Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Qupperneq 23
Ég hef ákveðið að segja
skilið við Samfylkinguna
Hafði drukkið einu
sinni um 14 ára aldur
Róbert Marshall gengur til liðs við Bjarta framtíð. – DVUngmenni segja foreldra ekki eiga að senda unglinga of snemma í meðferð. – DV
Spurningin
„Bara „chill“ með vinunum.“
Hákon Örn Harðarson
16 ára nemi
„Ég ætla að læra.“
Eygló Dögg Ólafsdóttir
16 ára nemi
„Ég er að fara að keppa í körfu-
bolta.“
Andrea Rán Snæfeld
16 ára nemi
„Er að fara að keppa í fótbolta.“
Hrund Hauksdóttir
16 ára nemi
„Ég er að fara upp í sveit að hitta
fjölskylduna.“
Inga Júlía Ólafsdóttir
27 ára ferðamálafrömuður
Hvað er á döf
inni um helgina?
1 Segir Lopez skorta siðferðiskennd Skákmeistarinn Garry
Kasparov gagnrýnir Jennifer Lopez fyrir
að skemmta Vladimír Pútín.
2 Íslendingar komast ekki á kaffihús vegna ferðamanna
Þór Saari óttast ágang ferðamanna
á Íslandi.
3 Stevie Nicks um Nicki Minaj: „Hefði myrt hana“ Söngkonan
ósátt við framkomu Minaj í garð Mariuh
Carey í American Idol.
4 Spáði því fyrir ári að Róbert gengi til liðs við Guðmund
Guðni Ágústsson sagði Össur
Skarphéðinsson vera leikstjórann í
hrókeringunum.
5 „Saari setur þarna met í útlendingaandúð“ Teitur Atla-
son ósáttur við ummæli Þórs um að of
margir ferðamenn heimsæki Ísland.
6 Róbert fundaði með Jóhönnu Róbert Marshall tilkynnti for-
manninum um brotthvarf sitt úr
Samfylkingunni.
7 Róbert ver ríkisstjórnina vantrausti Róbert Marshall ætlar að
styðja stjórnina til loka kjörtímabilsins.
Mest lesið á DV.is
Ákæran þingfest Ákæra sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Exista, var þingfest á fimmtudaginn. Málið snýst um meint lögbrot hans
í hlutafjáraukningu Exista árið 2008. Hann sést hér í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn ásamt Gesti Jónssyni hæstaréttarlögmanni. Mynd Sigtryggur ariMyndin
Umræða 23Helgarblað 12.–14. október 2012
Clara og Katla hafa húmor fyrir veikindum sínum. – DV
Það þýðir
ekkert annað
Leyfðu þeim ekki að ljúga
Þrælslund ríkisstjórnarinnar
er þjóðinni dýrkeypt
Í
nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðs
ins um efnahagsástandið í heiminum
viðurkennir sjóðurinn að efnahags
áætlun eins og sú sem AGS keyrði hér
í gegn eftir hrun sé kreppudýpkandi.
Í október 2008 varaði ég eindregið við
efnahagsáætlun AGS og vísaði í slæma
reynslu annarra þjóða. Efnahagsáætlun
AGS var hins vegar framfylgt af mikilli
fylgispekt og afar háir vextir hækkaðir
enn frekar og samþykkt að skera niður
200 milljarða halla á fimm árum.
Reynsla annarra þjóða af fjármála
kreppum sýndi að hátt vaxtastig í landi
þar sem heimili og fyrirtæki berjast við
of mikla skuldsetningu eftir hrun hluta
bréfa og fasteignaverðs dregur veru
lega úr fjárfestingum einkageirans og
þar með vexti hagkerfisins. Hjarðhag
fræðingar háskólanna og fylgisfólk efna
hagsstefnu AGS gerði lítið úr reynslu
kreppuþjóða og rökum þeirra sem gagn
rýndu efnahagsstefnu AGS. Sultaról al
mennings var hert með hækkun skatta
og niðurskurði ríkisútgjalda í samræmi
við efnahagsáætlun AGS.
