Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2012, Qupperneq 52
52 Fólk 12.–14. október 2012 Helgarblað
Hvað er að
gerast?
12.–14. október
Föstudagur12
okt
Laugardagur13
okt
Sunnudagur14
okt
Einleikur um skáld
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, í samvinnu
við Norðurpólinn, sýnir einlægan og
átakanlegan einleik um skáldið Magnús
Hj. Magnússon – Ljósvíkingur - skáldið
á þröm. Einleikurinn var sýndur vestur á
fjörðum í vor og sumar við gríðarlega góð-
ar undirtektir. Sýningar á verkinu verða í
Norðurpólnum á föstudag og sunnudag.
Norðurpóllinn
Retro Stefson á
Græna Hattinum
Sveitin knáa heldur útgáfutónleika á
Græna Hattinum á Akureyri. Tónleikarnir
hefjast kl. 22.00. Uppselt hefur verið á
tónleika sveitarinnar í Reykjavík. Í byrjun
mánaðar kom út þriðja hljómplata Retro
Stefson og ber hún nafn sveitarinnar. Á
plötunni er að finna tíu ný lög með hljóm-
sveitinni þar á meðal Qween og Glow sem
hafa gert það gott.
Græni Hatturinn 22.00
Friðartónleikar í Hörpu
Sumir segja að andstæðan við stríð sé
ekki friður, heldur sköpun. Í aðdraganda
Reykjavik Peace Þing, stærsta friðarþings
sem haldið hefur verið á Íslandi, munu
þrjár íslenskar hljómsveitir virkja sköp-
unarkraft sinn og flytja friðarboðskap
í tónum og takti. Það eru Ojba Rasta,
Tilbury og Bloodgroup.
Norðurljósasal Hörpu 20.00
Hvanndalsbræður í Hofi
Hljómsveitin ætlar að fagna tíu ára
stórafmæli sínu á þremur stöðum á
landinu, Miðgarði í Skagafirði, Hofi á
Akureyri og Tjarnarbíói í Reykjavík.
Jafnan er mikið um dýrðir á tónleikum
sveitarinnar og verður ekki slegið slöku
við í þetta sinn, sem dæmi má nefna hið
sígilda happadrætti, faglega föndur-
hornið, myndasýningu ásamt kynningu á
límkítti og SÁÁ álfabrennu að ógleymdri
tónlistinni sem mun leika lykilhlutverk.
Hofi 20.00
Minningartónleikar um Ellý
Vilhjálms
Minningartón-
leikar um Ellý
verða haldnir
í Laugardals-
höll og verða
glæsilegir
í alla staði.
Einstakur ferill
hennar verður
rifjaður upp í máli
og myndum, tónlist og myndskeiðum.
Laugardalshöllinni verður breytt í
tímavél og gestir munu eiga kost á því
að hverfa aftur til 7. áratugarins í eina
kvöldstund. Ættingjar Ellýjar standa að
tónleikunum ásamt Senu og munu ýmsir
samferðamenn og vinir stíga á svið.
Laugardalshöll 20.00
Söngkonur
stríðsára í Iðnó
Það var síðasta vor sem hinir marg-
rómuðu tónleikar „Söngkonur stríðs-
áranna“ voru fluttir í Iðnó og víðar
við gríðargóðar undirtektir. Kristjana
Skúladóttir leikkona ætlar ekki að láta
staðar numið því tónleikarnir fara nú
aftur á fjalirnar í Iðnó og þannig ætlar hún
að fylgja eftir nýútkominni plötu sem ber
sama titil.
Iðnó 20.00
M
argt var góðra gesta í
Norðurljósasal Hörpu
þegar veitt voru friðar
verðlaun LennonOno.
Verðlaunin fengu að
þessu sinni fimm alþjóðlegir friðar
sinnar, þeirra þekktastur er tónlist
arkonan Lady Gaga. Mesta eftir
væntingu vakti Lady Gaga og gestir
voru nokkuð alvarlegir á brún, eins
og Íslendingum hættir til að verða
þegar þeir eru í návist heimsþekkts
fólks. Ljósmyndari sem myndaði
gesti þurfti ítrekað að biðja gesti að
slaka á og brosa svolítið. „Rosalega
eru allir stífir,“ sagði hann og hélt
áfram að reyna að fá fólk til að lyfta
brúnum.
