Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Qupperneq 8
„Hef ekkert gert
gegn betri vitund“
Gunnar enn undir feldi
n Sjálfstæðisflokkur myndi bæta við sig þingmanni í Kraganum
N
ei, ég er ennþá undir feldi,“
segir Gunnar I. Birgisson,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi, að-
spurður hvort hann sé búinn að
ákveða hvort hann gefi kost á sér í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir
alþingiskosningarnar á næsta ári.
DV greindi frá því í byrjun sept-
ember að Gunnar væri að íhuga
framboð. „Menn hafa rætt það
við mig en ég er ekki búinn að
taka ákvörðun,“ sagði hann á sín-
um tíma. Gunnar myndi væntan-
lega bjóða sig fram í Suðvesturkjör-
dæmi, kjördæmið sem kallað er
Kraginn, enda er Kópavogur hluti af
því kjördæmi.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú með
fjóra þingmenn í kjördæminu, árið
2007 var flokkurinn með sex þing-
menn í kjördæminu og fimm árið
2003. Ef marka má skoðanakannan-
ir, sem bent hafa til 33 prósentustiga
fylgis flokksins, sem er sex prósenta
aukning frá síðustu kosningum,
mætti álykta að flokkurinn hlyti
fimm þingsæti. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur iðulega verið með sterkt
vígi í Kraganum, 4–7 prósentum yfir
meðaltalsfylgi flokksins á landsvísu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
tilkynnti í lok september að hún
myndi ekki gefa kost á sér fyrir kom-
andi kosningar og því er ljóst að
laust sæti er í kjördæminu. Bæti
flokkurinn við sig sæti, líkt og spár
benda til, eru tvö laus sæti fyrir
meðlimi flokksins. Fjölmiðlakonan
Elín Hirst hefur tilkynnt framboð
sitt í kjördæminu. n
simon@dv.is
8 Fréttir 12.–14. október 2012 Helgarblað
E
ndurskoðendaskrifstofan
PwC gagnrýnir Sigurð Jóns-
son, endurskoðanda og fyrr-
verandi framkvæmdastjóra
KPMG, harðlega í skýrslu sem
fyrirtækið vann um viðskipti Kaup-
þings og fjárfestingarfélagsins Giftar.
Skýrslan var unnin fyrir slitastjórn
Kaupþings. Þetta herma heimildir
DV. Sigurður skrifaði undir árshluta-
uppgjör Kaupþings um mitt ár 2008
en sat á sama tíma í slitastjórn Giftar
sem þá var komið í verulega rekstrar-
erfiðleika, meðal annars vegna tug-
milljarða viðskipta með hlutabréf í
Kaupþingi með lánum frá bankanum.
Hann var því á sama tíma endurskoð-
andi Kaupþings og í slitastjórn stórs
hluthafa og lántakanda í bankanum.
Viðskipti Giftar við Kaupþing hafa
verið til rannsóknar hjá embætti sér-
staks saksóknara vegna gruns um
markaðsmisnotkun. Hlutabréfin í
Kaupþingi sem Gift keypti í viðskipt-
unum í desember 2007 fyrir um 20
milljarða króna höfðu áður verið í
eigu fjárfestingarfélagsins Gnúps sem
lenti í rekstrarerfiðleikum í árslok
2007. Gnúpur hafði meðal annars átt
hlutabréf í Kaupþingi sem selja þurfti
á þessum tíma. Kaupþing sá um
söluna á Gnúpsbréfunum, líkt og fjall-
að er um í skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis, og lánaði fyrir þeim. Um var
að ræða rúmlega 23 milljónir hluta í
bankanum.
Skrifaði upp á uppgjörið
Þrátt fyrir erfiða stöðu Giftar um mitt
ár 2008 sá þess ekki stað í árshluta-
uppgjöri Kaupþings sem Sigurður
skrifaði undir, jafnvel þó að hann
hefði setið í slitastjórn Giftar á þess-
um tíma. Enginn fyrirvari var gerður
í árshlutauppgjöri Kaupþings vegna
útistandandi lána til Giftar. Orðrétt
segir í ársreikningnum: „Byggt á
endurskoðun okkar þá er ekkert sem
komið hefur fram sem gefur tilefni til
að ætla að meðfylgjandi árshlutaupp-
gjör gefi ekki sanna og sanngjarna
mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins
þann 30. júní 2008 …“
Þetta telja höfundar skýrslu PwC
um viðskipti Giftar og Kaupþings vera
gagnrýnivert. Þar að auki ber að nefna
að Sigurður hafði sömuleiðis verið
endurskoðandi Giftar á þessum tíma
og aðstoðaði aðstandendur félagsins
við alls kyns mál á árinu 2007, sam-
kvæmt gögnum úr fyrirtækjaskrá. Sig-
urði hefði því mátt vera ljóst manna
best hversu erfið staða Giftar var á
þessum tíma og hefði hún átt að hafa
áhrif á uppgjör Kaupþings.
Þá liggur fyrir að Kaupþing gekkst
síðar í ábyrgðir vegna lána sem Gift
tók hjá Glitni og Landsbankanum og
gerði engin veðköll hjá félaginu þrátt
fyrir brot á ákvæðum í lánasamn-
ingum þess. Líklegt má telja að þetta
hafi verið gert til að koma í veg fyrir
að hlutabréfin í Kaupþingi færu út
á markað en slíkt hefði getað leitt til
lækkunar á hlutabréfunum.