Samkvæmt skýrslu AGS er aðhalds
söm peninga og ríkisfjármálastefna á
sama tíma og ekkert gengur að fá fjár
málastofnanir til að afskrifa skuldir
kreppudýpkandi. „Norræna velferðar
stjórnin“ getur ekki borið fyrir sig þekk
ingarleysi á kreppufræðum núna þegar
hún þarf að að skýra fyrir almenningi
hvers vegna hún kom markvisst í veg fyr
ir að lífskjör yrðu betri en raun ber vitni.
Við vorum nokkur í þingflokki VG
sem reyndum að sannfæra aðra stjórn
arliða árið 2009 og 2010 um nauðsyn
þess að fara hægar í niðurskurðinn til að
vinna gegn neikvæðum áhrifum of hás
vaxtastigs og skuldakreppu heimila og
fyrirtækja. Þegar ljóst var að barátta okk
ar yrði árangurslítil gripum við Atli Gísla
son og Ásmundur Einar Daðason til þess
neyðarúrræðis að sitja hjá við afgreiðslu
fjárlaga í desember 2010. Viðbrögðin við
hjásetu okkar voru ásakanir um að við
værum að gera lítið úr fjárlaganefnd og
forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardótt
ir, bað okkur um að íhuga stöðu okkar
í stjórnarliðinu. Eftir þessa uppákomu
var okkur þremenningunum ekki lengur
vært í stjórnarliðinu.
Þvert á efnahagsáætlun AGS sem
„norræna velferðarstjórnin“ innleiddi í
blindni, ráðleggur AGS nú kreppulönd
um að taka upp lausbeislaða peninga
málastefnu. Slík stefna hér á landi myndi
krefjast vaxtalækkunar og afnáms verð
tryggingar. Jafnframt leggur AGS áherslu
á að tapaðar skuldir í bankakerfinu verði
afskrifaðar en „norræna velferðarstjórn
in“ kaus frekar að hvetja heimili og fyr
irtæki til að fara í langdregin dómsmál
til að ná fram rétti sínum til skuldaleið
réttinga. Dómstólaleiðin hægir ekki að
eins á efnahagsbatanum heldur mis
munar fólki eftir því hvar það tók lán og
hvort það hafði efni á að standa í skilum
eftir hrun.
Kreppudýpkandi efnahagsstefna AGS
hér á landi hefur dregið úr efnahagsbat
anum sem alltaf fylgir í kjölfar banka
hruns. Lífskjör almennings á Íslandi
eru því verri og skuldir hins opinbera
hærri en ella hefði orðið. Efnahagsáætl
un AGS er á ábyrgð Samfylkingar, Sjálf
stæðisflokks og Vinstri grænna en þessir
flokkar hafna afnámi verðtryggingar og
almennri skuldaleiðréttingu. Nú er það
okkar að hafna í næstu kosningum flokk
um sem markvisst hafa skert lífskjör í
landinu eftir hrun með rangri efnahag
stefnu.
V
ið vitum öll að aumingjadómur
inn ríður ekki við einteyming
hjá Framsókn og Sjálfstæðis
flokki þegar nýja stjórnarskrá ber
á góma. Ekki það að ég treysti stjórn
málamönnum til að taka endanlega
ákvörðun um það hvað stjórnarskrá eigi
að innihalda, en samt sem áður hefði
ég haldið að þeir hefðu ögn af döngun;
gætu kannski einu sinni á ævinni leyft
sér að sýna vott af hugrekki og gætu jafn
vel látið glitta í sanngirni og réttlæti. Nei,
þá er það íhaldsóttinn sem tekur við. Ég
var að vona að menn sýndu stuðning, en
sé þá, að þingmenn Vinstri grænna eru
með svo skelfilegan íhaldsótta að þeir
þora ekki að segja hug sinn varðandi
nýja stjórnarskrá. Þeir eru svo hræddir
um að sjallaballar verið í oddaaðstöðu
eftir næstu kosningar. Og ekki vill mað
ur styggja þann sem á vendinum held
ur. Samtryggingin er sýnileg þeim sem
horfa og einnig þeim sem líta undan.
