Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Page 10
S tjórn Orkuveitu Reykjavíkur þróaðist út í að verða pólitískur vígvöllur, þar sem skýr meirihluti og minni­ hluti voru myndaðir. Fyrir vikið var stjórnin veik og stefnumót­ andi ákvarðanir að mestu í hönd­ um forstjóra og stjórnarformanns. Á tímabilinu sem skýrsla út­ tektarnefndar um Orkuveituna nær yfir sátu sjö stjórnarformenn að völdum og þrír forstjórar. Af lestri skýrslunnar að dæma bera þeir meginábyrgð á gífurlegri skulda­ aukningu Orkuveitunnar. Ábyrgðin liggur þó helst hjá þeim Alfreð Þor­ steinssyni, Guðmundi Þóroddssyni og Hjörleifi Kvaran sem stýrðu fyrir­ tækinu á mestu þensluárum þess. Úttektarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að vegna sundurlyndis og átakastjórnmála sem iðkuð voru í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi forstjóri fyrirtækisins haft mikið svigrúm til stefnumótandi ákvarð­ ana. Stefnuleysi eigenda, sem birt­ ist í opnu tilgangsákvæði í lögum og samþykktum Orkuveitunnar, varð til þess að fyrirtækið gat fjárfest fyr­ ir háar fjárhæðir í ýmsum verkefn­ um sem voru óskyld kjarnastarfsemi Orkuveitunnar. Dæmi um slíkar fjárfestingar eru risarækjueldi, fisk­ eldi, ljósmyndabanki, ljósleiðara­ net, hörverksmiðja og fleira. Þá hafði Orkuveitan uppi áform um kaup á grunnneti Símans fyrir 20 milljarða króna og byggingu mörg hundruð sumarhúsa við Úlfljótsvatn, að því er fram kemur í skýrslunni. Alfreð og Guðmundur sátu lengst Framsóknarmaðurinn Alfreð Þorsteinsson sat lengst í stóli stjórnarformanns, frá stofnun sameignar félagsins til ársins 2006. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing­ maður Sjálfstæðis flokksins, tók við af honum og var stjórnarformaður frá júní 2006 til júní 2007. Haukur Leósson var síðan stjórnarformaður frá júní 2007 til október 2007. Hann var settur af eftir REI­málið og tók Bryndís Hlöðversdóttir frá Samfylk­ ingu við. Hún sat til 25. janúar 2008 þegar borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk. Þá tók borgarfulltrúi Sjálf­ stæðisflokksins, Kjartan Magnússon, við og sat fram í ágúst 2008 þegar annar borgarstjórnarmeirihluti sprakk. Framsóknarmaðurinn Guðlaug­ ur Sverrisson var kjörinn formaður í ágúst 2008 og sat út kjörtímabilið, til maí 2010. Þá tók Haraldur Flosi Tryggvason við stöðunni. Almenn­ ir stjórnarmenn í Orkuveitunni voru síðan oftast borgarfulltrúar Reykja­ víkur. Í stóli forstjóra sat lengst Guð­ mundur Þóroddsson, frá 1999 til 2007. Hjörleifur Kvaran tók við starfi hans og sat til ársins 2010. Helgi Þór Ingason var síðan forstjóri 2010 á því tímabili sem skýrslan nær yfir. Þeir stjórnuðu öllu Í stuttu máli kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að fjárhagserfiðleikana megi að miklu leyti rekja til mik­ illa fjárfestinga og fjárfrekra fram­ kvæmda á skömmum tíma, hárra arðgreiðslna og tregðu eigenda til að hækka gjaldskrár í samræmi við verðlagsþróun, auk gríðarlegs geng­ istaps. Fjöldi viðmælenda sem kall­ aðir voru fyrir nefndina lýsti því hvernig almennir stjórnarmenn hafi ekki verið hafðir með í ráðum og samræmist það ályktunum nefndar­ innar sem leggur til að í framtíðinni verði stjórnarmenn faglegir en ekki