Alltaf heiðarlegur
Sigurður segist, aðspurður út í gagn-
rýnina sem fram kemur í skýrslunni,
ekki hafa skrifað undir árshlutaupp-
gjör Kaupþings gegn betri vitund.
Hann segist ekki hafa séð skýrslu PwC
en svör hans við spurningunni eru al-
menn: „Ég hef ekkert gert gegn betri
vitund í lífinu.“ Spurður hvort hann
hafi verið heiðarlegur í þessari endur-
skoðun Kaupþings sem endranær
segir Sigurður: „Alltaf. Það er bara
þannig.“
Samkvæmt þessu svari Sigurðar
var hann því alltaf hlutlægur og
heiðarlegur við endurskoðun árs-
reikninga og árshlutauppgjöra fyrir
hrun.
Blekkingar Kaupþings
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing-
is kemur fram að ef hlutabréf Gnúps
í Kaupþingi hefðu farið á markað má
ætla að bréfin hefðu lækkað í verði.
Jafnframt segir þar að ef Kaupþing
hefði átt bréfin sjálft hefði bankinn
farið yfir það lögbundna hámark af
eigin hlutabréfum sem bankinn mátti
eiga. Markaðsmisnotkunin í viðskipt-
unum gæti því hafa falist í því að með
sölunni til Giftar hafi verið komið í
veg fyrir að Kaupþingsbréfin færu á
markað sem aftur hefði getað lækkað
verð á hlutabréfum í bankanum.
Um þessi atriði segir í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis: „Þó má ljóst
vera að ef hlutur í Kaupþingi af þessari
stærðargráðu hefði verið seldur á
markaði þá hefði það valdið umtals-
verðum þrýstingi til lækkunar á verði
bréfanna. Einnig má ljóst vera að hefði
bankinn sjálfur keypt umrædd hluta-
bréf þá hefði hann farið nálægt, eða
jafnvel yfir þau mörk sem gilda um
flöggun á eignarhlut í eigin bréfum.
Því má ætla að ríkur hvati hafi verið
fyrir bankann að liðka fyrir sölunni á
bréfunum með lánveitingum.“
Inntakið í gagnrýni PwC á endur-
skoðun Sigurðar á árshlutauppgjöri
Kaupþings er að hann hafi tekið þátt í
þessum blekkingum með Kaupþings-
bréf Giftar með því að skrifa undir
reikninginn án athugasemda. n
n Var endurskoðandi Kaupþings og Giftar og sat að auki í slitastjórn Giftar
„Byggt á endur-
skoðun okkar þá
er ekkert sem komið hef-
ur fram sem gefur tilefni
til að ætla að meðfylgj-
andi árshlutauppgjör gefi
ekki sanna og sanngjarna
mynd af fjárhagsstöðu
fyrirtækisins þann 30. júní
2008.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
PwC gagnrýndi Sigurð Endurskoðenda-
fyrirtækið PwC gagnrýndi Sigurð Jónsson hjá
KPMG fyrir að hafa skrifað undir árshlutauppgjör
Kaupþings án athugasemda, þrátt fyrir að hafa á
sama tíma setið í slitastjórn Giftar. mynd gvA
Lestrarömmur
í Reykjanesbæ
„Fjórar konur hafa aðstoðað okkur
við lestrarþjálfun í vetur og þannig
hjálpað börnum að stíga sín fyrstu
skref í lestrinum. Þessi stuðningur
hefur skipt miklu máli. Það er
ómetanlegt að vita til þess að til sé
fólk sem er tilbúið að leggja á sig
að koma í skólann, til að aðstoða
börn sem á því þurfa að halda,
einungis ánægjunnar vegna,“ segir
Jóhann Geirdal, skólastjóri Holta-
skóla, á heimasíðu Reykjanesbæj-
ar. Ákveðið var að prófa að veita
börnum, sem ekki gátu fengið
nauðsynlega lestrarþjálfun heima
fyrir, aðstoð „lestraramma“ og
„lestrarafa“. Samkvæmt mælingum
heppnaðist tilraunin vel og greina
mátti jákvæðar framfarir í lestrin-
um hjá þeim sem tóku þátt. Á
myndinni eru Jóhann Geirdal
skólastjóri, María Sjöfn Helga-
dóttir lestrarþjálfari, Guðbjörg Rut
Þórisdóttir lestrarfræðingur Holta-
skóla og Harpa Þorvaldsdóttir
lestrarþjálfari.
Alfreð var
á sjúkrahúsi
Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi
stjórnarformaður OR, hafði mik-
inn áhuga á að mæta fyrir út-
tektarnefndina sem skilaði á
miðvikudag svartri skýrslu um
fyrirtækið. Alfreð hafði hins
vegar ekki tök á að mæta á fund
nefndarinnar vegna langvarandi
sjúkrahúslegu, að því er segir í til-
kynningu frá nefndinni. Hjörleifur
Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar,
mætti heldur ekki til fundar við
nefndina þrátt fyrir margar beiðn-
ir en á því hafa ekki fengist skýr-
ingar.
Óviss Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, íhugar
framboð í Kraganum.