Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Page 10

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Page 10
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM legt mundi hafa verið að lækka verðlag um 12—15% með samdráttaraðgerðum án þess að valda jafnframt stórfelldum gjaldþrotum og hruni. Engin leið var til önnur en að höggva að rótum verðlagsuppbótakerfisins- Hins veg- ar mátti með réttu halda því fram, að með samdrætti peningaþenslunnar mætti spoma á móti frekari hraðaaukningu verðbólgunnar. Er vísitala framfærslukostnaðar hafði hækk- að úr 162 stigum í maí 1955 upp í 186 stig í ágúst 1956, var enn gerð stöðvunartilraun. En skekkjur í verðkerfinu hlóðust upp hægt en ör- ugglega. Með árinu 1957 varð smám saman að hleypa þeim fram í dagsljósið. Smám saman hófust nýjar kaupkröfur, sem urðu almennar með árinu 1958. Svo sem alkunnugt er, fór skriða kaup- og verðhækkana vaxandi af slíku afli, að við ekkert varð ráðið. Frá lokum verð- frystingarinnar í febrúar 1957 til ársloka 1958 hafði vísitala framfærslukostnaðar hækkað úr 186 stigum í 220 stig, eða um rúm 18%. Reiknað var út, að verðbólguþróunin stefndi sjálfkrafa að 20—30% hækkun á ári. Þegar hér var komið sögu, var höggvið á hnútinn með lækkun kaup- greiðsluvísitölunnar niður í 175 stig í febrúar- byrjun og tilsvarandi lækkun innlends verðlags. Þessi stýrða lækkun mun hafa gengið sam- kvæmt áætlun, og við það situr nú. Hér verður þessi saga ekki rakin frekar. Rás viðburðanna leiðir tvö meginatriði skýrast í ljós. í fyrsta lagi, að íslenzk stjórnarvöld hafa ekki, þrátt fyrir stöðugan og sterkan vilja til þess, haft tök á að hindra þessa þróun til lengdar. Verðbólgutilhneigingin hefur jafnan orðið yfirsterkari, þegar fram í hefur sótt. Hins vegar er það jafn greinilegt, að stjórnin hefur jafnan haft bolmagn til að gera hverjar þær ráðstafnir, er þjóðarheill hefur krafizt, án þess að það hafi vakið óra eða mótaþróa, hvort sem slíkar ráðstafanir hafa beinzt að gengisákvörð- un, verðlagi eða beint að kaupgjaldi. Virðist því rétt að líta svo á, að stjómarvöldin hafi vald og bolmagn til að ráða við hvert það afl, er vekur verðbólguna, en hafi hins vegar láðst að beita því að staðaldri og af staðfestu, held- ur aðeins tekið málin föstum tökum hverju sinni, er í óefni var komið. Sem stendur ríkir ró og friður á sviði kjara- mála. Síðan höggvið var á hnútinn, hefur hann ekki náð að hlykkjast saman aftur. Menn skyldu þó engar gyllivonir gera sér um, að nein varanleg festa búi í núverandi ástandi. Hagkerfið hefur alveg sömu hæfileika og það hefur haft til að halda áfram á sömu braut. Sjálft verðlagsuppbótakerfið, með ársfjórð- ungslegum „leiðréttingum“, er enn við líði og bíður nýrra afreka af hendi kjarabótamanna. Það er því enn sem fyrr brýn ástæða til að brjóta heilann um varanlega lausn þessara rnála. íslenzkar hagskýrslur eru of snauðar til þess að fært sé að greina sundur orsakir verðbólg- unnar af tölfræðilegri nákvæmni. í þeim köfl- um, sem hér fara á eftir, verður ekki gerð tilraun til þess, heldur verður verðbólgumynd- unin almennt rædd með hliðsjón af fræðikenn- ingum, rannsóknum og reynslu annarra þjóða. Hins vegar má telja víst, að þær niðurstöður, sem þannig verður komist að, gildi með sér- stakri áherzlu um verðbólguvandamál íslands. Megindrættir hinnar íslenzku framvindu eru fyllilega nægilega skýrir. Allir helstu megin- sprettir verðbólgunnar hafa verið bomir uppi af grunnkaupshækkunum, sem eru hærri en víðast eru dæmi til, og ákvæðum verðlags- uppbóta, er hafa skrúfað kaupgjald og verð- lag upp af sjálfvirku afli. 8

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.