Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Blaðsíða 36
12.–14. október 2012 Helgarblað Náttúruleg fegruNarlyf B estu fegrunarlyfin eru meðal annars unnin úr jurtum, kryddi og ávöxtum sem vaxa í dýpstu frumskógum jarðarinnar og á toppum hæstu fjallanna. Inn- fæddir á þessum svæðum höfðu yfirleitt uppgötvað virkni þessara náttúrulegu efna löngu áður en Vesturlandabúar fóru að nota þau í hinar ýmsu snyrti- vörur. Oft er þó best að nota jurtirnar, kryddið og ávextina í hreinu formi, en ekki sem virk efni í snyrtivörum. Hér eru nokkur dæmi um náttúru- leg fegrunarlyf og uppruna þeirra. Kúrkúma (túrmerik, kryddjurt af engiferætt) Kúrkúma er það sem gefur karríi gula litinn. Það hefur einnig bæði sótt- hreinsandi eiginleika og bólgueyð- andi. Það er hefð á Indlandi að brúð- hjón smyrji á sig mauki úr kúrkúma og kjúklingabaunum fyrir sjálfan brúð- kaupsdaginn. Til viðbótar við sótt- hreinsandi eiginleika kúrkúma þá eru kjúklingabaunirnar mýkjandi fyrir húðina og góðar til að fjarlægja dauðar húðfrumur. Papaja Smyrsl úr papajaávextinum er í Ástralíu talið allra meina bót. Það er sett á sól- brennda húð, skordýrabit, varaþurrk og bara einfaldlega notað sem mýkjandi krem á húðina alla. Shea-smjör (shea butter) Shea-smjörið er mjög vinsælt um þess- ar mundir og er mikið notað í ýmiss konar krem. Það er unnið úr hnetum af karite-trjánum sem vaxa í Vestur- Afríku. Sá eiginleiki shea-smjörsins að bindast vatni verndar húðina og dregur úr hrukkumyndun. Óléttar konur í Vestur-Afríku hafa í gegnum tíðina nuddað shea-smjöri á líkamann, þá sérstaklega magann, til að húðin fari betur þegar teygist á henni. Konur á Vesturlöndum eru nú farnar að gera slíkt hið sama til að koma í veg fyrir slit. Argan-olía Í Afríku hefur lengi verið talað um olíuna sem eitt af undrum náttúrunn- ar og eru Vesturlöndin að uppgötva hana. Það voru konur úr Berbere-þjóð- flokknum í Marokkó sem fóru að vinna olíuna úr hnetum af argan-trjánum. Er hún einstaklega rík af E-vítamíni og fitusýrum sem hægja á öldrun húðar- innar. Argan-olían er góð í baráttunni við allt frá unglingabólum til þess að draga úr hrukkumyndun. Þá er gott að setja hana í hárið til að ná fram falleg- um gljáa. Monoi-olía Konur á Tahiti hafa notað olíuna í gegn- um tíðina bæði á húð sína og hár. Olían hefur einstaklega mýkjandi áhrif og verndar einnig bæði húð og hár fyrir skemmdum. Þá spillir ekki fyrir að hún lyktar einnig vel. Kamelíuhnetuolía Japanskar konur hafa notað olíuna til að næra og mýkja húð sína. Þá hef- ur olían verið borin á brunasár, slit og til að styrkja neglur. Hún er rík af E- vítamínum og andoxunarefnum. Tveir dropar af kamelíuhnetuolíu út í eina teskeið af hrísgrjónavíni er hin full- komna blanda til að ná fram fallegri og mýkri húð. Lárpera Lárperur eru ekki bara hollur og góð- ur matur heldur eru þær einnig góð- ar fyrir húð og hár. Ávöxturinn er fituríkur og inniheldur E-vítamín en suðuramerískar konur í gegnum tíð- ina hafa notað hann til að næra húð sína og hár. Í raun er nánast hægt að nýta alla hluta lárperunnar, meira að segja börkinn. Það er gott að nudda honum á andlitið á sér en hann er ríkur af lárperuolíu og áferðin losar um dauðar húðfrumur. Þessi sam- setning er mjög góð í baráttunni við ýmis húðvandamál. Einnig getur verið gott að gera andlitsmaska úr lárperu og hunangi sem dregur úr bólgum. Næturgalaskítur Þetta kann að hljóma bæði furðu- legt og ógeðfellt en næturgalaskítur hefur verið notaður í Japan til að jafna húðlit og ör eftir bólur. Skítur- inn sem er ríkur af próteini og hvítt- unarensímum er sótthreinsaður og úr honum búið til duft sem stund- um er blandað með hrísgrjóna- hýði. Duftinu er makað á andlitið og hreinsað af með vatni. n n Ýmsar kryddjurtir og ávextir gera kraftaverk fyrir húð og hár n Þú getur útbúið þín eigin fegrunarlyf Lárpera Hægt er að nýta nánast alla lárperuna, bæði til matar og í fegrunarskyni. Papaja Smyrsl úr ávextinum er talið allra meina bót í Ástralíu Shea-smjör Barnshafandi konur smyrja gjarnan á sig shea-smjör til að koma í veg fyrir slit á húð. Argan-olía Undraolía sem notuð er á allt frá unglingaból- um til hrukkna. 36 Lífsstíll E gils Appelsín hefur verið framleitt af Ölgerð Egils Skallagrímssonar í núver- andi mynd síðan 1955. Síð- an framleiðsla hófst hefur Egils Appelsín alltaf notið mikillar hylli meðal íslenskra neytenda, sér- staklega í kringum jólin en sú hefð að blanda saman Egils Malti og Egils Appelsíni hófst mjög fljótlega eftir að varan kom á markað. Um uppruna þeirrar hefðar er ekki nákvæm- lega vitað, en einhverjar kenningar eru uppi um að það hafi verið til að drýgja maltið, þar sem Egils Malt var dýrara en Egils Appelsín og þótti mikil munaðarvara í þá daga. Hvað sem því líður upphófst strax ágrein- ingur milli fólks um hvað væri „rétta blandan“, hversu stórt hlutfall app- elsíns ætti að vera og hvort ætti að fara í könnuna á undan – maltið eða appelsínið o.s.frv. Þessi ágreiningur er óleystur nú 57 árum síðar. Nýtt út- lit var kynnt nýverið en forvitnilegt er að skoða hvernig drykkurinn hef- ur verið kynntur síðustu áratugina og ljóst að tískusveiflurnar hafa ver- ið miklar. n kristjana@dv.is n Miklar útlitsbreytingar Appelsín í gegnum tíðina Tískusveiflur Útlitið hefur breyst með tímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.