pólitískir. Fyrst og fremst réðu forstjóri og stjórnarformaður ferðinni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrverandi borg­ arfulltrúi sagði: „Ég held að það hafi nú oft verið þannig að stjórnin hafi ekki verið höfð með í ráðum, heldur hafi stjórnarformaður, án samráðs við stjórn, falið forstjóra að ganga frá mikilsháttar málum. Og svo voru haldnir blaðamannafundir og skrif­ að undir, með fyrirvara um sam­ þykki stjórnarinnar. Þannig að tæki­ færi almennra stjórnarmanna til að hafa áhrif voru ekki mikil.“ Hún hafi síðan staðið frammi fyrir því að gera athugasemdir við samninga sem þegar var búið að skrifa undir. Björn Ingi Hrafnsson tók í sama streng: „Ég held að forstjóri Orku­ veitunnar hafi mjög mikil völd, kannski eðli málsins samkvæmt. Og aftur er þetta náttúrulega bara spurning um hvaða hefðir þró­ ast. Hjá Orkuveitunni voru það for­ stjórinn og stjórnarformaðurinn sem réðu mikið ferðinni, stýrðu kúrsinum. Aðrir stjórnarmenn hafa meira eftirlitshlutverk og hefðbund­ ið hlutverk þess sem situr í stjórn, en eru ekki í daglegri umsýslu.“ „Endalaust sukk“ Ein athyglisverðasta frásögnin af stjórnarháttum í Orkuveitunni kem­ ur frá Ólafi Jónssyni, ritara stjórnar, sem dregur hvergi undan í lýsingum sínum á því sem hann kallar „enda­ laust sukk“ innan fyrirtækisins. Á einum stað í skýrslunni segir hann: „Mín upplifun af stjórnarfundum var sú að fyrirfram hefði verið búið að ákveða að kaupa. Þetta var eins og setið væri við taflborð og ég veit ekki hver sat hinum megin, en alla­ vega skyldi setja nógu mörg peð út um allt til að valda reitina. Mér fannst þetta vera í þessum dúr.“ Á öðrum stað í skýrslunni talar hann um bruðl í kringum Línu.Net og uppkaup á jarðveitum sem eru harðlega gagnrýnd í skýrslunni. Nefndin bendir á að stór uppkaup á veitum víða um land séu óskýrð. „Gamlir starfsmenn, þegar þeir hitt­ ast muna þeir þetta. Sukkið. Enda­ laust sukk. Sérstaklega varðandi tilgangslaus kaup og gagnaveitur. Sukkið var alveg hrikalegt í sam­ bandi við Línu.Net.“ Ritari stjórnarinnar heldur áfram að tala hispurslaust um ástandið innan fyrirtækisins: „Gengdarlaus sóun og sukk. Eins og ég var að segja, kaupa þetta og hitt, tóm helvítis vit­ leysa. Eins og með vatnslindina á Snæfellsnesinu, hitaveiturnar og margt fleira. Allt var þetta til að henda peningum. Gott dæmi eru höfuðstöðvarnar að Bæjarhálsi. Þetta er hvorki traust né gott hús auk þess sem það var gríðarlega dýrt. Einnig vantaði ákveðnari stjórn, meiri formfestu og stefnumörkun eigenda. Það var eins og tekin væri fjöl úr botninum á peningakassa. Það var gengdarlaust sem lak út.“ Guðlaugur Þór Þórðarson gagn­ rýnir einnig í skýrslunni stefnulaus­ ar fjárfestingar fyrirtækisins: „Það var fjárfest í ótrúlegustu verkefnum og fyrirtækjum, risarækjueldi, ljós­ myndabanka, hörverksmiðju og ýmsu fleiru. Rökin fyrir þessum ævintýrum voru að þetta væri hlut­ verk fyrritækisins. Vegna þess að lögin heimila í raun allt eftir að þau fóru þannig í gegn um þingið,“ segir hann „En það átti líka að ganga miklu lengra. Það átti að kaupa grunnnet Símans á yfir 20 milljarða, það átti að byggja 600 sumarbústaði í kring­ um Úlfljótsvatn.