Sóley Tómasdóttir og Hanna
Birna gengu saman til móttökunnar
og vakti athygli hversu vel fór á með
þeim. Sólveig Káradóttir var mætt
með móður sinni, Sean
Lennon er vinur hennar og
var hún mætt til að sýna hon
um stuðning. Borgarstjór
inn vakti svo að sjálfsögðu
athygli í jedibúning sínum
en hann og eiginkona hans
gengu saman, bæði í skósíð
um kirtlum, nema eiginkon
an í öllu glaðlegri litum.
Gestir komust við
Rachel Corrie var minnst og
fékk hún viðurkenningu fyr
ir baráttu sína fyrir mann
réttindum. Rachel lést þegar
ísraelsk jarðýta ók yfir hana
þann 16. mars 2003 þegar
hún reyndi að stöðva eyði
leggingu ísraelska hersins
á heimili palestínskar fjöl
skyldu á Gaza. Foreldrar
Rachel tóku við viðurkenn
ingunni og gestir komust
við þegar móðir hennar
sagði: „Rachel er einhvers
staðar brosandi núna.“ Hún las svo
upp úr bréfi sem Rachel hafði sent for
eldrum sínum stuttu fyrir dauða sinn.
Þá var mættur rithöfundurinn
John Perkins sem dró að sér athygli
heimsins með útgáfu bókarinn
ar Confessions of an Economic Hit
Man sem trónaði á toppi metsölu
listans í New York Times í meira en
heilt ár. Bókin ljóstrar á magnaðan
hátt upp um hina alþjóðlegu spill
ingu sem hann segir soga að sér
auðlindir vanmáttugra þjóða. John
hélt stutta tölu og sagðist trúa því að
mannkynið væri á brún byltingar.
Við værum hætt að vilja þjóna hag
kerfi sem byggir á dauða
og farin að átta okkur á
því að við eigum val hvað
varðar að þjóna öðrum
gildum.
Mesta trú hafði hann á
því að konur taki til sín auk
in völd. „Mesta breytingin
felst í því að konur taki til
sín aukin völd og karlar efli
sínar mjúku hliðar,“ sagði
John Perkins.
Hreifst einnig af
borgarstjóra
Ekkja Christopher Hitchens
tók við viðurkenningu fyrir
hans hönd og var snortin
yfir borgarstjóra eins og
Lady Gaga, Yoko Ono og
fleiri. Christopher var rit
höfundur og blaðamaður.
Ferill hans spannar meira en 40 ár
en hann skrifaði fyrir marga áhrifa
ríka fréttamiðla svo sem The Atl
antic, The Nation, Vanity Fair, The
Daily Mirror og marga fleiri. Róttæku
femínistarnir í pönkhljómsveitinni
Pussy Riot fengu viðurkenningu
sína í New York þann 21. septem
ber síðastliðinn í von um að þær
yrðu leystar úr haldi. Það gerði Yoko í
samstarfi við Amnesty International.
Stúlka í hjólastól
beið eftir Lady Gaga
Fjöldi ungmenna beið fyrir utan Norð
urljósasal og fyrir utan Hörpu sjálfa
í von um að berja Lady Gaga augum.
„Við fengum frí úr tíma,“ sagði ung
stúlka úr Réttarholtsskóla. Móðir var
mætt með unga dóttur sína í hjólastól.
Þegar ljóst varð að Lady Gaga kæmi
ekki út um fyrirfram ætlaðan útgang,
hljóp hún á harðaspretti með dóttur
sína að lyftunni. Unga stúlkan þráði
að hitta Lady Gaga og vonandi tókst
það. n
„Rachel er einhvers
staðar brosandi núna“
n Móðir Rachel Corrie tók við friðarverðlaunum n Gestir alvarlegir á brún
Ólmir aðdáendur
Krakkar tóku sér frí
frá skóla til að berja
Lady Gaga augum.
Foreldrar Rachel Móðir Rachel hélt fallega ræðu um dóttur sína.
Innblásin ræða Lady Gaga hélt einlæga ræðu um baráttu sína fyrir friði og mannréttindum.
„Mesta breytingin
felst í því að kon-
ur taki til sín aukin völd
og karlar efli sínar mjúku
hliðar.