Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Page 7

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Page 7
BJARNI BRAGI JÓNSSON: Kjarabarátta - hagvöxtur - verðbólga Ritgerð þessi byggist á athugunum og rannsóknum, er einkum voru studdar af námsstyrk frá Atlantshafsbanda- laginu og rannsóknarstyrk frá Visindasjóði, hugvisindadeild. Kann höfundur þessum aðilum skyldar þakkir fyrir. Ennfremur er hagfræðingunum dr. Benjamín Eiríkssyni, bankastjóra, og Torfa Asgeirssyni, deildarstjóra, þökkuð nytsöm gagnrýni á uppkasti ritgerðarinnar og ráðleggingar um efnismeðferð og skipan. Skoðanir og hugmyndir, settar fram, eru þó með öllu á einkaábyrgð höfundar, og túlka engan veginn viðhorf ofangreindra aðila né heldur þeirrar stofnunar, er tekið hefur ritgerðina til útgáfu. Eínahagsvandinn — verðbólgan Þegar metinn er sá vandi, sem við er að glíma í stjórn hagmálanna, ber að hafa í huga, hvers verður af hagstjóm krafizt. Vissulega verður þess ekki krafizt, að þegar í stað rætist margs konar óskhyggja um, að þjóðfélagið verði sem himnesk stássstofa, né að þjóðin verði rík án tillits til efnislegra möguleika. Efnislegir möguleikar skapa þá undirstöðu, er hagstjórnin byggir á. Náttúruauðlindir, auðlegð fiskimiðanna og réttur þjóðarinnar til þeirra, stærð og frjósemi landsins, orkulindir í skauti þess, atorka fólksins, manndómur, kunnátta og siðgæðisþroski, gnægð og gerð framleiðslutækja, allt þetta myndar undir- stöðu efnislegra möguleika. Verkefni hag- stjómarinnar er að sjá til þess, að valdir séu þeir kostir, sem eru efnahagslega ákjósanleg- astir meðal þeirra, sem eru efnislega og tækni- lega framkvæmanlegir. Hvað er efnahagslega ákjósanlegt fer eftir neysluþörfum og óskum fólksins og tímagildismati þess, skoðað í sam- anburði við hinn þjóðfélagslega kostnaðar- reikning framleiðslugreina og aðferða. Al- mennt er viðurkennt, að tímagildismatið skuli vera framsýnt, að það skuli miðast við að skilja eftirkomendunum eftir þá samstæðu þekking- ar, auðlinda, tækja og lífsrýmis, að framtíð þeirra sé svo trygg sem í mannlegu valdi stendur. Þessi er grundvöllur framfarastefn- unnar, er leiðir af sér stöðuga auðgun á öll- um þessum sviðum, stöðugt mikla festingu fjár til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. Stjóm efnahagslífsins fer að mestu fram eft- ir sjálfkrafa leiðum peningakerfisins með virkri þátttöku allra þjóðfélagsþegnanna, en þó virk- astri af hendi fyrirtækjanna og hins opinbera. Sjálf hagstjórn hins opinbera er og að mestu framin eftir þessum leiðum, beinist að því að hafa áhrif á hina ýmsu peningastrauma. Aug- ljóst er, að enginn vandi á sviði hagstjórnar getur verið almennari og djúpstæðari en sá, er ógnar hinum almennu eigindum peninga- kerfisins, einkum þeim, er bera uppi forsjá og fyrirhyggju í málefnum þjóða og einstaklinga. Slíkur vandi er verðbólgan, stöðug rýmun gildis peninga á sérhvern raunverulegan mæli- kvarða. Slíkur vandi mundi og steðja af stöð- Ugri verðhjöðnun, en því er ekki til að dreifa. Megináhrif verðbólgunnar eru þau að eyði- leggja tímavídd peningaviðskiptanna, fjár- magnsviðskiptin, og hina ytri vídd þeirra gagnvart öðrum peningakerfum. Þannig má segja, að verðbólgan eyðileggi hinar mikil- vægustu eigindir peningakerfisins í tíma og 5

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.