann hafði „á engan hátt vit fyrir sjál fum sér vegna æsku, geðveiki eða fávitaháttar“. í skýrslu unnar Birnu karlsdóttur sem h ún vann fyr- ir heilbrigðisráðherra árið 2002 kemur f ram að þessara viðhorfa gætti í framkvæmd laganna þ annig að þriðj- ungur þeirra sem gerðir voru ófrjóir, eð a vanaðir eins og það kallaðist þá, var undir tvítugu. arfbótastefnan eins og hún var kölluð einkenndist af hugmyndum um að hægt væri að dra ga úr úrkynjun og um leið kynbæta heilu þjóðirnar m eð því að draga úr eða hindra barneignir þeirra sem þó ttu búa yfir lök- um erfðaeiginleikum. einstaklingar sem ekki gátu séð fyrir sér sjálfir voru álitnir byrði á sam félaginu og því óæskilegir. með ófrjósemisaðgerðum þ roskaheftra eða þeirra sem álitnir voru misþroska átti a ð bæta samfé- lagið í heild sinni og töldust vera æskil egar mannkyn- bætur. að sama skapi var hvatt til ba rneigna þeirra sem þóttu skara fram úr og má því líkja þessu við nas- ískar hugmyndir. Á undanförnum árum hafa komið fram upplýsing- ar um að ófrjósemisaðgerðir hafi verið gerðar á fjölda fólks í öðrum löndum í krafti svipaðra l agasetninga og voru hér í gildi. Viðbrögð almennings hafa verið afar sterk, svo sem í svíþjóð og Bandaríkjun um. Víða hefur ríkið greitt miskabætur þeim sem sýnt þykir að brotið hafi verið á en einnig hefur fólk þurft að leita réttar síns fyir dómstólum. Vilmundur Jónsson Landlæknirinn og þingm aðurinn taldi best fyrir alla að þroskaheft ungmenn i væru vönuð. Framhald á næstu opnu auðjöfrar Helgin 7. – 9. MARS 2008 dAgblAðið víSiR 45. tbl. – 98. áRg. – veRð kR. 395 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Ásdís rÁn: Ég var algjör lúði hELGARBLAÐ Þjóðhreinsunarstefna ríkisin Þau voru blekkt í aðgerð Íslenska ríkið lét vana 120 einstaklinga á árunum 1938 til 1975 á þeim forsendum að þeir væru greindarskertir og að í vönuninni fælust kynbætur. Systkinin Magnús og Eyrún Guðnabörn voru þeirra á meðal. honum var sagt að hann væri á leið í kviðslitsað-gerð en henni að hún ætti að fara í botnlangaskurð. Inga, bróður þeirra, var bjargað af fósturföður hans. Bör erð óf jó Menningarverðlaun dv: Sigur- vegarar kynntir faðir fanga Á litla-Hrauni: sonur min var drepinn eurovision auðjöfrar ríkuStu menn heimS ragnhildur til SerBíu Ríkið R yndi vana n F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 6. mars 2008 dagb laðið vísir 44. tbl. – 98. árg. – ver ð kr. 295 besta rannsóknarblaðamennska ár sins neytendur Íslenska rÍkið stóð fyrir skipulögðum ófrjósemis- aðgerðum á börnum og ungmennum: Bö n undir meðalgreind skipulega vönuð 12 ára Græddu á Bankanum þínum DV ber saman fríðinDin sem Viðskipta- bankarnir Veita. 6. mars Ingi guðnason, bróðir magnús r og eyrúnar, slapp frá vönun v gna þess að fóstri hans setti sig pp á móti henni. Hann bjó á öðr m bæ n systkini hans. 7. mars dv fjallaði ítarlega um hvernig tugir barna og ung- menna voru gerðir ófrjóir án þeirra samþykkis og jafnvel á þeir a vitundar. eyrún gu dóttir t ldi sig hafa farið í botnlangauppskurð. Fagnar ákvörðuninni magnús guðnason reyndi lengi að eignast barn með fyrrverandi eiginkonu sinni. Hann taldi sig hafa farið í aðgerð vegna kviðslits sem unglingur en var í raun gerður ófrjór. Mynd HEiða HELGadóttir Umdeildar aðgerðir guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að skipa starfshóp til að rannsaka ófrjósemis- aðgerðir sem gerðar voru á fólki fram til 1975 undir því yfirskini að fólkið væri þroskaheft eða geðfatlað. Mynd siGUrjón raGnar siGUrjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.