“ Taldi Orkuveituna eiga að vera nýsköpunarfyrirtæki Alfreð Þorsteinsson, sem mætti ekki fyrir úttektarnefndina, hefur hins vegar sagt að í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sé gert ráð fyrir því að fyrirtækið stundi nýsköpun. Í skýrsl­ unni er vitnað til útvarpsviðtals við Alfreð í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ver hann allar vafasömu fjárfestingarnar í veit­ um og ýmsum öðrum gæluverk­ efnum. „Starfsmenn Orkuveitunn­ ar komu með nokkur verkefni inn á borð til mín og stjórnarinnar, m.a. með athugun á því hvort væri hag­ kvæmt að fara út í rækjueldi á Ís­ landi. Fyrir myndin var sótt til Nýja­ Sjálands. Þar höfðu menn reynt þetta og við skulum átta okkur á því að hér á Íslandi, bæði í Reykjavík og víða um land, rennur mikið ónotað heitt afrennslisvatn, sem er notað, sirka 30 gráða heitt. Það sem menn voru að gera á þessum tíma var að reyna að kanna það hvort unnt væri að skapa nýja atvinnugrein, þar sem hægt væri að notfæra sér þetta vatn sem annars rennur til spillis.“ Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort forstjórar eða stjórnar­ formenn kunni að hafa gerst brot­ legir við lög í störfum sínum há Orkuveitunni. n 10 Fréttir 12.–14. október 2012 Helgarblað „GenGdarlaus sóun oG sukk“ n Forstjóri og stjórnarformaður gátu vaðið uppi innan Orkuveitu Reykjavíkur Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Eins og ég var að segja, kaupa þetta og hitt, tóm helvítis vitleysa Orkuveita Reykjavíkur Gengdarlaust bruðl viðgekkst í Orkuveitunni þar sem forstjóri og stjórnarformaður réðu öllu. Umdeildustu atvik í sögu Orkuveitunnar 2001 Ákveðið að byggja nýjar höfuð­ stöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Fékk litla umfjöllun í stjórn. 2002 Sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur tekur til starfa. n Uppkaup á jarðveitum hefjast. Harð­ lega gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. 2003 Áfram mikil uppkaup á hitaveit­ um. Meðal annars í Biskupstungum, Ölfusi og Borgarbyggð. 2004 Uppkaup á jarðveitum halda áfram. Meðal annars keypt í hitaveitu Hveragerðis, Austurveitu í Ölfusi, vatns­ veitu Stykkishólms og fleira. n Sala Línu.Net og kaup ljósleiðaranets með samningi við Og Fjarskipti hf. 2005 Ljósleiðaravæðing OR hefst. n Kaup á vatnsveitu Rangæinga. n Þátttaka í íslenska djúpborunarverk­ efninu. 2006 Fráveitur bætast við rekstur OR n Óhagstæður orkusölusamningur við álver Alcan í Straumsvík. n Raforkusala hefst á Hellisheiði. n Frekari uppkaup á jarðveitum. n Gagnaveita Reykjavíkur stofnuð. 2007 OR kaupir hluti í Hitaveitu Suðurnesja. n Reykjavík Energy Invest (REI) stofnað. n Sala á flutningskerfi til Landsnets. n Óhagstæður orkusölusamningur við Norðurál í Helguvík. n Kaup á fráveitu Álftaness. n Haukur Leósson, Guðlaugur Þór Þórðar­ son, Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fóru í laxveiði í Miðfjarðará sem Baugur Group var með á leigu. 2008 Lög um uppskiptingu fyrirtækis­ ins sett á Alþingi. 2009 Hlutur í HS Orku seldur til Orku­ veitu Reykjavíkur. Hjörleifur Kvaran Forstjóri frá 2007 til 2010.Guðmundur Þóroddsson Forstjóri frá 1999 til 2007. Alfreð Þorsteinsson Stjórnarformaður frá 2002 til 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.