Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2008, Page 64
n Söngfuglinn ljúfi Björk Guð-
mundsdóttir verður æ pólitískari
eftir því sem Ísland sekkur dýpra í
skuldafenið. Pólitík Bjarkar hefur
lengst af snúist um umhverfismál
en nú er hún komin á fullt í efna-
hagsmálin. Í Extrablaðinu danska
er fjallað um afstöðu Bjarkar í gjald-
miðilsmálum þjóðarinnar og þar
kemur fram að hún telji evruleiðina
þá einu færu. „Þeir þurfa evruna
til að ná fram stöðugum gjald-
miðli,“ sagði Björk
á ráðstefnu
loftslagssér-
fræðinga
í Brussel.
„Eins og
staðan er
nú, myndi ég
segja að það
væri eina leiðin
[að taka upp
evruna],“
er haft
eftir
Björk.
Sér hún þá Ólaf
réttum augum?
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
Dorrit Moussaieff, forsetafrú Ís-
lands, jafnar sig nú eftir augnaðgerð
sem hún gekkst nýverið undir. Ekki
var um alvarlega aðgerð að ræða en
gert var að augasteinum forsetafrú-
arinnar. Bati hennar mun ekki taka
langan tíma en Dorrit ætti að vera
komin á fullt aftur um viku eftir að-
gerðina.
Okkar ástkæra Dorrit er við góða
heilsu en hún á sér þó nokkra sjúkra-
sögu sem forsetafrú. Árið 2006 skaut
Dorrit landsmönnum skelk í bringu
þegar hún fékk aðsvif við afhendingu
Íslensku bókmenntaverðlaunanna á
Bessastöðum. Dorrit og Ólafur Ragn-
ar voru að taka á móti gestum þegar
Dorrit hné niður. Hún var þó fljót að
jafna sig á því og var komin á kreik
skömmu síðar.
Það er eflaust flestum ferskt í
minni þegar Dorrit lenti í alvarlegu
skíðaslysi í Aspen árið 2007. Þá lær-
brotnaði forsetafrúin þegar hún datt
á skíðum og þurfti að dvelja nokkra
daga á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.
Hún jafnaði sig sem betur fer að fullu
eftir slysið.
Það virðist örlítil óheppni elta for-
setahjónin hvað beinbrot varðar því
þegar hjónin voru að kynnast datt Ól-
afur Ragnar af hestbaki og axlarbrotn-
aði. Upp frá því kynntist almenningur
Dorrit sem hefur heillað land og þjóð
upp úr skónum allar götur síðan.
asgeir@dv.is
n Sjálfur kóngurinn, Bubbi Morth-
ens, ætlar að gefa sér tíma um helg-
ina til þess að hitta aðdáendur sína
og gefa eiginhandaráritanir. Bubbi
verður staddur í nýju Skífuverslun-
unum sem verða opnaðar á nýjan
leik í dag eftir að útgáfufyrirtæk-
ið Sena keypti verslanirnar. Það er
ekki á hverjum degi sem kóngurinn
gefur sér tíma til að gefa áritanir
en hann er um þessar
mundir að kynna
nýju plötuna sína
Bubbi og stórsveit
Reykjavíkur. Senu-
menn hafa lofað
troðfullum búðum
af nýjum vörum og
alls kyns uppátækjum
alla helgina.
Evrusöngur
Bjarkar
Dorrit verður í viku að jafna sig eftir aðgerð:
ForsEtaFrúin í augnaðgErð
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
9
0
2
5
-
A
c
ta
v
is
7
0
5
0
1
1
Íbúfen®
– Bólgueyðandi og verkjastillandi
Notkunarsvið:
Varúðarreglur:
Aukaverkanir:
Skammtastærðir:
Höfuð,
herðar…
Dorrit Moussaieff er dáð og elskuð af
þjóðinni.
tölvunörd
í þrEkkEppni
n Á morgun, laugardag, verður Þrek-
meistarinn haldinn í Íþróttahöllinni
á Akureyri. Keppt er í tíu greinum í
sérstakri tímabraut þar sem með-
al annars er tekist á við róðrarvél,
bekkpressu, hlaup og magaæfingar.
Aðstandendur keppninnar höfðu
fyrir stuttu tekið ákvörðun um að
fresta keppninni þar sem styrktar-
aðilar drógu sig í hlé en gríðarleg
viðbrögð meðal þeirra sem hugð-
ust taka þátt leiddu til þess að hætt
var við að hætta við keppni. Meðal
keppanda í þessari hörkukeppni eru
nokkrir vel þekktir og grjótharðir
einstaklingar, meðal annars veður-
fréttakonan Soffía Sveins-
dóttir, Game-tívi stjórnand-
inn og söngvarinn Sverrir
Bergmann, einkaþjálfara-
tröllið Evert Víglunds-
son, hip-hop-móg-
úllinn Ómar Ómar
og söngkonan Inga
Wonder en alls taka
um hundrað og
þrjátíu keppendur
þátt í ár.
kóngurinn
áritar