Tveir flokkar, sem núna eiga fulltrúa
á hinu háa Alþingi, státa af því að hafa
opinberlega lýst yfir stuðningi við nýja
stjórnarskrá og hafa virkilega sýnt að
vilja til þeirra verka skortir ekki. Þetta eru
Samfylkingin og Borgarahreyfingin. Hin
ir flokkarnir virðast einungis skarta fólki
sem hefur óttann sem sitt aðalsmerki;
gunnfáni grátkórsins fær þar að blakta í
fúlli golu þeirra sem óttast peningaöfl
in. Að vísu lít ég á það sem stuðning við
nýja stjórnarskrá, að Mogginn og íhaldið
skrifi gegn henni. Slík skrif sýna okkur
nefnilega hversu hættuleg nýja stjórn
arskráin er þeim ólýðræðislegu vinnu
brögðum sem Dabbi litli blaðasnápur
og slefberar kvótakónga vilja helst af öllu
flíka. Og svo ber að þakka framsóknar
mönnum fyrir auglýsinguna sem þeir
settu á netið fyrir síðustu kosningar. En
þar er þess krafist að Íslendingar fái nýja
stjórnarskrá. Eins ber að þakka órólegu
deildinni í VG fyrir stuðninginn; þögnin
þar á bæ hefur svo sannarlega verið mál
stað okkar til framdráttar.
Það fólk sem vinnur að því að gefa
íslenskri þjóð nýja stjórnarskrá, er fólk
sem vandar til verka og vinnur fórn
fúst starf í þágu framtíðar. Um er að
ræða einstaklinga sem vilja gefa þjóð
inni sanngirni, réttlæti og önnur grunn
gildi sem geta lyft hugsjónum lýðræðis
á efsta stall og virkjað allt hið besta sem
þjóð hefur að geyma. Um er að ræða
þakklátt fólk sem vill gefa þjóðinni, fólk
sem ekki hefur annað í hyggju en fagra
hugsun sem stuðlað getur að bættum
hag fyrir alla Íslendinga. En hvernig á
þjóð, sem alist hefur upp við svik, þjófn
að og lygi, að trúa því að til séu fórnfúsir
einstaklingar sem verja ómældum tíma í
það að styrkja lýðræði og skjóta sterkum
stoðum undir velferð þjóðarinnar?
Auðvitað óttast íhaldið nýja stjórnar
skrá. Ný stjórnarskrá mun nefnilega
draga vígtennurnar úr spillingaröflun
um. Þessa dagana er allt reynt. Virtir lög
spekúlantar og uppdubbuð gáfumenni
eru sett á stall. En þeim er fyrst og fremst
ætlað að koma til þjóðarinnar þeim
hræðsluáróðri, að veiðar muni leggjast
af ef útgerðin fær ekki að ráða öllu, að
trú verði bönnuð, að krossinn verði tek
inn úr fánanum, að landsbyggðin muni
glata vægi sínu á þingi. Og svo er því
einnig logið, að um sé að ræða skoðana
könnun. En ég segi ykkur einsog er: Um
er að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu, og sú
þjóðaratkvæðagreiðsla getur tryggt öll
um Íslendingum betra líf.
Þrjótar landsins þreyttir nú
þjóðarspenann sjúga,
þeir sýna okkur sanna trú;
svíkja, stela, ljúga.
Kjallari
Lilja Mósesdóttir
„Lífskjör almennings
á Íslandi eru því verri
og skuldir hins opinbera
hærri en ella hefði orðið.
„Auðvitað ótt
ast íhaldið
nýja stjórnarskrá
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson